Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Page 9
9
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
SOVÉZKIR SÉRFRÆÐ-
INGAR TIL EGYPTALANDS
Kamal Hassan, utanríkisráðherra
Egypta, tilkynnti í gær að 666 sovézkir
sérfræðingar myndu koma i stað þeirra
1000 sérfræðinga sem vísað var úr
landi i september.
Anwar Sadat forseti lét vísa öllum
sovézkum ráðunautum úr landi ásamt
sovézka sendiherranum og 6 sendiráðs-
starfsmönnum skömmu áður en hann
var ráðinn af dögum. Ásakaði hann þá
fyrir að auka á deilur sértrúarhópa.
Ali Hassan sagði að þessir nýju sér-
fræðingar ættu að halda við tveimur
túrbínum í virkjun á Níl sem byggð var
með aðstoð Sovétmanna og annast
eftirlit með fleiri stóriðjum.
Sovézkir sérfræðingar áttu drjúgan
þátt í uppbyggingu iðnvera í sambandi
við stál- og álframleiðslu í Egyptalandi.
Sambandið milli Egypta og Kreml-
verja hefur verið stirt síðan árið 1972,
en þá lét Sadat vísa 17.000 sovézkum
hernaðarráðunautum úr landi og
fækka starfsmönnum í sovézka sendi-
ráðinu.
Hosni Mubarak hefur einnig sagt í
viðtali við v-þýzk tímarit að ekki væri
útilokað að löndin skiptust aftur á
sendiherrum, en egypzkur sendiherra
hefur ekki setið í Moskvu síðan 1977.
Egypzkt blað sagði frá því í síðustu
viku að Egyptar myndu leyfa Sovét-
mönnum að fjölga aftur í sendiráði
sínu í Kairó og nefnd egypzkra sér-
fræðinga á sviði viðskipta færi til
Moskvu í þessum mánuði til að ræða
viðskiptamál landanna.
Mubarak, forseti Egyptalands, þiggur
aðstoð Sovétmanna.
PRAVDA RÆÐST A ÍTALSKA
K0MMÚNIST AFL0KKINN
— Berlinguer
stendurfastáþví
aða-evrópskur
sósíalismi
haf i brugðizt
Ítalskir kommúnistar standa fastir á
stefnu sinni frammi fyrir árásum
Pravda, málgagns sovézka komm-
únistaflokksins.
„Blaðið er fullt af svívirðingum og
illsku,” sagði Giancarlo Pajetta, for-
maður utanríkismálanefndar kommún-
istaflokks Ítalíu, um Pravda (Nafnið
Berlinguer í ræðustóli, en „félagi Brezhnev” og fleiri hlýða á. Félagarnir eru ekki
lengur einhuga.
TUGIR
tegunda
af prjónagarni,
hundruð litbrigða.
NÝ
sending af
Jacobsdalsgarni,
Angorina Lyx
og Harpun.
HOF
Ingólfstræti 1 (gognt Gamla bíói). Sími 16764.
Auk þess höfum við mikið úrval af borðdúkum í öllum
stærðum og verðflokkum.
Sjón or sögu ríkari. Vorifl volkomin
NÝJUNG
Norska garnið Maskot, 20%
ull, 80% polacryl, fyrir grófa
prjóna. Verð aðeins kr. 10,-
Tweedgarn (frá Mac Tweed) á
kr. 12,- Ennfremur mikið
úrval af rya-smyrna og útsaums-
vörum.
þýðir sannleikur).
Sakaði Pravda ítalska kommúnista-
flokkinn, sem er sá stærsti í Vestur-
Evrópu, um að villast frá grundvallar-
stefnu kommúnismans undir forystu
Enrico Berlinguer. — Berlinguer hefur
veitzt að Sovétstjórninni vegna stefnu
hennar gagnvart Póllandi og fyrir
innrásina í Afghanistan.
Segir Pravda að Berlinguer og lautin-
antar hans styðji þá sem vilja grafa
undan ávinningum sósíalismans í
Austur-Evrópu.
ítalski kommúnistaflokkurinn hefur
gagnrýnt eindregið hlut Sovétstjórnar-
innar i ofsóknum pólskra yfirvalda
gegn hinum óháðu verkalýðssamtökum
(Einingu). Gekk Berlinguer svo langt
að segja að innleiðing herlaga í Pól-
landi sýni að hinn a-evrópski sósíal-
lismi hafi brugðizt. Sagði hann að það
þróunarskeið sem bylting bolsévikka
1917 hefði hrundið af stað væri nú
runnið á enda.
Pajetta, talsmaður ítalska flokksins
um utanríkismál, sagðist hafa haldið
að árásir á borð við þessa, núna síðast í
Pravda, hefðu gengið sér til húðar með
20. flokksþinginu, þar sem Krúsjoff
fordæmdi stefnu Stalíns.
Pravda sakaði ítalska kommúnista
um að hafa samúð með hægrisinna
öfgamönnum í Einingu og vísaði á bug
áskorun Berlinguers um aukið frelsi í
austantjaldslöndunum. Sagði blaðiðað
undir forystu núverandi leiðtoga hefði
ítalski kommúnistaflokkurinn snúið
baki við hejmskommúnismanum.
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veöskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bætt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.
E3
Wnlbrcfa-
iUaiicidiiriiin
Nýja húsinu
v/Lækjartorg.
12222
^-1982-
UMBOÐSMENN
OKKAR VITA ALLT UM
STÆKKUNARTILBOÐIÐ
SEM GILDIR ALLT ÁRIÐ’82
SPURDU ÞÁ BARA!
HANS PETERSEN HF
TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK