Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 15
DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMRER,19.81.
15
jafnvel þótt dómari hafi daemt þá til
vistar á viðeigandi hæli.
Hvað er
„viðeigandi
stofnun"?
En hvað er viðeigandi hæli? Þeir
sem að geðhjálp og fangahjálp starfa
héldu ráðstefnu i sumar þar sem mál-
efni geðsjúkra fanga voru rædd frá
öllum hliðum. Það kom helst fram í
máli manna að nauðsynlegt væri að
reisa sérstaka stofnun til að
meðhöndla geðsjúkra afbrotamenn.
Lögreglan í Reykjavik hefur margoft'
bent á það ófremdarástand sem rikir í
borginni þegar brenglað og geðveilt
fólk er læst inni í fangaklefum til
bráðabirgða vegna þess að geðsjúkra-
hús neita að taka á móti þvi til lækn-
inga.
Nokkrir menn dvelja nú á Litla-
Hrauni, dæmdir til vistunar á ,,við-
eigandi stofnun” eftir að þeir voru
sýknaðir vegna geðveiki. Einn eða
tveir menn dvelja á hælum í Svíþjóð
af sömu ástæðu þótt flestir virðist á
einu máli um að dvöl á geðsjúkrahúsi
erlendis sé til lítillar hjálpar.
En þeir eru fleiri sem eiga við geð-
ræn vandamál að stríða og sitja í
fangelsi eða hafa setið í fangelsi.
Landlæknisembættið kannaði feril
72 fanga sem sátu í fangelsum í
Reykjavík 1979. Átján prósent, eða
nær einn af hverjum fimm, átti við
geðræn vandamál að stríða. Ef bætt
er við þeim sem brjálast um stundar-
sakir og þeim sem sitja í eilífðarvist á
Litla-Hrauni og erlendis þá er ljóst að
hópurinn er stór.
Talið er að um 300 manns séu í
þeim hópi sem kalla má síbrotamenn
og dvelja meira eða minna í fangels-
um fyrir verknaði sína. Ef nær einn
af hveijum fimm þeirra á við geðræn
vandamál að stríða þá eru þetta rúm-
lega 50 manns. Einn úr þessum hópi
situr nú í gæsluvarðhaldi eftir hina
hroðalegu líkamsárás í Reykjavík.
Hinir dvelja ýmist í fangelsum,
ganga lausir eða eru á batavegi. Dag-
lega verður lögreglan að hafa afskipti
af geðsjúku fólki vegna ýmiss konar
brota, spellvirkja, óláta, misþyrm-
inga, kynferðisbrotao.s.frv.
Fæst af þessu fólki fær rétta með-
ferð. Geðsjúkrahúsin líta á það sem
afbrotamenn, jafnvel þótt afbrotin
séu framin vegna geðveilu. Lögregla
og fangelsi fá það hlutverk að glíma
við afleiðingar af framferði geðveiks
fólks en enginn telur það sitt hlutverk
að takast á við orsökina.
Fangaverðir í Reykjavík geta hrist
fram úr erminni ótal frásagnir af því
hvernig kolbrjálað fóik hefur þurft
að dúsa í fangageymslum sólar-
hringum saman vegna þess að geð-
sjúkrahús neita að taka það til með-
ferðar. Geðsjúkt fólk hefur í köstum
sínum reynt að fyrirfara sér, slá
höfði við veggi og atað fangaklefa
eigin saur. Lýsingarnar eru viðbjóðs-
legar og yfirþyrmandi að ekkert skuli
aðgert.
Dómsmála-
yfirvöldum
til skammar
Fyrir 40 árum voru núverandi
hegningarlög sett. Þá var gert ráð
fyrir að geðsjúkir afbrotamenn
skyldu sæta vist á viðeigandi hæli.
Fjörutíu árum síðar er þetta hæli enn
ekk,i til og bólar lítið á því, dóms-
máláyfirvöldum til ævarandi
skammar.
Þótt maðurinn sem framdi ódæðis-
verkið um heigina verði ekki úrskurð-
aður ósakhæfur vegna geðveilu þá er
ljóst að hann þarf á læknisaðstoð að
halda. En það er ekki víst að hann fái
hana. Geðlæknarnir sem munu rann-
saka manninn til að fá úr því skorið
hvort hann er sakhæfur eða ekki hafa
skyldum að gegna við dómstólinn en
ekki afbrotamanninn. Þeir munu
ekkert hafa að segja um frekari
meðferð á manninum.
Hvort sem maðurinn verður
sendur á Litla-Hraun sem dæmdur
maður eða til viðeigandi vistar þá er
ljóst að lækningu fær hann ekki á
þeim stað, frekar en aðrir geðsjúkir
eða geðveilir afbrotamenn.
Þótt ráðist yrði í það að reisa ,,við-
eigandi stofnun” hér á landi innan
tíðar fyrir geðsjúka afbrotamenn þá
liggur fyrir að slík stofnun kemst
ekki á laggirnar fjnr en að nokkrum
árum liðnum. í millitíðinni er
nauðsynlegt að grípa til annarra ráð-
stafana til að hreinsa þennan smánar-
blett af dómskerfinu.
Séra Jón Bjarman hefur flutt at-
hyglisverðar tillögur um þetta efni og
byggir þær á að stuðst verði við nú-
verandi löggjöf.
Annars vegar, segir Jón, gæti
dómari svipt sakborning sjálfræði,
eftir að vottorð um ósakhæfni liggur
fyrir, og afhent hann heiibrigðisyfir-
völdum til viðeigandi meðferðar.
Hinn kosturinn er að í stað úr-
skurðar um ósakhæfni þá verði menn
dæmdir til stystu leyfilegrar refsingar
því að þeir fara hvort eð er í fangelsi,
hver sem niðurstaðan verður. Eftir
afplánun refsingar er hægt að leita'
þeim mönnum lækninga.
Að endingu skal vitnað í orð Jóns
Bjarman í blaðagrein sem hann ritaði
um þessi efni:
,,Ég tel það fáráníegt, að i 40 ár
skuli íslenskir dómarar hafa úr-
skurðað sýknaða menn til vistunar á
stofnun, sem ekki er til og verður það
að öllum líkindum ekki. Lagabók-
stafur, sem ekki hefur verið hægt að
framfylgja með neinum sóma í 40 ár,
er haldlítill og gagnslaus. — Lög
mega ekki koma í veg fyrir að hluti
þegnanna fái læknisþjónustu, er
hann þarfnast hennar.”
Ólafur Hauksson,
í framkvæmdastjórn
fangahjálparinnar Verndar.
^ „í hegningarlögum segir aö geösjúkir af-
brotamenn skuli sæta vist á viöeigandi
stofnun. En hvaö er viðeigandi stofnun?” spyr
Ólafur Hauksson í grein sinni sem fjallar um
ástandið í málefnum afbrotamanna sem haldn-
ir eru tímabundinni eða varanlegri geöveiki.
borginni? Ástæðan hlýtur að vera að
borgarbúum finnst gott að hvíla
augun á einhverju grænu — á ein-
hverjum gróðri. Einstaka raddir
heyrast á stundum um að þéttbýlis-
fólk vilji fá að ferðast frjálst um
landið sitt, á því sé síaukin þörf því æ
fleiri landsbúa búa nú saman á suð-
vesturhorni landsins og komast sjald-
an út í hina frjálsu náttúru.
En nú heyrist ekkert í þessu fólki.
Er nú gleymd þörfin fyrir að vera í
snertingu við hina frjálsu náttúru?
Hugar enginn að hvort einhver
ósnortin náttúra verði fyrir börnin
okkar og barnabörnin til að ganga úti
í og ferðast um.
Hvað okkur Norðlendinga snertir
á ég bágt með að skilja hvernig
nokkur getur samþykkt yfir sig
umrædda eyðileggingu. Er það þess
virði fyrir þá fáu útvöldu nútíma-
menn sem e.t.v. fá einhverja vinnu
við virkjunarframkvæmdir í 4—6 ár?
Er líklegt að slik uppgripavinna
bjargi efnahagslífi Norðlendinga?
Verðum við nokkru nær því að öðlast
efnahagslegt öryggi um ókomna
framtíð en nú?
Skiljanlegt fyrir
40 — 50 árum
Mér hefði fundist mjög eðlilegt að
íbúar Norðurlandskjördæmis vestra
hefðu gleypt við hugmyndinni um
fyrirhugaða virkjun hefði ártalið
verið milli 1930 og 40, er rafmagns-
framleiðsla var litt hafin á svæðinu.
Þá var allt atvinnulíf fábreytt. Sókn á
fiskimið erfið enda allur útbúnaður
ófullkominn. Búskaparhættir frum-
stæðir. Lífsbaráttan geysihörð.
Barnafjöldi fjölskyldna mikill og
barátta upp á líf og dauða við að
framfleyta sér og sínum. Eðlilegt
hefði mátt teljast að sú baráttukyn-
slóð er þá lifði hefði þóst hún hafa
himin höndum tekið að fá slíka fram-
kvæmd og fá svo „blessað raf-
magnið” þótt fórna hefði þurft
gróðrinum. Sú fórn hefði verið
afsakanleg. En við nútímamenn, sem
vegna baráttu og seiglu forfeðranna
njótum þess hlutskiptis að hafa öðl-
ast menntun og starf að frjáku vali,
höfum við nokkra nauðþurfta-
afsökun fyrir að eyða meiri gróðri en
brýnasta nauðsyn krefur vegna við-
bótar orkuframleiðslu? Við höfum
fordæmin víða utan úr heimi fyrir
okkur um hvað eyðing lifríkisins
hefur í för með sér. Við viljum hafa
grænt og fallegt í kringum okkur.
íhugum hvað við lögðum á okkur við
að græða og rækta 600 fermetra
garðinn okkar og hvers virði þjóðinni
er þá tíu þúsund sinnum stærri blett-
ur, sem þó er gróður á — þó ekki sé
nema íslenskur villigróður — heiða-
gróður.
Elin Sigurðardóttir
kennari,
Sölvanesi, Skagafirði.
Mýndskreytt bréfsefni
ásamt umslögum í gjafamöppu. Kr.: 35.-
Plaköt
Myndskreyting frægra norrænna listamanna:
RolfLidberg IBThaning
Ib Spang Olsen Carl Larsson
Stærð Verð
30 x 40 sm 24,-
50 x 70 sm 35,-
Sendum í póstkröfu. Pöntunarsími 13135
EYMUNÐSSON
Austurstræti 1 8
Rafdeild
JL-hússins
auglýsir:
/
Nýkomnir vandaöir
hollenzkir skermar
og standlampar.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Rafdeild
Sími 10600