Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Pólland: Verkfall f nokkram verksmiðjum og námum Verkfallsverðir umkríngdir af hermönnum. — Fréffasamband rof ið. Eining starfar Brian Mooney, fréttaritari Reut- ers, kom þeim fréttum til fréttastof- unnar, áður en símtal hans var slitið, að Eining starfaði í blóra við herlögin og hefði látið frá sér fara upptalningu á námum og verksmiðjum, þar sem vinna hefur verið lögð niður. Verkalýðshreyfíngin hafði einnig sagt honum, að herflokkar hefðu umkringt nokkrar af þessum verk- smiðjum og virtust í gærkvöldi búa sig undir að fjarlægja verkfallsverði í skjóli nætur, þegar útgöngubannið ríkir. Aðrar fréttastofur höfðu misst sambandið við sina fréttaritara töluvert fyrr. Agitatorar Varsjárútvarpið sagði, að í nokkrum verksmiðjum — þar á meðal fáeinum í Varsjá — hefðu „agitatorar að atvinnu”, uggandi um eiginhagsmuni, valdið ringulreið og gert erfitt fyrir um að vinna gæti hafizt með eðlilegum hætti. Hefðu þeir hvatt til andstöðu við núgildandi lög. ,,Það er unnið í flestum námum, stáliðjuverum, léttaiðnaði og mat- vælaverksmiðjum. samgöngur ganga eðlilega fyrir sig, þar sem þess er kostur,” sagði í fréttum Varsjárút- varpsins. Neita aö yfir- gefa vinnustaöi Eining skýrði frá því í gærkvöldi, að námamenn í Sflesía hefðu neitað að yfirgefa vinnustaði sina. sagt var, að sett hefði verið á laggirnar verk- fallsnefnd eða bráðabirgðastjórn, sem stýrði aðgerðum i fjarveru ýmissa foringja, en þeir höfðu verið handteknir um helgina. Sú stjórn var sett á laggirnar i Lenínskipasmíða- stöðinni í Gdansk. Þeirri sömu, sem ól Einingu af sér fyrir sautján mán- uðum. Dauöarefsing Samkvæmt herlögunum má halda hinum handteknu í varðhaldi svo lengi sem neyðarástandið varir. Verkamenn geta átt yflr höfði sér fangelsi fyrir að neita að hlýða fyrir- mælum eða standa að verkföllum. Dauðarefsing getur legið við sumum brotum. Ferðafrelsi er takmarkað, starf- semi verkalýðsfélaga bönnuð, opinb- erir fundir bannaðir og ekki koma önnur blöð út, en helztu opinberu málgögn. Samband flestra vestrænna frétta- manna í Póllandi við fréttastofur þeirra vestan tjalds hefur verið rofið, en frétzt hefur þó af verkföllum á sjö stöðum í Póllandi. Varsjárútvarpið segir, að allt sé með kyrrum kjörum í Póllandi, og víðast í gær ,,hafi flest fólk mætt stundvíslega til vinnu”. — „Menn, sem hafa undirróður að atvinnu sinni” reyni þó að koma á ringulreið. Lenínskipasmíðastöðin í Gdansk: Vagga Einingar, enda hefur hreyfingin nú myndað þar bráðabirgðastjórn. Nýr fram- kvæmdastjóri Sameinuðu- þjóðanna Javier Perez de Cuellar, 61 árs gam- all lögfræðingur og diplómat frá Perú, verður tilnefndur og látinn sverja emb- ættiseið í dag sem fimmti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur til siarfa 1. janúar, þegar hann leysir af hólmi Kurt Waldheim hinn austurríska, sem gegnt hefur starf- inu síðan 1972. — Waldheim hafði boðið sig fram til þess að vera þriðja 5 ára tímabilið en Kína beitti neitunar- valdi sínu gegn kosningu hans í öryggis- ráðinu. öryggisráðið samþykkti de Cuellar einróma á fundi fyrir helgi og það er aðeins formsatriði að bera samþykkt- ina upp fyrir allsherjarþingið i dag. Jólahlé átti með réttu að gera á störfum allsherjarþingsins í dag, en það hefur orðið að framlengja þingið til föstudags til þess að ljúka málum. De Cuellar er fyrsti framkvæmda- stjórinn sem á hið opinbera tungumál Sameinuðu þjóðanna, spönskuna, að móðurmáli. Hefur hann óskað þess, að svardaginn verði á spönsku. Forverar hans fóru allir með hann á ensku. Perúmaðurinn verður fyrsti fram- kvæmdastjórinn, sem hefur eigin reynslu bæði sem fulltrúi áallsherjar- þinginu og sem starfsmaður Samein- uðu þjóðanna. Hann var fastafulltrúi Perú, en gerðist siðar aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Hann gekk aftur í utanríkisþjónustu Perú í maí síðasta vor. Óveður hrjáði marga um siðustu helgi. A austurströnd Bandarikjanna náði snjór-1 inn 25 cm. og var eins og sjá má á myndinni vel skíðafært i Boston, en þessi greip | skiðin til að komast í vinnu sina. Gólan- hæðir hérað í ísrael ísrael á yfir höfði sér í dag gagnrýni vina jafnt sem fjandmanna fyrir nýja lagasetningu, þar sem Gólanhæðirnar, herteknar í Sýrlandi í sex daga stríðinu 1967, eru gerðar að annexíu í ísrael. Stjórnarfrumvarpinu var hraðað í gegnum Knesset (ísraelsþing) á einum degi, en það var lagt fram í gær og af- greitt eftir þrjár umræður. Begin forsætisráðherra sagði, að ákvörðunin um að gera Gólanhæðirnar að héraði i ísrael hefði verið haldið leyndri fyrir Bandaríkjastjórn. — í Washington létu talsmenn stjórnarinn- ar orð falla um, að stjórnin liti þessa þróun alvarlegum augum. Arabaríkin fordæmdu einum rómi þessa ákvörðun ísraels. Þar á meðal Egyptaland. — Sýrland krafðist auka- fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna til þess að ræða refsiaðgerðir gegn ísrael ef það ekki ónýtti þessi nýju lög. Óveður veldur mikl- um usla á Bretlandi Kurt Waldheim hefur nú loks eignast arflaka í framkvæmdastjórastarfinu hjá Sameinuöu þjóðunum. Mikið óveður gekk yfir Bretland nú um helgina og olli það miklum usla. Muna menn ekki eftii verra veðri á þessari öld. Strandgæzlumenn við Ermarsund komust í hann krappann er þeir reyndu að bjarga áhöfn flutningaskips sem rak fyrir v.eðri og vindum með 200 km. hraða á klst. Flutningaskipið, Bonita, var skráð i Ecuador. 36 manna áhöfn var á skipinu og drukknaði einn er mennirnir stykku í ískaldan sjóinn. Hinum var bjargað um borð í þyrlur og björgunarbáta. Mikil ringulreið ríkti um landið vegna óveðursins og fór rafmagnið af stórum svæðum í sv-hluta þess. — 5 menn fórust þegar járnbrautarlest fór af teinum í blindbyl. FJestir flugvellir voru lokaðir. Heathrow-flugvelli í London var þó haldið opnum með aðstoð snjóplóga. , A þjóðvegunum neyddist fólk unn- vörpum til að skilja bíla sína efdr vegna snjóþyngsla og lestarþjónusta fór úr skorðum. í borginni Shawbury, Midland, mældust —25 gráður og er það lægsta hitastig sem mælzt hefpr í Englandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.