Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 14
„Þessi klettur sem... nefndur er Hamar er ákaf- lega magnaður. Hann gefur manni ofboðs/egan kraft og öllum þeim sem leita til hans." V * v • ♦V* Vv . „Kipptu í húninn a5 utan,', heyrðist i kunnuglegri karlmannsrödd, þegar blaðamaður DV knúði dyra hjá viðmælanda sínum. Erlendur heitir hann og býr í forkunnarfögru húsi í Hafnarfirði, ásamt eiginkonu sinni, Ásdisi og tveimur dætrum þeirra. Húsið er mjög komið til ára sinna, eða frá því um síðustu aldamót og því nokkuð farið að láta á sjá. Það heldur þó ennþá sínu höfðinglega svipmóti eins og títt er meðal gamalla húsa. Þegar inn var komið, sagði Erlendur að frosthörkurnar að undanförnu hefðu alveg farið með læsinguna á úti- dyrahurðinni og þvi þyrfti að kippa þéttingsfast um húninn að utan til þess að hurðin gæti opnast. Hann þyrfti að kippa þessu í lag á næstunni. Annars væri þetta alltaf svona þegar maður mii hjá sjálfum sér: Aldrei timi til i.'vins utan vinnunnar. Þegar Erlendur hafði sýnt blaða- manni húsakynnin, sem vöktu óskipta athygíi fyrir þægilegt og látlaust við- mót, stakk hann upp á því að fara með undirritaðan upp á svonefndan Hamar sem stendur eins og klettur upp af lóðarhluta hússins. Að sjálfsögðu var slegið til og eftir því verður ekki séð. Þessi klettur er ákaflega fagur á að líta og snjóhulan sem lá yfir honum setti einkennilegan en jafnframt dulrænan blæ á allt um- hverfi hans. Erlendur sagði að þessi klettur skipaði veglegan sess í lífi sínu. Umhverfið skipti hann mjög miklu máli. Þegar inn var komið í húsakynnin á ný, var sest niður í stássstofuna, tekið til við tedrykkju og spjallað um persón- una Erlend Sveinsson kvikmynda- nauðsynlegt að vera næmur fyrir öllu umhverfi þegar menn fást við kvik- myndatöku? ...að umhverfíð skapi manninn... „Jú, ég held að það sé alveg óhætt að segja það.Ég er nú með skrifstofu- kompuna mina hérna i litlu herbergi og gluggi þess snýr upp að Hamrinum og mér finnst einmitt þessi skemmtilega sýn úr glugganum gefa manni ofboðs- legan kraft en jafnframt hvíld. Hann er eiginlega andleg uppbygging, Hamar- inn.” Þér finnst þá umhverfið skapa manninn, ef svo má segja? ,,Ég er ofboðslega viðkvæmur fyrir umhverfi, alveg svakalega. Og það er kannski min ógæfa persónulega á viss- an hátt, því það er svo margt í okkar umhverfi sem æpir á móti manni sem ósamræmi og Ijótleiki. Þegar ég flutti hingað i Hafnarfjörðinn og sá þennan Hamar við húsvegginn, var eins og ég hefði bókstaflega fundið vin. Það er ekki svo lítið. Ég hef stundum hugsað það með sjálfum mér, að ef til vill væri ég uppi á vitlausum tíma. Maður sækir nefnilega svo mikið í hið „harmóniska” um- hverfi, eins og birtist í hjarta Evrópu fyrir fáeinum öldum. Það er eitthvað svoskrítiðog óþægilegt að finna ein- hvernveginn að samræmi í umhverfi, bæjum og þorpum hafi verið eitthvað betra áður fyrr. Og maður er svona vantrúaður á að við ráðum almennilega við þetta í dag, að skapa okkur svona aðstæðum, kjörum og þá má eðlilega einnig nefna umhverfið sem tengist þessu óneitanlega. En það hefur nátt- úrlega hver sina skýringu á því hvern- ig það eigi að búa til kvikmynd. Sjálfum finnst mér það óneitanlega mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga, sem búum i svona hörðu og erfiðu umhverfi, að geta búið til samanburð á því sem við búum við í dag og því sem kynslóðirnar eru búnar að ganga i gegnum frá því hér var fyrst farið að búa. Þarerhún sterkust Við erum oft að kvarta og kveina yfir allskyns hlutum, en hafnandi samt sem áður alls enga tilfinningu fyrir því, hvað þetta fólk er búið að ganga í gegn- um sem hefur búið hérna á undan okk- ur. Þar held ég að kvikmyndin hafi töluvert miklu að miðla. Og þar er hún kannski einna sterkust. Það á t.d. alveg eftir að miðla þeirri reynslu kynslóðanna, sem geymir mið- aldir þegar allt var undir því komið að geta veitt fisk á veturna og búskapurinn gengi upp yfir sumarið. Þetta voru of- boðslegir tímar og sem andúmsloft alveg hreint innilega heppilegt efni í kvikmynd. Hvað viltu segja um þessar islensku kvikmyndir sem hefur verið að sýna upp á síðkastið? „Ég verð að segja eins og er, að mér finnst staða íslenskrar kvikmyndalistar um þessar mundir ákaflega brothætt. Það hefur kannski ríkt einum of mikil ölvun í sambandi við tilurð hennar nú —segir Eriendur Sveinsson forstöðumaður Kvik heimili sitt í Hafnarfirðinum. gerðarmann og forstöðumann Kvik myndasafn Íslands. Afhamrinum háa „Þessi klettiir sem við skruppum upp á þarna áðan og nefndur er Hamar er ákaflega magnaður. Hann gefur manni ofboðslegan kraft og öllum þeim sem leita til hans. Það er reyndar á margra vitorði, að þessi hóll eða klettur sé álfaborg, en ég hef ekki kynnt mér þá sögu nákvæm- lega. En það eru fleiri en einn sem hafa séð Ijós i honum og krakkar hafa leikið sér með börnum i hamrinum sem síðar hefur komið í Ijós að eru ekki þessa heims.” Þú sagðir þarna efra, að aldrei hefðu átt sér stað slys i hamrinum. „Nei, sagt er að álfarnir sjái til þess að enginn meiðist í honum. Það kann að vera að þeim hafi þótt það ótilhlýði- legt þegar ráðist var í þann hlut að reisa fánastöng á klettinum þegar lýðveldis- taka okkar var í algleymingi. Það leiddi til þess að fyrrverandi eigandi þessa húss Finnbogi Arnalds, sá er reisa vildi stöngina, datt ofán af klettinum og hryggbraut sig þegar hann var að at- hafna sig við framkvæmdina. En þetta er eina slysið í klettinum, sem er nokkuð óvenjulegt þvi \ mn er ill- kleifur og mikið er um aC börnsén þar að leik. En álfarnir vernda þau sem sagt.” Það er greinilegt að umhverfið hefur áhrif á þig. En er það ekki einmitt umhverfi sem fer vel í vegi. Ég hefði sem sagt átt að vera uppi fyrir svona tveimur öldum síðan, þegar þetta nána samband var milli manns og náttúru. Það er leiðinlegt til þess að hugsa, þegar ég er staddur á Kvikmyndasafn- inu í Reykjavík, sem er minn annar vinnustaður, og maður horfir út um glugganna. Það liggur við að maður fái fyrir brjóstið, fyrir því hvað þetta er allt saman ljótt og hvað þetta er hrika- legt. En er kvikmyndin ekki einmitt miðill til þess að varpa þessum hrikalegu and- stæðum framan i náungann? Kvikmyndin geturafít „Jú, alveg örugglega. En við verðum að athuga það, að svona lagað er ekki komið í gang hjá okkur eins og er. En þeir eru einmitt nokkuð farnir að gera þetta úti i löndum — og einhverntíma berst þetta hingað til lands.” Svo við snúum okkur alfarið að kvikmynduninni. Hversu langt nær hún í listsköpun sinni? „Það má í rauninni segja, að með kvikmyndinni sé hægt að gera allt. Bókstaflega allt sem hugurinn nær til og lætur sér detta í hug. En til þess að gera allt, þá þarf maður líka að hafa ótakmarkaða peninga. En samt sem áður kemst maður ótrú- lega langt með kvikmyndina. En mér finnst hún njóta sín best sem miðill til þess að koma til skila andrúmslofti og UMHVERFK) OFBOÐSLEGA m Texti: Sigmundur ErnirRúnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.