Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 1
BIAÐID. 278. TBL. — 71. OG 7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981 Hvaðgerist íPóllandi? — sjá bls. 4-5 Iferkfallí nokkrum verk- smiðjum ognámum — sjá erl.fréttir bls. 8-9 Frelsieða kommúnismi — sjá leiðara bls. 14 Munið jólagetraunina — sjábls.2 Askoranirum uppskrift — sjá neytendasíður bls. 12-13 Stúlkafrá Homafirði datt ílukkupottinn — sjá getraunasíðu bls.22 Sandkom — sjábls.2 Svarthöfði — sjábls.4 Q DAGAR ® TILJÓLA ftjálst, óháð dagblað Sslendingum gert nýstárlegt tilboð: Fiskborgarar gerðir úr loðnu og úrgangi? Mun ný tækni í framleiðslu fiskaf- urða valda byltingu í íslenzkum fiskiðnaði? Framámenn í íslenzkum fiskiðnaði koma sjálfsagt til með að velta þessari spurningu rækilega fyrir sér á næstunni í framhaldi af kynningarfundi sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins stóð fyrir í gær. Norðmaður nokkur, Niels Wold að nafní, fulltrúi lítils norsks fiskiðnaðar- fyrirtækis, Væröy fiskeindustri, kynnti fiskrétti sem framleiddir eru með áður óþekktri aðferð, svokallaðri Swanson-tækni. Ekki hefur verið upplýst í smáatriðum í hverju þessi aðferð er fólgin en óhætt er að segja að í hugum margra mun hún virka sem hrein töfrabrögð. Bandarískur matvælaprófessor, dr. Swanson, er sagðuri höl'undur þessar- ar tækni. Aðferð har.s mun í stórum dráttum vera á þá leið að kjötið af fisknum er skilið frá öðrum hlutum með efnafræðilegum aðgerðum. Úr kjötinu er gert fiskfars sem síðan má nota til framleiðslu úrvals rétta af ýmsu tagi. Dr. Swanson heldur því fram að ekki sé til sá fiskur í sjónum, sem ekki borgi sig að nýta. Hann telur ýmsa smáfiska, sem hingað til hafa þótt illnýtanlegir til annársenbtæðslu vegna smæðar og þær afurðir al fisknum sem falla til á skurðarborði fullboðlegan mannamat. Niels Wold bauð mönnum á kynningarfundinum í gær að bragða á ýmsum nýstárlegum réttum, sem gerðir eru með Swanson-tækninni. Má þar nefna fiskborgara úr loðnu, fiskfingur úr gráröndungi og svokallaðan „kjöthleif” úr þorski. Þessir réttir brögðuðust ágætlega í munni. Niels Wold býður mönnum að bragða á loðnuborgara. Þeir eru sagðir fyllilega sambœrilegir við aðra fiskborgara h vað gœði snertir, en meira en helmingi ódýrari. D V-mynd: Bjarnleifur Swanson-tæknin var fyrst kynnt í Noregi fyrir þremur árum. Norskir hafa hins vegar sýnt þessu sáralítinn áhuga. Veldur það grunsemdum um að ekki sé allt eins glæst og af er látið. Dr. Swanson hefur boðizt til að smiða vél, sem framleiða á fiskrétti rneð aðferð hans. TH þess þarl' 150 þúsund dali. Væröy-fyrirtækið er hins vegar það lítið að það hefur ekki bolmagn til að standa eitt undir þeim kostnaði sem fylgir. Vegna áhugaleysis annarra í Noregi leitar það nú samvinnu við íslenzka aðila. -KMU. Rafmagnsleysi íReykjavík Um hálfáttaleytið í morgun varð rafmagnslaust t tórum hluta Reykja- víkurborgar. Að sögn Sigurgisla Eyjólfssonar, vaktmanns hjá Rafmagnsveitu Reykja- vikur, má rekja ástæðu rafmagnsleysis- ins til eins rofa i aðveitustöð þrjú sern leysti út háspennustreng á svæðinu. Fljótlega var hægt að komast fyrir bilunina á stórum hluta svæðisins. Þegar blaðið fór í prentun var þó enn rafmagnslaust á svæðinu frá Lækjar- teig upp með holtum og á Laugavegi. Var áætlað að hægt yrði að konta þeim hluta borgarinnar í samband lljótlega upp úr hádeginu. Samhliða rafmagnsleysinu truflaðist simasamband í miðbænum. Ástæðuna má rekja til rafmagnsleysis í miðbæjar- símstöðinni. -SER. Lýfingssfaðahreppur: Samþykkfi Blöndu Langur og allharður sveitarfundur í Lýtingsstaðahreppi i Skagafirði, sem haldinn var í gærdag, samþykkti að lokum með 61 atkvæði gegn 46 að halda opnum leiðum til samkomulags um virkjun Blöndu en hafna núgild- andi boði rikisstjórnarinnar. Áður hafði verið fellt með 60 atkvæðum gegn 48 að hafna alfarið virkjunarleið 1 með Blöndu sem næstu stórvirkjun. -HERB. Enn erfiðleikar hjá Jökli hf Skipverjum sagt upp og togaranum lagt! Skipverjum á togaranum Rauðanúpi á Raufarhöfn hefur verið sagt upp störfum. Togaranum var síðan siglt til Akureyrar þar sem hann liggur nú bundinn við bryggju. Rauðinúpur var nýkominn úr veiði- ferð síðastliðinn fimmtudag og voru skipverjar að búa sig undir að halda út aftur. Skipstjórinn hafði þá samband við þá og tilkynnti þeim að þeir þyrftu ekki að mæta til skips. Hel'ði frani- Kjartansson, lagt fyrir sig að segja mannskapnum upp. Var öllum skip- verjum, sem höfðu viku uppsagnar- frest, sagt upp, um 10—12 manns. „Þetta kom eins og reiðarslag yfir mann,” sagði einn skipverja í samtali við DV í morgun, „enda hafa þeir ekki lagt í vana sinn að segja mönnum upp þótt skórinn kreppti að.” Á föstudag fóru skipverjar, að tnga á uppsögnununt. Boðuðu þeir stjórn og framkvæmdastjóra Jökuls hf., á sinn fund. Aðeins þrir al stjórnarmönnunum mættu á hann og fór einn þeirra „í fússi” eftir skantma stund. Að sögn skipverjans benti allt sem kom fram í viðræðum við hina tvo stjórnarmennina til þess að þarna hefði verið urn „geðþóttaákvörðun framkvæmdastjórans að ræða en ekki ákvörðun stjórnarinnar”. stjórn Jökuls hf. og spurði liann hvort stjórnin hefði tekið þá ákvörðun að segja mannskapnum upp. „Nei," svaraði Karl en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á laugardag var haldinn fundur í hreppsnefnd og kom þar frant sú tillaga ,að senda skipið aftur út til veiða. Var ekki talinn grundvöllur fyrir þvi eins og staðið hel'ði verið að uppsögnunum. t D! Vh i/áf| parj bér aó vei jajól 1agjöfina 48 síðna jólagjafahandbók fylgir blaðinu í daf 5—DV88 síður—Tvö blöð j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.