Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Side 14
14 irjálst, óháð dagblað Útgáfufótag: Frjáls fjölmlðlun hf. Stjórnarformadurog útgófustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eliert B. Schram. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingóifur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfflumúla 12—14. Auglýsingar: Sfflumúla 8. Afgreiflsla, áskrrftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarvorð á mánufli 100 kr. Vcrð í lausasölu 7 kr. Holgarblafl 10 kr. Frelsi eða kommúnismi Allar fréttir frá Póllandi síðustu dægrin eru óljósar og óáreiðanlegar. Af herlögunum leiðir að fréttir eru ritskoðaðar ef ekki tilreiddar af hervaldinu sjálfu. Út- göngubannið, herlögin, frelsisskerðingin og handtökur forystumanna, hafa það í för með sér, að erfitt er að henda reiður á hinni raunverulegu atburðarás. Hér hefur heil þjóð, milljónir manna, verið lokuð af í einu stúru fangelsi. Hitt ei deginum ljósara að pólska þjóðin hefur ekki sagt sitt síðasta orð, hvað sem líður hermönnum, gráum fyrir járnum og tímabundinni ringulreið. Við, sem sitjum álengdar og þekkjum aðeins frelsi og full mannréttindi, fylgjumst af óbeit og óhug með atburðunum í Póllandi. Við komumst i geðshræringu og lýsum tilfinningum okkar í samúðarskeytum og stuðningsyfirlýsingum. Meira getum við ekki að gert. Hinn frjálsi heimur hefur hvorki mátt né stöðu til þess að koma frelsishreyfingunni í Póllandi til hjálpar, enda þykir það göfugast á Vesturlöndum að sýna of- beldinu og einræðinu undirgefni með friðarhjali og af- • vopnunarkröfum. En ef við getum ekkert aðhafst, getum við þá ekki eitthvað lært? Hvað er það sem atburðirnir í Póllandi segja okkur? Hvaða ályktanir getum við dregið? Þungamiðja þessara átaka, sem við nú erum vitni að, er sú, að heimskommúnisminn, sá sósíalismi, sem komist hefur til framkvæmda í krafti kenninga Marx, getur ekki þrifist i skjóli frelsis. Einsflokkskerfi, hin ,,göfuga og réttláta” stefna marxista í þágu verkalýðs- ins, þolir ekki frelsi þessa sama verkalýðs, stenst ekki opinskáa umræðu eða dreifingu valdsins. Alþýðubandalagið getur efnt til þúsund útifunda og forystumenn þess mega afneita kommúnismanum fram í andlátið. Staðreyndin er hinsvegar sú, að þeir geta aldrei þurrkað út þau tengsl, sem eru milli hinnar sósíalisku hugmyndafræði, sem þeir berjast fyrir á ís- landi , og framkvæmd heimskommúnismans eins og hann birtist okkur í Póllandi. Sósíalismi kann að vera fögur orð og fallegar kenningar. En sósíalismi er þjóðfélagsstefna, sem hrint hefur verið í framkvæmd í hálfri Evrópu, meðal gamalla menningarþjóða í Pól- landi, Tékkóslóvakíu og víðar og a staðar beðið skip- brot. ,,Þetta kerfi þolir ekki frelsi,” sagði Ólafur Jóhann- esson utanríkisráðherra i utvarpsviðtali á sunnudaginn og það eru orð að sönnu. Fólkið í Póllandi undir forystu verkalýðshreyfíngar- innar hefur ekki risið upp til að heimta brauð eða bón- bjargir. Það er ekki að krefjast alræðis eða efnahags- legra kjarabóta. Grunntónninn í baráttu þess er krafan um frelsi, til tjáningar, menntunar og mannréttinda. í samfélagi eins og okkar verður áfram deilt um skiptingu þjóðartekna, velferð og vegsemdir. Við getum deilt um varnir og viðskiptahagsmuni, sam- keppni og skjótfenginn gróða. Við deilum um niður- talningu eða leiftursókn, um kjördæmi og kosningar. En við eigum að draga þá augljósu ályktun af at- burðunum í Póllandi, að öll heimsins gæði, flokkar og fésýsla, fjölmiðlar eða fiskafli, eru smámunir í saman- burði við frelsið og þýðingu þess. Kommúnisminn, lög- regluríkið, alræðið og flokksveldið eru andstyggð okk- ar tíma, óvinur mannúðar og mannhelgi. Pólland er um þessar mundir vettvangur átaka, sem snúast um líf eða dauða, frelsi eða kommúnisma. DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. Hvað verður af geðveikum ódæðis- monnum í Þjóðin er sem þrumu lostin eftir það voðaverk sem framið var í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Ung stúlka var nær dauða en lífi eftir hrottalega árás. Ódæðismaðurinn fannst og játaði afbrot sitt og í ljós kom að hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar, meðal annars fyrir að ógna stúlkum með eggvopn- um. Ódæðismaðurinn hefur verið úr- skurðaður í allt að tveggja mánaða gæsluvarðhald og til að sæta geð- rannsókn. En hvernig verður fram- haldið? Hvernig fer fyrir manninum ef hann verður dæmdur ósakhæfur vegna geðveiki og gert að sæta vist á viðeigandi hæli? Hvernig er ástandið í málefnum afbrotamanna sem eru haldnir tímabundinni eða varanlegri geðveiki? Ástæða er af þessu tilefni að benda á það hörmulega ástand sem ríkir í málefnum geðsjúkra fanga. Reyndar er enginn kominn til með að segja að ódæðismaðurinn í Reykjavík verði úrskurðaður geðveikur. En afbrot af svipuðu tagi hafa oft verið framin vegna tímabundinnar eða varanlegrar geðveilu og afbrotasaga mannsins bendir til einhvers konar sjúkleika. Engin lækning í 15. grein hegningarlaganna er gert ráð fyrir að sýkna megi menn fyrir afbrot sem þeir hafa framið sökum geðveiki. En i 62. grein hegn- ingarlaganna segir að menn sem þannig hafa verið sýknaðir skuli sæta öruggri gæslu. Geðveikur afbrota- maður er sem sé sýknaður en dæmdur til gæsluvistar. Eflaust dettur flestum í hug að geð- veikur maður sem hefur framið af- brot verði sendur á geðsjúkrahús til lækninga. En svo er ekki. Geðsjúkir afbrotamenn eru settir í fangelsi og þar mega þeir dvelja þar til dómur ákveður annað. Fræðilega séð er möguleiki á því að geðveikir afbrota- menn dvelji i fangelsi ævilangt. Jón Bjarman fangaprestur hefur Kjallarinn ? Ólafur Hauksson verið manna ötulastur við að vekja athygli á málefum geðsjúkra fanga. Hann hefur bent á að þeir geðsjúku fangar sem dvelja á Litla-Hrauni fái litla sem enga lækningu vanheilsu sinnar og sumir þeirra hafi frekar farið versnandi en hitt. Þeir geðsjúku fangar sem ekki eru vinnufærir sökum sjúkdóms síns standa verst að vígi. í hegningarlögunum segir að geðsjúkir afbrotamenn skuli sæta vist á viðeigandi stofnun. En geðsjúkra- hús hér á landi neita að taka við þessum mönnum og segjast ekki geta tryggt öryggi gæslunnar eða öryggi annarra sjúklinga og starfsmanna. Yfirmenn geðsjúkrahúsa líta sem sé ekki á mennina sem geðsjúklinga heldur sem hættulega afbrotamenn, Blönduvirkjun: HVAÐ UM GRÓÐURINN? Lítið hefur komið fram í fjölmiðl- um að undanförnu um viðhorf lands- búa yfirleitt til gróðureyðingar þeirrar er fyrirhuguð Blönduvirkjun hefur í för með sér. Fjármálaráð- Iherra virðist álíta i síðasta tölublaði Mjölnis að bændur séu eina stéttin í þjóðfélaginu er mál þetta varði nokkru. Að mínu áliti á þetta mál ekki aðeins að snúast um beit eða beitarskerðingu sauðfjár heldur fyrst og fremst um gróðureyðingu í heild, sem fyrr eða síðar hlýtur að snerta allan landslýð. Er allt verðmætamat þjóðarinnar orðið svo brenglað að sá litli gróður er við eigum eftir i landinu sé ekki álitinn nein verð- mæti? Rök hníga að þvi að þetta verð- mætamat sé enn fyrir hendi. Þétt- býlisfólk leggur á sig ómælda vinnu og mikinn tilkostnað við að gróður- setja tré og litfögur blóm í sínu nán- asta umhverfi. Úti á landsbyggðinni eru víða skógarlundir sem bæði einstaklingar og félagasamtök hafa lagt mikla vinnu og umönnun í að koma upp og viðhalda, t.d. Guttormslundur í Hallormsstaða- skógi. Geysimikið átak hefur verið gert til að hefta uppblástur og græða örfoka sanda austan fjalls. . Víða hefur verið sáð í og borið á heiða- svæði. Yfirvöld í landinu virðast hafa stutt þessa baráttu. Árið 1974 var þjóðargjöfin gefin til að leitast við að klæða brot landsins skógi á ný eftir árhundruða ágang á skóglendið er fyrir var. Árið 1980 var ákveðið ,,ár trésins”. Lögðu þá einstaklingar og félagasamtök mikið af mörkum við að planta þúsundum trjáa víðs vegar um landið. Árangur þess árs eigum við eftir að sjá að 20—30 árum liðnum. Erlend skrautblóm meira virði en íslensk- ur gróður? En hvert er viðhorf okkar til gróðurs á árinu 1981? Eftir hvaða mælistiku metum við hann? Eru skrautblóm af erlendum uppruna miklu meira virði í hugum okkar en jurtir þær er vaxa á heiðum uppi, hafa vaxið þar alla tíð og viðhaldist við þau náttúruskilyrði sem þar eru? Hefur garðagróðurinn meira gildi í hugum okkar því við höfum lagt svo mikið á okkur við að koma honum upp? Skiptir heiðagróðurinn engu máli af því hann hefur viðhaldist án aðhlynningar mannshandarinnar og jafnvel þrátt fyrir arðrán mannsins? Kjallarinn Elín Sigurðardóttir Hvers vegna er verið að ræða i skipu- lagsdeiltfl Reykjavíkurborgar hvort og hvar éigi að vera græn svæði í llfe „Er allt verömætamat þjóðarinnar orðiö svo brenglaö aö sá litÚ gróöur er viö eigum eftir í landinu sé ekki álitinn nein verð- mæti?” spyr Elín Sigurðardóttir í tengslum viö áætlanir um Blönduvirkjun. ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.