Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981.
35
50 ára er i dag Pétur G. Jónsson. Hann
er fæddur í Reykjavík, sonur sr. Jóns
M. Guðjónssonar og Lilju Pálsdóttur,
þau eignuðust ellefu börn, en það elzta
lézt í frumbernsku. Pétur er kvæntur
Margréti Veturliðadóttur, þau eiga
fimm börn og er heimili þeirra hjóna að
Holtagerði 13. Pétur lærði vélsmíði og
hefur hann aðallega starfað við þá iðn
ásamt bifvélavirkjun.
Tiikynningar
Miðvikudaginn 16. des. mun
Þursaflokkurinn
halda hljómleika að Hótel Borg i Reykjavík. Þetta
eru fertugustu hljómleikar flokksins á þessu starfs-
ári og jafnframt þeir síðustu. Á þessum hljómieikum
verða meðal annars flutt verk eftir Ásgeir óskars-
son, Egil ólafsson, Tómas Tómasson og Þórð Árna-
son.
Fyrir dyrum standa nú upptökur á nýrri hljóm-
plötu Þursanna og frekar hljómleikahald á nýja
árinu.
Spilakvöld
Félagsvist i félagsheimili Hallgrímskirkju verður
spiluð i kvöld 15. desember kl. 20.30 til styrktar
kirkjubyggingarsjóði.
Félagar úr Alþýðuleikhúsinu
í jólasveinabúning
Eins og undanfarin ár fara nú félagar úr Alþýðuleik-
húsinu aftur á kreik i jólasveinaklæðum. Þeir hafa
samið og æft að undanförnu prógramm með ýmis-
konar sprelli og uppátækjum. Ef fólk hefur áhuga á
að fá jólasveinana á jólaböllin sín getur það leitað
frekari upplýsinga í simum 19567 og 20050. Jóla-
sveinarnir senda öllum sínar beztu kveðjur.
Ragnheiður Kristín Jónsdóttir lézt 5.
desember 1981: Hún var fædd 4. apríl
1893, dóttir Jóns Benediktssonar og
Óiínu Elísabetu Óladóttur. ragnheiður
var gift Jóhannesi Jóhannssyni. Þau
eignuðust tvo syni, en annar lézt i
frumbernsku. Ragnheiður lærði karl-
mannafatasaum, starfaði hún hjá
klæðskera um árabil. Lengst starfaði
hún í Kvennadeild Slysavarnarfélags ís-
lands. Ragnheiður verður jarðsungin í
dag fráFossvogskirkju kl. 13.30.
80 ára er í dag Einar Guttormsson.
Hann er fæddur að Arnheiðarstöðum i
Fljótsdal, sonur Guttorms Einarssonar
og Oddbjargar Sigfúsdóttur. Einar
kvæntist Margréti Pétursdóttur, þau
eignuðust 5 börn. Hann lauk kandi-
dajsprófi í læknisfræði frá Háskóla Ís-
lands árið 1932. Hann hefur verið
læknir á sjúkrahúsinu í Vestmanna-
eyjum um árabil.
Guðmundur H. Jóhannsson lézt 3.
desember 1981: Hann var fæddur 25.
ágúst 1930, sonur Steindóru Camillu
Guðmundsdóttur og Jóhanns Guð-
mundssonar. Guðmundur var tvi-
kvæntur, fyrri kona hans var Sif
Bjarnadóttir, eignuðust þau einn son.
Síðari kona hans var Guðrún Friðjóns-
dóttir og eignuðust þau son.
Guðmundur starfaði hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga um árabil. Út-
för Guðmundar verður gerð í dag frá
Fossvogskirkju kl. 15.00.
Anna Einarsdóttir Long, Nóatúni 32,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30.
Anna Gutlormsdótlir, Ljárskógum 2,
lézt í Borgarspítalanum 13. desember.
Einar Simonarson, múrarameistari,
írabakka 26, andaðist í Landspítalan-
unt 12. desember.
Elin Sigurjónsdóttir, lézt á heimili sínu
Dalbraut 27, mánudaginn 14.
desember.
Grimur Víkingur Þórarinsson,
Gnoðarvogi 78, Reykjavík, iézt 12.
desentber.
Guðmundur Jóhannesson, læknir,
Sigluvogi 4, Reykjavík, lézt áBorgar-
spítalanum 13. desember.
Utför Guðrúnar Á. Sigurgeirsdóttur,
Andiát
Brautarholti 5, Ólafsvík, fer fram
miðvikudaginn 16. desember frá Foss-
vogskirkju kl. 10.30. Jarðsungið
verður frá Ólafsvíkurkirkju, föstudag-
innl8. desemberkl. 13.30.
Guðrún Þorvarðardóttir frá Gróttu,
Ægisíðu 98, Reykajvík, sem andaðist 8.
desember, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 17. desember
kl. 13.30.
Ingveldur Teitsdóttir, Skúlagötu 13,
Borgarnesi, lézt 12. desember. Jarðar-
förin fer fram frá Borgarnesskirkju,
laugardaginn 19. desember kl. 13.30.
Jóna Magnúsina Þóroddsdóttir frá
Flateyri, Blönduhlið 21, lézt í Land-
spítalanum 13. desember.
Rósbjörg Beck, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni, miðvikudaginn 16.
desember kl. 13.30.
Þórólfur Sölvason, Snjóholti,
Eiðahreppi, andaðist á Landspítal-
anum 4. desember sl. Bálför hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórólfur Sölvason
Snjóholti Eiðahreppi, lést 4. desember
1981. Hann var fæddur á Seyðisfirði
14. júnlí 1916, en ólst upp í Snjóholti.
Foreldrar Þórólfs voru Sölvi Sigfússon
og Kristín Snjólfsdóttir. Hann var
ókvæntur og vann við bústörf alla sína
tið.
Afmæli
í gærkvöldi
Af auglýsingum f úfvarpi
Mig langar í þetta sinn að fara
örlitið út fyrir beint verksvið þessa
dálks. f honum er ætlunin að fjalla
um útvarps og sjónvarpsdagskrá frá
kvöldinu áður. Mig langar hins vegar
til að segja nokkur almenn orð um
þessa miðla eins og dagskrá þeirra
kemur mér fyrir augu og eyru þessa
dagana.
Það sem mig langar að ræða um
eru auglýsingar. Ég sé ekki betur en
að sjónvarpið sé búið að þverbrjóta
bæði islenzk lög og eigin samþykktir
með auglýsingum.
í lögum um verðlag samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskiptahætti
segir meðal annars. „Óheimilt er að
veita rangar, ófullnægjandi eða
villandi upplýsingar í auglýsingum
...” Það veit hver sem horft hefur
á sjónvarpsauglýsingar undanfarið
að þessi lög eru þverbrotin. Þær
villandi upplýsingar eru gefnar í nær
hverri auglýsingu að fullkomin
hamingja fylgi aðeins hlutnum sem
verið er að auglýsa. Auk þess eru
dregnir fram kostir hans og lýstir
með skæru ljósi meðan göllunum er
haldið leyndum.
Ég hélt líka að í lögum væri
bannað að beina auglýsingum til
barna og unglinga eða annarra
þeirra, sem áhrifagjarnir eru.
Reyndar fann ég þau ákvæði hvorki í
lögunum, sem ég nefndi áðan né í
lögum um vernd barna-og ungmenna
en held samt að einhvers staðar finn-
ist um það ákvæði. Að minnsta kosti
er það alveg siðlaust að beina nær
öllum auglýsingum beint að barns-
huganum. Hvað sem stendur i
lögum.
Eigin samþykktir hefur sjónvarpið
einnnig kyrfilega brotið. í fyrra var
þvi lýst yfir þegar auglýsingatímum
var fjölgað að hver þeirra yrði aðeins
12 mínútur. Yfirlýsing um breytingu-
á því hefur ekki verið gefin. Samt
fóru auglýsingatímar um helgina
síðustuuppí 14 og hálfamínútu.
Útvarpið hefur aldrei sagt neitt
um tímalengdina enda eins gott. Þar
eru bókstaflega auglýsingar nær allan
þann tíma sem sent er út. Ég get ekki
ímyndað mér að þetta geti staðið
undir kostnaði. Það hlustar bókstaf-
lega enginn á útvarpið orðið í öllu
þessu flóði.
Dóra Stefánsdóttir.
Jólamarkaður
Goðatúni 2
við Hafnarfjarðarveg í sömu byggingu og Blóma-
búðin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00.
Kvenfélagið Hringurinn
Áheit og gjafir til Barnspítalasjóðs Hringsins.
Minningargjöf um Magnús Má Héðinsson kr.
250.-, minningargjöf um Þorstein Ingólfsson kr.
15.00, minningargjöf um Ólaf Stephensen kr.
151.10, minningargjöf um Ingibjörgu Björnsdóttur
frá Sigurlaugu Björnsdóttur kr. 1.000.00, áheit frá
N.N. kr. 10.00.
Einnig þökkum við þeim mörgu velunnurum fé-
lagsins, sem ár eftir ár hafa veitt okkur ómetanlegan
stuðning í sambandi við basar og jólakaffi félagsins
og alla aðra hjálp.
íþróttafélagið
Leiknir
lnnanhússa.fingar í knattspyrnu.
1. og 2. flokkur. Sunnudaga kl. 17.10.
3. flokkur. Sunnudaga kl. 15.30.
4. flokkur. Miðvikudaga kl. 19.10.
5. flokkur. Laugardaga kl. 15.30.
6. flokkur. Sunnudaga kl. 13.10.
Ýmislegt
Ferðafélag íslands
Áramótaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan.; brottför
kl. 07.
Gönguferðir eftir því sem birtan leyfir, áramóta-
brenna, kvöldvökur. Ef færð spillist svo, að ekki
yrði unnt að komast í Þórsmörk, verður gist í Hér-
aðsskólanum að Skógum.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, öldu-
götu 3.
Fundir
Næsti fræðslufundur Fugla-
verndarfélags íslands
verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 15.
desember 1981 kl. 8.30.
Fundarefni: 90 mínútna mynd um Galapagoseyj-
arnar í Kyrrahafi, um fugla og dýralíf þar.
önnurmál.
öllum heimill aðgangur. Stjórnin.
Kvenfélag Neskirkju
Jólafundur félgsins verður haldinn fimmtudaginn
17. desember kl. 20.30, Safnaðarheimilinu. Sýnd
verður kvikmynd frá 40 ára afmæli félagsins o.fl.
Frá Árnesingafélaginu í
Reykjavík
Árnesingafélagið í Reykjavik hélt aðalfund sinn 26.
nóv. sl. í skýrslu formanns kom fram, að félagið
stóð fyrir hinu árlcga Árnesingamóti í Reykjavík í
marz og Jónsmessumóti austur í Árnessýslu 1 júni.
Auk þess voru haldnar umfangsminni samkomur á
vegum félagsins. Farið var í árlega gróðursetningar-
ferð að Áshildarmýri á Skeiðum. Unnið er að þvi að
reisa Ásgrimi Jónssyni listmálara minnisvarða á
fæöingarstað hans Rútsstaöasuðurkoti i Flóa í sam-
vinnu við fleiri aðila. Verður þvi verki lokið næsta
vor. Fyrir ári Rekkst félagið fyrir útgáfu á söngva-
safni Pálmars Þ. Eyjólfssonar tónskálds og organ-
ista á Stokkseyri. Hefur sala þess gengið vel.
Happdrætti
Kiwainsklúbburinn Hekla,
Jóladagatalahappdrættið
Vinningsnúmer:
1. desember no. 574
2. desember no.651
3. desember no. 183
4. desember no. 1199
5. desember no. 67
6. desember no. 943
7. desember no.951
8. desember no. 535
9. desember no. 1004
1Ó. desember no. 2344
11. desember no. 172
12. desember no. 1206
13. desember no. 593
14. desember no. 2308
15. desember no. 2103
Happdrætti
Dregið hefur veriö í happdrætti Félags ungra fram
sóknarmanna. 14. desember var vinningsnúmerið
4656, 15. desember 3241. Númerin hafa verið birt
jafnóðum i Dagblaðinu og Visi frá 1. desember.
Kvenfélagið Hringurinn
Hafnarfirði gefur 10.000 kr.
Nýl. komu konur í stjórn Kvenfélagsins Hringurinn
j Hafnarf. á fund forráðamanna Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra og færðu félaginu að gjöf kr.
10.000,00.
Við það tækifæri sagöi frú Ásthildur Magnús-
dóttir, formáöur Hringsins m.a. eftirfarandi um
starf félagsins:
„Hringurinn I Hafnarfirði var stofnaður 1912 og
.var tilgangur fél. aö koma fátækum börnum til
sumardvalar i sveit.” Ásthildur sagði ennfremur að
á þeim tlma hefði atvinna verið stopul og þetta því
þótt mikill stuðningur. Síöar hefði félagið snúið sér
að því að styrkja ýmiskonar velferðarmál og rétta
peim hjálparhönd, sem i nauðum voru staddir.
Margir hefðu lagt Hringnum liðsinni og m.a. hefði
félagið verið arfleitt að dánarbúi. Hún sagði starf-
semi félagsins binda félagskonur traustum böndum
og veitti ekki af því á tímum hraða og upplausnar.
Meðal verkefna kvennanna i „Hringnum” í
Hafnarfirði til fjáröflunar, er árleg merkjasala
síðasta vetrardag, svo og jólabasar, þar sem m.a. er
selt laufabrauð er þær baka sjálfar.
Myndin er frá afhendingu gjafarinnar til
Styrktarfélagsins, talið f.v.: Óttar Kjartansson for-
maður, Ingibjörg Bjarnadóttir, Þórdis Ásgeirs-
dóttir, Ásthildur Magnúsdóttir, Þorgerður Gisla-
dóttir, Jónina Guðmundsdóttir forstöðukona
Endurhæfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 og
Sigurður Magnússon. framkvæmdastjóri Styrktar-
félagsins.
Ráöstefna lyfjafræflinga
og apótekara
Pallborðsumræflur lyfjafræðinga frá v.: Ásbjörn,
Davið, Guðmundur, Almar, Jakob Werner og
Ingolf.
Dagana 13.-14. nóvember sl. gengust Lyfja-
fræðingafél. íslands og Apótekarafél. íslands fyrir
ráöstefnu um lyfjaiðnað á íslandi, stöðu hans i dag
og framtíðarhorfur.
Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra flutti ávarp í upphafi ráðstefnunnar og
vitnaði m.a. i fyrsta nefndarálit samstarfsnefndar
um lyfjaiðnað.
Á ráðstefnunni fluttu 19 fyrirlesarar erindi um
jýmis efni varöandi lyfjaiðnað. 3 fyrirlesarar komu
frá Danmörku. Þau voru þau Mette Rasmussen,
aðjunkt við danska lyfjafræöiháskólann í
Kaupmannahöfn, Soren N. Rasmussen, lcktor við
sama skóla og Almar Grimsson deildarstjóri hjá
Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni i
Kaupmannahöfn.
Að loknum erindaflutningi var efnt til
pallborðsumræðna um innlendan lyfjaiönað. Þátt-
takendur i pallborðinu voru; Almar Grimsson,
deildarstjóri, WHO, Ásbjörn Sveinsson, dcildar-
lyfjafræðingur, Lyfjaverslun rikisins, Davíð
Scheving Thorsteinsson, formaður Félags islenskra
iðnrekenda, Guðmundur Steinsson, deildarlyfja-
fræðingur, Pharmaco, Guðmundur G. Þórarinsson,
alþingismaður, Ingolf J. Petersen, deildarstjóri
lyfjamáladeildar heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisisn cg Werner I. Rasmusson
apótekari. Stjórnandi umræðnanna var Jakob L.
Kristinsson deildarstj. i Rannsóknarstofu í lyfja-
fræði, Háskóla Islands. Umræðurnar voru mjög
liflegar og tóku áheyrendur virkan þátt í þcim.
Ráðstefnan var vel sótt og voru lyfjafræðingar
og apótekarar í meirihluta, en auk þeirra sóttu
ráðstefnuna lyfjatæknar, lyfjafræðinemar, læknar
alþingismenn o. 1. Ráðstefnan þótti takast mjög
vel og var það mat manna að til staöar væri sú
þekking, sem er forsenda fyrir stórauknum lyfja-
iðnaði i landinu.
í lok ráðstefnunnar var gestum hennar boðið að
skoða framleiðsludeildir Lyfjaverslunar rikisins,
sem voru teknar i notkun fyrir tveimur árum.
Bella
Þetta hljómaði ágætlega, þegar
þér lásuð það upp fyrir mig, en
nú hljúmar það eins og endemis
della.