Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 6
Nauðungaruppboð sem auglýst var f 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta f Einarsnesi 78, þingl. eign Richards Ásgrfmssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar f Reykjavfk og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Bauganesi 3A, þingl. eign Stefáns Unnars Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar f Reykjavfk og Tryggingastofnunar rfkisins á eigninni sjálfri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta f Ferju- bakka 12, þingl. eign Guðrúnar S. Grétarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta f Leiru- bakka 32, þingl. eign Hauks M. Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Vfkurbakka 12, þingl. eign Kára Jónssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavfk á eigninni sjálfri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Ira- bakka 18, þingl. eign Magneu Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar f Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavik. 5H010KAW 0 IfARhTE Byrjondanámskoið hjá Karatedeild Gerplu hefst föstudaginn 22. janúar nk. kl. 8.15. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópavogí. Innritun og upplýsingar í íþróttahúsi Gcrplu, Skcmmuvcgi 6, sími 74925. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. , ■■■■» -s Neytendur Neytendur Neytendur Helga Magnúsdóttir húsmóðir, áskorandi dagsins. DV-mynd Einar Ólason. ÁSKORANIR UM UPPSKRIFTIR Helga Magnúsdóttir skorar á Sigríði Breiöfjörö Helga Magnúsdóttir, áskorandi dagsins, svarar áskorun systur sinnar frá síðasta þriðjudegi með eftirfarandi orðum og uppskriftum: Ég þarf vart að taka fram að, uppskriftunum hennar Sigrúnar hef ég notið góðs af í mörg ár. Og geri von- andi áfram um ókomin ár. Ég vona einnig að ykkar fjölmörgu lesendur eigi eftir að nota sér þær, því þær svikja engan. Þær uppskriftir sem fyrst komu í huga mér, þegar að mér beindust spjótin, eru þannig tilkomnar að nýlega hélt ég afmælisboð fyrir dótturson minn. Þetta góðgæti, sem ég gef upp- skriftir að í dag, var þá á borðum og rann það allt ljúflega niður i maga veizlugesta. Sú vona ég einnig að raun- in verði hjá þeim sem nenna að prófa uppskriftirnar. Þær eru þess virði að prófa.” Terta Kristbjörns Helga 1 kg hveiti 2 bollar sykur 400 g smjörlíki 2 msk natron 2 tsk negull 3 egg 2 bollar sýróp Allt hnoðað vel látið bíða um stund. Deiginu skipt í 4 hlula, sem eru síðan flattir út á ofnplötur. Bakað við 175— 200°C, hita í um það bil 10 mínútur. mínútur. Bezt er að láta botnana kólna með smjörpappír á milli laganna. Svo er ágætt að leggja rakt stykki á efsta lagið. Tertubotnarnir lagðir saman, ör- þunnt lag af sultu og smjörkremi á milli þeirra. Smjörkrem 400 g smjörlíki ca. 1 kg flórsykur I egg Kremið er þeytt og verður það léttara ef sjóðandi vatn er einnig þeytt saman við. Döðlutertan mín 1 bolli púðursykur 3 egg 2 msk hveiti 3—4 msk kókosmjöl I. tsk. lyftiduft 1 bolli saxaðar döðlur 1 /2 bolli saxaðar rúsínur 1/2 bolli saxað súkkulaði Egg og sykur þeytt vel, síðan öllu öðru efni blandað saman við. Bakað i tveimur tertuformum við 158°C hita í ca. 20 níinútur. Butnarnir eru látnir kólnaaðeins i formunum áður en þeir eru losaðir úr þeim. Botnarnir tveir eru lagðir saman með rjóma á milli. Bezt er að gera það dag- inn áður en tertunnar verður neytt. En áður en hún er borin fram er súkkulaði- bráð sett yfir og hliðarnar skreyttar tneð þeyttum rjóma. Snæfinnur snjókarl 250 g smjörlíki 350gpúðursykur 2 egg 350 g hveiti 2 msk kakó I tsk. natron I bolli súrmjólk Bakað í þremur misstórum kringlóttum tertuformum, eða í ofn- skúffunni. En þá er sniðinn snjókarl eftir að kakan er bökuð, hatturinn sniðinn með. Best er að teikna sniðið á blað og fara eftir þvi. Piparmy ntukrem 2 bollar sykur 1 bolli vatn 5 blöð matarlím (mýkja matarlímið fyrst í köldu vatni) Þetta er allt soðið saman, þar til freyðir. Þá þeytt í hrærivél, þar til orðið þykkt. Piparmyntudropar settir út í eftir smekk (ca. 1—2 msk.) Þá er piparmyntukremið, hvítt eins og snjór, breitt yfir Snæfinn snjó- karl. Ef þurfa þykir að setja augu, nef og munn á karlinn, þá beitið þið bara hugmyndafluginu og smekk við skreytinguna. Svaladrykkur sauma- klúbbsins 1 stór ferna Tropicana appelsinu- safi 1/2 I appelsínu-eða vanilluís safi úr 1 /2 sitrónu Þeytt vel saman og ísmolum bætt í glösin, rétt áður en drykkurinn er borinn fram. Heit aspargusterta Botn: I20g smjörlíki 120 g hveiti Hnoðað vel og flatt þunnt út. Látið í tertuform og deig vel upp á kantana eða barma formsins. Fylling: 5 sneiðar skinka Sneiðarnar saxaðar niður og bitarnir settir yfir botninn. 1/2 dós aspargus (safa hellt af) þar yfir. Síðan er rifnum osti sáldrað yfir. Tvö heil egg pískuð og ca 3 msk. af safa úr aspargusdósinni bætt út í eggja- hræruna. Eggjablöndunni hellt yfir ostinni í mótinu Bakað við 175° hita í ca. 20—30 mínútur. Næsti áskorandi:i Ég, Helga Magnúsdóttir, skora hér með á Sigríði Breiðfjörð sem næsta áskoranda i DV á þriðjudag- inn. Ástæðan fyrir því að ég skora á Sigríði er sú að ég hef unnið með henni við matargerð á annan áratug. Hún á margar góðar uppskriftir í pokahorninu, sem ég vil gjarnan draga fram í dagsins Ijós. Kleinurnar hennar, majonesið, salötin, skonsu- terturnar og allt hitt sem hún lagar, kemur vatninu fram í munninn, og áreiðanlega hjá fleirum en mér. Svo ég tali ekki um heimatilbúna ísinn, sem rak alltaf rembihnútinn á góð- gætið, þegar „jólamaturinn” var á borðum á dagheimilinu, þar sem við unnum saman. —ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.