Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Síða 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. 19 Menning Menning ljóskeiluna á skaflinum í hlaðvarp- anum i stórhríðarveðri til þess að fæða fölald sitt á jólanóttina meðan verið var að lesa lesturinn. Fleiri minningar frá Valþjófsstað eru þarna og er til að mynda bráðskemmtileg frásögnin um vísitasíu Jóns Helga- sonar biskups og skipti hans við Hér- aðsbændur. í þessum minningum kemur mynd föður Þórarins ljóst fram og er lýsingin hispurslaus og engin tilraun til glansmyndagerðar. Þá er frásögnin af kolagerð Valþjófs- staðarmanna, sem hann tók sjálfur þátt í, hin skýrasta og fróðlegasta. Það er mikils um vert að eiga svo ná- kvæman vitnisburð af vettvangi þessa forna hversdagsverks sem fáir núlifandi íslendingar munu hafa lagt hönd að. Þessi frásögn ætti að komast i lestrarbækur skóla. Þórar- inn er líka flestum eða öllum fslend- ingum sannfróðari um viðarkolagerð á landi hér. Þórarinn er mikill og góður mann- þekkjari og svo eftirtektarsamur um sérkenni manna að af ber. Þarna birt- ast ljóslifandi ýmsir frægðar- og gerðarmenn í kímilegri smásögu eða fáorðri en drátthreinni kynningu. Ég nefni menn eins og Einar í Hvalnesi, Gísla Sveinsson, Þorstein Jónsson á Reyðarfirði, Guðbrand Jónsson en fleiri eru þó ónefndir. Einhver skil- ríkasta mannlýsingin þarna er af Kjar- val, einmitt f umhverfi sem við sáum hann ekki í hér í Reykjavík. Þar er sagt frá ýmsum merkilegum atvikum og skýrð sköpun nokkurra frægra mynda. Ég get ekki betur séð en Þór- arinn bæti þarna svo að um munar við þau Kjarvals-fræði sem áður hafa verið færð í letur. Einn þátt í fari Kjarvals skýrir hann með vottfestu dæmi betur en ég hef séð áður. Hann var sá að Kjarval skildi ekki með sama hætti og flestir aðrir menn á milli myndar og áþreifanlegra hluta. Og öll guðs skepna var svipuðú lífi gædd í mynd sem utan hennar. Kjar- valskaflinn er í heild ómetanlegt framlag til sögu meistarans. Nokkrar broslegar og þó um leið heimildarrfkar sögur eru þarna frá fyrstu árum bilaaldar á langferða- leiðum, einnig ágætar iýsingar úr strandferðum skipa eins og Súðar og Esju. einnig eru tiunduð nokkuð skemmtileg atvik úr ferðum utaiv lands, meðal annars sagt frá suður- göngu og faraldri um England. Sfðast í bókinni eru þættir af nokkrum gerðarmönnum sem Þórarinn hefur haft allnáin kynni af, þeim Guttormí Pálssyni, skógarverði á Hallorms- stað, Stefáni Jónssyni, námsstjóra frá Stykkishólmi, séra Sigurjóni i Kirkjubte og Erlingi Sveinssyni •bónda á Viðivöllum í Fljótsdal. Frásagnir af þeim Páli Hermannssyni alþingismanni og Jóni í Möðrudal eru ekki heldur neinar þokumyndir. Efni bókarinnar er saman dregið úr svo mörgum stað að þvi er engan veginn fulllýst með þvi sem hér hefur verið nefnt. En bókin öll er stór- skemmtileg og fróðleiksnáma. Þar er líka nokkurt myndaefni af mönnum, málverkum og hlutum, meðal annars mynd af kistu þeirri sem Þórarinn hefur látið gera sér af lerkivið úr Guttormslundi og ætlar sjálfur að byggja í grafarró þó seinna verði. Þá hefur Þórarinn sonur höfundar teiknað nokkrar upphafsmyndir við aðalkafla. Frásagnarstíll Þórarins er nokkuð sérstæður, til að mynda er hann þar sjálfur oft i þriðju persónu. Hann verður stundum nokkuð langorður og er sem hann gæli þá og nostri við kímilega þræði og leiki sér við að bregða þeim í mynstur. Þvf miður eru prentvillur margar og til nokkurra leiðinda í þessum texta sem að öðru leyti er gerður af alúð. Þetta er mjög skemmtileg bók þegar á allt er litið og fróðleg vel, og hún ber skýr persónu- einkenni höfundar síns, svo að menn hitta Þórarin þar sjálfan fyrir, Hann er manni alltaf mjög nálægur við lest- urinn. Þáð er afar viðkunnanleg til- finning. Andrés Kristjánsson. JÓIA. „ mat sctMl li 11 n SS Gæðafæða bragðast best JÐURLANDS fyrirjólaborðið mæ um við sérstaklega með SShangikjöti SS dilkahamborgarhrygg SS dilkahamborgarlæri SS dilkahamborgarsteik SS dilkakryddhrygg SSdilkahrygg og læri fyllt mcsA óv/zSv+i irrj Þannig eru fyrstu viðbrögð margra sem heyra „Tass”, hlna nýju píötu Jóhanns Helgasonar. Staðreyndin er nefnilega sú, aO viö eigum nú oröið popplistamenn f hæsta gæðaflokki, þó alþjóðleg mælistika sé notuð. Jöhann er þar ffremsta flokki. Varla hefur komið út á (slandi hljömplata sem sömir sér jafnvel þess besta, sem á sér stað f popptónlist heimsins og hin óviðjafnaniega plata Jöhanns Helgasonar „Tass". KARNABÆR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.