Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 8
8 DAGBLAÐID & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Boðar Jaruzelski tilslakanir? Wojciech Jaruzelski, hershöfðingi, er sagður munu flytja ræðu i pólska þinginu i dag og boða aðstoðarmenn hans, að þar muni hann kunngera ýmsar tilslakanir á herlögunum. Ríkir mikil spenna í Póllandi vegna ræðunnar fyrirhuguðu, því að vaxandi andófs hefur gætt meðal almennings að undanförnu og kurrs vegna ástandsins. — Augljóslega hefur yfirvöldum ekki orðið um sel, því að lögreglulið höfuð- borgarinnar var eflt um helgina til þess að tryggja, að ekkert fari úr böndum næstu tvo daga, sem þinghaldið stend- ur. Ekki eru allir jafnbjartsýnir á, að til- slakanir Jaruzelski verði svo stórkost- legar. Utan Póllands er ræðunnar einnig beðið með nokkurri eftirvæntingu. Einkanlega í Genf, þar sem þeir setjast að fundarborðinu á morgun, Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, og Alexander Haig starfsbróðir hans frá Bandaríkjunum. — Haig hefur sagt, að hann muni nota það tækifæri til þess að ræða um Póllands- málin við Gromyko, og það ekki í neinum „elsku bróðir”-tón. Pólska þingsins býður það verkefni, þegar það kemur loks saman í dag, að staðfesta herlögin og reglur aðrar, sem skertu mjög mannréttindi í Póllandi, því að þau voru bráðabirgðalög sett í jólahléi þingsins. Ekki er búist við því að það standi neitt í þingheimi að stað- festa herlögin, þótt einn og einn þing- maður haft í einkasamtölum viður- kennt, að þau stangist á við stjórnar- skrána. Sá eini í ríkisráðinu, sem neitaði að undirrita herlögin á sínum tíma, Ryszard Reiff, á þar ekki lengur sæti. í sunnudagspredikun, sem útvarpað var um allt Pólland í gær, gagnrýndi Jozef Glemp erkibiskup herlögin enn á ný og hvatti til viðræðna milli „yfir- valda og samfélagsins”, eins og hann komst að orði. 130 pólskir menntamenn hafa sent pólska þinginu opið bréf, þar sem þeir saka yfirvöld um gróft brot á mann- réttindum og Helsinkisáttmálanum. Fólk í Póllandi stóð áður i löngum biðröðum til þess að fá nauðsynjavörur en að undanförnu hefur það æði oft komið tóm- hent frá slíkum leiðöngrum. Á'i 'V jiiji ' B ' SÆTA BARSMÍDUM OG VONDRIMEÐFERÐ í FANGABÚDUNUM Anka Kowalska, ein af fremstu' andófsmönnum Póllands, er sögð alvarlega veik í einum af einangrunar- búðum herlagastjórnarinnar. Félagar úr Einingu segja að skáld- konan, sem lengi starfaði í KOR, hinum bönnuðu samtökum andófs- manna í Póllandi, ætti við að stríða ofnæmisasma og væri upphlaupin um allan líkamann. Segja Einingarmenn að reynt sé að fá hana lausa úr fanga- búðunum við Goldap (NA—Póllandi, skammt frá sovézku landamærunum). Einingarmenn segjast fá fleiri fréttir af slæmri líðan margra sem hafðir eru í haldi í einangrunarbúðunum. Sagt er að alls um 5000 pólitískir fangar séu í búðunum, sem eru dreifðar um allt land. Æði margir fanganna eru fyrri félagarí Einingu. Nokkrir menntamenn sem ganga lausir eru sagðir safna undirskriftum á bænaskjal þar sem skorað er á yfirvöld að bæta aðbúnað fanganna i búð- unum. Eitt af neðanjarðarblöðunum í Varsjá hefur birt fjölda bréfa, þar sem fangar í búðunum kvarta undan barsmíðum og illri meðferð. í einu bréfinu, sem var undirritað af tólf föngum og stílað á pólska þingið, var lýst barsmíðum eins fanga og augljósri tregðu til þess að veita honum læknis- aðstoð. Herlagayfirvöld hafa borið á móti því að fangar í búðunum þurfi að þola vonda meðferð og er því haldið fram að aðbúnaður þeirra sé betri en hjá sakamönnum. HUNGURVERKFALL- IÐ í SENDIRÁÐI USA í MOSKVU Tvær sovézkar konur, sem fyrir þrem árum leituðu hælis í bandaríska sendiráðinu í Moskvu, hafa nú fastað í fjórar vikur til þess að vekja athygli á högum sínum. Þær hafa hert hungur- verkfallið með þvi að hætta að taka vökva. Ásamt fimm iöndum sínum búa þær í einu herbergi í sendiráðinu og hafa gert frá því þau hlupu framhjá sovézkum vörðum og inn í sendiraðið í júní 1978 á flótta undan ofsóknum vegna trúarbragða þeirra. Konurnar saka sendiráðsmennina um að hafa ekkert gert tii þess að út- vega þeim leyfi hjá Sovétyfirvöldum til þess að fara úr landi. Sendiráðsmenn- irnir segjast hafa á þessum þrem árum gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að útvega fólkinu brottfararleyfi. Sendiráðsfólkið segir að konurnar vettði afhentar sovézkum yfirvöldum ef hungurverkfallið gengur þeim of nærri. Jozef Glemp erkibiskup útvarpaði gagnrýni sinni á herlögin. Kalla frétta- tímann ,J*rúðu- leikhusið„ f einu hefur þjóðarframleiðsla Pól- að ,,það er grænt með fullt af verja stóraukist eftir gildistöku her- skrimslum, sem tala tómt bull.” laganna, en það eru Austantjalds- Útgöngubannið er Pólverjum brandarar, sem þeir hafa löngum notadrjúgt smíðaefni í skopsögur, en verið lagnir við að smiða sér til and nokkuð bera þær keim af „svartri legrar upplyftingar í grámósku út- kímni”: — Lögreglumaður stöðvar göngubanns, innrásar- og hernáms- borgara á ferli.einni mínútu áður en hættu. útgörtgubannið tekur gildi, og skoðar „Hver er lægsta gráðan í pólska persónuskilriki hans. Hefur hann hernum?” spyrja þeir hver annan engar vöflur á, heldur dregur upp þessa dagana. „Fréttaþula í sjón- byssu s'ma og skýtur borgarann. varpinu.” hljóðar svariö, eftir að „Hví gerðiirðu þetta? Ekki et herinntók viðstjórnútsendingasjón- útgöngubannið byrjað.” spyr félagi varpsins og hefur einkennisklædda lögreglumannsins. „Rétt er það, en kommissara tii upplestrar á skjánum. ég veit hvar hann bjó þessi, og hann Raunar kalla Pólverjar fréttatima átti ekki minnsta möguleika á að sjónvarpsins „Prúðuleikhúsið,” því komast þangað i tæka tíð.” Þrír hryðjuverkamenn handteknir í Róm Lögreglan í Róm segist hafa hand- reglumenn voru drepnir, gáfu til tekið þrjá hryðjuverkamenn, en einn kynna að þessi hópur heföi staðið að þeirra er Giulia Borelli, fyrirliði ráninu. „Framlínu” hópsins. Einn bankaræningjanna hafði særzt í árásinni og telur lögreglan Dreifimiðar sem fundust i Míianó fuHvist að það hafi verið Borelli, eftir bankarán sem framið var i Siena en hún var lögð inn á sjúkrahús á fimmtudaginn, þar sem tveir lög- vegna sára sinna. Sveppir sem virka eins ogLSD Fjórir læknar hafa skorað á brezk yfirvöld að banna fólki að hafa ákveðna sveppategund undir höndum, eins og bannað er að hafa ákveöin fíkniefni undir höndum. Sveppir þessir hafa ofskynjunar- áhrif iíkt og LSD og er ungt fólk marg orðið mjög sólgið í þá. í grein sem þeir skrifa í „Lancet”, Iæknaritið, segja fjór- mertningarnir að sveppaátið sé að verða plága í Giasgow. í daglegu tali eru þessir sveppir kallaðir „töfrasveppir” og vaxa villtir í görðum og úti á víðavangi. Núna siðast í september og í októ- ber þurftu læknar á sjúkrahúsum i Glasgow að hafa afskipti af þrjátíu og níu ungmennum á aldrinum tólf til tuttugu og átta ára, sem étið höfðu töfrasveppi. Þurfti að dæla upp úr þeim. Læknarnir hvetja eindregið til þess að bannað verði að hafa þessa sveppi undir höndum en hið opin- bera dragi úr sveppavextinum með því að úða sveppaeitri á þeim stöð- um sem þeir vaxa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.