Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. Sjónvarp Veðrið 39 MONSEUR LA SOURIS - útvarpsleikrítið kl. 20.30 Leikrit byggt á sakamálasögu eftir hinn fræga Simenon Hinir mörgu unnendur sakamála- höfundarins franska, Simeons, hafa eitthvað til að hlakka til í kvöld. Þá verður flutt leikrit, hálfs annars tíma langt, byggt á sögu eftir hann. Heitir það „Monsieur La Souris” og segir frá gömlum flækingi i París með þessu nafni. Hann er á vissan hátt kunningi lögreglunnar. Einn dag finnur hann dauðan mann í bíl. Það mál virðist ekki flókið í fyrstu, en svo fer ýmislegt að gerast, sem veldur því að gamli maðurinn lend- ur í hálfgerðum vandræðum. Simenon fæddist í Liege í Belgíu árið 1903 og hefur skrifað einhver ókjör af sögum, oftast um sakamál. Alls yfir 200. Ótrúleg afköst hans hafa þó ekki hindrað að þetta eru taldar með best skrifuðu sakamálasögum heimsins. Hann er glöggur sál- fræðingur og skarpur skoðari mannlífsins. Siðaboðskap er aldrei að finna í verkum hans. Þvert á móti, hann er gjörsamlega laus við allar sjálfs- blekkingar eða draumsýnir um göfugt eðli mannsins. Honum tekst einkar vel að lýsa fólki, sem er komið fram á ystu nöf, hvað andlega heilsu snertir. Til dæmis manni sem tekið hefur þá á- kvörðun að myrða konu sína, fjölskyldumeðlimum, sem berjast með öllum tiltækum ráðum um arfahluta, eða persónum á flótta undan armi laganna. Frásögnin er hófsöm og frekar sagt of lítið heldur en of mikið. Umhverfis- lýsingar hans þykja mjög góðar. Margar sögur hans hafa lög- reglufulltrúann Maigret sem aðalper- sónu, og hann er rólegur og skarpskyggn eins og höfundurinn. Margrét Jónsdóttir hefur þýtt leikritið, en leikstjóri er Gísli Alfreðs- DAGUR í LÍH DRENGS - morgunstund bamanna kl. 9.05 ífyrramálið Hugarheimur sex ára snáða Nýja morgunsagan fyrir börn fjallar um ungan snáða, sem hugsar sitt. í myndasafninu okkar fundum við þessa mynd af einum slíkum, en vitum því miður ekki hvað hann heitir. DB-V-mynd: Sig. Þorri. 1 fyrramálið hefst ný morgunsaga fyrir börnin. Heitir hún „Dagur í lífi drengs” og er eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Þar segir frá einum vordegi í lífi sex ára drengs. Hann býr eiginlega hvorki í sveit né borg, heldur rétt utan við dálítið þorp. Þetta veldur þvi að hann er dálítið einmana, það er of langt í leikfélaga og foreldrar hans hafa engar skepnur sem gætu stytt honum stundir. Þau eru ágætis fólk, en alltaf í tímahraki eins og foreldrar nú á dögum. Hann nær litlu sambandi við þau og reynir að létta sérlífiðmeð því að spinna upp ævintýri í huganum. Höfundurinn, Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, er húsfreyja fyrir norðan, á Árnesi í Aðaldal. Fyrsta barnabók höfundar kom út fyrir jólin í fyrra og nefnist „Veröldin er alltafný.” Þessi nýja saga „Dagur í lífi drengs” er óprentuð. Verður hún sex lestrar á lengd, og er lesin af dóttur höfundar, Hildi Hermóðsdóttur. -ihh 7.20 Leikfimi. 7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfsmenn: önundur Björnsson og Guðrún Birgisdóttir. (7.55 Daglegt mál: Endurt. þáttur Helga J. Halldórs- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: María Finnsdóttir talar. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. frh.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Dagur í lífi drengs” eftir Jóhönnu Á. Steingrimsdóttur. Hildur Hermóðsdóttir byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 11.00 „Mér eru fornu minnin kær”. Umsjón: Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. Steinunn S. Sigurðardóttir les þriðja og síðasta hluta frásögunnar „Flóttinn úr kvennabúrinu” eftir Áróru Nilson. 11.30 Morguntónlelkar., Þættir úr sigildum tónverkum. Ýmsir flytj- cndur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. A frívaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.10 „Tímamót” eftir Simone de Beauvoir. Jórunn Tómasdóttir les þýðingu sína (7). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. Föstudagur 4. desember 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni. Umsjón: Karl Sig- tryggsson. 21.00 Allt i gamni með Harold Lloyd s/h. Syrpa úr gömlum gamanmyndum. Átjándi þáttur. 21.35 Fréttaspegill. Umsjón: Helgi E. Helgason. 22.15 Vor í Róm. (The Roman Spring of Mrs. Stone). Bresk bíómynd frá 1961 byggð á sögu eftir Tennessee Williams. Leikstjóri: José Quintero. Aðalhlutverk: Vivien Leigh, Warren Beatty, Lotte Lenya. Myndin fjallar um leikkonu, sem ákveður að hætta að leikaog sinna þess í stað auðugum en lasburða eiginmanni sínum. Hann deyr, en hún sest að i Róm. ítalskur daðrari hyggur gott til glóöarinnar. Þýðandi: Ragnar Ragnars. 23.55 Dagskrárlok. son. í helstu hlutverkum eru Rúrik María Karlsdóttir, Steindór Hjörleifs- Haraldsson, Sigurður Karlsson, Hanna son og Bessi Bjarnason. -ihh málasöguhöfundum aldarínnar. KAFFIVAGNIIMN VIÐ GRANDAGARÐ - SfMI 15932 Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir norðvestanátt á öllu landinu. Él á Norður- og Norð- austurlandi, úrkomulaust sunnan- lands. Frost um allt land. Bjart veður í innsveitum sunnan og suð- austanlands en annars staðar skýjað. kl. 6 i morgun Akureyri skýjað 2, Bergen rigning 6, Helsinki skýjað 1, Kaup- mannahöfn skýjað 3, Osló frost- rigning 3, Reykjavík skýjað 4, Stokkhólmur alskýjað 1 Þórshöfn alskýjað9. Veðrið hér og þar kl. 18 í gær Aþena léttskýjað 15, Berlin skýj- að 3, Chicago snjókoma 0, Fen- eyjar skýjað 5, Frankfurt skýjað 3, Nuuk úrkoma —3, London mistur 6, Luxemborg skýjað 2, Las Palmas léttskýjað 21, Mallorka súld 11, New York rigning 11, París skýjað 5, Malaga heiðskírt 15, Vín snjó- koma 2. Gengið Nr. 231 - 3. desambor 1981 kL 09.15. Einingkl. 12.00 Kaup Sala Saia 1 BanderíkjadoRar 8,156 8,180 8,998 1 Steríingspund 15,880 15,926 17,518 1 Kanadadollar 8,927 6,948 7,642 1 Dönskkróna 1,1347 1,1380 1,2518 1 Norsk króna 1,4271 1,4313 1,5744 1 Saensk króna 1,4910 1,4954 1,6449 1 Rnnsktmark 1,8888 1,8944 2,0838 1 Franskur franki 1,4496 1,4539 1,5992 1 Bslg.franki 0,2155 0,2161 0,2377 1 Svissn. franki 4,5577 4,5711 5,0282 1 Hottenzk florína 3,3456 3,3555 3,6910 1 V.-þýrkt mark 3,6615 3,8723 4,0395 1 höbkltra 0.00682 0,00684 0,00752 1 Austurr. Sch. 0,5212 0,5227 0,5749 1 Portug. Escudo 0,1264 0,1267 0,1393 1 Spénskur paaatí 0.0851 0,0853 0,0938 1 Japansktyen 0,03781 0,03792 0,04171 1 irsktound 12^76 13,014 14,315 8DR (sérstök ' 9,5720 9,6002 drenerreninotr 01/09 Simsvarí vsgna gengtsskréningar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.