Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 13
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. Libýsku hermennirnir yfirgefa Svíþjóö með litlum fyrirvara. Svíþjóð: I ÍDVI IMCIiyIDIIID LIDvUmtNrlllfNllf FENGU EKKIAÐ LÆRA Á ELDFLAUGAR Fyrir nokkrum dögum yfirgáfu 96 ungir Líbýumenn bæinn Váxjö í Suð- ur-Sviþjóð í svo miklum fiýti að þeim gafst ekki tími til að koma vasapen- ingum sínum í lóg, u.þ.b. 10.000 ísl. krónum á mann. Af þeim ástæðum töfðust þeir á Sturup flugvelli þar sem þeir urðu að kaupa sér býsn af súkkulaði og tóbaki til að þurfa ekki að skila af sér sænskum krónum til gjaldeyrisyfirvalda á staðnum. Að bví loknu var þeim fylgt út i flugvél sem Ghaddaft ofursti hafði sent eftir þeim. Þannig var til lykta leitt, — eða næstum því, — hið svokallaða Telub mál eða hneyksli, eftir þvi hvernig rnenn líta á silfrið. Telub heitir risastórt rikisfyrirtæki sem m.a. sér um tæknilega þjálfun sérfræðinga sænska hersins i raf- magnsfræðum ýmiss konar, radar- tækni og i meðhöndlun eldflauga, auk þess sem Telub hefur á hendi kennslu rikisstarfsmanna i tölvu- fræðtim. Skólahús með bæna- imottum Snemma á árinu 1977 sótti Líbýu- riki mjög fast að fá að senda 100 Libýumenn til 4 ára náms hjá Telub, sem Itefur á sér mjög gott orð á sínu sviði, og buðu fyrirtækinu miklar fjárhæðir. Santningur Líbýu- manna og Telub hefur enn ekki verið gerður opinber, en kunnugir segja að um mörg hundruð milljónir sænskra króna hafi verið að ræða. Alltént er í þeim samningi kveðið svo á urn að eftir þriggja ára almennt nám í tæknifræðum og tungumálum skuli Libýumennirnir fá þjálfun i ýmissi hernaöartækni, m.a. beitingu radars og eldflauga. Frá upphafi var augljóst að þessi viðskipti við Líbýu voru Telub mikið metnaðarmál, m.a. byggði fyrirtækið sérstakt skólahúsnæði fyrir Líbýu- mennina, sérsniðið að þeirra þörfum og innihélt t.a.m. bænamottur. En ekki leið á löngu uns þessi við- skipti komust í hámæli og þá varð mönnum spurn: Er það ekki óviö- kunnanlegt að hlutlaust riki eins og Svíþjóð skuli vera mcð hermenn frá ríki á borð við Libýu í þjálfun, þar sem einræði ríkir og hermdarverka- menn cru skólaðir í ýmsum fólsku- brögðum? Þcssa spurningu lagði sið- degisblaðið Expressen fyrir þjóðina í deseinber 1979. Leitað blórabögguls Af viðbrögðum annarra fjölmiðla, svo og almennings, mátti ráða að Sví- um fannst sér gróflega misboðið með þessu samstarfi við stjórn Ghaddafis og hófst þá annar þáttur málsins, þ.e. leitin að einhverju blóraböggli. Höfðu opinberir starfsmenn, allt upp I ráðherra, vitandi vits eða í hugsun- arleysi, gengið til samninga um að þjálfa Libýumennina í herfræðum? Fyrir lágu skýrsiur um það að for- stjóri Telub, Benkt Dahlberg, hafði í árslok 1977 haft samband við utan- ríkisráðuneytið vegna þessara samn- inga og beðið það álits. í framhaldi af því fékk ráðuneytið skýrslu um þá rpenntun sem veita átti Libýumönn- unum, frá þáverandi sendiherra Svía i Libýu, Bengt Holmqvist. En þáverandi utanrikisráðherra. Aðalsteinn Ingólfsson Karin Söder þvertók fyrir að hafa fengið upplýsingar uin að Libýu- mennina ætti m.a. að þjálfa i hern- aði í Telub. Varnarmálaráðherrann í þá tíð, Eric Krönmark, viðurkenndi þó að honum hafi verið kunnugt um að þessir nemendur væru hermenn og að honum hafi þótt hálfgerð ólykt af þessu öllu. Síðar kom í ljós að hin borgaralega rikisstjórn, sem kom til valda í Svíþjóð árið 1978. hafði reynt að stoppa kennsluna í Telub, en fann enga lagabókastafi sem dugðutilþess arna. Margir fengu bágt fyrir Eftir uppljóstrun Expressen i desember 1979 upphófst svo mikið orðaskak I sænska þinginu að ráða- menn voru krafnirsvara fyrir alvöru. Um stund gekk málið fyrir sig eins og í Litlu gulu hænunni, allir sögðu „ekki ég” og tveir ráöherrar héldu því purkunarlaust fram að menntun Libýumannanna væri almenns eðlis og ótengd hernaði. Þetta voru við- skiptaráðherrann Staffan Burenstam Linder og iðnaðarráðherrann Nils G. Ásling. Fyrir tæpu ári neyddist stjórn Telub loks til að viðurkenna að hluti af námí Líbýumannanna væri hern- aðarlegs eðlis og lét þá ríkisstjórnin aila lagabókstafi lönd og leið og stöðvaði kennslu i öllu sem viðkom þeim fræðum. Hins vegar fengu Líbýumenn áfram að stunda sitt al- menna nám. Nokkrir háttsettir stjórnmálamenn fengu bágt fyrir frammistöðu sína. Forstjóri Telub, Dahlberg, neyddist til að segja af sér, svo og Staffan Burenstam Linder, sem talinn er hafa afvegaleitt þingið, fjölmiðla og almenning með mál- ingi sínum. Vantrauststillaga kom fram i þinginu á þau Karin Söder og Eric Krönmark, en þau sluppu fyrir horn þar sem tveir þingmenn kommúnista, Jörn Svensson og Os- v.'ald Söderqvist, greiddu atkvæði með borgaraflokkunum við af- greiðslu tillögunnai. A sama þingi voru svo samin og samþykkt lög sem koma eiga í veg fyrir að svona nokk- uð geti gerst í Svíþjóð á nýjan leik. Líbýumenn þráast við En þótt rikisstjórnin tæki formlega fyrir nám Libýumannanna í hernað- arlegum fræðum þann 12. febrúar i fyrra, var eftir að greiða úr þeirri flækju sem fylgdi í kjölfarið. Fulltrúar Líbýustjórnar stóðu á því fastaren lótunum að Telub yrði að standa við gerðan samning út i ystu æsar og ef stöðva ætti kennsluna eftir tvö ár, væri um gróft samningsbrot að ræða. í rúmlega tíu mánuði stóð samningsþóf Telub fyrirtækjanna og Libýustjórnar yfir, þar sem fulltrúar Telub fyrirtækjanna báðust m.a. for- láts og sögðu að þetta hefði allt verið rnistök, samkvæmt sænskum lögum mættu þeir hvorki flytja út hernaðar- þekkingu né vopn. Það mætti vist ekki bjóða hinum líbýsku nemendum frekari fræðslu i almennum tækni- fræðum í staðinn? En Líbýustjórn gaf sig ekki-, vildi fá kennslu í notkun eldflauga, gervihnatta og tövlubún- aðar i hernaði og engar refjar. . Von á skaðabóta- kröfum Þar með sigldi málið í strand. Með aðeins nokkurra daga fyrirvara til- kynntu Líbýumenn sænsku stjórn- inni að þeir ætluðu að kalla hermenn sína til baka. Víst er að margir Svíar önduðu léttar við þessar málalyktir, en þó er eins víst að léttir Telub og ríkisins hefur verið kvíða blandinn. I hinum umdeilda samningi við Líbýu- mennina stendur nefnilega að verði hann rofinn af öðrum hvorum aðila- aum, skuli skaðabætur ákvarðaðar í samræmi við íslömsk lög. Nú bíða menn hér i Sviþjóð eftir því að fá i hausinn kröfu upp á marga tugi milljóna króna. En við skulum láta Olle Wástberg þingmann hafa síðasta orðið, en hann hefur manna mest barist fyrir þvi að Libýumennirnir fengju ekki kcnnslu i hernaði. Við brottför Libýumannanna sagði hann: ,,Það er mér mikill léttir að þessi fræðsla skuli nú vera á enda. Það er niðurlæging fyrir Svíþjóö að hér skuli hafa veriö haldið uppi kennslu fyrir hermenn þjóðar sem hefur hermdarverk á stefnuskrá sinni. Sænskt rikisfyrir- tæki hefði aldrei átt að gera formleg- an samning um nokkurn skapaðan hlut við hættulega einræðisstjórn á borðvið Libýu.” AI/Lundl (Heimildir: Sydsvenska Kxpressen o.fl.) Gleraugu voru tekin í misgripum í Suðurverí (líklega Kjötbúð Suðurvers) núna um áramótin. Þeir sem sakna gleraugnanna sinna vinsamlega vitji þeirra á aug- lýsingadeild DV, Síðumúla 8. AUGLÝSING Staða við lagmetisrannsóknir er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í mat- vælafræði eða hliðstæða menntun. Staðan verður veitt frá og með 1. maí 1982, en umsóknir þurfa að hafa borist stofnuninni, að Skúlagötu 4, Reykjavík, eigi síðar en 15. febrúar 1982. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. N0RDISK TEXTILTRIENNALE 1982-83 III. sýning Norrænnar vefjarlistar verður opnuð í listiðn- aðarsafninu í Helsinki, Finnlandi, í sept. ’82. Síðan fer sýn- ingin um öll hin Norðurlöndin. Öllum þeim sem vinna að vefjarlist eða annarri textillist er heimil þátttaka. Eingöngu verða tekin verk sem eru unnin í listrænum tilgangi en ekki til fjöldaframleiðslu. Þátttakendur mega ekki senda inn fleiri en tvö verk og mega þau ekki vera eldri en þriggja ára. Tryggingargjald er miðað við d.kr. 165,00. Sérstök dómnefnd mun fjalla um verkin. Innsendingartími er í júlí ’82. Nánar auglýst síðar. ÍSLENZKI VINNUHÚPURINN: Ásrún Kristjánsdóttir, s. 85174, Guðrún Gunnarsdótt- ir, s. 19588, Sigurlaug Jóhanncsdóttir, s. 14662, og Hildur Hákonardóttir, s. 99-2190. BREIÐHOLTSBÚAR: Kcnnsla hcfst mánudaginn 18. janúar. Kcnnslugrcinar og kcnnslustaðir cru: FELLAHELLIR Mánudagar: kl. 13.10—13.50 enskal kl. 13.55—14.35 enska I, leikfimi I kl. 14.40—15.20 enska II, leikfimi II kl. 15.20—16.00 enska II Miðvikudagar: kl. 13.10—13.50 enskalll kl. 13.55—14.35 enska III, leikfimi I kl. 14.40—15.20 enska IV, leikfimi II kl. 15.20—16.00 enska IV. Kennslugjald, kr. 380, greiðist í fyrstu kennslustund. BREIÐHOLTSSKÓLI Mánudagar: kl. 19.40—21.00 enska I, þýska I, barnafatasaumur kl. 21.05—22.30 enska II, þýska II Fimmtudagar: kl. 19.40—21.00 enska III, fatasaumur kl. 21.05—22.30 enska IV, fatasaumur Kennslugjald, kr. 380, saumar: kr. 745, greiðist í fyrstu kennslustund. NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR SÍMI 12992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.