Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 9
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982.
9
Fyrir þá sem ekki hafa átt þess kost
að sækja sýningu ísiensku óperunnar
er auðvitað erfitt að segja til um
ágæti Sígaunabarónsins. Hitt fer
ekki framhjá neinum að þeim lista-
viðburði hefur verið ákaft fagnað af
lærðum sem leikum. Langþráður
draumur tónlistarunnenda og söng-
fólks er orðinn að veruleika, og hefur
sýnilega verið hleypt af stokkunum
með miklum glæsibrag. Óþarfi er að
bera frekara iof á íslensku óperuna,
gagnrýnendur jafnt sem aðrir áhuga-
menn á þeim vettvangi hafa verið
ósparir á að lýsa hrifningu sinni.
En ef frammistaðan og uppfærslan
í Gamla bíói er látin liggja milli hluta
þá er ef til vill mesta afrekið fólgið í
því átaki, sem býr að baki þessum
tónlistarviðburði og tilveru óper-
unnar.
Ný kynslóð söngfólks er komin
fram á sjónarsviðið og hefur af eigin
rammleik undirbúið og staðið undir
framkvæmdum.
Þetta er framtak einstaklinganna,
sem hlut eiga að máli, knúið áfram af
áhuga og metnaði. Hið opinbera
kemur þar hvergi nærri.
í því felst stærsti sigurinn. Óperan
stendur og fellur með þeim sem að
henni hlúa, söngfólkinu sjálfu og
hópnum sem i kringum það er. Sú
ósk er sett fram að það ástand megi
vara sem lengst, að hinu opinbera
'verði haldið í órafjarlægð frá Gamla
bíói, þannig að kynngikraftur einka-
framtaksins njóti sín í listinni, verði
hvati hennar og leiðarljós.
Þá og þegar íslenska óperan kemst
á ríkisjötuna, mun ævintýraljóminn
hverfa og gleðin gufa upp. Megi það
aldrei verða.
Skíðabakterían
Um alla Evrópu ríkir hálfgert
neyðarástand vegna veðráttunnar.
Fannfergi, kuldar og flóð ætla engan
enda að taka. Það segir sina sögu,
þegar islenskur ferðalangur í París
heldur sig innan dyra vegna kulda og
skýrir frá snjólausum vetri í landi íss
og jökla.
Meðan Evrópubúar hríslast í frost-
hörkum og verða úti í snjósköflum,
mæna menn á íslandi langeygir til
fjalla og biðja góðan guð um væna
snjódrífu. Þúsundir innisetumanna á
höfuðborgarsvæðinu, sem fengið
hafa skíðabakteríuna á undanförnum
vetrum, hafa enn ekki getað dustað
rykið af skíðadótinu og sjá fram á
dapurlegan vetur.
Ekki er þó úti öll nótt enn og nú er
bara að bíða og vona.
Feigðarmerki
flóttans
Taka sjómenn
á taugum
Veslings ríkisstjómin. Hún á ekki
sjö dagana sæla. Vegleg gengisfelling
sá dagsins ljós á fimmtudaginn, nýtt
fiskverð fylgdi í kjölfarið. Hvorugt
kom á óvart, voru í rauninni ákvarð-
anir sem fólu i sér viðurkenningu á
orðnum hlut. Að því leyti voru þær
óhjákvæmilegar, þótt ekki séu þær
glæsilegar eða uppörvandi.
Ákvarðanirnar um gengið og fisk-
verðið voru teknar í trausti þess, að
samkomulag næðist í sjómannadeil-
unni að öðru leyti, voru raunar
byggðar á þeim forsendum. í versta
falli gerði ríkisstjórnin sér vonir um,
að fiskverðið yrði sá fleygur, sem
leysti verkfallið upp, jafnvel þótt
samningar næðust ekki að öðru leyti.
Það átti sem sagt að taka sjómenn á
taugum.
Þegar þetta er skrifað hefur enn
ekki komið í ljós, hvort sá leikur
heppnast. Harka sjómannaforyst-
unnar bendir þó til annars. Ef lausn
finnst ekki nú um helgina er ljóst, að
hnúturinn getur orðið óleysanlegur
og afleiðingin orðið sú, að ríkis-
stjórnin fari frá.
Pótemkintjöldin falla
Hugsanlega er sú niðurstaða ofar-
lega í hugum margra stjórnarsinna.
Ennþá er verulegur ágreiningur innan
ríkisstjórnarinnar um efnahagsað-
gerðir og flestum ráðherranna er
ljóst, að þær aðgerðir sem helst eru
ræddar eru skammvinnar, tjalda til
einnar nætur. Sú hugsun hvarfiar þvi
að mörgum, einkum framsóknar-
mönnum og alþýðubandalögum, sem
togast fyrst og fremst á um leiðir í
efnahagsmálunum, að skynsamlegast
sé að láta upp úr sjóða vegna
sjómannadeilunnar. Þannig losni
þeir við að boða óvinsælar og gagns-
litlar efnahagstillögur.
Það er ekki langt síðan forsætis-
ráðherra flutti hátíðlega stefnuræðu
sína i upphafi þings. Þá og allar götur
síðan hefur hann og ráðherrar hans
hamrað á árangri sínum í verðbólgu-
slagnum, og talið frekar bjart fram-
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
undan. Enginn óvænt eða meiri-
háttar áföll hafa átt sér stað að
undanförnu. Kjarasamningum var i
hóf stillt, afli mikill og góður, enginn
utanaðkomandi atburðir hafa gerst,
sem hægt er að skella skuldinni á.
Hvað hefur þá gerst, sem veldur
þeim hrikalega vanda, sem nú blasir
við? Einfaldlega það, að pótemkin-
tjöldin hafa fallið, glansmyndin er
horfin. Það reyndist ekki lengur
unnt að ýta hlutunum á undan sér,
falsa gengið og halda atvinnuvegun-
um í úlfakreppu. Staðreyndirnar
blöstu við.
Efnahagsmálapakkinn
En hvað er það þá, sem ríkis-
stjórnin hefur haft á prjónunum í
efnahagsmálum?
- Ýmislegt hefur kvisast af þeim
ráðagerðum. Allt útlit er fyrir að
niðurgreiðsluleiðin hafi orðið ofan á.
Tilgangurinn er sá að draga úr áhrif-
um gengisfellingarinnar og halda
verðbótum á laun niðri með stórfelld-
um niðurgreiðslum á visitöluvörum
og þjónustu. Samtals er talið að þær
ráðstafanir kosti rúmlega 300 millj-
ónir króna. Þvi fjármagni er ætlunin
að ná með óráðstöfuðum fjárveiting-
um á fjárlögum, lækkun tolla og
niðurskurði á rikisútgjöldum. Haft er
eftir fjármálaráðherra að spara megi
fé með aðhaldi i yfirvinnu opinberra
starfsmanna og fækkun í utanferðum
á vegum ríkisins. Það eru út af fyrir
sig nokkurtíðindiefbjargamáefna-
hagsmálum á íslandi á kostnað yfir-
vinnu og utanferða, og væri betur ef
vandamálið væri ekki stærra í
sniðum.
En málið er því miður ekki svo ein-
falt. Ekki þarf hagspekinga til að
gera sér ljóst, að niðurgreiðslur eru
kák eitt, plástur á sár, en ekki upp-
skurður á meini; dæmigerð bráða-
birgðaráðstöfun, sem fjölmargar
ríkisstjórnir hafa bjargað sér á, þegar
ekkert samkomulag hefur riáðst um
raunhæfar aðgerðir.
Framsókn
gefur eftir
Ágreiningsefnið, eins og svo oft
áður, hefur snúist um verðbætur á
laun. Um áramótin 1980/1981 voru
vísitölubætur skertar um 7% eins og
frægt er orðið. Ríkisstjórnin kallaði
þetta „slétt skipti”, og ljóst er að sú
ákvörðun hélt verðbólgunni í skefj-
um fram eftir árinu, var nánast eina
úrræðið, sem haft hefur áhrif í verð-
bólguslag núverandi ríkisstjórnar.
Framsóknarmenn vildu fara sömu
leið í þessari lotu. Þeir hafa haldið
þvi fram, að ef niðurtalningin ætti að
takast þyrfti að telja niður launin,
jafnt sem aðra þætti efnahagslífsins.
Að því leyti hafa þeir verið sjálfir sér
samkvæmir, þótt þeir hafi ekki haft
þrek til að fylgja niðurtalningunni
eftir, hvorki að því er laun, verðlag,
vexti eða ríkisútgjöld varðar.
Og enn einu sinni hafa þeir gefið
eftir. Niðurtalning verðbóta á laun er
ekki í efnahagspakka ríkisstjórnar-
innar. Framsókn hefur látið undan.
Þó höfðu þeir sterk vopn á hendi, þar
sem voru yfirlýsingar forkólfa
Alþýðubandalagsins, sem hafa marg-
sinnis tekið fram og rökstutt með
ákafa, að „sléttu skiptin” frá því um
síðustu áramót hafi verið raunhæfar
kjarabætur.
„Drullukökuleikur"
Ríkisstjórnin gerir örvæntingar-
fulla tilraun til að bjarga í horn.
Ásmundur Stefánsson kallar aðgerðir
hennar „drullukökuleik”. Stjórnar-
andstaðan velur þeim eflaust sam-
bærilegar nafngiftir.
Mergurinn málsins er sá að ríkis-
stjórnin hefur ekki tiltæk úrræði til
að komast fyrir verðbólgueldinn.
Hún gerir tilraun til að halda honum
niðri, en áður en varir gýs hann upp á
nýjan leik, hálfu magnaðri en fyrr.
Þetta gera menn sér ljóst, einnig ráð-
herrarnir. Sængin liggur útbreidd.
Og eins og alltaf þegar feigðar-
merkin sjást er tekið til fótanna.
Fylgi stjórnarinnar hefur byggst á
vonum og óskhyggju en á sér ekki
fast land undir fæti. Fljótfengin
aðdáun hverfur eins og dögg fyrir
sólu, þegar gríman er tekin niður og
veruleikinn blasir við.
Þetta eru stjórnmálamenn fljótir
að finna. Af þeim sökum mun flótt-
inn ekki aðeins bresta á í yfirborðs-
kenndu stuðningsmannaliði, innstu
kopparnir í búrinu fara einnig að
huga að sínu pólitíska lífi. Enginn vill
sitja eftir fastur i netinu, þegar
allir hinir eru flúnir. Þetta á ekki síst
við um þá sjálfstæðismenn, sem tóku
þá áhættu að fylgja foringja sínum út
í ævintýraferðina. Enginn efast um
að Gunnar Thoroddsen vill sitja
meðan sætt er, en ekki getur hann
bjargað stuðningsmönnum sínum og
bandamönnum út yfir líf og dauða.
Þar verður hver að hugsa um eigið
skinn. Sú staða mun hafa áhrif á
næstunni. ,,, ,, .
Ellert B. Schram.