Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ &VÍS1R. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd „Eru hungruð börn stefnumark sóslalismans?” segir á borðanum, sem Einingarmenn báru um stræti en slíkt athœfi varðar allt að 5 ára fangelsi í dag, þegar herlögin eru gengin í gildi. — fsextán mánuði fengu þeir að viðra hug sinn til misheppnaðrar efnahagsstefnu sósíalismans. í sextán mánuði fengu þeir að bera höfuðið hátt Járntjaldið dregið fyrirsólu í Póllandi „Pólverjar! Borgarar hins pólska alþýðulýðveldis! Það er þjóðarherráðið, sem talar. Að landi okkar steðjar dauðans ógn. Óþjóðhollar sundrungaraðgerðir afla fjandsamlegra sósíalismanum hafa hrundið þjóðfélaginu fram á hengiflug borgarastyrjaldar. Stjórn- leysi, lögleysa og ringulreið hafa lagt efnahagslífið í rúst, svipt landið öllum mætti, teflt sjálfstæðinu í hættu og um leið tilveru þjóðarinnar. í undirbúningi hefur verið um hrið valdarán afturhaldsaflanna og það ásamt hættu á hryðjuverkum gæti leitt til blóðsúthellinga. . . ” örþrrfaráð Þannig hóf Wojciech Jaruzelski hershöfðingi, formaður pólska kommúnistaflokksins, forsætisráð- herra, varnarmálaráðherra og nú einnig oddviti herráðsins, sem tekið hefur við stjórn Póllands, máls í pólska sjónvarpinu, þegar hann á sunnudagsmorgun kunngerði hinar róttæku aðgerðir stjórnvalda i Var- sjá. Ekkert minna en lýsa yfir neyðar- ástandi í landinu og að leiða i gildi herlög þótti nægja til þess að hemja afl verkalýðssamtakanna nýju í Pól- landi. Slík ógn stóð hinum kommún- isku valdhöfum af æ frekari frelsis- og mannréttindakröfum hins pólska verkalýðs. Enda hefur ekkert land austan tjalds mætt jafn áræðnum og eindregnum þrýstingi af hálfu jafn fjölmenns hluta borgara sinna, eins og Pólland eftir að Eining (eða Soli- darinocs”) reis upp úr verkföllum hafnarborganna við Eystrasalt I ágúst í fyrra. Nýbólan þandist út Eins og umsetin í sínu valdavirki neyddist Varsjárstjórnin fyrir sautján mánuðum til að líða skipulagningu verkalýðssamtaka, sem strax í upp- hafi lögðu allt kapp á að vera laus undan áhrifakrumlum kommúnista- flokksins og starfa utan hinna lög- festu stéttarfélaga, er allar götur þöfðu staðið meira vörð um hags- muni valdaklíkunnar fremur en gæta hagsmuna verkalýðsins. En þver- öfugt við vonir valdhafa hjaðnaði þessi nýbóla aldrei, heldur þandist út í að verða afl á bæði vinnumarkaðn- um og einnig stjórnmálasviðinu. Til mikillar skelfingar Kremlar, sem fyrr á þessu ári kvaddi leiðtoga Póllands á sinn fund í Moskvu og skipaði þeim að koma reglu á sitt heimili. Þegar Varsjárstjórnin sýndist vanmáttug til þess að stemma stigu við uppgangi Einingar, jukust stórlega áhyggjur Moskvu. Óx ásmeginn Einingu óx jafnt og þétt máttur og æ ofan í æ voru kommúnistaleið- togar Póllands neyddir til auðmýkj- andi eftirgjafar. Eining náði árangri sem engan hafði órað fyrir, að gætii átt sér stað austantjalds. Árangri, sem engin andófshreyfing í Austur- Evrópu, engir mannréttindaskilmálar í Helsinkisáttmálum höfðu áorkað. Hún fékk samþykktan verkfallsrétt, rýmkun á ritskoðun, aðgang að fjöl- miðlum. Henni óx nægilegur fiskur um hrygg til þess að gera kröfur til breytinga á stjórnarstefnunni og knýja fram brottvikningar spilltra flokkskurfa úr embættum. Forvígis- menn seildust djarfari æ lengra í umbótakröfum sínum. Póhrerjar uppreisnargjarnir Þetta ástand er fjórða meiriháttar uppúrsuða herskárra verkamanna Póllands á þeim þrjátíu og sex árum, sem liðin eru, síðan Moskvuþjálfaðir kommúnistar mynduðu „stjórn al- þýðunnar” þegar þeir náðu undir sig völdunum í upplausninni I stríðslok. — í júní 1956 marséruðu þúsundir verkamanna til aðalstöðva flokksins í Poznan, hrópandi: „Við heimtum brauð! Við heimtum frelsi”.” Kröfu- göngunni var tvístrað. Pólski herinn braut öll mótmæli á bak aftur. Af opinberri hálfu er viðurkennt, að það hafi kostað 48 manns lífið, en tvö hundruð og sjötíu hafi særzt. — Fjórum mánuðum síðar buðu frjálslyndari Pólverjar Moskvu byrg- inn með tilburðum til hreinsana á Stalínistum. Nikita Krúsjeff, sjálfur leiðtogi Sovétríkjanna, hraðaði sér til Varsjár til þess að koma vitinu fyrii- Pólverja. Þeir neituðu að veita honum áheyrn og vöruðu við því, að Pólland væri reiðubúið að berjast. Krúsjeff varð að láta i minni pokann, og Wladyslaw Gomulka, sem sjö árum áður var látinn víkja vegna „endurskoðunartilhneiginga” og ávallt síðan tortryggður af Moskvu, var kallaður inn úr kuldanum til að stýra kommúnistaflokki PóIIands. Sama tiiefnið t desember 1970 voru vinsældir Lech Walesa, einn þeirra, sem þoldi ekki lengur að horfa aðgerðarlaus upp á kjör þjóðar sinnar. Undir forystu hans náðust ýmsar kjara- bætur, en eftir að skriður komst á fékk hann ekki hægt á félögum sinum. Gómulka uppgufaðar og verkamenn skipasmíðastöðva við Eystrasalt risu upp gegn óvæntum verðhækkunum. Þeir boðuðu allsherjarverkfall, sem herinn var enn á ný látinn bæla niður. í skjóli skriðdrekanna voru fjörutíu og fimm drepnir. En titring- urinn skók stoðir flokksveldisins og Gomulka var neyddur til að segja af sér. Edward Gierek, harðleitur kola- námumaður, þótti standa verkalýðn- um nógu nær til þess að taka sæti Gómulka. Gierek neytti færis og kenndi hinum fráfarandi formanni um öll vandræði Póllands. Sumarið 1976 hitnaði í kolunum að nýju. Aftur héldu verkamenn út á strætin til þess að mótmæla verð- hækkunum á nauðsynjavörum. Þeir báru eld að skrifstofum kommúnista- flokksins og dæmi voru til þess að þeir slitu upp járnbrautarteina berum höndum til þess að veita gremjunni útrás. — Áður en sólarhringur var lið inn hafði verðhækkunin verið aftur- kölluð, en þá lágu sautján manns í valnum. Neistinn hafði verið kveikt- ur og innan tveggja mánaða hafði fyrsta andófshreyfing Póllands verið stofnuð. JÚIÍ1980 Tilraunir Giereks til aukinnar hagræðingar og til þess að færa framleiðsluiðnaðinn til nútímalegri hátta, sem leiða skyldi til bættra kjara, báru ekki árangur. Pólland sem skuldaði bönkum á vesturlönd- um milljarða dollara, rak óðfluga til vandræðanna í júlí 1980. Enn og aftur voru það verðhækkanir á nauðsynjum sem kveiktu bálið. Kjötverð var hækkað um 70% og á tveim vikum voru 80.000 manns komnir í verkfall i Lublin. í fótspor þeirra fetuðu verkamenn í Varsjá og í skipasmíðastöðvum í Gdansk. Það var í Gdansk fyrir sextán mánuðum, sem áður óþekktur rafvirki, Lech Walesa að nafni, klifraði yir hlið Lenin-skipasmíða- stöðvarinnar til þess að slást í hóp félaga Sinna. Hann tók við for- mennsku verkfallsnefndar þeirra. Það var fyrsti slíki hópurinn í nokkru austantjaldslandi. — Nokkrum vikum siðar, þann 17. september hélt hin óháða verkalýðshreyfing, sem kallaði sig Soiidarinocs (Eining eða Samstaða) sinn fyrsta landsfund. Þessi sami Walesa varaði stjórnvöld þá við því, að hin frjálsa og óháða verkalýðshreyfing væri orðin of stór tilþess aðhún léti hrekjast. Óstöðvanleg þróun Hinir opinberu fjölmiðlar Póllands voru þá þegar farnir að ýja að því, að hætta væri á íhlutun Sovétmanna. Edward Baliuch forsætisráðherra var vikið t hreinsun innan stjórnar og innan flokksins. Hann var annar af þeim forsætisráðherrum sem allir höfðu skamma viðdvöl í stólnum. Tíu ára formannsferill Giereks fékk snöggan endi. Hjartakrankleiki var sagður hindra áframhaldandi for- mennsku hans. Stanislaw Kania, áður lítt þekktur embættismaður flokksins, tók við. Leiðtogar Póllands glímdu við þróun, sem átti sér ekkert fordæmi í komúnístísku samfélagi. í hvert sinn sem þeir létu undan síga fyrir kröfum Einingar, hlutu þeir ofanígjöf og föðurlegar áminningar Kremlverja, sem vöruðu við af- leiðingunum og hættunni af slíku. Kania hafði aldrei fyrr keypt sér frið hér, en upp spratt ófriðurþar. Moskva ókyrrist Seint í nóvember 1980 höfðu 25 sovésk herfylki tekið sér stöðu við landamæri Póllands. Á vestur- löndum kviðu menn því, að i'nnrás væri á næsta leiti. Pólsku leiðtogun- um tókst þó að sannfæra Moskvu um, að þeir gætu sjálfir leyst sín vandamál. Moskva sat á sér, en hélt Varsjárstjórninni fast við efnið. Pravda og Tass úthrópuðu Einingu sem „eyðileggingarafl, sem stefndi í stjórnleysi”. Kania sakaði Walesa og félaga hans um að ala á hugmyndum um að þeir væru stjórnarandstaða. Wojciech Jaruzelski, sem varð forsætisráðherra í febrúar á þessu ári, náði samvinnu við Einingu um hríð, þegar er hann mæltist til þriggja mánaða hvildar á verkföllum. Smá- skærum var þó haldið áfram. Og í marz varaði Kreml Pólverja við því, að fresturinn væri að renna út. Þeim var sagt, að „snúa þróuninni við”. /nnbyrðis vaxtarvextir Álengdar sýndist öllum Einingu hafa mikið áunnizt. Myndu samtökin hægja á sér og festa betur sína ávinn- inga? Eða mundi sigurvíman renna þeim til höfuðs og forystan ekki ætla sér af? — í september síðasta hélt Eining sitt fyrsta ársafmæli með landsþingi, þar sem hinir róttækari virtust ætla að bera hina hófsamari I forystunni ofurliði. Nýjar kröfur um hlutdeild starfsmanna í stjórnun fyrirtækja, kröfur um frjálsar kosningar og tilboð um að veita aðstoð verkalýð í öðrum komm- únistaríkjum til þess að fara að for- dæmi Einingar. Með því að hóta að segja af sér fékk Walesa hamið æstustu félaga sína en ómurinn af tveim síðasttöldu kröfunum þagnaði raunar aldrei. Þær kröfur ærðu Sovétstjórnina og þá herskáustu innan pólska kommúnistaflokksins, þar sem Jaru- zelski hershöfðingi átti í skyldum erfiðleikum og Walesa. 18. septem- ber krafðist Kreml þess opinberlega, að Varsjárstjórnin gripi til „ein- arðra og róttækra ráða”. Þolinmæðin þraut Ýmis teikn komust á loft, sem bentu á að hverju dró. í síðasta mánuði tóku pólsk yfirvöld að saka Einingu um verkfalls-„tearrorisma” og boðaði lagabreytingar til þess að banna verkföll. Fyrir tíu dögum tóku hinir opinberu fjölmiðlar að herma ýmis ummæli — sum hljóðrituð — upp á forvígismenn Einingar. Slitin út úr samhengi mátti láta þau hljóma ankannalega. Jafnvel eins og gripin væru upp af leynifundi valdaráns- samsærismanna. Fyrir síðustu helgi ákvað Eining að standa fast ásínum kröfum og fyrri afstöðu. Boðuð voru allsherjar- mótmæli 17. desember, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að slík- um mótmælum yrði mætt af fullri al- vöru og festu. Stjórnin svaraði þeirri yfirlýsingu með því að kalla til herinn. — „Við höfum lengi sýnt Einingu þolin- mæði,” sagði Jaruzelski, þegar hann tilkynnti neyðarúrræðin. Þolinmæði Moskvu var fyrir löngu þrotin. Þá var pólska kommúnista- flokknum ekki lengur sætt í aðgerðarleysi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.