Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Erlendar bækur tílgjafa - hagstætt verð! Bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7 sími16070 1X2 1X2 1X2 17. leikvika — leikir 19. des. 1981 Vinningsröð: 111-XX2-XX2-X11 1. vinningur: 12 réttir — kr. 143.685,- 11869 2. vinningur: 11 réttir — kr. 6.842.00 2810 15370 19610 47650 3480+ 18567+ • 32918 • 59376(2/11) Kærufrestur er til 11. janúar 1982 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI REYKJAVÍK S 19 OOO Jólamynd — Frumsýning DANTE0G SKARTGRIPAÞJÓFARNIR Dante og Foxy eru skarpir strákar sem lenda í ýmsum ævintýrum, eltingaleik vifl bófaflokk o.fl. Spennandi litmynd fyrir stráka á öllum aldri. (slenzkur texti. Sýnd kl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Sýningar á Þorláksmessu, 2. jóladag og mánudag. Gleðilegjól! Mannlíf Mannlíf Mannlíi DánartUkynningar sem þossar voru mjög notaöar # harfarö gagn aituriyfjanotkun I Sviþfóð og var þassi aðfarð rtyög umdeiid. Norðmenn hafa nú farió að dæmi Svía og sag/a aðstandandur harfarðarinnar að öH vopn sóuaf- sakanlag i baráttunni við hinn mikla végest, eituriyfin. Dauðsföllum af völd- um eiturlyfjaneyzlu fjölgar mjög í Noregi Eiturlyfjane\zla hefur aukizt mjög í Noregi á síðastliðnum árum og hefur dauðsföllum af völdum þeirra fjölgað mjög, sérstaklega í Osló. Hafa því aðstandendur þeirra ungiinga er látizt hafa á þennan hátt tekið sig saman og hafið mikla herferð gegn eiturlyfja- neyzlu. Fólk veit yfirleitt ekki mikið um eiturlyfjaneyzlu, segir talsmaður þeirra. — Það sækir aðaliega vitneskju sína í fjölmiðla sem segja af og til frá því að upp hafi komizt um nýtt eitur- lyfjasmygl eða að nú hafi tekizt að hafa hendur í hári einhvers eiturlyfjasalans. En við sem höfum fundið vandamál- in brenna á eigin skinni þekkjum svo margar aðrar hliðar á málinu. Við vitum að líf heilu fjölskyldnanna hefur verið lagt í rúst af þvi að sonur eða dóttir voru eiturlyjaneytendur. Og við þekkjum foreldra, sem líta aldrei glaðan dag og bíða þess aðeins að fregna dauða barna sinna. — Tilgangur okkar með herferðinni er lika sá að þrýsta á meiri aðstoð þessum ógæfusömu unglingum til handa. Lögreglan heldur skýrslur um dauðsföll af völdum eiturlyfja og sýna þær óhugnanlega fjölgun þerra. Á árinu 1977 létust 8 ungmenni af völdum eiturlyfjaneyzlu en 43 á árinu 1980. Margar ástæöur eru taldar liggja að baki þessarar aukningar en þyngst á metunum er þó að þung eiturlyf eins og morfín og heróín hafa nú náð fótfestu í Noregi. Lögreglan er þó viss um, að tölurnar eru miklu hærri. Margir eitur- lyfjaneytendur deyja í umferðarslysum og oft er dánarorsökin skráð önnur. T.d. eru dauðsföll af völdum alkóhóls og lyfjamisnotkunar skráð sem dauðs- föll af völdum alkóhóls, en slíkum dauðsföllum hefur einnig fjölgað mjög i Noregi. i Upplogið viðtal við Willoch í nóvemberhefti arabíska tíma- ritsins Arab Business Report birtist „viðtal” við norska forsætisráðherr- ann, Káre Willoch. Þar er Willoch m.a. látinn segja: — Ég er fyrsti ieiðtogi hægrimanna sem þorir að lýsa því opinberlega yfir að ég vil gjarnan taka á móti sendinefnd frá PLO og taia við fulltrúa þeirra, en slíkt hefði hingað til verið gjörsamlega óhugsandi. — Ég hef aldrei veitt neinum frá þessu tímariti viðtal,” segir Willoch. — Viðtalið er uppspuni frá upphafi til enda. Viðtalið er merkt ritstjóra tíma- ritsins, M.A. Saad og segir tímaritið, sem gefið er út í Amsterdam, að það hafi verið tekið er ritstjórinn var í Osló. — Ritstjórinn hefur kannski séð mig og heyrt á blaðamannafundi, en ég hef aldrei talað við hann, segir Willoch. — Enda hefði ég aldrei sagt það sem hann hefur eftir mér. Hér eru heldur ekki neinir smáhlutir á ferðinni því viðtalið lýsir því að Willoch sé aðdáandi Yasser Aafats en hafi lítið álit á Begin, forsætisráðherra ísraels, og stjórn hans. — Begin gerir stöðu mála í Mið- Austurlöndum bara enn verri, er Willoch látinn segja. Er hann látinn bæta við að ekki sé unnt að búast við jákvæðri þróun fyrr en Begin geri sér grein fyrir ábyrgð sinni. Aðrar glefsur úr viðtalinu: — Auðvitað á Noregur og mörg Arabalöndin sameiginleg áhugamál. En það er ekki eina ástæðan fyrir vinsemd okkar í garð þessara landa. — Skilningur okkar á þessum málum eykst stöðugt og við höfum loks sætt okkurviðaðþaðverðuraðstofna sérstakt Palestínuríki. Væri þetta rétt eftir Willoch haft boðaði viðtalið nýja, norska stefnu í málefnum Mið-austurlanda. Og sllk kúvending hefði komið í veg fyrir alla samvinnu á milli Kristilega þjóðar- flokksins og minnihlutastjórnar Willochs. — Það hlýtur að vera óskhyggja blaðamannsins sem þarna hefur hlaupið með hann í gönur, segir Willoch og leggur áherzlu á að afstaða norsku stjórnarinnar til málefna Mið- Austurlanda hafi ekki að neinu leyti breytzt. Köro Willoch: Viðtalið er uppspuni frá upphafi tH enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.