Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 15
 hin síðari ár. Of stór orð hafa verið látin falla um það hversu góð hún sé. Megin vandi þeirra islensku kvik- mynda sem hafa verið sýndar upp á síð- kastið, er hin handritslega uppbygging þeirra. — Þetta eru nú ekki margir Is- lendingar sem geta kvikmyndað í dag, svona 2—3 menn. Það er náttúrlega ekki glæsileg staða. — Mér finnst margar þessar myndir gallaðar í sinni uppbyggingu, og þá er ég að tala um alla kvikmyndalega hugsun að baki hverrar myndar, hvernig maður setur vissa atburði á filmu. Mér finnst það hafa verið allt of sterk tilhneiging til þess að kvikmynda bókmenntaverk og búa sér fyrirfram til þessa viðmiðun við bókmenntaverkið. Þannig vill helmingur af „diskusjóninni” í mynd- inni oft fara í það, að gera samanburð á því, hvernig til hafi tekist að kvik- mynda þessa ákveðnu bók. Hvort til hafi tekist að yfirfæra eitthvert annað efni yfir í annan miðil. Þetta hefur eytt þeirri umræðu hvernig til hafi tekist að byggja upp filmu sem kvikmynd.” Nú ert þú eini starfsmaður Kvik- myndasafns íslands og raunar aðeins hálfur starfsmaður þess í þokkabót. í hverju felst það starf? Þærerumargar týndar „Það er stofnun sem á að bera ábyrgð á því, að þær myndir sem er búið að gera varðveitist, eins Iengi og hugsast getur. Það er sérstakt einkenni á kvikmyndum að þær hafa ríka til- hneigingu til að eyðileggjast eftir því DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1982. sem tíminn líður og það er gífurlegur ábyrgðarhluti að horfa upp á slíkt ger- ast. Þetta er kannski frumtilgangur Kvikmyndasafns íslands.” Hafa margar islenskar kvikmyndir eyðilagst? ,,Já, það er alveg gefið mál. Það má kannski segja að kvikmyndasafnið verði til á elleftu stundu, þvi að einmitt á þessari stundu er maður að horfa upp á margar kvikmyndir fyrirrennar- anna vera i því ástandi, að það er annað hvort núna eða aldrei að bjarga þeim yfir á aðra filmu. En hinsvegar hefur fjöldinn allur af merkilegum heimildamyndum sem geymt hafa okkar sögu hreinlega glatast. Þær hafa kannski ekki beinlínis eyðilagst, heldur eru margar þeirra týndar og enginn virðist vita hvar þær eru niður komnar. Svo hefur maður sögur um það, að einhverjar gamlar filmur sem voru ósýningarhæfar, hafi verið sýndar og eyðilagst í viðkomand; sýningu. Þannig fór t.d. fyrir Alþingishátiðarkvikmynd Lofts Guðmundssonar. Svo má einnig nefna fyrstu leiknu kvikmynd Lofts Guðmundssonar sem hét „Ævintýri Jóns og Gvendar”. Hún var hreinlega sýnd þangað til hún var búin. Þannig má lengi telja áfram. Það er þvi óskaplega slæmt ástand i þessum efnum. Margar þessara mynda eru kannski ekki merkilegar á heims- mælikvarða, en þær skipta okkur mjög miklu máli.” Býr kvikmyndin ekki einmitt yfir mjög miklu heimildargildi? fyrir heimildarmyndirnar. Og það má vissulega segja að þessi merkilega grein kvikmyndalistarinnar eigi erfitt uppdráttar í framtíðinni. Það eru þó ýmsir sem sjá hag sinn í henni, s.s ýmis félagasamtök og aðilar i atvinnulífinu. En þeir eru líka þeir einu sem um þetta hugsa. Þessi staðreynd, getur gert mann oft á tíðum nervösan. Svo kemst maður stundum yfir rþyndir sem sýna síldar- ævintýrið sem lohgu er horfið eða salt- fiskbreiðslu. Og þar séð hvað kvik- myndin er langsamlega besta heimildin um þau handtök sem þar voru unnin. Það er ákafiega gaman að geta sýnt það á filmu og sagt: svona fór þetta fram á árum áður. En fólk virðist ekki hafa til- finningu fyrir svona hlutum á okkar tímum.” Hvað hefur þú lengi verið að grúska i kvikmyndum? ..einsoggrár köttur „Ég byrjaði í þessu eftir að ég varð stúdent, sem er — hvað — fyrir fjórtán árum síðan. Ég fór strax eftir stúdent- inn út til Köben og innritaðist þar í kvikmyndasögu og kvikmyndafræði og kynntist þar jafnframt starfsemi danska kvikmyndasafnsins. Og þar var ég alla daga eins og grár köttur og sá sýningar þess minnst þrisvar sinnum á dag. Það má segja að þetta kvikmynda- safn hafi heltekið huga minn. Þar vaknaði áhuginn á að koma upp Kvik- myndasafni íslands. Annars má það Maðurínn og mæfírmn „Það er akkúrat það sko. Hún er einmitt svo mikil heimild um okkar tíma og okkar aðstæður hverju sinni. Hvernig hlutirnir voru unnir og leystir af hendi í það og það skiptið. Þetta verður manni alltaf betur og betur Ijóst eftir því sem aldurinn færist yfir kvik- myndir. En okkur gengur samt sem áður alltaf jafn erfiðlega að gera okkur grein fyrir þessu i nútímanum. Það er virkilega enginn aðili til í okkar þjóðfélagi sem hefur ábyrgð á því, að það sem er að gerast í dag, sé skipulega varðveitt á þessum merka miðli sæm kvikmyndin er. Við getum nefnt sem dæmi, t.d. það þegar olíu- bilarnir koma með olíuna til íbúðahús- anna og henni er dælt á tanka. Þessir rauðu og glæstu oliubílar, maðurinn við mælinn og slangan. Þetta er hlutur sem er að hverfa núna eftir að hita- veitan hóf innreið sína i bæina. Og svo má lika nefna sorphreinsunina sem er sífellt að þróast með fullkomnari tækni. Við höfum engar heimildir fyrir því hvernig þetta var þegar fram líða stundir. Það er enginn ábyrgur fyrir því að svona hlutir séu festir á filmu. Það er nefnilega sorglegt til þess að hugsa hvað íslendingar einblina mikið á leiknu myndirnar, en gleyma alveg þeim þætti kvikmyndunarinnar, sem heimildarmyndin er. Það má náttúrlega segja sem svo að cnginn markaður sé koma fram að Þorgeir Þorgeirsson átti hugmyndina að þessu safni og ýtti undir það að úr varð að því varð komið áfót.árið 1978. Ég var nú bara eitt ár þarna úti, þvi mér áskotnaðist klipparastarf hér heima hjá sjónvarpinu ári síðar. Ég ætlaði nú bara að vera eitt ár hjá sjón- varpinu, því ég ætlaði mér alltaf i kvik- myndaskóla, en þau urðu nú sjö. Þá var maður orðinn svo óþreyjufullur að fara að gera eitthvað, að skólinn varð bara að eiga sig. Síðan dengdi maður sér bara út i kvikmyndunina.” Og þú crt gagntekinn ,tl kvik- mynduttiMiii „Nu — og það cr nú kannski mitt vandamál. Ég hef áhuga á allt of mörgu. Kannski finnst mér einmitt tón- list merkilegust af öllu. Ég er ógurlega mikið fyrir tónlist — og svo eru það náttúrrlega allar bækurnar sem maður á eftir að lesa. En að vissu leyti er ég gagntekinn kvikmyndasöfnuninni. Þó ég setji mig ekki á háan stall, sem eini starfsmaður Kvikmyndasafnsins, þá er það mitt aðal áhugamál að ég sjái á eftir þvi í öruggar hendur. Það komist í heila höfn. En riðan er kvikmyndunin náttúrlega mikil baktería fyrir mig.” Að lokum. Er k' ikmyndasafn meiri hugsjón heldur en slarf? „Já — jájá. Það er hugsjón og kvik- myndunin er mér það líka. í mínu starfi á Kvikmyndasafni íslands sam- einast svo mikið af minum áhugamál- um að það getur aldrei kallast annað en hugsjón. —SER. ;■ \ SKIPTIR MIG L vllK i ii ! 1 |HA u 1 1 & kvikmyndagerðarmaður og myndasafns íslands „Eina siysið hórna í kiettinum var þegar þessi fána- stöng var reist Átfun- um hefur þótt hún ó- tilhlýðileg. En þetta er líka eina slysið sem hér hefur orðið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.