Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 28
Þingff lokkur Framsóknar haf nar „pakka” Ragnars: Veður eru válynd í ríkisstjórninni Þingflokkur Framsóknar hafnaði i gær efnahags,,pakkanum” eins og hann var hjá Ragnari Arnalds fjár- málaráðherra. Veður eru nú orðin mjög válynd í stjórnarherbúðunum, og ber hver sakir á annan út af „pakkanum” og stöðunni i fiskverðsmálum og sjómanna- samningum. Sjálfstæðismenn i ríkisstjórn hafa heldur ekki samþykkt tillögur Ragnars Arnalds. Svartsýni hefur tekið við af bjart- sýni á, að samkomulag tækist nú um helgina um efnahagsaðgerðir. í þingflokki Framsóknar var ríkandi skoðun að flokkurinn gæti alls ekki sætt sig við þær hækkanir skatta, sem tillögur Ragnars gerðu ráð fyrir. Þingflokkurinn tók tillögum um stórauknar niður- greiðslur einnig fálega. Settu framsóknarmenn það skilyrði, að vísitölu yrði breytt, rafmagnsverðið tekið út og viðmiðun við viðskipta- kjör stóraukin. í tillögum Ragnars er auk þessa gert ráð fyrir verulegum niðurskurði ríkisútgjalda eins og rakið er í annarri frétt í DV í dag. Framsóknarmenn voru á því, að tillögur alþýðubandalagsmanna fælu ekki í sér nógu einarðar aðgerðir gegn verðbólguvandanum. -HH. Lögreglustjóri: Endursendir Steindórsmáliö ,,Að fengnu áliti ríkissaksóknara er ekki ástæða til að lögreglan sinni þessu máli frekar. Málsgögn hafa því verið send samgönguráðuneytinu,” sagði William Th. Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra er DV spurði hann um gang máls Bifreiðastöðvar Steindórs. í gærmorgun sendi lögreglustjóri gögn þau er embætti hans hafði unnið í máli stöðvarinnar til ríkissak- sóknara. Var óskað eftir áliti hans. Ríkissaksóknari sendi siðan álitsgerð sína til lögreglustjóra síðdegis í gær. í megindráttum er hún á þá leið, að uppkominn ágreiningur sé einkarétt- arlegs eðlis, þannig að leitað verði lausnar eftir einkaleiðum. Telur hann ekki ástæðu til frekari lögreglurann- sóknar á þessu stigi málsins. Að sögn Williams Th. Möller er álitsgerð ríkissaksóknara tekin með hliðsjón af tveim atriðum. Hann telji, að af rannsóknargögnum megi ráða, að meginástæða í bréfi ráðu- neytisins frá 11. janúar sé ágreiningur um réttmæti viðhorfa eigenda Bif- reiðastöðvar Steindórs, það er að þeim hafi verið heimil sala á stöðinni með gögnum og gæðum, þar á meðal atvinnuleyfum. Inn í þetta blandist deilur um rétt- mæti ákvarðana úthlutunarnefndar atvinnuleyfa. „Því er ekki talin ástæða til frekari afskipta lögreglunnar af málinu,” sagði William Th. Möller. „Gögnin hafa því verið send til samgöngu- ráðuneytisins.” -JSS. Sjómenn voru þunghúnir á fundinum i Sigtúni og margir rœðumenn iétu þung orð faila í garð ríkisstjórnarinnar og beindu þú ekki sízt spjótum sínum að Steingrími Hermannssyni sjúvarútvegsráðherra. Á fundinum var Ingólfi Ingóifssyni veitt fullt umhoð til að semja um fiskvcrð fyrir hönd sjómanna og lögð var úherzla ú samstöðu sjómanna. (D V-mynd Bjarnleifur). Ingólfi gefið umboð til að semja um nýtt f iskverð Á mjög fjölmennum fundi- sjómanna í Sigtúni í gær var Ingólfi Ingólfssyni fulltrúa sjómanna í yfir- nefnd gefið fullt umboð til þess að semja um nýtt fiskverð. Ingólfur sagði á fundinum að Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra gæti fallizt á 17% hækkun en ekki broti meir. Spurningin væri þvi á hvaða tölu sjómenn gætu fallizt. Þegar DV fór í prentun i gær, stóð fundur yfirnefndar um fiskverðið enn og hafði niðurstaða ekki fengizt. -JH. Tillögur Ragnars Arnalds um efnahags„pakka”: „YFIRVINNA VERÐIEKKIYFIR ÞRKMUNGUR AF DAGVINNU” —90 milljóna niðurskurður ffrá ffjárlögum og sum starff semi lögð niður , 1 tillögum Ragnars Arnalds fjár- ntálaráðherra um efnahags,,pakka” cr meðal annars gert ráð fyrir 90 milljón króna sparnaði frá fjárlögum ársinsíár. t „Stcfnt skal að því að lakmarka þannig yfirvinnu hjá stofnunum ríkisins, að yfirvinnutímar hvers manns á mánuði verði ekki fleiri en sem svarar þriðjungi dagvinnutíma,” segir i tillögum Ragnars. „I leiri timar verða ekki greiddir nema fyrir liggi sérstök heimild fjármála- ráðuneytis.” „Einnig skal takmarka utanferðir opinbcrra starfsmanna eins og kostur er. Starfsmenn sem fara utan oflar en einu sinni á árinu skulu gera sérstaka grein fyrir nauðsyn fcrða sinna og sama gildir ef ferðin tekur lengri tíma en 6 daga,” segir í lillögunum. „Öllum slofnunum verði gert að draga úr yfirvinnu og lækka rekstrar- gjöld sem svarar 2—4% ...” . „Eflirfarandi starfsemi verði lögð niður frá miðju ári: Húsameistari ríkisins, hússtjórnarskólar, skóla- yfirlæknir,” segir þar. Ragnar vill spara um 32 milljónir i verklegum framkvæmdum, frá fjár- lögum. Meginregla þar verði 5% lækkun framlaga. 15 milljónir verði skornar niður af fjárfestingarlánasjóðum. Skerðing um 5% á þeim þáttum. Framlög til jarð- og búfjárræktar verði lækkuð um 5% og sparaðar tæpar 3 miiljónir. Með samdrætti i rekstri stofnana og lækkun rckstrarframlaga til þeirra skuli sparasl um 19 milljónir. Athugað verði um sparnað hjá Tryggingastofnun ríkisins. „Ymislegt kemur til grcina, minni hækkun almenns lífeyris, en full hækkun bóta til þeirra, scm njóta tekjutryggingar o.fl., segir í tillögun- um. Þá verði með hækkun þjónustu- gjalda skornar niður unt 13 milljónir af framlögum rikisins til ýmissa stofnana. -HH. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 16. JAN. 1982. „Förum í aögerðir” — segirÚlfur íFrama „Við höfum þegar ákveðið að fara út í aðgerðir,” sagði Úlfur Markússon formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, er DV spurði hann um viðbrögð félagsmanna vegna afgreiðslu Steindórsmálsins. Félagsmenn I Frama sátu á löngum fundi í gær. Honum var ekki lokið í gærkvöldi, þegar blaðið fór í prentun.' Sagðist Úlfur Markússon þess vegna ekki geta tjáð sig um hvers konar aðgerðir væri um að ræða, né hvenær þær væru ráðgerðar. -JSS. Fíkniefnalögreglan: Náði bara 7 kílóum af hassiífyrra Fíkniefnalögreglan lagði hald á rúm- lega sjö kiló af hassi á síðasta ári. Er það áætlað um 5—6% af því magni, sem flutt var inn í landið á sama tíma. Yngsti neytandinn, sem kom við sögu var 14 ára. Gisli Björnsson hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar sagði í samtali við DV í gær, að tölur um innflutning fíkniefna á síðasta ári lægju ekki fyrir enn. Væri verið að taka saman nákvæmt yfirlit yfir hann núna. Það lægi fyrirí næstu viku. Sagði Gísli enn fremur, að yngsti neytandinn, sem komið hefði við sögu sögu, hefði verið 14 ára stúlka. Hún hefði sagst vera búin að neyta fíkniefna um tveggja ára skeið. —JSS LOKI Æt1i sjáffstæðismenn í ríkis- stjórninni hafi engar tiiiögur í efnahagsmáium? hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.