Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. 11 Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf Sotheby í London hekL ur mkk og ról uppboö — Meðalmuna ergiftingarvottorð Johns Lennons og Cynthíu frá árinu 1962 Hið fræga uppboðsfyrirtæki Sotheby í London heldur 22. desember sitt fyrsta uppboð á munum sem tilheyra rokk- og ról-tímabilinu. Getur þar m.a. að líta píanó sem einu sinni voru í eigu Johns Lennons og Pauls McCartneys, gítar, er George Harrison átti, rúmlega 800 plötur, bíla, föt, eiginhandaráritanir, myndir og plaköt. Meðal eftirlátinna muna Johns Lennons á uppboðinu er Steinway- pianó sem hann keypti 1970, giftingar- vottorð hans og Cynthiu frá árinu 1962, föt sem hann notaði á hljómleik- um, mótorhjól, bækur, plötur og myndir. Reyndar fannst giftingarvott- orðið límt á skúffubotn í verzlun einni í Liverpool. Úr eigu Pauls McCartneys koma hlutir eins og Chappel-píanó, árgerð 1902, en það píanó notaði Paul þar til hann var 17 ára. Gítarinn hans George Harrisons er 12 strengja Harptone- gítar í flauelsklæddum kassa. Einnig fara mörg aðdáendabréf undir hamarinn og svart silkibindi sem Ringó Starr átti einu sinni, enda með upphafsstöfum hans. Ekki vantar Elvis Presley heldur í hópinn. Seldar verða tvær brjóst- myndir og eitt málverk af söngvaranum, klukka sem einka- bílstjóri hans gaf honum 1970, ásamt plakati er gert var í tilefni viðtals við Elvis í bandarísku tímariti árið 1956. Meðal annarra muna á uppboðinu má einnig telja bréf frá Buddy Holly til Paul Cohen, framkvæmdastjóra Decca Records í Nashville, sérhannaður bíll er tilheyrði John sáluga Bonham í Led Zeppelin, 15 sjaldgæfar hljóðupptökur með Jimi Hendrix frá árinu 1968 og trommusett það er Mitch Mitchell notaði við upptöku á The Jimi Hendrbt Experience. önnur fræg nöfn sem koma við sögu á þessu einstæða uppboði eru t.d. Fats Domino, Bill Haley, Eddie Cochran, The Everly Brothers, Clif Richard, Tommy Steele, Mick Jagger, og Tom Jones. Frá þessum mönnum koma aðallega plötur, myndir og ýmsir minjagripir. Þ&ssa mynd mé m.a. fé kmyptm i uppboöinu og sýnk hún John Lonnon og Ringó Stan i frii i Biackpooi 1966; ásamt fyrrvorandi eiginkonum sinum, Cynthiu og Mauroon. Díana a drottningarfæðu Díana prinsessa hefur að undan- förnu þjáðst af morgunógleði og hefur þar af leiðandi orðið að hlífa henni við ýmsum konunglegum skyldustörfum. En nú ætti að vera búið að finna ráð við því. Diana hefur nefnilega samþykkt að fara á þriggja mánaða kúr með Royal Jelly-fæðunni sem býflugurnar mata drottningu sína á. Hlaup þetta er framleitt í Kína og er tekið inn í hylkjum. — Býflugnadrottningarnar eru eingöngu mataðar á þessu efni, sem þjónustuflugurnar framleiða. Þess Qiana prinsessa: Vill losna við morgunógieðina. vegna eru þær líka bæði feitari og sterkari, segir Irene Stein, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Wardglen í London, sem útvegar Díönu hylkin. — Hiaupið hefur afar góð áhrif á fólk. Það skapar jafnvægi í líkamanum, fólk er mun hressara og auk þess verður bæði hár og húð fallegra. Diana er ekki sú eina í konungs- fjölskyldunni sem trúir á hlaupið. Philip prins neytir þess reglulega og einnig var Anna prinsessa á slíkum kúr er hún gekk með dóttur sína, Zöru. Royal Jelly gengur á íslenzku undir nafninu Drottningarfæða og fæst í náttúrulækningabúðunum hér í Reykjavik. Avaxtar sitt pund fyrír Jesúm Kríst Ernest Digweed, sértrúar einsetumaður frá Portsmouth i Englandi, lézt fyrir fjórum árum og lét þá eftir sig erfðaskrá, þar sem hann ánafnaði Jesú Kristi 30 þúsund sterlingspund. Þessi arfur skyldi ávaxtaöur sam- kvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar, þannig að hann væri orðinn með vöxtum og vaxtarvöxtum og vöxtum aftur að þeim 324 þúsund sterlings- punda höfuðstóli, ef Kristur kæmi aftur að 21 ári liðnu. En til þess að fá arfinn útleystan þarf Jesús að sanna, að hann sé sá sanni frelsari. — Tveir menn hafa þegar reynt, en orðið frá að hverfa slyppir. Hinir opinberu skiptaráðendur hafa með skilyrði samþykkt að fela fjarskyldum ættmennum Digweeds vörzlu fjársins. Þeir vilja hinsvegar tryggja sig gegn þvi, að Kristur eigi kröfu á hendur þeim, ef svo skyldi vilja til, að hann sneri aftur til manna. >>V ’i NÝKOMNIR NORSKIR LEÐURSTÓLAR m □ lz cd íh Z3' BteiíKliljrt? i: nin {?'*' i- i.:: •-1.3 Es uL_^ -j LHJLn^ l westnofa Jón Loftsson hf GLÆSILEGT NYTT kjötborð í matvörumarkaði Allt í jólamatinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.