Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 40
*c Fjölskynjunarmessa í Bústaðakirkju á sunnudag: Ballett fyrir framan altarið oggjömingar — nýsiárleg messa í samvinnu kirkjunnar manna og listamanna Harla óvenjuleg messa verður í Bústaðakirkju næsta sunnudag. Listamenn úr mörgum greinum setja saman messuna, sem kölluð er fjölskynjunarmessa. Undirbúning messunnar annast starfshópur á veg- um Skálholtsskóla og Kirkjuritsins. Oddur Albertsson, kennari við Skálholtsskóla, sagði í morgun, að upphaf þessa máls væri ráðstefna um myndlist og kirkju, sem haldin var sl.; vor. Það kom í ljós að kennimönnum og listamönnum fannst mjög gaman að vinna saman og verður starfinu nú haldið áfram. í fjölskynjunar- messunni reyna menn að setja saman messu, þar sem öll skynfæri eru notuð. í upphafi messunnar á sunnudag verður afríkönsk messa, síðan kirkjuleikur, sungnir friðar- söngvar, ljóðalestur, farið með reykelsi og gjörningar. Þá verður ballett fyrir framan altarið og gregorískur söngur. Há- mark messunnar verður altarisganga, en emnig verður samtalspredikun sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur, sr. Bernharsðs Guðmundsonar og sr. Heimis Steinssonar. í lokin verður bæn fyrir friði í heiminum og sólóleikur á saxófón. Meðan á öllu þessu stendur mála málarar stórt verk og geta þátt- takendur í messunni fylgzt með þeirri gjörð. „Ef einhver getur hjálpað kirkjunni til endurnýjunar, þá eru það listamenn,” sagði Oddur. ,,Við ungir menn innan kirkjunnar viljum vekja umræðu. Fólk á að koma úr messunni snortið og ánægt eða jafnvel reitt. Það er betra en hinn hljóðláti hópur sem lætur sig kirkjustarf engu varða.” -JH. ökumaður þessa Cortina- bíls var fluttur á slysadeild Borgarsprtalans rótt fyrir miðnætti. Hann missti stjórn á bílnum í hálku á Suðurlandsbraut, gegnt gróðrarstöðinni Valsgarði. BíHinn vafðist utan um Ijósastaur og ergerónýtur. DV-myndJR. „Vonlaust að ná sambandi við þá” ,,Við höfum ekkert frétt af þeim síðan á laugardag. Svo virðist sem vonlaust sé að ná sambandi við þá. Það er greinilega allt lokað á Pól- land,” sagði Þórhallur Helgason, framkvæmdastióri Hraðfrystistöðv- arinnar hf. i Reykjavík, við DV í morgun, Þrír menn frá fyrirtækinu eru staddir f Póliandi þessa dagana vegna breytinga á tveimur skipum fyrirtæk- isins, Viðey og Engey. Hefur ekkert spurzt til mannanna frá þvi herinn tók völdin í Póilandi. „Samkvæmt síðustu fréttum sem við höfðum af mönnunum,” sagði Þórhallur, „var áætlað að tveir þeirra flygju frá Varsjá til London síðdegis i dag. Ég býst ekki við að við fréttum neitt af þeim fyrr en þeir komast vestur yfir. Þeir konta síðan til landsins um næstu helgi. Ég verð að vona að mennirnir fái brottfararleyfi i dag. Ég veit ekki til þess að mönnum sé haldið í landinu þótt herinn hafi lekið völdin,” sagði Þórhallur. -SER. Mörg mál ráðherra geymast líklega f ram á næsta ár: Fá aðeins fjáriög og lánsfjáriög afgreiöslu? Talsvert þjark varð i sameinuðu þingi þegar hefja átti 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir 1982 í gær. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, Óláfur G. Einarsson og Sighvatur Björgvinsson, mótinæitu harðlega þeim vinnubrögðum að leita afbrigða vegna þessarar umræðu en breyting- artillögur allar lágtt ekki fyrir fyrr en í upphafi þessa fundar. Afhrigði voru síðan samþykkt nteð 31 atkvæði stjórnarliða. Alls voru 11 ræður fluttar um þingsköp af þessu tilefni. Stjórnar- andstæðingar kváðu ekkerl hafa verið rætt við þá um þinghald fram að jólaleyfi þrátt fyrir venjur og óskir og var vitnað til orða Pálma Jónsson- ar sem gegndi störfum forsætisráð- herra i síðustu viku. Þá var skýrt frá því að ráðgerður hefði verið „útbýtingarfundur” í Sameinuðu þingi á laugardag til þess að dreifa breytingartillögum við fjár- lagafrumvarpið en sá fundur hefði fallið niður án skýringa. Forseti, Jón Helgason, skýrði frá því að ekki hefði reynzt tæknilega unnt að útbúa allar tillögurnar til dreifingar. Forsætisráðherra gerði lítið úr nauðsyn á samráði við stjórnarand- stöðuna þar sem einungis væri ætlun- in að afgreiða fjárlög og lánsfjárlög, svo og staðfestingu á bráðabirgða- lögum um gengismál og lög um tíma- bundið vörugjald sem væru vel á vegi í meðförum þingsins. Þeir Halldór Blöndal og Sighvatur Björgvinsson tóku orð forsætisráð- herra óstinnt upp. Taldi Halldór hann sýna stjórnarandstöðunni litils- virðingu og þar í ofanálag yrðu láns- fjárlög leikaraskapurinn cinn með þeirri afgreiðslu sem nú væri fyrir- huguð. Sighvatur minnti á allmörg mál sem einstakir ráðherrar hefðu lýst mikilvægt að yrðu afgreidct fyrir jólaleyfi, um Hæstarétt, félagsmál, skattamál, virkjanamál og byggða- línugjald. hann kvaðst taka orð for- sætisráðherra svo að þessi mál öll geymdust fram á næsta ár. Var ekki gerð athugasemd við það. Á meðan þessar umræður um þingsköp stóðu breytti forseli tvívegis ákvörðun sinni um framgang 2. um- ræðu um fjárlögin. Ákvað hann að lokum að umræðunni yrði ekki lokið fyrr en á morgun. HERB. trjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. DES. 1981. Ríkisstjórnin: Fordæmir ofríkið „Setning herlaga og afnám mann- réttinda í Póllandi er atburður sem vakið hefur óhug víða um heini,” segir í ályktun ríkisstjórnarinnar sem gerð var í gærdag. Ríkisstjórnin „fordæmir beitingu sliks ofríkis og lætur þá von í ljós að Pólverjum takist, þrátt fyrir allt, að leysa vandamál sín án blóðugra átaka. Sérstök ástæða er til að vara við þeirri hættu sem friði og öryggi í Evrópu getur stafað af utanaðkomandi íhlutun i atburðarrásina í Póllandi,” segir í ályktuninni. Þá hefur blaðinu borizt ályktun frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins þar sem valdataka hersins er hörmuð og lýst yfir stuðningi við pólsku þjóðina. -SG. Ílífs- hæffu effir vinnuslys Sautján ára piltur liggur þungt haldinn á gjörgæzludeild Borgar- spítalans eftir vinnuslys er varð um borð í Úðafossi í gærmorgunn. Pilturinn mun hafa verið að færa til rafmagnslyftara í lest skipsins er hann rak höfuðið undir stálbita. Hann mun ekki hafa unnið á lyftaranum að staðaldri. Pilturinn hlaut mjög alvarlega höfuðáverka og þegar DV spurðist fyrir um líðan hans í morgun var hann enn í lífshættu. -ELA. Ætii Bruni BB muni troða upp í kirkjum næst með hænurnar og alltþað ? c ískalt aeven up. T>f hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.