Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 12
12 ^frjálsf oháð daghlað \ f Útgáfufóiag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnorformaöurog útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Sœmundur Guðvinsson. } Auglýsingastjórar: Pálí StefánssönOg Ingólfur P. Steinsson. I Ritatjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiðsla, óskríftir, smáauglýsingar, skrífstofa:* Þverholti 11. Sfmi 27022. Slmi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði 100 kr. Verö í lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Vestræn linkind oghræsni Herlögin í Póllandi hafa ekki leitt til neins stjórn- málaágreinings í Austur-Evrópu. Þvert á móti eru það Vesturlönd, sem hafa sundrazt. Hérna megin járn- tjalds er hver höndin uppi á móti annarri út af við- brögðum við herlögunum. Gagnkvæmar ásakanir um linkind og hræsni ríða húsum. Engar tvær ríkisstjórnir þramma í takt. Hver fer sínar eigin leiðir, oftast með hliðsjón af heima- vandamálum fremur en sameiginlegum hagsmunum hins vestræna heimshluta. Hörðust er hin bandaríska gagnrýni á hendur Vestur-Þýzkalandi. Hún á sumpart við rök að styðjast. Ríkisstjórn Þjóðverja hefur veðjað of ákveðið, bæði stjórnmálalega og peningalega, á austurstefnu og ímyndaða slökun. Þjóðverjar eiga 5% viðskiptahagsmuna sinna í Austur-Evrópu. Þeir eru í fararbroddi samtaka ýmissa ríkja Vestur-Evrópu um stóraukin kaup á gasi frá Sovétríkjunum. Þeir virðast ekki geta litið upp úr kaupsýslunni í austurvegi. Vesturþýzk stjórnvöld hafa lagt sig i líma við að gera lítið úr herlögunum í Póllandi og þætti Kremlverja að baki þeirra. Þau hafa æmt minna en margir kommún- istaflokkar í Vestur-Evrópu, svo sem hinn fjölmenni Ítalíuflokkur. Að þessu sinni hafa Frakkar verið harðari af sér. Þótt undarlegt megi virðast, er sósíalistinn Mitterand forseti mun eindregnari í afstöðu sinni til kommúnism- ans í Austur-Evrópu en hinir hægri sinnuðu forverar hans voru. Frakkar hafa þó ekki alveg hreinan skjöld. í Efna- hagsbandalagi Evrópu börðust fulltrúar þeirra gegn stöðvun á sölu niðurgreiddrar mjólkur og kjöts til Sovétríkjanna í kjölfar herlaganna, en fengu því ekki framgengt. Mest er hræsni Bandaríkjastjórnar, sem ber sér á brjóst á opinberum vettvangi, en tekur í raun við- skiptahagsmuni fram yfír hugsjónir. Dæmi þess er leyfi International Harvester til að selja 300 milljón dala tæknibúnað til Sovétríkjanna. Verra er þó, að stjórnin vill ekki beita þeim efna- hagslegu refsiaðgerðum, sem mundu verða Kreml- verjum óþægilegust. Það væri bann við hinni miklu kornsölu, sem Reagan forseti leyfði í sumar eftir þrýst- ing frá bændasamtökum. Carter, fyrrum forseti, hafði stöðvað kornsöluna eftir hernaðaríhlutun Sovétríkjanna í Afganistan. Bannið hafði og mundi enn hafa verulegt gildi, því að uppskerubrestur er kerfislægur þar eystra ár eftir ár. í ósamlyndinu væri Vesturlöndum nær að sameinast um einfaldari og beinni aðgerðir gegn þeim aðila, sem ber formlega ábyrgð á herlögunum, það er herstjórn- inni í Póllandi, til dæmis með því að framlengja ekki vanskilalán og veita ekki ný. Auðvitað væri betra, ef Vestur-Evrópa og Banda- ríkin gætu komið sér saman um að færa fórnir, Banda- ríkin með því að neita sér um kornsölu og Evrópa með því að neita sér um gaskaup. En um slíkt er tæplega raunhæft að biðja. Staðreyndin er, að Vesturlönd búa feitar og saddar þjóðir, sem óðum hrekjast út í að vilja friðinn, hvað sem hann kostar. Þær geta ekki neitað sér um neitt til að halda uppi merki mannúðar og mannréttinda. Hver þjóð heldur dauðahaldi í smáaura, sem hún telur sig geta hagnazt um í viðskiptum við grjótharðar rikisstjórnir Austur-Evrópu. Eins og Lenin spáði munu þær í græðgi sinni selja Kremlverjum naglana í sínar eigin líkkistur. íslendingar ekki síður en aðrir. Jónas Kristjánsson DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. Til vamar sósíalismanum—Seinni grein Allaballar falla á prófi í fyrri kjallaragrein var því lýst hvernig sótt er að sósialismanum með þvi að rangsnúa marxismanum, með því að nota Sovétríkin og A- Evrópuríki sem grýlur og með því að gefa dægurpólitík Alþýðubandalags- ins út sem „sósíalíska baráttu”. Meiramætti tína til. Ekki þó að þessu sinni. í fyrri hlutanum var einnig reynt að segja frá inntaki sósíalism- ans í sem stystu máli. Er þá komið að því að útskýra betur hvernig sóknin gegn sósíalismanum fer fram. Og verjast. Sovéska og pólska grýlan Ef þjóðfélögin í Sovétríkjunum og Póllandi eru sósíalísk þjóðfélög, þá er sósíalisminn vond stefna. Ályktun- in er rökrétt. Andstæðingar sósíalisma þurfa ekki að hafa mikið fyrir því að sýna samsvörun milli ástandsins í þessum löndum og marxismans. Klifun ráðamanna þar á sósíalismanum leggur nefnilega mikinn slaghamar í hendur andsósia- lista. Enda eins gott fyrir þá síðar- nefndu að reyna sem minnst að sýna fram á að verk Kremlverja eða pólskra stjórnvalda fylgi marxískri stefnuþað tækistekki. Marxisminn gerir allt eins ráð fyrir að ríki geti horfið af braut sósíalískr- ar þróunar eftir valdatöku vinnandi fólks. t.d. ef það missir tök á nýju ríkisvaldi sínu. Misskipting gæða eins og í Póllandi eða skortur á lýðréttind- um er í engu samræmi við sósíalisma. Marxisminn greinir líka frá því að til sé ríkiskapítalismi þar sem handhafar ríkis og helstu embættismenn mynda auðstétt (eða hluta hennar) er matar eiginn krók og þar sem vinnuaflið er eins og hver önnur vara. Nú kann einhver að segja: „Ja, góð er fræðikenningin en fram- kvæmdin er verri og sýnir skipbrot fræðikenningarinnar.” Því er til að svara að marxisminn gerir hvorki ráð fyrir að sett sé undir allan leka í sósía- lísku þjóðfélagi með því að beita honum né heldur að hann hafi svör við öllum gömlum eða nýjum vanda- málum. Öfugþróun í fyrstu sósíalísku ríkjum heims átti strax í upphafi að vera áþreifaniegur möguieiki. Þegar barátta stétta heldur áfram, óhjá- kvæmilega, í sósíalísku ríki, geta lyktir orðið á hvern veginn sem vera skal. Ályktað í hring Hér er ekki rúm til að greina frá ýmsum séreinkennum sovésks efna- hagsskipulags eða Comecon-banda- laginu. En er það eitthvað ósennilegri merkimiði en sósíalismi þegar stað- hæft er að ríkiskapitalismi ráði þar ferðinni? Rífi menn ekki marxíska frasa úr samhengi eða heita ábyrgða- menn APN-fréttarits, þá er óumdeilanlegt að versnandi lífskjör í langa tíma, nær algjör skortur á borgaralegum réttindum, gífuriegur launamunur.árásarstyrjaldirog þjóð- erniskúgun eiga ekkert skylt við rit marxismans. Við getum deilt um hvað nefna skal forréttindaklíku Comecon-ríkjanna, hvenær og hvernig sósíalískri þróun var snúið þar við og hvaða þættir marxismans auðvelduðu slíkt slys. Þetta á jafnt við um vinstri og hægri menn. Fyrr eða síðar neyðir aukin þekking Að taKa áhðBttu Fyrir nokkru sagði hinn ágæti sagnaþulur, Magnús Magnússon, sá sem stendur fyrir þáttunum um vík- ingana i sjónvarpi, merkilega dæmi- sögu. Sagan var af Islendingum á Grænlandi og hafði geymzt í munn- mælum eskimóa þar, mann fram af manni, löngu eftir að byggðir landa okkar á Grænlandi voru okkur týnd- ar. Sagan hljóðar eitthvað á þessa leið, ef ég man hana rétt: Eskimói og íslendingur ákváðu að reyna með sér í skotfimi af boga. Þeir skyldu fara upp á háan klett og skjóta þaðan á skinn, sem breitt yrði úr, fyrir neðan klettinn. Sá sem hitti nær miðju skinnsins sigraði. En nú vildi fslendingurinn hafa eitthvað meira í húfi. Hann heimtaði að þeim sem tapaði, yrði hrint fram af klettinum, en það var vís bani. Þetta fannst eskimóanum fráleitt og þverneitaði, en fjöldi íslendinga, sem voru þarna staddir, stóðu með landa sínum í þessari kröfu og linntu ekki fyrr en eskimóinn lét til leiðast. ís- lendingurinn skaut fyrst og hitti ekki einu sinni skinnið. Eskimóinn skaut þá og hæfði ör hans skinnið i miðju. Nú sagði íslendingurinn honum að hann mætti hrinda sér fram af klett- inum en eskimóinn færðist undan því enn sem fyrr. En íslendingurinn sat fast við sinn keip og á endanum hrintu landar hans honum fram af brúninni og beið hann þegar bana af. Reginmunur á lífs- skoðunum Þessi saga af samskiptum eskimóa og íslendinga hefur geymzt í munn- mælum meðal hinna fyrrnefndu mörg hundruð ár, en hvers vegna? Hvað á þessi saga að segja þeim? hvers vegna er hún þeim svona eftir- minnileg allan þennan tíma? Hver er skilningurinn eða boðskapurinn sem ber þessa sögu uppi?. Þarna hittust tveir gjörólíkir heim- ar í hugsunarhætti, viðhorfum og menningu. Sagan á að undirstrika þennan mismun í augum eskimóa. Þetta er dæmisaga og sem slik er hún stílfærð, algjör, fráleit og öfga- kennd. Línur eru dregnar sterkar og blæbrigði í lágmarki. Það sem mér finnst koma sterkt fram í þessari sögu er hinn frjálsi og óbundni vilji íslendingsins. Hann er eingöngu háður eigin vilja og tekur afleiðingum þess. Hann vill og má taka áhættu og gerir það. Slíkt finnst eskimóum svo fráleitt að sagan um það geymist meðal þeirra mann fram af manni. í þessari sögu kristallast sá reginmunur sem er á lífsskoðunum þessara tveggja menninga. íslending- urinn er fulltrúi vestræns menningar- arfs, sem leyfði einstaklingi að taka áhættu. Þessi viðhorf drógu þá um allan heim og víðar. Víkingar sigldu Jóhann J. Ólafsson til Færeyja og námu þær. Það tókst. Til fslands. Það tókst. fslendingar námu Grænland. Það mistókst. Þeir reyndu að nema Vtnland en tókst ekki. Með höppum og glöppum þreifuðu þeir sig áfram inn í hið óþekkta. Á sama tíma eru eskimóar búnir svo algjörlega að laða sig að staðhátt- um að hjá þeim breytist ekkert í þús- undir ára. Þeir þekkja sín takmörk fullkomlega og fara ekkert út fyrir þau. Auðvitað hafa þeir þurft að taka áhættu innan þessara marka í daglegu lífi en ytri mörkin eru þeim lög sem enginn vogar sér að brjóta gegn. Það hefur enginn tilgangur ver- ið lögmætur annar en sá sem stuðlaði að viðhaldi daglegs lífs innan þekktra takmarka kynslóðanna öld fram af öld. Auk þess hefur algjört sameign- arkerfi lamað allan vilja til frum- kvæðis og haldið mönnum föngnum í samfélagi þeirra. Svona hefur þessi þjóðflokkur lifað í árþúsundir á norðurströnd Ameriku, með rikustu álfu hnattarins fyrir sunnan. Þeir gátu gengið til Argentínu þurrum fót- um og til alls þess á milli. En samt fara þeir ekki út úr sínu vetrarríki. Þeir eru orðnir algjör hluti dýralífsins á svæðinu. En hvers vegna leitar þetta fólk aldr- ei suður á bóginn til sólríkari landa, þar sem lífsbaráttan er léttari? Þeir hætta sér ekki út fyrir þann heim sem þeir þekkja gjörla. Líklegt er að suð- lægari veiðiþjóðir hafi helgað sér landsvæði fyrir sunnan með merkj- um líkt og veiðidýr gera og varið þessi svæði. Eskimóarnir hafa þekkt ^ „Ef við göngum of iangt fram í því aö draga úr áhættu einstaklinga til frum- kvædis, hefst hnignun, sem endar í stöönun...,” segir Jóhann J. Ólafsson í grein sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.