Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 36
Eina lausnin til að bæta kjörin á stóru togurunum? FÆKKA UM 5 MENN A HVERJUM TOGARA! —af 16 stórum togurum eru 10 bundnir við bryggjur ,,Þótt togarasjómenn sætti sig illa við þann þátt í fiskverðsákvörðun- inni að óslægður fiskur hækkar langtum meira en slægður eru það þó kjörin almennt, sem sjómennirnir á stóru togurunum eru óhressir með og hafa verið lengi. Á því er ekki nema ein lausn, að fækka á hverjum þess- ara togara um 5 menn, úr 24 í 19. Aðilar viðurkenna þetta hvor í sínu lagi, en fást ekki til þess að taka af skarið sameiginlega.” Þetta sagði okkur hjá DV maður gjörkunnugur sjómannasamningunum, eftir að sjómenn á stóru togurunum í Reykja- vík og Hafnarfirði felldu samningana nú. Þessi heimildarmaður DV sagði það vitanlega ekki sársaukalaust að fækka sjómönnum á þessum 16 stóru togurum um samtals 80 til þess að skapa þeim 304 sem eftir yrðu viðun- andi kjör. En þetta væri eina raun- hæfa úrræðið, enda viðurkennt í orði af báðum samningsaðilum. Hann kvað 15—16 menn vera á minni tog- urunum og munurinn á afla minni og stærri togaranna væri sama og eng- inn. Eins væri flestu saman að jafna á þeim í vinnu, svo að 19 menn dygðu fullkomlega á þeim stærri. Sá fjöldi sem nú væri á þeim, 24 menn, væri einfaldlega arfur í samningum frá tíma síðutogaranna, sem ætti sér ekki stoð í raunveruieikanum. Fækkun um fimm menn á hverjum stóru togaranna 16 yrði þannig, að fækkað yrði um tvo á dekki og vél- stjóra, loftskeytamann og matsvein. Nú eru aðeins 6 af þessum 16 tog- urum að veiðum, fjórir frá Akureyri, einn frá Keflavík og einn frá Grinda- vík. Af hinum 10 eru raunar tveir í Póllandi, þar sem á að breyta þeim. Þá eru tveir Hafnarfjarðartogarar og sex Reykjavíkurtogarar bundnir vegna verkfallsins. -HERB. Símareikníngar hækka ekki vegna skrefatalningar: yyl OlK notar símann jafn mikið og áður” — segir Þorvarður lónsson, yfirverk- fræðingurhjá Pósti og sima „Það er öruggt að einhver tilfærsla hefur orðið,” sagði Þorvarður Jóns- son, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, er hann var inntur eftir þvi i morgun hvort skrefatalningin hefði haft breytingu á álagstíma hjá stofn- uninni i för með sér. í niðurstöðum könnunar Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurborgar, þar sem bornir voru saman reikning- ar símnotenda frá þvi í nóvcmber i fyrra og nóvember 1980, kom fram að hækkun vegna skrefatalningar er vart merkjanleg. „Við gerðum mælingu á einni stöðva okkar á miðjum degi og bárum saman við mælingu frá því í næsta mánuði á undan svo og frá í sumar. Niðurstaða þess samanburðar sýnc • aðeins frávik upp á 2—4% þanmg að fólk virðist nota simann jafn mikiðog áður.” Þá sagði Þorvarður aö óneitanlega hefði það haft áhrif á fólk að lesa it- arlegar greínar frá andstæðingum skrefatalningarinnar, sem margir hverjir óðu reyk í upphafi. ,,Hins vegar má segja að það hafi verið mis- tök af okkar hálfu að útskýra málið ekki betur strax 1 upphafi til að koma i veg fyrir allan þann misskilning, sem náð hefur að skjóta rótum hjá al- menningi,” sagði Þorvarður. -SSv. Stóræf ing hjá slökkviliðinuídag Þrjú hús brennd Menn skyldu ekki láta sér bregða þótt slökkviliðið verði mikið á ferð- inni í dag. Nú stendur yfir mikil æf- ing hjá liðinu og verða þrjú hús í Kópavogi brennd. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk á slökkvistööinni í morgun er hér um að ræða stærstu æfingu sem farið hefur fram. Húsin þrjú, sem brennd verða, átti að fjarlægia Ákveðið var að nota þau til æfinga. 1 morgun hafði þegar verið kveikt i þvi fyrsta. -JSS Þólt sjómenn á Reykjavlkurbátum og togurum séu enn I verkfalli eru sjómenn á öðrum fiskiskipum önnum kafhir við að búa skip sln á veiðar. Vinnsla I hraðfrystihúsum fer vœntanlega aftur I gang eftir nokkra daga. Einar Ólason tók myndina t Reykjavlkurhöfn. „ÓÁNÆGJA MED YMIS ATRffil” — segir Guðmundur Hallvarðsson „Þessa stundina er engin lausn í sjónmáli enda hafa engar viðræður far- ið fram milli samningsaðila ennþá,” sagði Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavikur, sem um helgina kolfelldi nýgerða sjó- mannasamninga. „Mér sýnist að það hafi aðallega 'verið sjómenn á minni togurunum sem felldu bátasamningana, vegna óánægju með ýmis atriði þessara nýgerðu samninga. Kauptryggingin er þar aðeins eitt af mörgum mikilvægum atriðum.” Guðmundur kvað erfitt að segja nokkuð um stöðuna eða hugsanlega lengd á þessu verkfalli á meðan engar viðræður hefðu farið fram. „En við teljum okkur hafa grundvöll til að byggja þær viðræður á,” bætti hann við, en vildi ekki skýra nánar frá honum á meðan útgerðarmönnum hefði ekki verið gerð grein fyrir sjónar- miðum sjómanna. Fastlega var gert ráö fyrir að fundur yrði haldinn með samningsaðilum hjá ríkissáttasemjara síðdegis i dag. -JB. frjúlst, áháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 19. JAN. 1982. Steindórsmálið: „Okkarskylda alveg Ijós” — segir Steingrímur, semtelursölu stöðvarinnar ólöglega „Lögin taka mjög skýrt fram að ráðuneytið skuli setja reglur sem komi í veg fyrir að leyfin geti gengið kaupum og sölum. Svo okkar. skylda er alveg ljós,” sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra, er DV leitaði álits hans á Steindórsmálinu í morgun. Málinu hefur verið vísað til ráðherra, eins og blaðið hefur greint frá. Sagði hann að ákvörðunar sinnar væri að vænta í dag eða fyrramálið. „Þetta er mál sem getur ekki beðið,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann teldi söluna á bifreiðastöðinni ólöglega, í ljósi þess sem fram hefði komið, sagði Stein- grímur: „Okkur ber að setja reglur sem koma í veg fyrir slíkt. Það er svo dómstólanna að dæma hvort umrætt lagaákvæði stenzt.” -JSS. Akureyri: Opið prófkjör sjálfstæðis- manna Á fundi í fulltrúaráði Sjálfstæðisfé- laganna á Akureyri var tekin ákvörðun um að viðhafa opið prófkjör fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar. Tillaga þess efnis hlaut 40 atkvæði. Einnig var bor- in upp tillaga um að hafa prófkjörið „lokað” en hún fékk aðeins 14 at- kvæði. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri munu því geta tekið þátt í prófkjörinu hvort sem þeir eru flokksbundir eða ekki. Prófkosn- ingar fara fram í næsta mánuði. -GS. Akureyri LOKI Hvera vegna var skrefataln- ing sett á fyrst hún breytir engu? c ískalt Sevenup. ■pf hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.