Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur „Jólin eru alltaf jól, hvar sem vinum er að mæta” —segir Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsf rú í viðtali um jólasiði og jólamat Fátt kemur fólki í betra skap en sameiginlegt sýsl heimafyrir. Fjöl- skyldur hittast við laufabrauðsbakst- ur, setzt er við jólaföndur, smákökur bakaðar og sumum finnst skemmti- legast að dunda við að búa til jóla- sælgæti. Og fyrir þá, og hina sem aldrei hafa búið til sælgæti fyrir jól- in, birtum við hér þrjár uppskriftir að jólasælgæti. -ÞG Appelsínu— súkkulaðikonfekt 100 g hjúpsúkkulaði 10 g jurtafeiti ca 100 g sultaður appelsínubörkur Brytjið súkkulaðið og bræðið það í vatnsbaði ásamt jurtafeitinni. Brytjið appelsínubörkinn smátt og hrærið honum saman við súkkulaðifeitina. Hellt í lítil pappírs- eða álmót. Hnoðið hvorn bita fyrir sig, annan með rauðum matarlit en hinn með grænum. Fietjið hvorn hluta fyrir sig út, ca 3 mm á þykkt. Smyrjið annað marsipanstykkið með tröffelkremi og leggið hinn hlutann yfir. Þrýstið létt ofan á. Skerið síðan í snittur. Vætið aðeins marsipanplöturnar með vatni ef það verður erfitt að fá þær til að hanga saman. Tröffelkrem 100 g súkkulaði 2 msk. smjör 1 eggjarauða 1 tsk. koníak Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og kælið það dálítið. Hrærið siðan smjöri, eggjarauðu og koníaki saman við. Kaffikaramellur 200 g sykur 1 dl rjómi 35 g smjör 1 1/2 tsk. kaffiduít Setjið helminginn af sykrinum saman við rjómann og látið sjóða þar til það er eins og þykkur grautur (ca 5—10 min.). Brúnið það sem eftir er af sykrinum á pönnu og hellið því í pott- inn með sykurrjómanum. Bætið smjöri og kaffidufti í. Hellið massan- um á smurða bökunarplötu og breið- ið jafnt úr honum með smurðum pönnukökuhníf. Þegar massinn byrj- ar að stífna er hann skorinn í ferkant- aða bita með beittum hnif. Vefjið síðan karmellurnar í álpappír, filmu eða einhvern skrautpaDDÍr. Marsipansnittur Skiptið marsipanmassanum, sem þið ætlið að nota í snitturnar, í tvennt. Dágóöurkassi fyrirskipulagsfólk Munið þið hvað er á frystikistu- botninum eða yfirleitt hvað til er i kistunni? í okkar hendur hefur borizt spjaldskrárkassi sem vert er að segja frá. Við tökum það nú samt fram að þeir JC-félagar i Breiðholtinu sem færðu okkur kassann hafa ekki séð í frystikistuna okkar, sú er ekki ástæð- an .Kassinn er stórsniðugur fyrir þá sem vilja vita hvar hlutirnir eru og hafa skipulag á hlutunum í kringum sig. Með kassanum fylgja miðar í fjórum litum, bláir, gulir, rauðir og grænir. Miðarnir eru tvöfaldir og á annan miðann, sem til dæmis gæti verið blár númer 7, er skrifað ýsuflak og dagsetningin, hvenær ýsuflakinu er pakkað í frystikistuna og miðinn settur í spjaldskrána. Sv'o er hinn blái miðinn númer 7 settur á ýsupakkann sem í kistuna fer. Litirnir á miðunum eru fjórir og til að flokkunin sé fyrsta flokks eru t.d. rauðir miðar fyrir kjöt, bláir fyrir fisk, grænt fyrir grænmeti og gult fyrir kökur og ann- að.| Eyrir skipulagsfólk sem ekki á frystikistur er auðvitað hægt að hengja spjaldskrárkassann upp á vegg og nota hann til að hafa röð og reglu á öðrunt hlutum. Kassinn er sem sagt til margra hluta gagnlegur. -ÞG „Jól á prestssetri eru alltaf anna- söm og svo var hjá okkur fyrir norð- an. En starf Péturs er öðruvísi núna og hann verður meira heima við en áður. Breytingin sem er orðin á okkar högum og flutningur suður breytir örlítið okkar jólasiðum, en hvar sem maður er eru jólin alltaf jól,” sagði Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú í viðtali við blaðamann DV nýlega. Leið okkar lá á hennar fund á Hótel Holti dag einn á aðventunni. Þar hafa þau hjón búið síðan þau fluttu hingað suður. Yfir standa breytingar á bústað biskupshjónanna i Reykja- vík. Ætlunin var að ræða um jóla- hald og jólasiði á heimili þeirra. ,,í mörg ár hefur verið siður að öll fjölskyldan fari til prófastshjónanna Jónu og Stefáns Snævarr út á Dalvík í laufabrauðsbakstur. Fyrir þessi jól varð því ekki við komið ýmissa hluta vegna, en i janúar förum við norður og hefur komið til tals að baka þá laufabrauð með þeim, þó á öðrum tíma séen venjulega,” sagði Sólveig. Óhjákvæmilega snerist tal okkar nokkuð um jólamatinn. Sinn er sið- urinn á hverju heimili og jólamatur- inn á stóran þátt í samverustundum allra heimilismanna um jólin. ,,Á Þorláksmessu höfum við alltaf haft sigin fisk, sem Grímseyingar sendu okkur árlega. Svo þegar við eignuðumst tengdason, sem var van- ur að fá skötu þennan dag, höfðum við hvort tveggja, bæði siginn fisk og skötu. Aðfangadagurinn var oft langur dagur hjá okkar börnum eins og öðrum. Við borðuðum alltaf seint það kvöld því aliir fóru að sjálfsögðu til messu. Hvað var á borðum? Fyrst get ég nefnt jólasúpuna okkkar. í henni er allt mögulegt og fáanlegt grænmeti og er alveg nauðsynlegt að hafa í henni sellerí. Lyktin af selleríi inn hefur verið trifle’ eða ris á l’amande, og þá auðvitað möndu- gjöfin. Eftir borðhaldið höfum við svo setzt fyrir framan sjónvarpið og hlýtt á boðskap biskups,” sagði Sól- veig Ásgeirsdóttir brosandi, ,,og það gerum við áfram. Jóladagsmorgun byrjaði ég á því að færa börnunum heitt súkkulaði, kökur, ávexti og sælgæti í rúmið og vakti það mikla kátínu.’ Á jóladag var alltaf aðalmáltíðin um kvöldið þegar Pétur hafði lokið sínum störfum. Þá var alltaf hangikjöt frá Grímsey á borðum og laufabrauðið. Ég hef allt- af haft mikla ánægju af öllum jóla- undirbúningi, gef mér góðan tíma bæði við matartilbúninginn og skreyti alltaf jólaborðið. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni og góðu vinafólki yfir jólin, eins og líklega flestir aðrir. Mér dettur í hug í sam- bandi við vinafólk að segja þér frá hjónunum Borghildi og Jakobi Frí- mannssyni á Akureyri. Þau hjón eru alveg einstakar manneskjur. Við vor- um alltaf hjá þeim á annan jóladag. Þegar börnin okkar voru yngri og við öll fjarri skyldfólki okkar, öfum og ömmum barnanna, held ég að þessi hjón hafi bætt börnunum töluvert upp fjarvistir frá öðrum skyldmenn- um.” Jól nýju biskupshjónanna, Péturs Sigurgeirssonar og Sólveigar Ásgeirs- dóttur, verða í ár eilítið öðruvísi en undanfarin ár. Breyting hefur orðið á þeirra högum og þau hafa flutt sig um set. En eins og Sólveig sagði fyrr — jólin eru alltaf jól og við það hafði hún að bæta: „reynsla hefur sýnt okkur að við eigum alls staðar vinum að mæta.” Við óskum biskupshjón- unum, svo og öðrum landsmönnum, gleöilegra jóla. -ÞG er sannkallaður jólailmur í mínum rjúpur með öllu tilheyrandi en síð- hrygg. Svo hefur mandlan alltaf verið huga. í mörg ár höfðum við alltaf ustu árin höfum viö haft hamborgar- í eftirréttinum, hvort sem eftirréttur- lendinga komnirsaman íeina bók T>fn Udt'S sBShk mBHL, Spjaldskrárkassinn sem JC-félagar I Breiðholti hafa til sölu. Biskupsfrúin, Sólveig Ásgeirsdóttir. DV. mynd/EÓ „Kosturinn við uppskriftirnar í þessari bók er sá að þær eru allar full- þróaðar eða margreyndar. Yfirleitt er margra ára reynsla viðkomandi aðila' af réttinum að baki, annars væri það ekki eftirlætisrétturinn,” sagði Axel Ammendrup blaðamaður við sam- starfsmann. Við hér biðum nefnilega spennt eftir bókinni — Eftirlætisrétt- urinn minn — bókinni sem Axel tók saman. Það hefur verið viðloðandi okkur hér að hafa mikinn áhuga fyrir mat, matargerð og fólki sem leggur stund á þessa göfugu iðju. Og ekki urðum við fyrir vonbrigðum með bókina þvi hún er hvort tveggja í senn fróðleg og skemmtileg. Og rétt sem Axel setur á bókarkápuna, að tveir málshættir gætu verið einkunnarorð þessarar bókar: „Maður er manns gaman” og „Matur er mannsins megin.” Þetta er eiguleg bók og til- hlökkunarefni að spreyta sig i fram- tíðinni á eftirlætisrétti Arnar Clausen — Buff Bourgininon — eða þá henn- ar Sigrúnar Stefánsdóttur — Frönsk- •m-------► „Bókin vigtar meir en blaöagreinar sem fara i ruslakörfuna,” sagði höf- undur bókarinnar, Axel Ammendrup blaðamaður, hinn ánægðasti með „Eftirlætisréttinn minn”. DV-mynd/G.V.A. um appelsínukjúklingum — eða öll- um hinum fjörtíu og átta uppskrift- um sem í bókinni eru. -þg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.