Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Síða 21
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981.
21
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Stefán aftur
með Víkingum
— Kominn f rá Svíþjóð og byrjaður að
æfa í knaffspymunni
Stefán Halldórsson hefur tilkynnt
félagaskipti yfir I Víking á ný frá
sænska félaginu Kristianstad. Stefán
var hér á árum áður miðheiji Vikings,
marksækinn og fljótur leikmaður.
Hann gerðist síðan atvinnumaður í
Belgiu, síðan Svíþjóð, og hefur leikið
knattspyrnu erlendis i mörg ár.
Stefán hefur leikið með Víking í
handknattleiknum, landsliðsmaður
þar, og var íslandsmeistari með
félaginu sl. vor. Hélt síðan til
Svíþjóðar. Ekki þarf að efa, að Stefán
verður ísiandsmeisturum Víkings í
knattspyrnunni mikill styrkur næsta
sumar. Hefur mikla reynslu. Hann
hefur æft með Víkingsliðinu að undan-
förnu. Hefur hins vegar ákveðið að
leggja handknattleikinn á hilluna.
hsím.
Guðjón Þórðarson
til Þróttar Nes.?
Miklar líkur eru nú á því, að Guðjón
Þórðarson, bakvörðurinn snaggaralegi
frá Akranesi, gerist þjálfari 2. deildar-
liðs Þróttar frá Neskaupstað og leiki
einnig með liðinu.
Þróttarar hafa rætt við Guðjón, sem
mun gefa þeim ákveðið svar fljótlega.
Guðjón hefur verið einn af lykilmönn-
um Skagamanna undanfarin ár —
fljótur og sókndjarfur bakvörður.
Hann er 25 ára og hefur leikið yfir 250
leiki með Skagamönnum síðan hann
hóf að leika með þeim 1972. Guðjón á
7 unglingalandsleiki að baki.
Nær allir þeir leikmenn sem léku
með Þrótti Nes. sl. keppnistímabil
verða áfram með. Einn leikmaður
hefur þó tilkynnt félagaskipti. Það er
miðvallarspilarinn Magnús Jónsson,
Ómarsleif hásin
ÓMAR Egilsson, knattspyrnumaður-
inn marksækni hjá Fylki, varð fyrir því
óhappi á dögunum að slíta hásin. Ómar
er nú í gifsi, en vonast til að losna við
það fljótlega þannig að hann geti farið
að æfa og styrkja fótinn. -SOS.
sem ætlar að ganga til Iiðs við sína
gömlu félaga í KR. -SOS
Guðjón Þórðarson.
Ásgeir áfram
með Þróttara
— FH-ingurinn Logi Ólafsson hefur
gengið t il Riðs við Þrðtf Rvk.
Stefán Halldórsson aftur með Vfking.
Hann gerðist atvinnumaður i Belgíu
haustið 1975.
Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðs-
maður i knattspyrnu úr Fram, verður
áfram leikmaður og þjálfari Þróttar
Reykjavík. Þróttarar hafa gengið frá
samningum við Ásgeir.
Þá hafa Þróttarar fengið liðsstyrk.
FH-ingurinn Logi Ólafsson hefur
gengið til liðs við þá.
Það getur farið svo að Þróttarar
missi einn leikmann frá sl. keppnis-
tímabili. Þær sögusagnir ganga nú, að
Baldur Hannesson, sem hefur verið
einn þeirra sókndjarfasti leikmaður,
hafi hug á þvi að ganga til liðs við
Víking.
Breiðablik sigraði
ÍS f blaki kvenna
Aðeins einn leikur fór fram í 1. deild
karla í blaki um helgina. Þróttur
sigraði Eyfirðinga fyrir norðan með
þremur hrínum gegn einni, 15—11, 12—
15,15—6 og 15—11.
Þau óvæntu tíðindi gerðust deild
kvenna að Breiðabiik vann Stúdenta
3—2 í Hagasköla sl. sunnudagskvöld.
Var leikurinn jafn og spennandi eins
og sjá má af hrinuúrslitunum: 11 —15,
7—15, 15—13, 15—10 og 15—12. Hafa
nú öU liðin í kvennadeildinni tapað leik.
Á Akureyri mættust lið KA og
Þróttar tvisvar en fjórar umferðir eru
leiknar í 1. umferð kvenna. Þróttur
vann báða lei kina 3—1.
2. deild karla ætlar að verða
æsispennandi. Öll liðin hafa tapað leik
enda er getumunur þeirra sáralitilll
Lárus áf ram
Lárus Loftsson hefur verið ráðinn
þjálfari 2. deildarliðs Fylkis í knatt-
spyrnu. Lárus, sem þjálfaði Árbæjar-
liðið sl. sumar ásamt Theódór
Guðmundssyni, verður nú einn með
liðið, þar sem Theódór hefur ákveðið
að taka sér hvíld frá þjálfun.
-SOS.
Þrír leikir fóru fram um helgina.
Bjarmi og B-lið Þróttar léku á
Hafralæk í Suður-Þingeyjarsýslu og
vann Bjarmi 3—1: 15—13, 14—16,
15—5 og 15—8. Samhygð lagði HK aðr
velli 3—2; 11 — 15, 15—8, 14—16, 15—
9 og úrslitahrinan fór 18—16. Lagleg
úrslitahrina það! Loks mættust HK og
Fram. Fram vann tvær fyrstu hrinur
leiksins og komst svo í 10—0 í þriðju
hrinu. Glopraði síðan sigrinum úr
höndum sér og HK vann 3—2; 13—15,
8—15, 15—12, 15—11 og 15—13.
-KMU.
Júgóslavar
sigurvegarar
Júgóslavar urðu heimsmeistarar í
handknattleik pilta í Portúgal á sunnu-
dag. Sigruðu Sovétmenn með 28—21 i
úrslitaleiknum. Óvænt úrslit það. í
keppninni um þriðja sætið sigraði
Tékkóslóvakía Sviþjóð, 32—26. í efstu
átta sætunum í keppninni urðu því 1.
Júgóslavia 2. Sovétríkin 3. Tékkósió-
vakia 4. Svíþjóð 5. Austur-Þýzkaland
6. ísland 7. Danmörk og 8. Frakkland.
Sextán þjóðir tóku þátt í keppninni í
Portúgal, þar á meðal Vestur-Þjóð-
verjar, sem ekki komust í úrslit.
.
... .
Ásgór EHasson.
Fá ekki að fara
frá Póllandi
Mennta- og íþróttaráðuneyti
Póilands tiikynnti í gær, að öll ferðalög
pólsks íþróttafólks frá Póllandi hefðu
verið stöðvuð til loka þessa árs að þvi
er pólska fréttastofan PAP skýrði frá í
gær.
Hljómplata