Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 15 OG STEINÖLD XEROX' Leiðandi merki í Ijósritun Daglega erljósritaö á 500þúsundXerox vélarí 80 löndum. AfköstXerox véla eru 10-120 Ijósritá mínútu. Fullkomin þjónusta. Vélartilafgreiöslustrax. 5 ára ábyrgðarviðhald. SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMÚLA 38,105 REVKJAVlK, SiMI 85455, RO. BOX 272. Andersson við eitt málverkið. Eins og svo oft í svona tilfellum, var það fyrir hreina tilviljun að þeir Andersson og Högberg rákust á þessar myndir. Þeir tilheyra stórum hópi áhugamanna hér i Svíþjóð sem eyða sínum fristundum í að leita uppi og skrásetja fornminjar og hafa oft reynst fornleifafræðingum hinar mestu hjálparhellur. Þeir félagar höfðu farið til þess að skoða bolla eða syllur sem bronsaldarfólk hafði grópað inn i hamra nálægt Kville — en um tilgang þessara bolla er ekki vilað. Meðan Andersson klifraði upp hamrana til að grandskoða þessi fyrirbæri, sá Hög- berg allt í einu í teikningar sem voru að hálfu leyti undir mosa. Fann önnur málverk Undir mosanum fundu þeir myndir af sjö manneskjum á vappi kringum tvo hirti og létu fornminjanefnd ríkisins þegar vita. Eftir að Carl Cullberg, safnvörður byggðarsafnins í Uddevalla, hafði skoðað myndir þess- ar, sagðist hann í engum vafa um að aðrar myndir i sama rauða litnum og í verkunum við Kville, bara sjö þúsund árum eldri. Að vísu fannst tíu þúsund ára gamalt málverk við Hisingen, ná- lægt Gautaborg, fyrir sjö árum og slík verk hafa af og til fundist í Noregi og i Norður-Svíþjóð en ekkert þeirra jafnaðist á við fund Anderssons, hvorki að umfangi né gæðum. Andersson tilkynnti þegar um þessa uppgötvun sína og fékk síðan leyfi fornminjanefndar til að hreinsa málverkin. Þeir hófust handa, Anders- son og Högberg vinur hans, og fjar- lægðu mosa og'skófir á tiu metra löngu bili og þá kom í ljós mikill fjöldi teikninga af mönnum og dýrum. Þarna mátti m.a. sjá elg og elgshöfuð, villisvín, alls konar fugla, hval og svo net og gildrur til að fanga þessar skepn- ur í, — allt þrungið trú steinaldar- mannsins á galdur mynda af þessu tagi. Voru áður sker Ýmislegt er sameiginlegt með myndunum í Barfendal og Hisingen, ekki síst staðsetning þeirra. Hún er að Eins og mörgum er eflaust kunnugt, er í Svíþjóð að finna mikið magn fornminja sem veita okkur Norðurlandabúum innsýn í menningu og lifnaðarhætti forfeðra vorra. Meðal elstu minja eru hellnaristur þær sem finna má viða um Bohuslén í Suður- Svíþjóð, en þær eru taldar gerðar fyrir u.þ.b. þrjú þúsund árum. Þá var sæmilega temprað loftslag í Svíþjóð og risturnar bera vott þjóðfélagi sem stundaði landbúnað og fiskiveiðar af mikilli elju. Við sjáum bændur plægja akra sína og báta sigla greitt, þess á milli eru teikningar, sem greinilega skírskota til einhvers konar frjósemis- dýrkunar. Til þessa hafa Svíar tæpast gert sér vonir um að finna málaðar myndir frá þessu tímabili. í rauðum lit Því vakti það gifurlega athygli, meðal lærðra sem leikmanna, þegar tveir áhugamenn um fomleifar, Göran Andersson og Torsten Högberg, rákust á myndir af sömu gerð og hellna- risturnar en málaðar í rauðum lit. Þetta gerðist sl. október nálægt þorpskirkj- unni i Kville. þessi fundur væri meiri háttar viðburður i norrænni fornleifafræði, því hvergi á Norðurlöndum væri vitað um málverk frá bronsöld. Fóru fornleifafræðingar þegar að velta fyrir sér tilurð og tilgangi þessara teikninga, hvort þær væru formyndir að ristum eða hvort listamaðurinn hefði einfald- lega haft meiri ánægju af þvi að mála en klappa í stein. Þar með var Görans þætti Anders- son ekki lokið, því hann var einnig ábyrgur fyrir öðrum viðburði í norrænni fornleifafræði á síðasta ári. Dag einn var hann á sjái við Ábyfjörðinn í námunda við Bárfendal, i leit að minjum frá steinöld, sem hann hafði grun um að kynnu að leynast á þeim slóðum. Elgir, hvalir og villisvín Þá var það sem Andersson fann Aðalsteinn Ingólfsson skrifar frá Svíþjóð hluta til lykillinn að velgengni Anders- sons í fornleifaleitinni. Hann hefur nefnilega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega rannsókn á þeim stöðum, þar sem minjar frá steinöld er að finna, að þær sé helst að finna í u.þ.b. 65 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem mætast gamlir furuskógar og snar- brattar klappir. „Fyrir tíu þúsund árum umlukti hafið þessa staði, þeir voru e.t.v. eyjar eða sker,” segir Andersson, „og mjög liklegt er að í kringum klappir af þessu tagi hafi athafnasvæði eða strandvegir steinald- armanna verið.” Hvort sem þessi kenning hans hefur við rök að styðjast eður ei, þá hefur beiting hennar þegar gefið svo góða raun að fornleifafræðingar eru farnir að taka hana alvarlega. Nú eru menn sannfærðir um að fleiri málverk frá steinöld eiga eftir að sjá dagsins Ijós í Suður-Svíþjóð og ekki er ólíklegt að áhugamenn muni finna bróðurpart þeirra. -Al/Lundi. H Göran Andersson, sleinhöggvari og áhugamaður um fornleifafræði, við klappirnar þar sem hann fann málverk frá bronsöld. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 81., 83. og 87 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á v.b. Öngull ÞH—23, þingl. cign Kristjáns Andréssonar, fer fram eftir kröfu Friðriks Magnússonar hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 22. janúar 1982 kl. 15.30. Bæjarfógctinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 81., 83. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Skerseyrarvegur 3B, Hafnarfirði, þingl. eign Ingibjargar Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., á eign- inni sjálfri föstudaginn 22. janúar 1982 kl. 15.00 Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 81., 83. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Smiðjustigur 2, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurjóns Einarssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Guðjóns Steingrimssonar hrl., Tryggingastofnunar rikisins og Jóns Ingólfssonar hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 22. janúar 1982 ki. 14.30 Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. MÁLVERK FRÁ BRONS- FINNAST í SVÍÞIÓÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.