Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Page 12
12 DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Það er ekki amalegt ef mann skyldi nú skyndilega langa í kjúkling í kvöldmatinn að geta tekið hann gaddfreðinn og eldað á innan við klukkutíma! Örbylgjuofnarnir spara rafmagnið: Dröfh Farestveit kennir fólki þarna að matbúa fyrir örbylgjuofha. Myndin er tekin í verzlun tengdaföður hennar, Einars Farestveit. Við höfum heyrt að áðrar verzlanir sem selja örbylgjuofna hafi lagt að Dröfn að koma og kenna hjá sér. En af eðlilegum ástaœðum hefur hún alltaffærzt undan, segir sagan. D V-myndir Einar Ólason. Matseldin eins og hendi sé veifað „í raun og veru er örbylgjuofninn miklu öruggari heldur en eldavélin og bakarofn þegar börnin eiga að hita matinn upp handa sér,” sagði Dröfn Farestveit húsmæðrakennari er blaða- maður neytendasíðunnar átti kost á að sitja kvöldnámskeið í meðferð ör- bylgjuofna. Dröf hefur farið til Eng- lands til þess að kynna sér meðferð ofn- anna. Hefur hún haldið námskeið í ör- bylgjuofnamatreiðslu fyrir þá sem keypt hafa Toshiba ofna hjá Einari Farestveit. Á námskeiðinu kom fram að raunar þarf ekki sérstakar- matar- uppskriftir fyrir örbylgjuofnamat- reiðslu utan að bæta þarf örlítið meiri vökva i kökur sem baka á í ofnun- um,— Nánast eins og galdrar Á námskeiðinu matreiddi Dröfn nokkra rétti. Hún steikti flesk, bjó til eggjahræru, kjöthleif, eldaði rækju- fyllt fiskflök og loks bakaði hún forláta ananasköku, svokallaða „upside down” köku. Allt þetta gerðist á svo skömmum tíma að það líktist nánast göldrum. Flesksneiðunum var raðað á plast- rimlabretti og var eldhúsrúllublað lagt ofan á. Dröfn sagði að ef hún ætlaði að steikja mikið af fleski hefði hún raðað því ofan á eldhúsrúllublaðið, látið ann- að blað og siðan koll af kolli. Fleskið steiktist á 1 1/2 mínútu og var stökkt og gott eins og flestir vilja hafa það. Kjöthleifurinn var eldaður á um það bil 17 mínútum í allt en vanalega tekur það ekki skemmri tíma en 45 til 60 mín. að elda kjöthleif í bakarofni. Það gefur þvi auga leið að gríðarlegur rafmagns- sparnaður er að því að nota örbylgju- ofna frekar en venjulega ofna. Matur- inn er ekki látinn inn í venjulegan ofn fyrr en hann er orðinn heitur og þar að auki helzt hiti í ofninum lengi eftir að búið er að slökkva á ofninum og elda í honum. í örbylgjuol num fer enginnt hiti til spillis því á ofninum er kveikt um leið og maturinn er látinn í hann. Það má alls ekki kveikja á ofninum tómum. Það eyðileggur hann. Að þíða mat Við könnumst eflaust öll við að gleyma að taka mat úr frysti þegar á að fara að elda. Þá eru góð ráð dýr. í rauninni er maður nærri því jafnmatar- laus með frosinn mat og engan. I það minnsta seinkar máltíðinni mjög mikið því það tekur langan tima að þíða t.d. þykkt kjötstykki eða kjúklinga. 1 örbylgjuofni er hægt að gera þetta á núll komma fimm, eins og krakkarnir sögðu einu sinni. Sérstök stilling er fyr- ir þíðingu á mat, defrost. Sem dæmi um þann tíma sem tekur að þíða hinar ýmsu matartegundir má nefna að það tekur 8 mín. á hvert 1/2 kg af kjúklingi og kindakjöti, 8 1/2 mín. á hvert 1/2 kg af nautakjöti og 9 min. á 1/2 kg af svínakjöti. Allt grænmeti er soðið fros- ið. Gæði grænmetisins eru allt önnur. Matreiðslan tekur mjög skamman tíma, kjúklingur, kinda- og svinakjöt í 8 mín hvert 1/2 kg, nautakjötið fra 6 upp i 8 1/2 mín. hveri 1/2 kg. Fiskur er matreiddur frá 4 upp í 8 mín. eftir því hvernig rétturinn er. Kak- an sem Dröfn bakaði á námskeiðinu bakaðist á 8 mínútum. Hún stóð í smá- stund (3 mín.) í forminu og var síðan hvolft á disk. Hún losnaði eins og ekk- ert væri úr forminu, sem var úr plasti og ilminn lagði um alla stofuna. Margir telja það galla að maturinn í örbylgjuofnum soðnar en brúnast ekki. En það er e.t.v. aðeins ávani að vilja endilega hafa skorpu á öllum mat. Dröfn benti á að frá hdlsufarslegu sjótv armiði væri matur úr örbylgjuofnum mun hollari en brasaður matur. Kökur og brauð fá ekki skorpu. Þannig er ekki hentugt að baka kökur sem eiga að snúa efri hliðinni upp í örbylgjuofni. Þetta kemur hins vegar ekki að sök þegar um er að ræða „upside down” kökur, tertubotna eða aðrar þær kökur sem huldar eru annaðhvort með kremi eða rjóma. Þegar Dröfn bjó til kjöthleifinn bjó hún til sérstaka sósu úr púðursykri, soja, chutney og fleiru sem hún bar á hleifinn. Var það gert til þess að hann fengi „brúnað” yfirborð en auðvitað einnig til bragðauka. Vitaskuld er ekki hægt eða heppilegt að elda allan mat sinn í örbylgju- ofninum enda stendur ekki til að varpa út gömlu góðu eldavélinni sinni og pottunum. En það er tilvalið að hafa bökunardag af og til og baka þá upp á gamla mátann og frysta kökurnar. Þær má síðan þíða í örbylgjuofninum á fá- einum mínútum og þá eru kökurnar al- veg eins og nýja'r. Aldrei málmur í ofninn Það kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir að í örbylgjuofnum er mat- urinn eldaður í plast-, gler-, leir- eða pappaílátum. Plastfilma er tilvalin til þess að breiða yfir matinn en heppi- legra er að breiða yfir flest sem eldað er í örbylgjuofni. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum not álform, álpappír eða annað úr málmi. Örbylgjurnar verða að geta farið í gegnum efnið sem er í eldunarílátunum til þess að geta komið mólekúlunum í matnum af stað. En það er einmitt það sem gerist. Mólekúlin í matnum hreyfast með ógn- arhraða og það er þess vegna, sem mat- urinn verður heitur. Ekki er nokkur leið að bera matinn fram beint úr ofninum. Hann verður að biða í um það bil 10 mínútur. Nú er hægt að leggja diskana á borðið eftir að búið er að taka matinn úr ofninum, öfugt við það sem áður var gert. Áður en Dröfn sleit námskeiði þarna um kvöldið brá hún matnum sem hún var búin að elda rétt sem snöggvast inn í ofninn og svo var gestunum boðið að smakka á herlegheitunum. A.Bj. Barátta íslenzks iðnaðar við erlenda samkeppni „Stóll sem er bæði betri og ódýrari en eriendir" —segir sölust jóri Pennans „Þetta er barátta íslenzks iðnaðar við að framleiða vöru sem er bæði betri og ódýrari en erlend vara,” sagði Sig- urður Már Helgason sölustjóri I Penn- anum. Hann var að sýna okkur skrif- borðsstól fyrir börn og hann fullyrti að stóllinn væri bæði beztur og ódýrastur af þeim stólum sem boðið væri upp á handa börnum í bænum. Ekki spillti heldur fyrir að þarna væri um islenzka framleiðslu að ræða og íslenzka hönn- un. Stóllinn kostar 860 krónur en sam- bærilegur stóll af eldri gerð en einnig ís- lenzkur kostar 1440. Verðmunurinn liggur að sögn Sigurðar ekki í gæðum heldur í hönnun og skynsamlegri vinnubrögðum. „En maður verður óneitanlega var við vissa tortryggni hjá fólki. Það heldur að þegar hluturinn er orðinn svona ódýr hljóti hann að vera eitthvert drasl,” sagði Sigurður. Stóllinn er með stillanlegu baki bæði hvað hæð varðar og fjarlægð frá setu. Þá er hægt að stilla hæð setunnar sem er áríðandi þegar mörg systkini á mis- jöfnum aldri nota stólinn. Fyrir 162 krónur í viðbót er hægt að fá veltisetu á stólinn og fylgir hún hverri hreyfingu þess sem í stólnum situr. Fyrir 240 krónur í viðbót er síðan hægt að fá arma á stólinn. önnur gerð af honum Sigurður Múr Helgason hefur þarna tyllt sér í stólinn góða. Fyrir framan hann er „húsmóðurút- færslan ” af sama stól og til hliðar eldri og dýrari gerð af svipuðum stól. D V-mynd Bj. Bj. hefur reyndar veriö búin til fyrir hús- mæður og aðra þá sem mikið þurfa að sitja við há vinnuborð. Stóllinn er þá hærri, með veltisetu og sérstökum járn- hring utan um fótinn til að hvíla fætur eigandans á. Slíkur stóll kostar 1390 krónur. íslenzkt ullaráklæði er á öllum stólunum. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.