Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Qupperneq 3
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. 3 Mikill bar- áttuhugur á fundi sjómanna: STEINGRÍMUR FÉKK KALDAR KVEÐJUR Aldrei fyrr hafa jafnmargir ís- lenzkir sjómenn verið saman komnir á einum stað og á baráttufundinum sem sjómenn á Faxaflóasvæðinu héldu i Sigtúni í Reykjavík í gær. Að áliti starfsmanna hússins voru þar á milli 800 og 900 manns og var hver krókur og kimi hússins setinn. Baráttuhugur var í mönnum og enginn á því að þoka þumlung í við- skiptum við ráðamenn þjóðarinnar, sem fundarmenn voru ófeimnir við að skamma. Steingrími Hermanns- syni sjávarútvegsráðherra voru ekkert sérlega vandaðar kveðjurnar á fundínum og óspart klappað þegar hann var skammaður. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins talaði fyrstur og skýrði ganginn í samningavið- ræðunum að undanförnu. Hann kom síðan aftur í pontu þegar Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjómanna í verðlagsráði hafði talað, og gerði Óskar þá nánari grein fyrir stöðunni. Sjómennirnir gerðu góðan róm að ræðu Ingólfs, enda talaði hann þeirra mál, var oft stórorður og óspar á Óskar Vigfósson, forseti Sjómannasambandsins, tók fyrstur til máls á fundinum, en sfðan kom hver á fætur öðrum i pontu og töluðu menn tæpitungulaust. (DV-mynd Bjarnlcifur). skammirnar og sló á létta strengi inn ámilli. Þegar við yfirgáfum fundinn var ljóst að frá Ingólfi kæmi tillaga þar sem fundurinn samþykkti að heimila honum að semja um hækkun fisk- verðs á bilinu 17 til 19 prósent, en skiptar skoðanir voru um það mál. Ekkert var um framíköll við ræður þeirra Ingólfs, Óskars eða Guðmund- ar Hallvarðssonar og menn almennt mjög alvarlegir í salnum. Vín sást ekki á nokkrum manni, en sumir höfðu óttazt það og var börum húss- ins þvi lokað til að koma í veg fyrir vandræði af þeint sökum. Einn eldhress sjómaður úr Sand- gerði sagði þó við okkur að það hefði ekkert skemmt að hafa smátár á boðstólum á fundinum. ,,Það hefði kannski orðið til þess að við, þessir venjulegu sjómenn, þyrðum að fara i ræðustólinn og segja okkar álit á þessum landkrabbalýð sem er að keyra allt í strand hér á íslandi,” sagði hann um leið og við gengum út af þessum stærsta fundi sem sjómenn á íslandi hafa haldið til þessa . . . -klp- FLUGLEIÐAMENN HEIM FRÁ LÍBÝU Flugleiðir hafa nú hætt Libýuflugi. Tvær Fokker flugvélar hafa sinnt flugi þessu og kom önnur þeirra til Reykja- vikur í fyrradag með starfsmenn fyrir- tækisins, sem eftir voru i Líbýu, um borð. Hinn Fokkerinn er, eins og kunnugt er af fréttum, laskaður og óflugfær í eyðimörk í Libýu. Er ætlunin að flytja hann til Fokker-verksmiðjanna í Hollandi þar sem viðgerð mun fara fram. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, sendu Líbýu- menn skeyti til Flugleiða þar sem þeir þökkuðu samstarfið og tilkynntu að þeir gætu nú annazt flug þetta sjálfir. Ja'fnframt tóku þeir fram að þeir myndu gjarnan vilja leita aftur til Flug- leiða yrði þess þörf síðar. Fokker-vélin, sem kom heim í fyrra- dag, fer nú í fjögurra vikna skoðun en að því búnu verður hún sett í innan- landsflugið. Jafnframt munu Flugleiðir skila aftur vél þeirri sem leigð hefur verið frá Pilgrim Airways og sinnt hefur innanlandsflugi. Líbýuflugið hófst í desember 1980 og stóð því yfir í þrettán mánuði. —KMU: Vinnuvaka f Bústaðasókn: SUNDURÞYKKJU 0G ÓFRIÐIMÓTMÆLT Konur í Kvenfélagi Bústaðasóknar efna til vinnuvöku nú um helgina. Konurnar komu saman í félagsheimili Bústaðakirkju kl. 20 í gærkvöldi og skiptast á vaka og vinna stanzlaust til sunnudags. Þær hlýða á messu kl. 14 á morgun og opna síðan basar og selja þá muni, sem tekizt hefur að vinna á vök- unni. Tilgangur vinnuvökunnar er tvíþætt- ur. í fyrsta lagi er hér um fjáröflunar- leið að ræða. Peningum þeim, sem inn kunna að koma verður varið í þágu aldraðra á nýbyrjuðu ári þeirra. í öðru lagi og ekki hvað sízt er vakan til þess að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu, þar sem allt logar í sundurþykkju og ófriði. Hugmynd þessi kom upp á fundi Kvenfélags Bústaðasóknar 11. janúar sl. Félagskonur hvetja landsmenn til að sýna samstöðu, krefjast minna af öðrum en gefa meira af sjálfum sér. Heitið er á félagskonur og aðra, sem áhuga hafa, að taka þátt og hafa með sér verkefni og eitthvað til skemmtun- ar. Heitt verður á könnunni allan tímann. —JH Eskif jörður: METARIÚTGERÐ Síðastliðið ár við hið bezta, sem' komið hefur í útgerð á Eskifirði. Aldrei áður hefur jafnmikill afli borizt á land. Greinilegt er að fiskgengd hefur aukizt fyrir Austurlandi. Aflamagn skuttogarans Hólmatinds SU 220 var 4.115 tonn. Brúttóverð var 15.221 millj. kr. og hásetahlutur með orlofi 259.600 krónur. Úthaldsdagar togarans voru 317. Hólmanes SU 1 skilaði á land 4.303 tonnum. Brúttóverð var 15.636 milljónir króna. Hásetahlutur með or- lofi var 273.700 krónur og úthalds- dagar 318. Meðalverð Hólmaness var 3.63 krónur á kg en Hólmatindur fékk 3.70 á hvert kg. Rétt er að taka það fram að hver háseti heldur ekki svo háum hlut, því hér er miðað við allt úthaldið, en menn taka sér frí inn á milli. Skipstjóri á Hólmatindi er Árbjörn Magnússon en á Hólmanesi Sigurður Magnússon. —Emil Eskifiröi. DV bíó Ljónatemjarinn, gamanmynd í litum með íslenzkum texta, verður sýnd í DV bíói á morgun. Sýningin hefst kl. 13 og er í Regn- boganum. UTSJONVÖRP A KYNNINGARVERÐI NEC 2tt" NIPPON ELECTRIC C0.,LTD. - T0KY0 JAPAN VERÐ STAÐGREITT 9.950,- 9,450,- Með því að kaupa litsjónvarpstæki frá NEC færðu það nýj- asta í sjónvarpstækninni í dag, eins og td. „Black Stripe" myndlampa sem skilar sérstaklega bjartri mynd, jafnvel í dagsbirtu. Myndlampi þessi er með QPF byssu (Quadra Potential Focus), með fjórum electróniskum linsum sem skila framúrskarandi skarpri mynd. v LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 PRISMA SIÓNVARPSBÚDIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.