Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 13
DAGBLADID&VfSIR. ÞRIDJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 13 Háaloftið Benedikt Axelsson f. nota kvenfólk til upphitunar en gengur það treglega á þessum tímum jafnréttis. Kvenfólk er nefnilega hætt að láta bjóða sér nokkuð nema borga í sömu mynt og slíkt þolum við auðvitað ekki til lengdar, sem höfum hvorki orkubót eða appolló okkur til hressingar og getum ekki þanið einn einasta vöðva í líkamanum, þótt við séum að sjálfsögðu allir af vilja gerðir. Og þegar maður fer áð tala um það einn hrollkaldan janúar- morgun að Iíklega væri réttast að fá sér gorma til að ráða bót á þessu, réttir konan manni gluggaljaldagorm og biður mann i öllunt lifandi bænum að ofreyna sig nú ei á honum. Svona er nú komið fyrir okkur, af- komendum hetjanna sem víluðu ekki fyrir sér að fara út í hvernig veður sem var og verða úti á heiðum og fjallvegum i hundraðavís, rétt eins og að drekka vatn. En síðan hita- veitan var fundin upp þolir enginn kulda lengur, nema rjúpnaskyttur, og hitinn i bústöðum manna á hita- veitusvæði er orðinn svo mikill að maður sofnar sveittur að kvöldi og vaknar hundblautur að morgni og kannski er það vegna þess að ég bjó við þetta kerfi í tíu daga um daginn, sem ég þoli svona illa kuldann hér núna. En þrátt fyrir kulda, deyfð og drunga er daginn farið að lengja, sólin er farin að gægjast upp fyrir sjónarrönd og brátt getum við farið að þreyja og blóta Þorra og hver veit nema Eyjólfur hressist. Kveðja. Ben. Ax. BANKAÐ í KISTULOKIÐ Birgir ísleifur Gunnarsson alþing- ismaður og borgarfulltrúi ritar grein í Dagblaðið & Vísi, þriðjudaginn 12. janúar sl., þar sem hann lýsir skugga- legum fjármálum Reykjavikurhafn- ar, eftir að ákveðið var að Sam- bandið, er hefur eina viðlegu við Holtabakka, skyldi fá aðra viðlegu á sama stað, til þess að geta aðlagað sig nýjunt aðferðum i millilandasigling- um og gjört Reykjavík að umskipun- arhöfn fyrir landið. Maður er nú ekki uppnæmur fyrir því þótt alþingismaður skrifi ein- kennilega grein, og ekki heldur þótt þeir séu lengi að skrifa, en hitt er öllu verra, að I umræddri grein kemur það ekki fram að Holtabakki 2, eða viðbótarviðlega fyrir Sambandið við Holtagarða, var ekki samþykkt núna, eins og lesa má af greininni, heldur fyrir heilu ári, i janúar 1981 og þá meðatkvæðum Sjálfstæðisflokks- ins líka, og þar með atkvæði Birgis ísl. Gunnarssonar. Þannig að þessi fráfarandi hreppsnefndarmaður Sjálfstæðisflokksins er nú býsna lengi með sínar greinar, þótt eigi séu þær nú langar. SÍSbýður lán Raunar hófst þessi aðför að hafn- arstjórnarmönnum hins svokallaða „vinstri meirihluta” með þvi að Birgir ísleifur upplýsti Morgun- blaðið um þá ósvifni Sambandsins, að bjóðast til að útvega Reykjavíkur- höfn lán að upphæð ein milljón doll- ara, er vera skyldi afborgunarlaust í fjögur ár, eða þar til greiðslustaða hafnarinnar batnaði. Um þessar mundir fer helmingurinn af afborg- unum hafnarsjóðs, eða 4,4 milljónir króna í afborganir vegna kaupa á Faxaskála, en allar afborganir hafn- arinnar á þessu ári eru 8,9 milljónir króna. Þessi fasteign var keypt til að leigja hana Hafskipum hf., sem þurfti frambærilega aðstöðu í höfn- inni. Þessi sveitarþyngsli vegna Haf- skipa hf. eru þó fyllilega eðlileg, því auðvitað verður höfnin að koma til móts við skipafélögin. Morgunblaðið og Birgir ísleifur voru hissa á framhleypni Sambands- ins, með að bjóða hentugt fram- kvæmdalán, og taldi þetta einsdæmi. Á hinn bóginn hefur það síðan verið upplýst, að einkaaðilar hafa marg- sinnis boðist til að lána höfninni vegna eigin framkvæmda og hafa þau lán oftast verið þegin. Meðal þeirra er hafa boðið lán eru Björgun hf., Eimskiptafélag íslands hf. (vegna ekjubrúar), Olíufélagið hf. og Skeljungur hf., vegna framkvæmda fyrir þessa aðila sjálfa. Tilboð Sambandsins var þvi hugs- að til að hraða framkvæmdum hafn- arinnar og fá aðra viðlegu fyrir skip sin. Viðlega milli vina Hafnarstjórn sú er nú situr hefur verið djörf. Eignir hafnarinnar hafa aukist mikið, og þar á Birgir ísleifur miklar þakkir skilið fyrir samstöðuna vegna Hafskipa hf., Eimskipafélags íslands hf., Skeljungs hf., Björgunar hf. og allra þeirra er góða aðstöðu hafa fengið. Ef hann kýs að nefna það „viðlegu milli vina” að Sam- bandið skuli nú eiga að fá aðra við- legu, þá erum við Birgir ísleifur nú báðir í þeim vinahópi, en hann samþykkti þessa viðlegu fyrir réttu ári síðan sem áður sagði. Samstaða hefur verið um allt, þar til nú, þegar komið er að þvi að Sambandið eigi raunverulega að fá þá viðlegu sem lofað var í ársbyrjun í fyrra. Og hver skyldi nú aðstaða stóru skipafélag- anna vera um þessar mundir? Hún er þessi: Eimskipafélagið hefur 5 við- legur og þar að auki ókeypis ekjubrú. Það notar eigin vöruskemmur, nema það notar enn hluta af Faxaskála, sem Hafskip hf. fá síðan á leigu allan. Eimskip á um 20 skip og notar að staðaldri 3 leiguskip (núna). Hafskip hf. er með um 6 skip i förum að staðaldri og leigir vöru- geymslur af höfninni, Grandaskála, hluta Faxaskála og i Hafnarhúsi og viðar leigir það geymslur. Hafskip notar4—5 viðlegur i höfninni. Skipadeild Sambandsins gerir út 9 skip, en notar leiguskip mjög mikið. Var á seinasta ári með 12—18 skip í förum. Sambandið hefur eina viölegu fyrir þennan flota — og má ekki fá aðra. Sambandið notar eigin vöru- geymslur. Jónas Guðmundsson í töflu er þetta svon: Kimskip: 20 skip, 5 viðlegur ug ekju- brú. Hafskip: 6 skip, S viðlegur, vöru- geymslur og ekjukant (ófullkominn) Sambandið: 12—18skip, I viólegu. Allir hljóta að sjá að allt hjal um viðlegur milli vina hefur ekki við rök að styðjast. Ef farið verður eftir fjárhagsáætl- un hafnarinnar fyrir 1982, verður að líkindúm varið 8 milljónum króna, eða obbanum af ráðstöfunarfé hafn- arsjóðs, til að endurbæta Austur- bakka, sem vel má nota í nokkur ár. Engar nýjar tekjur koma vegna þess- arar endurnýjunar. Þetta skilja menn, og Albert Guðmundsson var meira að segja svo hagsýnn að orða það i hafnarstjórn, að athuga bæri hvort ekki væri rétt að hægja ofurlítið á þarna og byggja viðlegu 2 við Holtabakka, til þess að Sam- bandið gæti gert Reykjavík að aðal- umskipunarhöfn fyrir sig. Og gæti þess vegna keypt rétta tegund af skipum til siglinga, því mikill gjald- eyrir fer í að leigja skip til einstakra ferða. Hafskip hf. var brautryðjandi í ekjuskipum og stórum gáma- skipum. Því félagi stjórnar Albert og veit því að þetta er lífsnauðsyn. Hafa menn, og Birgir ísleifur þar með, áttað sig á þvi, að þegar Sam- bandið hefur fengið aðra viðlegu, þá stóraukast tekjur hafnarsjóðs og ný atvinna býðst og betri, þvi Sam- bandið er að hefja framkvæmdir á stórum vöruskála við Holtabakka? Er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn á móti atvinnu og peningum? Sjálfstæðisflokkurinn sýndi áræði Ég veit, eins og aðrir, að borgar- stjórnarkosningar eru i nánd, og því kannske gott i svipinn að vera á móti Sambandinu og banka svolítið i kistulokið af því tilefni. En það er á hinn bóginn ekki gott fyrir Reykjavik að svipta borgina stórum tekjum i von um einhver at- kvæði, þvi þröngsýnismönnum fer nefnilega fækkandi, sem kosninga- tölur sanna. Það er ekki pólitiskt klókt, svona rétt fyrir kosningar, að hæla íhald- inu. Eftir tæplega fjögurra ára setu i hafnarstjórn er mér það Ijóst og Ijúft að viðurkenna það, að sjálfstæðis- menn og hafnarstjórn sýndi áræði á þeim dögum, er höfnin með bágbor- inn fjárhag réðist i framkvæmdir við Sundahöfn og Holtabakka. Þessar framkvæmdir voru réttar og ómet- anlegar eru þær enn. Líka eignar- námið á kolakrananum, sem mér þótti nú vænna um en Eimskipafé- lagið. Birgir isleifur var borgarstjóri þá. og hefði íhaldið frá 1908 ofl frekar átt skilið að missa meirihluia n en i stjórnartið hans. En nú virð >i allt, vera að brcylast. Maður hcn r það satt að segja á tilfinningunni að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekki aðeins að missa atkvæðin, heldur líka kjark- inn, sem er hálfu verra. Að lokum þakka ég Birgi ísleifi ágæt kynni og sem reyndur sjómaður vil ég benda honum á að myndin, sem valin var af „Reykja- víkurhöfn” til að hafa með grein hans i DV, er tekin í Hafnarfirði. En það er nú smámál. Jónas Guömundsson, rithöfundur. (Umrædd mynd var tekin í safni blaðsins í mistökum og var ekki á ábyrgó Birgis isleifs). blöðum fjöldi greina um ýmsa þætti skólamála. Kynningarnefndin hefur nú þegar sent útvarpsráði bréf þar sem óskað er eftir þvi að fram fari í hljóðvarpi og sjónvarpi umræðu- þættir um skólamál. Kennarasamtökin gera sér vönir um að þetta framtak nái þeim árangri að vekja almenna umræðu um skóla- mál og að sú umræða fari ekki fram- hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Tilgangur alls þessa er betri skóli fyrir börn okkar. Kári Arnórsson, skólastjóri. Skólaumhverfifl á að vera notalegt og aðlaflandí. Það er, sem fyrr segir, ætlun Kenn- arasambands íslands að vekja fóik til umhugsunar og umræðu um þessi mál. Skóla- og uppeldismál eru meginmál í hverju þjóðfélagi og eiga sem slík að hljóta veglegan sess í al- mennri umræðu. Svo hefur ekki verið og KÍ leitast nú við að bæta úr því. Betri skóli Fyrr i vetur var sendur heim með nemendum bæklingur með 12 spurn- ingum fyrir fullorðna um börn og skóla. í þessum bæklingi er drepið á umhugsunarefni fyrir hvern og einn sem á barn í skóla og lætur sig varða þroska þess. Þá var einnig dreift veggspjaldi sem minnir á það vanda- mál sem margir skólar búa við en það cr ntikil þrengsli og alltof stórar bekkjardeildir. Stuttar kvikmyndir verða sýndar í auglýsingatíma sjónvarpsins. Þar koma fram svipmyndir af slærnri að- stöðu og einnig af æskilegri vinnuað- stöðu barna og kennara. Fleira er einnig á döfinni. Samfara þessu munu birtast í hafa slika kennsluaðstöðu. Víða er afar illa búið að list- og verkmenntagreinum. Þessi þáttur skólastarfsins fer víða fram í úthýsum og kjallaraholum sem aldrei voru ætlaðarsem kennsluhúsnæði. Við nútíma kennsluhætti eru bókasöfn ómissandi þáttur. Ástandið bekk sé 30 nemendur og að meðaltal fari ekki yfir 28. Kennarar eru sam- mála um að slíkur fjöldi hindri það að hægt sé að koma við nútíma kennsluháttum. Slíkt hljóti að koma í veg fyrir að hægt sé að sinna nem- endum einstaklingslega. í skyndikönnun sem Stéttarfélag grunnskólakennara í Reykjavík gekkst fyrir í 12 skólum í Reykjavík nú i byrjun skólaárs kom í Ijós að í 34 bekkjardeildum voru nemendur 28 eða fleiri og þar af í 3 bekkjardeild- um 31 nem. eða fleiri. Hér er um hrikalegar niðurstöður að ræða á sama tíma og knúið er á um breytta kennsluhætti. Breyttir kennsluhættir eiga að svara betur þörfurn þess samfélags sem við búuni i. Það verður því að gera skólunum kleift að koma þeim á. Það fyrsta sem gera þarf er að lækka meðaltal í bekkjardeildum. ^ „í Reykjavík eru yfir 30% skóla sem ekki hafa íþróttahús og á Austurlandi eru yfir 70% skólanna sem ekki hafa slíka kennsluadstööu,” segir Kári Arnórsson í grein sinni, sem fjallar um þörf úrbóta í skólamálum. í þeim efnum er afar bágborið. Til' eru fræðsluumdæmi þar sem aðeins 3% skólanna hafa söfn. Hrikalegar niðurstöður í lögum um grunnskóla er við það miðað að hámarksfjöldi nemenda i Á síðastliðnu hausti fjallaði upp- eldismálaþing um blandaðar bekkjar- deildir og kennslu í þeim. Niðurstöð- ur þessa þings voru að æskilegt væri að blanda í bekkina en slíkt krefðist breyttra vinnuhátta og síðast en ekki síst færri nemenda í bekk. Þau dæmi sem hér hafa verið nefnd úr Reykja- eru því i hróplegu ósamræmi við niðurstöður þingsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.