Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. „Ég myndi ekki sofa rólegur íþeirra sporum” KERFn) TEFUR NEYÐAR- BAUAMHMSU FLOTANS —baujur komnar í alla gúmmíbáta, ef kerf ið hefði ekki hrin með eigin reglugerð ,,Ég myndi ekki sofa rólegur í þeirra sporum,” sagði maður sem hafði samband við DV og kvað kerfið standa í vegi fyrir framkvæmd eigin reglugerðar um að setja skuli sérstakar neyðarbaujur í alla gúmmibjörgunar- báta á skipaflotanum. Reglugerðin er siðan 1979, en ennþá eru ekki komnar baujur í nema rúmlega þriðj- ung bátanna að þvi er bezt er vitað. Þessar neyðarbaujur senda út hljóðmerki eingöngu á tíðni flugvéla- fjarskipta. Reglugerðin skipar svo fyrir að þær skuli senda út á tveim tíðnum, bæði fyrir farþegaflug og herflug. Miðað er við tiltekinn styrk- leika og 48 tíma sendilima. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér var fyrirtækið Rafis hf. að láta hanna i Noregi baujur sem uppfylltu kröfurnar þegar samgöngu- ráðuneytið veitti Asiaco hf. undan- þágu til þess í fyrra að selja hér brezkar baujur sem senda aðeins á fullum styrk áannarri tíðninni. „Við værum búnir að fullnægja eftirspurn og metta markaðinn, sem er um 1.800 tæki, ef þessi undanþága hefði ekki sett strik í reikninginn. Við vorum búnir að semja við Öryrkja- bandalagið um samsetningarvinnu hér en úr þvi hefur ekki orðið þar sem verulegur kostnaður fylgir þvi að færa framleiðsluna hingað og óvissa skapaðist um markaðinn,” sagði Geir Svavarsson hjá Rafis hf. „Norð- menn hikuðu einnig og þess vegna höfurn við aðeins getað afgreitt 280 baujur síðan í haust.” Baujurnar frá Asiaco hf. komu á markaðinn nokkru fyrr og eru komnar í yfir 500 báta, að sögn tals- manns fyrirtækisins, Benedikts Blöndal hr. Sala þeirra var hins vegar stöðvuð um áramót, þegar fyrirtækið auglýsti þær fyrir rjúpnaskyttur. í viðræðum við ýmsa embættis- menn og hagsmunaaðila komu fram mjög mismunandi og jafnvel gagn- stæðar upplýsingar og Ijóst er að veruleg sárindi hafa orðið út af gangi mála varðandi neyðarbaujurnar. Baujurnar eru taldar geysilega mikilvægt öryggistæki og í viðræðum DV við slysavarnamenn og sjófar- endur tóku þeir mjög í sama streng og sá sem vakti athygli blaðsins á málinu. Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar ráðuneytisstjóra ætlar hann nú að taka málið upp við ráðherra og freista þessaðskeraá hnútinn. -HERB. Knapi og gæðingur hans urðu fyrir bí/á Bústaða veginum 6 móts viö Fáksheimilið á föstu- dagskvöki Knapinn var fkittur á sjúkrahús, bMKrm skemmdbt taisvert en ekki fer frekari sögum af reiðskjótanum. Á myndinni má s/á hvernig bifreiðin leit út eftir að hafa rekizt á knapann og reiðskjóta hans. DV-mynd S. -SSv. Nú er tækifærið Frískaðu upp á eldhúsið með glæsilegum tækjum frá KPS. Við bjóðum þér þetta sett C/davél ásamt gufugleypi á sérstöku verði með afbragðs kjörum — kynntu þórþau. Þetta færðu með í kaupunum: 1. Gufugleypi með Ijósi, 2 hröðum, klukku og fjar- stillibúnaði fyrir eldavél. 2. Eldavól með 4 hellum, upplýstu takkaborði. 3. Grillofn að ofan með rafdrifnum grillteini. Sjálf- hrcinsandi ofn. 4. Stór ofn að neðan sem líka er hægt að steikja og baka í. 5. öryggisgler í hurð og barnaiæsing. 6. Fallegir litir: gulur, grænn, rauður, svartur og hvítur. 7. Verð, eldavél og vifta, kr. 9.644,- kolsía kr. 900,- Láttu ekki þetta góða tilboð ganga þér úr greipum. Líttu inn og kynntu þér kjörin á (i KPS PA 460 eldavólinni. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BE RGSTAOASTRÆTI 10 A Sími 16995. RAF HF. Akuroyri. Glorárgötu 26. — Sími 25951. Ákvörðun um steinullarverksmiðju: „Ekki í sjónmáli” — segir H jörleifur Guttormsson, iðnaöarráðherra „Frekarl viðræður við áhugaaðila eiga eftir að fara franr áður en ákvörð- un verður tekin. Ég sé ekki að hún sé isjónmáli,” sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra er DV innti hann eftir því í morgun hvort ákvörðunar um staðsetningu steinullarverksmiðju væri að vænta innan skamms. Nú er talið líklegra að Sauðárkrókur verði frekar fyrir valinu en Suðurland. Ráðgjafar iðnaðarráðherra I þessum málum hafa komizt að þeirri niður- stöðu að verksmiðja af þeirri stærð sem Sauðkræklingar itafa i hyggju að reisa sé hagkvæmari en sú af þeirri stærð sem Sunnlendingar vilja reisa. Forráðamenn Jarðefnaiðnaðar, sem standa að baki Suðurlandsverksmiðj- unni, og forvígismenn Sauðárkróks- verksmiðjunnar voru beðnir um viðbótarupplýsingar fyrir jól varðandi verksmiðjurnar. Voru þær sagðar nauðsynlegar til þess að skýra málin frekar. Iðnaðarráðherra vildi ekkert láta hafa eftir sér frekar um málið I morgun en tryggar heimildir telja líkurnar, á að verksmiðjan á Sauðárkróki verði ofan á, yfírgnæfandi. -SSv. Fáskrúðsfjörður: Landað úr báð- um togurunum Skuttogarinn Hoffell landaði 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði á föstu- daginn og í gær landaði Ljósafellið 130 tonnum. Þetta er fyrsti fiskurinn sem berst á land síðan fyrir jól. Vinna er því með eðlilegum hætti í frystihúsi kaup- félagsins. Unnið var við ýmsar lagfæringar í frystihúsinu i togaraverkfallinu og breytingar i flökunarsal. Bátar hafa ekki hafið róðra frá Fáksrúðsfirði ennþá en unnið er að því að gera þá klára. Guðmundur Kristinn SU, eign Pólar- síldar hf., skemmdist rnikið í höfn á Neskaupstað í óveðrinu sem gekk yfir' landið aðfararnótt 14. janúar sl. Skipið lamdist við bryggjuna og komu miklar dældir I stjórnborðssíðu skipsins, allt að 40 sm djúpar. Óvíst er hvenær báturinn verður tilbúinn á veiðar. -Ægir Fáskrúðsfirði. / Samþykkt austur-skaftfellskra kvenna: Konur í allar hreppsnefndir Fundur Sambands austur-skaft- fellskra kvenna, haldinn í Holti á Mýrum, samþykkti að skora á alla sýslubúa að kjósa konur í næstu sveitarstjórnarkosningum. Konurnar leggja metnað sinn í að konur eigi sæti i öllum hreppsnefndum sýslunnar. Tvær konur eiga nú sæli í hrepps- nefnd Mýramanna og eru þær öðrum fordæmi. -Júlía Höfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.