Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 36
44
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981.
Hvað segja stjömumar um jólin?
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 24. desember. Spáin gildir fyrir föstudaginn 25. desember Spáin gildir fyrir laugardaginn 26. desember. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 27. desember. Spáin gildir fyrir mánudaginn 28 desember.
Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.): Þú átt von á frétt sem kemur þér senni- Iega nokkuð á óvart. Óvæntur gestur fylgir í kjölfarið. Þú ættir að geta gert góð kaup í dag. \ Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Einhver náungi sem hefur verið að ergja þig um hríð mun gefast upp á því von bráðar. Þú munt bregðast já- kvætt við, enda er þetta það sem þig hafði lengi langað til. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Einhver tiltekinn vinur þinn hefur mikla löngun til að tjá þér einhver leyndarmál sín, sem þú hefur engan áhuga á að heyra. * Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Áhugaverðar breytingar í lífi þínu eru framundan. Þú mátt til með að taka afstöðu til mála er þú hefur lengi látið liggja milli hluta. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Vertu grandvar í öllum þinum fjár- málum í dag. Ef þú verður sniðugur ættirðu að geta fengið hjálp frá vinum þínum við erfitt og leiðinlegt verk i dag.
Fiskarnir (20. feb.-20. marz): Ein- hver náinn vinur kemur að máli við þig og tjáir þér leyndarmál sin. Láttu það ekki hafa áhrif á þig. Þér hættir við þuhglyndi í dag. Láttu samt hlut- ina ganga venjulega fyrir sig. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Andrúmsloftið í kringum þig er lævi blandið og þú átt erfitt með að taka ákvarðanir* Þú ættir að starfa af krafti í dag. Það er kominn tími til þess. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Heimsókn einhvers gamals vinar þíns mun verða þess valdandi að þú neyð- ist til að breyta öllum þínum fyrri áætlunum. Þú væntir einhvers af honum sem hann vill ekki segja þér. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Vinur þinn kemur að máli við þig og biður þig um mikinn greiða. Reyndu að komast hjá þvi að gera það sem hann biður þig um. Það gæti komið þér i bobba siðar. Fiskarnir (20. feb.—20.. marz): Gættu þess að umgangast ekki of marga kunningja þína i dag. Það gæti valdið minnimáttarkennd hjá þér. Reyndu að finna þér eitthvað nýtt til dundurs i kvöld.
Hrúturinn (21. marz-20. apríl): Svo virðist sem vandi einhvers vinar þíns sé búinn að hrjá þig lengi. Reyndu að hverfa frá þeirri hugsun, hún gæti orðið þér erfið síðar meir. Þér veitir ekki af smátilbreytingu í dag. Hrúturinn (21. marz—20. april): Þetta er einn af þessum dögum sem þú ættir að geta notið vel heima fyrir. Skemmtilegur vinur heimsækir þig, sem mun leiða þig inn i allan sann- leika um þinar jákvæðu hliðar. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Horfðu með björtum augum fram á við þvi þær áætlanir sem þú hefur gert munu fiestar standast. Félags- leg samskipti munu einkenna síðari hluta dagsins. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Þú færð ágæta hugmynd sem gæti komið sér vel fyrir þig síðar í dag. Láttu þó ekki aðra vita af henni. Það sem þig langar hvað mest að gera I dag verður að biða morguns. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Nýstárleg ákvörðun mun breyta miklu fyrir þig í vinnunni. Þú öðlast meiri áhuga og kraft fyrir vikið. Reyndu að nálgast vinnufélaga þina meira en verið hefur.
Nautið (21. apríl-21. mai): Þér verður falið vandasamt verk, sem þú ættir að geta leyst vel af hendi. Ráðfærðu þig samt við aðra. Það kæmi sér vel, annars gætirðu ofmetið hæfileikasjálfsþin. Nautið (21. april—21. mai): Þú munt eiga erfitt með að vinna með yfirboð- urum þínum í dag. Þeir eru eitthvað að ergja þig. Láttu það samt sem vind um eyru þjóta. Þú átt eftir að koma þeim í opna skjöldu síðar meir. Nautið (21. april—21. mai): Þú hefur greinilega yfrið nóg að gera og gæti það valdið þér einhverri streitu. Bjóddu félaga þinum i heimsókn i kvöld. Hann ætti að geta leitt þig í allan sannleika um erfiði starfs þins. Nautið (21. april—21. mai): Þú átt eftir að koma mörgu góðu til leiðar i dag. Hugsaðu vel um þina nánustu. Þeir þarfnast þin meira í dag en oft áður. Þú átt eftir að taka þýðingar- mikla ákvörðun siðar i dag. Nautið (21. apríl—21. mai): Þetta er heppilegur dagur fyrir ákvarðanir um framtíðina. Þú munt reka þig á í fyrstu en siðar verður þér Ijóst að erfiðleikar sem þú hafðir ímyndað þér í framtíðinni eru litilfjörlegir.
Tviburarnir (22. mai-21. júní): Þig vantar eitthvað ánæg julegt til að fást við. Reyndu að skipuleggja tómstundir þínar betur en verið hefur. Það kæmi sér vel fyrir það starf sem þú ert í. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Þú hefur sennilega verið eitthvað niður- dreginn undanfarið. Ef svo er máttu búast við þvi að þú munir fyllast miklum starfskrafti bráðlega. Farðu þér samt ekki of óðslega. Tvíburarnir (22. mai—21. júní): Gættu þess að áhrif frá einhverjum sem þú metur mikils nái ekki undir- tökunum í skoðanamyndun þinni. Það kæmi sér óheppilega fyrir þig síðar. Tviburamir (22. mai—21. júni): Þú ert ákaflega leitandi eftir einhverju þægilegu í viðmóti náungans. Láttu samt ekki glepjast af einhverju hjali vina þinna. Þú veizt betur en þeir um hvað málið snýst. Tvíburarnir (22. maí—21. júni): Vináttan situr í fyrirrúmi í dag og mun færa þér margar ánægjustundir. Góður vinur þinn mun segja þér frá vandamálum sínum. Reyndu að verða honum að liði.
Krabbinn (22. júní-23. júli): Þú átt von á skilaboðum frá einhverjum, sem er þér nákominn. Gerðu þér ekki of háar hugmyndir um innihald þeirra. Augljóst er að þú munt hitta einhvern áhugaverðan einstakling á næstunni. Krabbinn (22. júní—23. júli): Góðverk sem þú gerðir einhverjum vini þínum fyrir nokkru mun bera ríkulegan ávöxt i dag. Þú ættir að vera meira úti við í dag en verið hefur, þrátt fyrir kuldann. Krabbinn (22. júní—23. júli): Fjár- hagsstaða þín um þessar mundir er að hlaupa með þig í gönur. Gættu þess að lenda ekki í rifrildi við þína nán- ustu, þvi þú þarft að reiða þig nokkuð á þá bráðlega. Krabbinn (22. júni—23. júlí): Þú færð bréf frá einhverjum kunningja þínum sem þú varst næstum því búinn að gleyma. Skrifaðu honum fijótt aftur. Taktu það rólega þegar líða tekur á daginn og farðu i rúmið fijótt. Svefnleysi á eftir að hrjá þig. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Gættu að heilsu þinni og vertu öruggur um að þú fáir nægan svefn. Eitthvað sem þú hefur gengið lengi með í huganum fær á sig sína endanlegu mynd sem veldur þér vonbrigðum. Láttu það ekki hafa áhrif á þig.
Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Eitthvert góðverk í garð náungans ætti að koma sér vel fyrir þig. Þú munt hafa afspurn af einhverju ráðabruggi félaga þinna. Láttu það samt ekki hafa áhrif á þín daglegu störf. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Þér hættir til að tjá tilfinningar þinar í garð annarra um of. Gættu að þér, vinum þinum fer að leiðast þetta hjal i þér. Ljónið (24. júli—23. ágúst): Reyndu að fiýta verkum þinum sem frekast er unnt. Það gefur þér kost á þvi að eiga dagstund með félaga þínum sem þú hefur ekki hitt i mörg ár. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Það er upplagt fyrir þig að vera rómantiskur í dag. Vertu þó ekki of smeðjulegur. Þú gætir fengið á þig slæmt orð ef þú segir ekki einhverjum vini þínum frá leyndarmáli þínu. Ljónið (24. júli—23. ágúst): Smá- mistök munu setja svip sinn á lif þitt þennan dag. Reyndu að líta á sjálfan þig sem félagsveru. Þú hefur verið alltof innhverfur undanfarna daga.
Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Þú lest eitthvað í dag sem þú hefur lengi vitað um, en ekki þorað að viðurkenna. Fjárhagurinn ætti að vera í góðu lagi. Hugljúft ástar- samband er innan seilingar. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þú ættir siður að leggja þig fram í dag. Þú ert greinilega illa upplagður og þú værir bezt kominn uppi í rúmi með góðan reyfara. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Nýjar áætlanir um framtíð þína munu valda þér einhverjum vonbrigðum vegna þess að þú sérð að ekki getur allt gengið upp. Þú ættir að geta átt góð viðskipti snemma morguns. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Reyndu að forðast allt rifrildi í dag. Tilefnið er hvort eð er lítil fjörlegt. Reyndu að lita á björtu hliðarnar og slá á léttari strengi. Andrúmsloftið er lævi blandið í kringum þig. Meyjan (24. ágúsl—23. sept.): Þú og vinur þinn munuð lenda í einhverri klípu, sem litur út fyrir í fyrstu að vera mikil en reynist svo litilfjörleg. Gættu að skapofsa þinum í framtið- inni.
Vogin (24. sept.-23. okt.): Nýr' kunningi kemur þér í samband við fólk sem þig hefur lengi langað til að kynnast. Óvenjuleg fjárútlát munu valda þér vonbrigðum. Það verður þóeinungis tímabundið. Vogin (24. sept.—23. okt.): Gættu vel að öllum fjármunum þínum í dag. Láttu það samt ekki ganga út I öfgar. í sjálfu sér steðjar engin hætta að þér, en betra er að fara varlega í sak- irnar í öllum fjárútlátum. Vogin (24. sept.—23. okt.): For- eldrar finna það á sér að þau þurfa að tala við börn sín í fyllsta trúnaði í dag. Þeir sem eru í skóla lenda í ein- hverjum erfiðleikum í námi sem leys- ast þó fljótlega. Vogin (24. sept.—23. okt.): Eitthvað i fari náins vinar þins fer mjög i taug- arnar á þér. Láttu þér það samt i léttu rúmi iiggja. Þú átt eftir að meta vin- skap hans að verðleikum síðar meir. Vogin (24. sept.—23. okt.): Reyndu að vakna fyrr á morgnana en þú hefur gert undanfarið. Það hefur verið þess valdandi að þú hefur slæpzt þegar líða hefur tekið á daginn.
Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Þig hefur lengi langað til að kaupa einhvern fallegan hlut. Bíddu samt lengur með það. Kvöldið mun verða þér ánægjulegl með eindæmum. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Þetta er góður dagur fyrir heimspeki- legar vangaveltur um framtíð þína.' Líttu samt um öxl og aðgættu hvað þú hefðir betur látið ógert. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Eitthvað sem þú munt lesa i dag veldur þér nokkrum hugarkvölum en gríptu til engra ráðstafana vegna þess að þú getur engu breytt um það sem þegar er víst. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Þú öðlast einhverja viðurkenningu sem verður þér mikils virði. Sláðu þó ekki slöku við i starfi þínu. Hætt er við að þér verði faiið verkefni sem þú munt vart ráða einn við. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Óvenjulegt atvik í lífi þínu rifjast upp fyrir þér. Reyndu að gleyma því og horfa fram á veg. Rólegur og yfirveg- aður vinur þinn mun leita til þin i dag.
Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Þér hentar betur að vera nokkuð úti við í dag. Það ætti að koma sér betur fyrir heilsuna, sem virðist vera með lakara móti. Gættu samt að því að ofreyna þig ekki. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Varaðu þig á öllum loforðum frá nánustu vinum og gefðu að sama skapi engin loforð sjálfur. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Þetta er góður dagur til þess að kynnast nýjum félögum. Greinilegt er að þú munt eignast marga nýja félaga. Varaðu þig samt á hátterni sumra þeirra. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Þú átt eftir að leggja hart að þér í dag vegna þess eins að þú hefur ákveðið notalegt kvöld heima fyrir. Láttu gest sem heimsækir þig ekki fara i taugarnar á þér. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Varastu að gleyma mikilvægri ákvörðun sem þú hefur lengi viljað framkvæma. Þó hún gæti komið sér illa í fyrstu skaltu samt grípa til hennar.
Steingeitin (21. des.-20. jan.): Þú munt verða fyrir einhverjum óþægindum af völdum vinar þíns. Stilltu þó skapi þínu í hóf, hann á eftir að gera vel við þig. Þú átt von á bréfi sem mun gleðja þig mjög. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þetta er ekki beinlínis kjörinn dagur til þess að kynnast nýjum félögum. Þú væntir of mikils af fólki sem þú þekkir lítið sem ekkert. Leitaðu fremur til einhvers i fjölskyldunni, ef þú ert í vanda staddur. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Vertu viss um réttarstöðu þína ef þú ert að hefja nýtt starf. Það kæmi sér vel hvað launin varðar. Þetta er góður dagur fyrir þá sem eru gæddir list- rænum hæfileikum. Þeir ættu að geta notið sin í dag. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þú munt lesa eitthvað merkilegt sem reynist þér siðar mjög mikilvægt. Vertu þess minnugur að þú getur alltaf reitt þig á vini þina. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Reyndu að vinna verk þitt fijótt og vel. Það kemur sér vel síðar í dag þegar þú ert kominn heim til þin. Þar bíða þín áhugaverð skilaboð.
Afmælisbarn daysins: I byrjun
ársins er greinilegtað þú þarft að hafa
þig allan við til að sinna félögum
þínum. Einhver vandræði sem hafa
herjað á þig undanfarin ár munu
leysast, en þau munu áfram valda þér
einhverjum hugarkvölum. Frístundir
þínar munu nýtast ákaflega vel á ár-
inu. Eitthvað mun breyta afstöðu
þinni til vissra lykilsjónarmiða þinna.
Afmælisbarn dagsins: Þær áætlanir
sem þú gerðir fyrir árið hafa að mikl-
um hluta brugðizt. Samt sem áður
veitist þér mikil hjálp í öllu sem þú
innir af hendi, frá kunningjum
þínum. Einhver þreyta mun sækja á
þig þegar liða tekur á árið og taug-
arnar munu eitthvað slakna. Þú
lendir í einhverju ástarsambandi yfir
sumarmánuðina.
Afmælisbarn dagsins: Síðasta ár
reyndist þér mjög erfitt og eftirköst
þeirra erfiðleika setja svip sinn á
þetta ár. Þú verður heiðraður fyrir
vel unnin störf i þágu líknarmála.
Eitthvað sem þú munt lesa verður
þess valdandi að þú ferð að lita á Iífið
sem eitthvað æðra en þú taldir áður.
Eldra fólk ætti að ákvaða fristundir
sínar betur en það hefur gert til þessa.
Afmælisbarn dagsins: Lífíð mun
ganga sinn vanagang fyrstu mánuði
ársins. Eitthvað er þó sem bjátar á i
vinnu þínni og þú munt líklega eiga
erfítt með að umgangast ytirmenn
þína síðar á árinu. Þú átt eftir að eiga
notalegar frístundir þar sem þú upp-
götvar betur hæfileika þína á nýju
sviði, sem þú vissir ekki áður um.
Afmælisbarn dagsins: Þér gefast
tækifæri til að ferðast mikið á árinu.
Einhver aðili mun hafa mikil áhrif á
allar þínar ákvarðanir, maður sem þú
metur mikils en þó ættir þú að verja
þína sjálfstæðu skoðanamyndun á
árinu. Hún kemur sér vel ef þú
stendur fast við hana.
Sa/a spariskírteina bregzt stóriega
—samt er áætlað að þau seljist fyrir 150 milljónir á næsta ári
Nú er ljóst að sala verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs og
happdrættisbréfa verður miklu minni
á árinu en áætlað var i fjárfestingar-
og lánsfjáráætlun. Áætlunin nam 90
milljónum króna en salan verður
aðeins fyrir 50 milljónir. Engu að
síður er gert ráð fyrir í áætlun vegna
1982 að þá verði seld bréf fyrir 150
milljónir króna.
Sala þessara bréfa í ár hefur verið.
í þrem flokkum. Happdrættisbréf
fyrir 5 milljónir voru boðin í byrjun
apríl og seldust upp í lok maí. 25
milljóna flokkur spariskirteina var
boðinn í vor og seldist fljótlega upp.
Loks var 20 milljóna flokkur boðinn
um miðjan október og samkvæmt
upplýsingum Jóns Friðsteinssonar
hjá Seðlabankanum er þegar búið að
selja fyrir 14—15 milljónir, en hann/
telur að fiokkurinn seljist upp fyrir
áramót.
Frekara boð á þessum bréfum
hefur ekki verið talið raunhæft vegna
markaðsástæðna.
í ljósi þessarar reynslu vekur það
óneitanlega athygli að gert er ráð
fyrir 150 milljóna króna sölu á rikis-
skuldabréfum af þessu tagi á næsta
ári.
-HERB.