Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. 17 Kjallarinn Hér í Reykjavík er nauðsynlegt að efla foreldrafélögin, ekki sem hlut- lausa kjaftaklúbba eða bara til að sýnast, heldur þarf að rísa upp í öllum hverfum Reykjavikur sam- stilltur hópur áhugafólks um betri skóla, til þess að vekja skilning stjórnvalda á því verki sem verið er að vinna í skólunum og þarf að vinna. Sýndarmennskan, landlægt fyrirbæri Sýndarmennskan í skólahaldi á ís- landi er með ólíkindum og reyndar landlægt fyrirbæri. Kennarar og ágætustu skólamenn hafa látið bjóða sér árum og áratugum saman lög og reglugerðir um skólahald þar sem sýndarmennskan hefur verið allsráð- andi. Og þetta gerist i landi þar sem allt er á hvínandi kúpunni. Skyldi það þá vera þannig að peningar séu ekki til til skóiamála? Þvi fer viðs fjarri. Tölur fjárlaga á undanförnum árum bera það með sér, að skóla- málin hafa alls ekki verið höfð út- undan. Að vísu mætti gera betur á ýmsum sviðum, en það er ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá að á íslandi hefur verið rekin misheppnuð skóla- stefna þar sem viðfangsefni skólanna hafa verið tekin röngum tökum á flestum sviðum. Allir skólar eiga að vera eins, allir nemendur eiga að vera eins og kennarar eiga að vera eins- konar fjarstýrðar hópverur sem send- ar eru .út í skólana til þess að boða kenninguna um félagslegt og menn- ingarlegt gildi meðalmennskunnar. Þetta er því miður aðeins lítið brot af sannleikanum. En þetta vita kenn- aramir og foreldrarnir og börnin. Þetta vita sem sagt allir nema þeir sem eru ábyrgir og þeir sem lokast hafa inni í köldum skrifstofum emb- ættiskerfisins. Bragi Jósepsson. í borginni okkar eftir Véstein Lúðviksson Mál og menning hefur gefið út smá- sagnasafn eftir Véstein Lúðvíksson og nefnir það í borginni okknr, Sögur og ævintýri frá kostulcgri tíð. Á bókarkápu segir: „Einu sinni var borg sem hét því hlýlega nafni Borgin okkar. Enginn efaðist um að hún væri fallegust allra borga, a.m.k. á sólríkum dögum. Tungan sem þar var töluð var hreinust allra tungna og þar bjuggu kynhreinir menn sem voru frá fornu fari gefnir fyrir mergjaðar sögur. í þessari bók kynnumst við viðbrögðum Borgarinnar okkar við hinum margvís- legasta vanda, bæði utanaðkomandi og þeim, sem steðjar innan frá og raskar þeirri mynd sem borgarbúar hafa gert sér af lífinu eins og það er — og á að vera. Vésteinn Lúðvíksson er löngu kunnur sem einn fremsti rithöfundur okkar . . . Með þessu sagnasafni mun Vésteinn enn koma lesendum sínum á óvart. Hann fjallar hér um samtíð okkar frá sjónarhóli framtíðarinnar og birtir hana um leið í nýju og kostulegu Ijósi.” í Borginni okkar er 157 bls. að stærð, unnin i prentsmiðjunni Odda hf. Robert Guillemette gerði kápuna. í sama klefa eftir Jakobínu Sigurðardótt- ur Mál og menning hefur geftð út nýja skáldsögu eftir Jakobinu Sigurðardótt- ir og nefnist hún í sama klefa. Aðalpersónur bókarinnar eru mið- aldra kona og ung stúlka sem verða af tilviljun samskipa á Ieiðinni suður. Á þeim rúma sólarhring sem ferðin tekur segir eldri konan þeirri yngri slitur úr ævisögu sinni. Af hversdagslegri frá- sögn hennar — og kannski ekki siður því sem hún lætur ósagt — jemur les- andinn örlagasögu umkomulausrar manneskju og það hugarfar sem til verður í harðbýlum og afskekktum byggðum og skapar henni örlög. Er þá ónefnd lýsing þeirrar ungu konu sem söguna segir og að hve miklu leyti hennar biður sams konar hlutskipti þrátt fyrir þá uppreisn sem henni býr i brjósti. í sama klefa er 100 bls. að stærð, sett og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar, Bókfell hf. sá um bókband. Ragnheiður Jónsdóttir myndlistar uaður gerði kápuna. Sólin og skugginn eftir Fríðu Sigurðardóttur Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Sólin og skugg- inn, nýja skáldsögu eftir Frjðu Sigurð- ardóttur. En eftir sama höfund kom út i fyrra smásagnasafnið Þetla cr ekkerl alvarlegt, sem hlaut gífurlega góða dóma gagnrýnenda. Um þessa skáldsögu, sem fjallar um lifið á sjúkrahúsi og persónur sem þar dveljast sem sjúklingar, segir á bókar- kápu: ,,Já, hvernig er lífið i kolkrabb- anum — margarma og myrku kerfis- virki sjúkrahússins? Hvernig er að láta kippa sér af sólvangi lífsins inn i krabb- ann? Hvernig er að sitja þar í löngu, myrku tómi og horfa þaðan á lif sitt álengdar, endurmeta það og sjálfan sig með augum, sem eru að venjast myrkr- inu? Hvernig er að vera leiksoppur á vegasalti vonar og ótta, fagnaðar og ör- væntingar, lífs og dauða, ýmist í há- flugi eða hrapi? Hvernig er fólkið, sem þú hittir með byrðar sinar í kolkrabb- anuni? Slíkar spurningar og margar fleiri eru kvikan i þessari fersku og nærtæku skáldsögu. þetta er átakasaga úr hugar- heimi, saga um frelsi og helsi mann- eskjunnar, saga um lifsástina og dauð- ann, saga af fólki, grimum þess, brynj- um og vopnum. Saga um ást þessa fólks í öllum sínum tilbrigðum: Ástúð þess, fórnarlund, gleði, hetjuskap og hugraunir. Sagan er þrungin áhrifa- magni og hver manneskja hittir sjálfa sig fyrir í henni fyrr en varir. Þetta er sagan um sólina og skuggann i hjarta mannsins, — hrópandi andstæður en þó sama hlutinn. Og hvar byrjar sú saga og hvar endar hún? Þeirri spurn- ingu er ósvarað í þessari bók og öllum bókum.” Sólin og skugginn var sett og prentuð í Prisma sf. og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýsingastofa Lárusar Blöndal. Þ*X»I c og Son «r tfíuð *f djúpum fágnt ay *u6ugv «*#, (Hif* Vr jWó OJ HWk SWXÍÚfaJA foreldrar missa þannig fljótt áhugann og því má segja að foreldrafélögin séu hvorki fugl né fiskur. Frá upphafi skólahalds á íslandi hafa skólarnir (barnaskólar, gagn- fræðaskólar og núsíðastgrunnskólar) verið einskonar miðdepill og menn- ingarlegar miðstöðvar í þorpum og bæjum úti um allt land. Skólinn var partur af þeirri menningarlegu og fé- lagslegu heild, sem sveitarfélagið var. íbúarnir fylgdust með vexti skólans og uppbyggingu og því starfi sem fór þar fram innan dyra. Þetta er í sjálfu sér ekkert undarlegt þegar haft er í huga að skólinn var í raun annað heimili barnanna á viðkvæmasta þroskaskeiði þeirra. öfugþróun Eins og bent er á hér að framan eru nú starfræktir 24 grunnskóiar í Reykjavík. Menningarleg staða þess- ara skóla er að mörgu leyti frá- brugðin þvi sem áður var, þegar skólinn var aðeins einn í borginni. Sama gildir að sjálfsögðu um skóla í kaupstöðum utan Reykjavíkur. Skólinn í hverfinu hefur ekki sömu stöðu og gamli skólinn og íbúar hverfisins eru ekki bundnir skól- ansum sínum sömu persónulegu tengslum sem áður var. Ég er þeirrar skoðunar að hér hafi átt sér stað öfugþróun, sem nauðsyn- legt sé að sporna við áður en mikið lcngra er haldið. Það er að vísu rétt að löggjafinn hefur, að verulegu leyti markað þá stefnu sem þessi mál hafa tekið, sem er einfaldlega sú, að öll uppbygging skólahalds skuli metin í krónum. Ef fjárveitingar til skóla- mála á íslandi væru yfirleitt skyn- samlegar þá gætu menn sjálfsagt sætt sig við þetta sjónarmikð. Því er hinsvegar ekki að heilsa, og engar líkur eru á þvi að ráðamenn okkar átti sig á þessu fyrr en eftir svona 200 ár. Bragi Jósepsson Menningarleg og fó- lagsleg miðstöð Skólinn í hverfinu á að vera menn- ingarleg og félagsleg miðstöð fyrir það fólk sem þar býr. Við verðum að hætta að einblína á tölfræðilegar for- múlur um stærð bekkjardeilda og hefja endurreisn lifandi skólahalds. Til þess að þetta sé hægt þurfum við að vekja áhuga fólksins sjálfs; for- eldranna, kennaranna og barnanna. Við þurfum að láta þetta fólk fá eitt- hvað að gera, vekja áhuga þess á skólanum sínum, setja á laggirnar skólanefndir og foreldrafélög fyrir hvern einasta skóla og vinna þannig gagngert að þvi að endurvekja lifandi skólaanda. En það sem hér hefur verið sagt verður ekki gert í einu stökki. Menn þurfa að horfast i augu við ákveðnar staðreyndir og hætta að afsaka þá forystumenn okkar í skólamálum sem eru ábyrgir fyrir því ástandi sem nú ríkir í þessum málum. MISHEPPNUÐ SKÓLASTEFNA Nýjar bækur Nýjar bækur £tC’fUrí')trxchn‘/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.