Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf símahóran aftur til síns heima og aum- ingja bankamaðurinn lendir í úti- stöðum við konu sina. Það endar þó með því að hann fær hana til að sam- þykkja að koma með sér til Feneyja. Og sú helgi verður til þess að hann upp- götvar alveg nýjar hliðar á konu sinni sem koma honum heldur betur á óvart. Bankamaðurinn er leikinn af Pierre Monday, sem er þekktur gamanleikari í Frakklandi. Konu hans leikur Claudia Cardinale en simahóruna Clio Goldschmidt. Clio stundaði áður fyrir- sætustörf i London en er nú á mikilli uppleið sem kvikmyndaleikkona. Þykir hún bæði mjög fögur og hæfileika- mikil. Leikstjóri er Michel Lang og þykir honum hafa tekizt mjög vel með allar þær bráðsmellnu uppákomur sem myndin býður upp á. Frank Sinatra: Hrakfarir sonarins skyggðu á afmælisgleðina. Hreppsómaginn Óvæntur aðskota hlutur í poka með kartöfluflögum — Eg bjóst svo sannarlega ekki við að fá veskið mitt aftur á þennan hátt, segir Theodore H. Kelley frá Indiana í Bandaríkjunum, en peningaveskið hans kom á óvæntan hátt í leitirnar eftir að hafa verið glatað í þrjár vikur. Kelley, 26 ára, vinnur fyrir mal- vælaframleiðanda i Indiana og var að pakka inn nýrri tegund af kartöflu- flögum þegar hann tók eftir því að veskið hans var horfið. — Ég hélt að það hefði farið eitthvað á flakk með færibandinu, segir Kelley. En það var sama hvað við leituðum, veskið fannst hvergi. Hins vegar varð Ginger Stewart í Indianapolis heldur en ekki forviða er hún opnaði poka af nýkeyptum kartöfluflögum og fann í honum peningaveski. í veskinu voru 27 dalir í peningum ásamt ýmsum skil- ríkjum með nafni Kelleys. Hún fór með veskið til lögreglunn- ar sem hafði svo samband við Kelley. Mig var að visu farið að gruna að veskið gæti hafa lent í kartöfluflögu- poka, segir hinn glaði eigandi. En ég var löngu búinn að sætta mig við að finnandinn hefði bara notað pening- ana til að gera sér glaðan dag. Frank Sinatra jr. útkfyr. Vinsælt að brjótast inn hjá Liv Ullmann Norska kvikmyndaleikkonan Liv Ullmann á sumarbústað við Sandefjórd í Noregi. Hún notar hann þó sjaldan og það er kannski þess vegna sem þjófum finnst svo upplagt að brjótast inn í hann. A.m.k. hlýtur svo að vera því á stuttum tíma hefur verið brotizt inn í hann cinum fimm sinnum. Lögreglan álítur þó að ástæðan fyrir innbrotunum sé fremur forvitni að sjá hvernig fræg kvikmyndastjarna býr því litlu hefur verið stolið. Hafa öll inn- brotin verið framin með þeim hætti að rúða hefur verið brotin í útidyrunum og hefur nú lögreglan eindregið ráðlagt Liv að fá sér traustari útidyr. í marz verður frumsýnd í Frakklandi ný gamanmynd, Gjöfin. Er búizt við að hún nái miklum vinsældum enda standa að henni margir frægir aðilar. Framleiðandi er Gilbert de Goldschmidt, sem m.a. var framleið- andi að hinni þekktu mynd, Regn- hlífarnar í Cherbourg. Kvikmynda- tökumaður er Raoul Coutards en hann á að baki sér einstæða heimildarmynd um Vietnamstriðið. Handritið að myndinni byggir á itölskum söng- og gleðileik, sem ber nafnið Bankamenn hafa líka sál. Mikið er af söngvum í myndinni og eru þeir eftir þekktan lagasmið, Michel Legrand. Hann samdi söngvana í Regnhlífunum í Cherbourg og 1%8 fékk hann óskarsverðalun fyrir lag sitt The Windmills of your mind i mynd- inni The Thomas Crown affair. Söguþráðurinn er þessi: Smáborgari nokkur sem veitt hefur litlu bankaútibúi bankaútibúi forstöðu dregur sig í hlé frá störfum 55 ára gamall. Starfsfélagarnir skjóta saman í óvenjulega skilnaðargjöf handa honum: Þeir kaupa handa honum iðil- fagra símahóru yfir eina helgi, sem þau hjúin eyða í Feneyjum. Vill ekki sætta sig við fyrra líf En þessi helgi gjörbreytir alveg lífi bankamannsins. Þetta er fjölhæf kona sem endurvekur karlmennsku hans og ekki nóg mcð jinð: Hann er skyndilega grípinn spánnýri i þrá til skemmtilegra Iifs yfirleitt. Að helgarævintýrinu loknu snýr Frank Sinatru varð 66 ára í desember og notaði tœkifœrið ti! að sættast við böm sin fyrir afmælið. Tína mætti i veizluna ásamt manni sinum, lögfræðingnum Richard Cohen. Sonur hans, Frank jr., mætti einn á báti en Nancy gat ekki komið þar sem hún var erlendis. Hán sendi pabba sinum þó afmælisgjöf. Það skyggði þó nokkuð á ham- ingjuna að Frank yngra gengur hörmulega illa að koma sér áfram. Segja þeir sem til þekkja að hann væri löngu kominn á bœinn ef pabbi hans hlypi ekki alltaf undir bagga með honum. Einu staðirnir sem lita við honum sem söngvara eru litlir og fátækir sveitaklúbbar. Uv Ullmann: Ætti að fi sðr traustari Claudia Cardinate og Pierre Monday sem eiginkonan og eiginmaðurinn i kvikmyndinni Gjöfinni. ÓVÆNT SKILNAÐARGJÖF Frekjan í Sylvester Stallone Sylvester Stallone sér alltaf til þess að fólki lærist fljótt að það er hann sem ræður öllu í sambandi við upptökur á myndum er hann leikur í. Upptakan á myndinni First Blood, sem tekin var í Brezku Columbíu, var varla byrjuð þegar honum lenti saman við mótleik- ara sinn, gömlu kempuna Kirk Douglas. Enduðu deilur þeirra á þann hátt að Kirk Douglas tók fyrstu vél heim, án þess að hafa leikið i einu einasta atriði á móti Stallone. Richard Crenna var fenginn til að hlaupa í skarðið. Og þar sem hann er .hvorki jafnþekktur né ríkur og Kirk var hann tilbúinn að lofa því að gangast undir ráðríki Sylvesters Stallone. Sylvester Stallone: Eins ogsvo mörgum ráðrikum mönnum geðjast honum bezt eð hundinum sinum. 84 eiginkonur Nýlega var Giovanni Vigliotti (52 ára) handtekinn í Florida í Banda- rikjunum fyrir fjölkvæni og hafði hon- um tekizt að kvænast 84 sinnum undir mismunandi nöfnum. Voru margar af brúðunum töluvert loðnar um lófana, enda hafði Vigliotti komið sér upp góðu korti yfir hverfi þau er ætla mætti að efnaðar konur byggju í Það var ein af „eiginkonunum”, Sharon Clark, 48 ára, sem leiddi loks til handtöku hans. Sharon hafði hagn- azt vel á sölu fornmuna en eftir að „Don Giovanni” hafði haft út úr henni fé, ákvað hún að hann skyldi svara til saka hvað sem það kostaði. Leitaði hún hans víða í Bandaríkjunum og hafði ferðazt einar 10.000 milur er hún loks rakst á hann í stórri kjörbúð í Flórída. Hún gerði sér lítið fyrir og skar í sundur hjólbarða bifreiðar hans svo hann kæmist ekki í burtu á meðan hún beið eftir lögreglunni. — Hann gerði mig að algjöru fífli og hafði út úr mér 125.000 dali, segir Sharon. En ég hét því að hann skyldi ekki sleppa billega frá því. Eftir handtöku Vigliott i>s tóku kærurnar að streyma inn frá yfirgefn- um „eiginkonum”. Hafði hann ekki eingöngu bundið starfsemi sína við Bandarikin, heldur átti hann líka konur í Bretlandi, Kanada, Brasilíu, Hong Kong, Japan, Argentínu, Perú, á Ítalíu og Bahamaeyjum. Sharon Clark: Don Giovanni slapp ekki billega. safn af eiginkonum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.