Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Page 22
30 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Flökkujói kennir Gosa að ganga . Arni Blandon og Sigurður Sigurjónsson i hlut- verkum sínum. Jói og Rommíílðnó —Salka Valka f rumsýnd 10. janúar Leikfélag Reykjavíkur stefnir að því að frumsýna leikrit Halidórs Laxness, Sölku Völku, tíunda janúar og verður þvi ekki með nýtt verk á sviðinu um jólin. Fyrsta sýningin í Iðnó eftir jól verður sunnudaginn 27. desember klukkan 20.30 og verður Jói þá sýndur. Rommí verður á dagskrá þriðjudaginn 29. desember og miðvikudaginn 30. desember verður Jói aftur á dagskrá. Hermaðurínn (Karl Ágúst Ulfsson) getur ekki leynt hrífningn sinni af fögrum höndum húsmóðurinnar (Eddu Hólm). Úr sýningu Alþýðuleikhússins á Þjóöhátið. Ljósmynd: Sigfús Már. Alþýðuleikhúsið: —segir Guðmundur Steinsson um leikritið Þjóðhátíð sem nú verður sýnt eftir 13 ár í skrifborðsskúff unni „Leikritið snýst um samskipti her- manns og fjölskyldu. Það er ekki endi- lega staðbundið en heimilisfaðirinn liggur þó i fornsögum,” sagði Guð- mundur Steinsson. Hann er höfundur leikritanna Stundarfriður og Sólarferð. Á fjórða í jólum frumsýnir Alþýðuleik- húsið eftir hann leikritið Þjóðhátíð. Þjóðhátíð er nýtt verk og þó ekki nýtt. Það var samið árið 1968, hefur aldrei verið flutt áður á sviði en verið prentað í tímaritinu Lystræningjanum. Þetta var sjötta leikritið sem Guðmundur skrifaði, en fjórtánda leik- rit háns verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í vor. Guðmundur segist hafa skrifað Þjóðhátíð að nokkru leyti í Berlín, á þeim tíma sem stúdentauppreisnir stóðu þar yfir, hvort sem nú áhrifa frá þeim atburðum gætir meira eða minna. Hann sagðist ekkert hafa breytt því úr fyrstu gerð. „Þegar ég hef einu sinni lokið verki breyti ég því aldrei.” „Hvernig tilfinning er að sjá flutt eftir sig leikrit sem legið hefur 13 ár i skrifborðsskúffunni?” „Það er mjög einkennilegt því verkið er að vissu leyti horfið frá manni. Líkast því að hitta hálfgleymdan vin. En smátt og smátt fara hlutirnir að rifj- ast upp,” sagði Guðmundur Steinsson. -IHH. Spýtustrákurínn Gosi Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt, ís- lenzkt barnaleikrit milli jóla og nýárs, nánar tiltekið miðvikudaginn 30. desember. Hér er á ferðinni barnaleik- ritið Gosi sem Brynja Benediktsdóttir hefur sett saman. Leikritið byggir Brynja á hinni viðfrægu sögu ítalans Collodi. Aliir kannast við spýtustrákinn Gosa. Hann verður til sem trébrúða í höndunum á Láka leikfangasmið en fyrir tilverkan æðri máttarvalda öðlast hann líf. Með þvi að rækta með sér alla þá góðu eiginleika, sem ein manneskja ætti að hafa til að bera, breytist Gosi í raunverulegan strák. Sagan af Gosa hefur áður birzt okkur í margvíslegum myndum. Hún hefur verið gefin út í bókarformi oftar en fletar aðrar barnasögur og það í þó nokkuð mismunandi gerðum. Þá hefur sagan verið kvikmynduð, meðal annars af Walt Disney. Árni Tryggvason leikur Láka leik- fangasmið, Árni Blandon leikur Gosa. Þá leikur Sigurður Sigurjónsson Flökkujóa, sem er samvizka Gosa. Margrét Ákadóttir leikur nú sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu og er hún í hlutverki Huldu álfkonu. Með önnur hlutverk fara Anna Kristín Arn- grimsdóttir, Hákon Waage, Flosi Ólafsson, Andri örn Clausen og Sigrún Edda Björnsdóttir. Þá kemur fjöldi barna fram í ýmsum gervum. Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri sýningarinnar, leikmynd og búningar eru eftir Birgi Engilberts, tónlistin er eftir Sigurð Rúnar Jónsson en söng- textar eftir Þórarin Eldjárn. Dansar eru eftir Ingibjörgu Björnsdóttur en lýs- ingu annast Ásmundur Karlsson. -ATA. LEIKHUSIN YFIR J0LIN Hús skáldsins—jólasýning Þjóðleikhússins: „Ég er mjög sáttur við leikgerð Sveins” segir höfundurinn, Halldór Laxness Leikgerð af Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness verður jólasýning Þjóðleikhússins að þessu sinni. Það var Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri sem gerði leikgerðina eftir Húsi skáidsins, einni af sögunum úr Heimsljósi, sagna- bálkinum um Ólaf Kárason Ljósvíking. Halldór Laxness verður áttræður á þessu leikári og að sögn þjóðleikhús- stjóra er stórafmæli þjóðskáldsins hvatinn að þessari leiksýningu. Hús skáldsins er fimmta leikrit Laxness sem flutt verður á fjölum Þjóðleikhússins. „Við komum okkur saman um að þetta skyldi gert. Að öðru leyti er leik- gerðin verk Sveins Einarssonar,” sagði Halldór Laxness er hann var spurður hvort hann og Sveinn Einarsson hefðu að einhverju leyti unnið saman að leik- gerðinni. Halldór sagðist lítið hafa fylgzt með æfingum, hann hefði mætt á eina af fyrstu æfingunum en síðan ekki meir. „Ég er fullkomlega ánægður með þessa leikgerð. Það voru að vísu ýmsir hlutir sem komu mér á óvart í fyrsta lestri. Þegar ég svo las handritið ofan i kjölinn varð ég mjög sáttur við þetta allt.” Sveinn Einarsson sagði að ýmsu hefði orðið að hnika til við leikgerðina og eitthvað hefði orðið að strika út, en: „Það er varla stafkrókur eftir. mig í þessari Ieikgerð,”sagði Sveinn og bætti við, að hann hefði engum höfundi kynnzt sem væri jafn ósárt um þó klippt væri úr sögum hans við sviðs- setningu. Leikstjóri Húss skáldsins verður Eyvindur Erlendsson, leikmynd og búninga gerir Sigurjón Jóhannsson og Jón Ásgeirsson semur tónlistina. Með helztu hlutverk fara Hjalti Rögnvaldsson, sem leikur Ljósvíking- inn, Bríet Héðinsdóttir leikur Jarþrúði, heitkonu hans, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir leikur Jórunni i Veghúsum og Gunnar Eyjólfsson leikur Pétur Páls- son þríhross. Þess má geta að aðstoðarmaður leikstjóra heitir Halldór Laxness og er hann sonarsonur skáldsins. -ATA. „Líktogaðhhta hálfgleymdan vin” Sagnhafí braut allar brýr að baki sér Eins og kunnugt er af fréttum sigr- aði sveit Sævars Þorbjörnssonar í aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur eftir harða keppni við sveit Jakobs R. Möller. Sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar náði fjórða sæti eftir ágæta byrjun. Reyndar tapaði hún sínum fyrsta leik þegar hún mætti sveií Egils Guðjohn- sen í fimmtu umferð mótsins. Varla er samt hægt að segja að beir hafi ekki fengið sín tækifæri, eins og spilið í dag ber greinilegt vitni. Austurgefur/allir á hættu: Norður Vestur *Á9864 ^G °9 * K87643 Austur <á 10 ♦ G753 V ÁD109752 <?K63 0 Á5 OKD84 * ÁD5 SuflUR AKD2 ^84 0 G107632 *GI0 *92 í lokaða salnum, þar sem kappar Sigurðar sátu n-s, gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass 2H 2S dobl pass pass 3L pass 3S pass pass 4H pass pass pass Ef norður segir pass við tveimur spöðum dobluðum á hann möguleika að sleppa einn niður með nákvæmri spilamennsku, sem er fundið fé gegn hjartagame eða jafnvel slemmu. Slemmu? Norður spilaði út tígul- níu og þar með var auðvelt að fá 12 slagi. Spaðatían hvarf niður í tígul og tólfti slagurinn kom með því að trompa eitt lauf. En víkjum í opna salinn. Þar sátu menn Sigurðar a-v eins og vera ber og nú var meiri stígandi í sögnunum: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1L 1S dobl 4S 5H pass 6H pass pass pass Norður spilaði út spaðaás og þar með var ennþá lífsmark með vörn- inni. Hins vegar blasti við norðri að auðvelt yrði fyrir vestur að fría spaðagosa. Til þess að gera eitthvaö, Allir þeir sem spila keppnisbridge vita hve þýðingarmikið er að vera vel að sér í lögum og reglum spilsins. Þrátt fyrir það eru margir spilarar undarlega illa að sér hvað lögin varð- ar og er ætlun þáttarins að reyna að bæta úr þessu með því að koma með dæmi sem sýna hvernig spilarar eiga að bregðast við þegar eitthvað óvenjulegt kemur fyrir við spila- borðið. Einnig er lesendum velkomið að senda inn fyrirspurnir til þáttarins varðandi lög og reglur spilsins og mun ég leitast við að svara eftir beztu getu. spilaði hann trompgosa, sagnhafi drap á kónginn og spilaði rakleitt spaðagosa úr blindum. Báðum varn- arspilurunum létti mikið við þetta, en norðri var samt órótt. Fjórði spaðinn í blindum virtist heldur ógnandi. Sagnhafi spilaði nú trompás, fór síðan inn á hjartasex, trompaði spaða og gaf kóng suöurs hornauga. Síðan fylgdi tvisvar sinnum tromp og var spaðasjöi blinds komið fyrir kattar- XQ Bridge Stefán Guðjohnsen Hér er spuming varðandi lögin, sem oft kemur upp: Hvers vegna getur áfrýjunardómstóll breytt ákvörðun keppnisstjóra sem hefur gefið úrskurð samkvæmt bridge- kunnáttu sinni? Stundum gefur keppnisstjóri fljót- færnislegan úrskurð vegna þess að spilið verður að halda áfram. Síðan, nef í annað og lauft í hitt. Þar með hafði sagnhafi brotið allar brýr að baki sér eins og spilið lá. Einn niður og 13 impa tap. Eins og glöggir lesendur hafa strax komið auga á er norður í óverjandi kastþröng með spaöann og laufa- kóng. Sveit Egils slapp því fyrir horn á báðum borðum. Stefán Guðjohnsen. þegar úrskurðinum er áfrýjað, þá getur áfrýj unardómstóllinn tekið sér góðan tíma til þess að komast að rétt- látri niðurstöðu. Spilarar eiga að skilja að það sé al- gengt að áfrýjunardómstólar taki úr- skurði keppnisstjóra til endur- skoðunar. Enginn ætti að reiðast þótt dómstóllinn komist að nýrri niður- stöðu. Þegar úrskurði keppnisstjóra er rift af áfrýjunardómstóli er það aðeins sönnun þess að hægt sé að skoða vandamálið frá fleiri en einum sjónarhóli. Þetta stendur í lögunum. Stefán Guðjohnsen. Þetta stendur í lögunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.