Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur CÖíVAtrSS OOH KlKÓTi Don Kíkóti eftir Cervantes Saavedra Út er komið hjá Almenna bókafélaginu 1. bindið af Don Kikóta eftir Cer- vantes Saavedra í þýðingu Guðbergs Bergssonar, rithöfundar. Don Kíkóti er eins og kunnugt er einn af dýrgripum heimbókmenntanna — sagan um vindmylluriddarann, sem gerði sér heim bókanna að veruleika og lagði út í sína riddaraleiðangra á hinu ágæta reiðhrossi Rosinant, ásamt hestasveininum Sansjó Pansa til þess að frelsa smælingja úr nauðum, — leita sinnar ástmeyjar og eyjarinnar fyrirheitnu. Leiðangur þeirra tvímenninga víðs- vegar um Spán hafa síðan haldið áfram að vera frægustu ferðir heimsins og ennþá er sagan um þá Don Kíkóta og Sansjó Pansa aðalrit spænskra bók- mennta. Er því vonum seinna að fá þetta sígilda rit úr íslenzku. Don Kikóti er upphafsrit í nýjum bókaflokki sem Almenna bókafélagið er að hefja útgáfu á. Nefnist hann Úrvalsrit heimsbókmcnntanna og má ráða af nafninu hvers konar bækur forlagið hyggst gefa út i þessum flokki. Þetta fyrsta bindi af Don kíkóta er 206 bls. að stærð og er unnið í Víkings- prenti og Félagsbókbandinu. Klás, Lena, IMína og... eftir Hans Hansen Lystræninginn hefur gefið út loka- bindið í bókaflokknum um Klás og Lenu og vini þeirra: Klás, Lena, Nina og. . . Einnig hefur fyrsta bókin: Sjáðu sæta naflann minn verið endurútgef- inn, en hún var löngu uppseld. Fáar unglingabækur hafa náð jafn miklum vinsældum á síðari árum og þessar bækur Flans Flanssen, enda er þar fjallað um efni sem kemur öllum unglingum við: Að verða ungur, feim- inn og ástfanginn. Hans Hansen þekkir unglingana vel, enda hefur hann unnið mikið í þeirra hópi og hann skrifar mál sem þau skilja án þess að stíllinn bíði við það tjón. Bækur Hans Hansens vekja umhugs- un um ýmis vandamál en hann predik- ar aldrei og er alltaf skemmtilegur af- lestrar. Nú fáöt allar bækurnar þrjár: Sjáðu sæta naflann minn, sem fjallar um skólaferðalag níunda bekkjar til Svíþjóðar og þegar Klás og Jörgen kynnast Lenu og Evu.Vertu góður við mig þegar Lena flytur til Fjóns og Klás kynnist Nínu og Eva segir Jörgen upp og svo Klás, Lena, Nína og. . .þegar Klás heimsækir Lenu og kynnist Ninu nánar. Vernharður Linnet og Margrét Aðal- steinsdóttir hafa þýtt bækurnar en Guðjón Ó. prentaði. „Olatur er með þetta heima á eldhús- borrí: sfe . i »“sí,,“r' liiu* S»Rn'u* SJOISLENDINGAR ^S^TÁmawviis HANDTEKNIR VEGN.á!H rvÆ1< Nauðga FIKNIEFNAMÁLS A annað stærsta fíknicfnamál Danmerkur VFNSÆLUS i Hótaði að jskjóta stoðvarstjc sktrl»Þi<> .earstiori Islenskur annáll — skemmtileg og læsileg bók — en jafnframt ítarlegt heimildarrit í slenskur Annáll er nýr stórfróðlegur bókaflokkur, þar sem fjallað er um innlenda atburði eins árs í senn í formi dagblaðs. Atburðarás er rakin í réttri röð, og greinar allar dagsettar, þannig að lesandinn lifir sig inn í atburði og fylgist með málum eins og þau þróast dag frá degi. Fréttum er fylgt eftir, og þróun mála rakin á öllum helstu sviðum þjóðlífsins. íslenskur Annáll er bók, sem nýtur sín best ef hún er öll lesin frá upphafi til enda, en auk þess er hún mjög aðgengi- leg sem heimild, enda fylgir ýtarlegt efnisyfirlit og nafnaskrá. Hér er að finna meiri fróðleik um íslenska sam- tímasögu og íslenskt nútimaþjóðfélag en annars stað- ar, í skemmtilegu og aðgengilegu formi. Still Annáls- ins er lipur og læsilegur, víða óvenju skarpur, og mannlýsingar oft skýrar. Hér koma forystumenn til dyranna eins og þeir eru klæddir, enda er lögð áhersla á að hafa eftir orðrétt ummæli þeirra og tilsvör. í þessu fyrsta bindi bókaflokksins er m.a.: Úrdrættir úr áramótaávörpum forseta íslands og formanna stjóm- málaflokkanna - Efnahagsmálafrumvarp Ólafs Jóhann- essonar og umræður um það á Alþingi og utan þess - Veðurfar - Helstu dóms- og sakamál - Allir framboðs- listar og úrslit í Alþingiskosningunum - Leiftursóknin í heild sinni - Helstu deilumál, sem athygli vöktu, t.d. Kjarvalsstaðadeilan og deilumar um ráðningu skóla- stjóra í Grindavík - Gengisskráningar í upphafi hvers vísitölutímabils - Teikningar Sigmunds - Skoðanakann- anir Vísis og Dagblaðsins - Ýtarleg umfjöllun um efna- hagsmál, kjara- og atvinnumál, sjávarútvegsmál, orku- mál, flugmál, landbúnaðarmál, verðlagsmál o.fl. -Elds- voðar og slys á sjó, á landi og í lofti - Sagt frá helstu skák- og bridgemótum og frammistöðu íslendinga á þeim heima og erlendis - Úrdrættir úr ýmsum helstu umræð- um, sem fram fóm á Alþingi, t.d. þjóðaratkvæða- greiðslutillögu Vilmundar, olíustyrkstillögu Lúðvíks, vantrauststillögu sjálfstæðismanna, deilum Matthíasar og Steingríms um landbúnaðarmál o.m.fl. - Landsfund- arræður sjálfstæðismanna - Sagt frá helstu leiksýning- um, tónleikum og málverkasýningum - Sagt frá nýjum hljómplötum og uppákomum í poppheiminum - Sjón- varpsræða Sigurðar Líndals um verkalýðsmál - Ummæli og tilsvör Vilmundar, Ólafs Jóhannessonar, Lúðvíks, Magnúsar H., Sighvats, Geirs, Gunnars, Alberts, Stein- gríms, Tómasar, Davíðs Sch. Thorsteinssonar, Ingólfs Ingólfssonar og margra, margra annarra. íslenskur Annáll er í senn heimildarrit og lífleg svipmynd af íslensku nútímaþjóðfélagi, bók, sem vex að gildi er fram líða stundir og er ómissandi hverjum þeim, sem vill fylgjast með og fá yfirlit yfir þróun mála. Bókin er 432 síður — 654 myndir, teknar af öllum þekktustu ljósmyndurum blaðanna. Vegleg bók í vönduðu bandi. Bókaútgáfan íslenskur Annáll — Kambsvegi 18 — Sími 82390 r- 23 e LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu Sultartangastíflu í samræmi við útboðsgögn 320. Verkinu er skipt í þrjá sjálfstæða verkhluta og er bjóð- anda heimilt að bjóða í einn eða fleiri verkhluta. HelsTu magntöflur áætlast sem hér Verkhluti Gröftur I og sprengingar 210.000 ni3 Fyilingar 732.000 m3 Mót Steypa Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með 17. desem- ber 1981 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 500,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 200,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboð skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 14:00 föstudaginn 19. febrúar 1982, en sama dag kl. 15:00 verða þau opnuð opinberlega á Hótel Sögu við Melatorg í Reykjavík. Reykjavík, 12. desember 1981 Landsvirkjun segir: Verkhluti II 324.000 m3 1.046.000 m3 Verkhluti III 7600 m2 7400 m3 Skífa rauð - blá- Jólagjöf barnsins Þetta er 6. árið sem við bjóðum þessi vönduðu úr brun græn Kr '/r Kaupin bezt.lþar sem þjönustan er mest 15 steina skólaúr fyrir stelpur og stráka. Vatnsvarin, höggvarin og óslítanleg fjöður. Kr. 225,- ■ 1 árs ábyrgfl. ■ Merkið tryggir gæðin. Póstsendum Úr og skartgripir . JónogÓskar Svissnesk gæði Laugavegi 70, sí mi 24910 Skifa rauð blá og hvít Kr. 290--bkJ 6 'LrJ 24x30 18x24 Tý* x« ÍC: >Uf skw : *>*«» ftMwyaKovU, íktsr* iixl ;*> :lo «*».;. >:»>;< .18x24 13x18., Myndarammar úr tré Stærðir Verð 9x13 sm 29.50 18x24sm 42.00 24 x 30 sm 59.50 Sendum ípóstkröfu. Pöntunarsími 13135 EYMUNDSSON Austurstræti 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.