Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
MÁLVERKA OG MYNDAINNRÖMMUN
Mikið úrval af speglum í römmum.
INNRÚMMUN
SIGURJÖNS
ARMÚLA 22 - SlMI 31788
MYNDA OG
MÁLVERKASALA
I5BEUKHK1
;:sLszs^szsLsisiszsisz5isisLrLS2jrE5isLs«LS-LSzsL5Esas2sisz5LSL5i5i5LSLSLsisLSLSLJLSLSLSLn
ER ALLT ÓFÆRT Á NÝJU ÁRI?
Hringdu þá í síma 1 86 10
□ Bókhald
□ Launamiðar
□ Skattframtöl
□ Tollskýrslur
□ Verðútreikningar
□ Launaútreikningar
íznsisiíTJinnjznizníisinnsiníznsTjmíiszsiriíTiísísííiíisisirararinníini!!
H. GESTSSON
viðskiptaþjónusta —
Hafnarstræti 15,101 Rvík.|
Sími 1 86 10.
SMÁAUGLÝSINGÍ
ATHUGIÐ!
ER ENGIN SMÁ-A UGL ÝSING
Opið alla virka daga frá kl. 9—22
» Laugardaga frikl. 9—14
Sunnudaga frá kl. 14—22
muuiwÆmm
Smáauglýsingadeild—Þverholti 11— Sími27022
SUÐUVÉLALEIGAN
AUÐBREKKU 63
KL. 16-19
SÍMI 45535
Leiga á MIG suðuvélum
ásamt vír og kút
Kolsýra og blandgas.
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
i póstkröfu.
Altikabuðin
Hverfisgötu 72. S. 22677
VANTAR
&G FRAMRUÐU?
rfT
Ath. hvort viðgetum aðstoðað.
ísetningar ú staðnum.
BÍLRÚÐAN
Menning Menning Mennin
1 — i i '
Skáld vill hann verða
FLÖKKULÍF
Æskusaga Haniwur Sigfús.onar skálds.
Iðunn 1981.232 bb.
Frásögn Hannesar Sigfússonar, I
þessari bók, lýkur um vorið 1945. Þá
fer undir stríðslokin ferðahugur um
unga menn, Hannes býst eins og fleiri
skáldefni og listamenn á braut af land-
inu. í sögulokin ber hann á bál handrit
sín og þar með væntanlega einnig
skáldagrillur og frægðardrauma frá
umliðnum árum, allt frá því að hann
fékk köllun til skálds og hljópst þar
með úr gagnfræðaskóla, átta árum
fyrr. Þegar hér er komið er hann 23ja
ára gamall.
Flótti hans úr Ingimarsskólanum,
öðrum bekk, vegna ópolandi leiðinda
er fyrsta, en hreint ekki síðasta, dæmið
um það hvernig köllunin til skáld-
skapar og skrifta beinir honum hvað
eftir annað út af settri braut. Móðir
hans lætur sér annt um hann og hjá
henni á hann jafnan athvarf. Úr því
drengurinn vill ekki ganga í skóla tekst
henni að útvega honum vinnu hjá
heildsölu sem brátt er komin í uppgang
á striðsárunum. Hannes ferðast landið
um kring sem sölumaður og á um siðir
kost á því að gerast innkaupastjóri
heildsölunnar í New York. Um svipað
leyti kynnist hann stúlku sem verður
barnshafandi eftir hann. og eru þau
heitbundin um skeið eftir barnsfæðing-
una. En í rauninni er honum jafn-
ógeðfellt, sölumennska og hjúskapur,
hin beina og settlega borgaralega braut
framundan. Hann svíkur stúlkuna og
segir upp vinnunni. Skáld vill hann
verða.
í öðrum tilfellum beinir köllunin
honum inn á óvæntar brautir — til
Noregs að læra refarækt, upp í Borgar-
fjörð að hirða refi, í fjósamennsku
austur í Hreppa, til Hveragerðis að
þýða bók. Refahirðing og fjósa-
mennska stafa af þeirri hugmynd
Hannesar að svo sem hálft starf við
búskap sé hagkvæmt verðandi rit-
höfundi til að hafa í sig og á, en
meðfram bústörfunum gefist nóg næði
til að sinna rithöfundarköllun. Þetta er
auðvitað argasta sjálfsblekking. Það
verður sist meira úr skáldskap en áður
meðan skólanám og sölumennska
spilltu fyrir honum tímanum. Hvað þá
um þýðingarnar? Það kemur að vísu á
daginn að kunnátta í dönsku, vélritun
og stafsetningu er ónóg til þessara
verka. Og þótt næði sé nóg vill andinn
ekki koina þegar maður ætlar að fara
að yrkja sjálfur. Þar er skáld vort statt
að sögulokum þegar hann ber æsku-
drauma sína á bál.
Maðurinn er að sönnu ungur. Og
skáldadraumur hans hafa ekki gengið
upp með handritunum á bálinu í
Reykjadal. Fjórum árum eftir að
sögunni lýkur, árið 1949, kemur út
fyrsta bók Hannesar Sigfússonar,
Dymbilvaka. Og einasta ástæða les-
andans til að skeyta um æskuminning-
ar hans hlýtur að vera áhugi manns á
því skáldi sem þar kom fram, skáldi
Dymbilvöku. Það skrýtna við
Flökkulíf er hinsvegar hve lítið bókin
segir manni sem máli skiptir og skiljan-
legt er um aðdraganda og undirrætur
þeirra nýstefnu, móderisma í ljóðagerð
sem fram kom í þeirri bók og ljóðum
fleiri „atómskálda” um svipað leyti.
Þeir sem hafa af einhverjum ástæðum
áhuga á þessu efni, uppgangi atóm-
skálda, og hafa hans vegna iesið t.d.
hinar löngu, löngu frásagnir Jóns
Óskars af sinni æsku og uppvexti, —
þeir kannast hins vegar meira og minna
við það sem frá er sagt í bókinni. Ævin-
týri Hannesar við refarækt, sögulestur í
útvarp á ungum aldri, sölumennskan,
ástríðufullur áhugi hans á skáldum og
skáldskap, skáldbræðralag og tón-
listariðkun ungra manna á stríðs-
árunum, frá öllu þessu var Jón búinn
að segja áður.
Bókmenntir
Ólafur Jónsson
Það kemur ekki fram i þessari bók
hvort Hannes Sigfússon hefur í hyggju
að halda eins og Jón Óskar áfram að
segja frá skáldatima sínum eftir að
þessari bók sleppir. Og þá er hann
sem séenn ekki orðinn skáld. Æskusaga
hans er að vísu blessunarlega laus við
þá beiskju og gremju sem í vaxandi
mæli auðkennti minningar Jóns Óskars
eftir þvi sem á þær leið. En sammerkt
finnst mér frásagnir þeirra af önd-
verðum skáldatíma sinum eiga í því að
þær lýsa skilmerkilega ástríðufullum
áhuga höfundanna á skáldskap, köllun
þeirra til skáldskapar, en láta ósagt,
óskýrt, af hverju eiginlega þessi ástríða
hafi stafað eða að hverju hún hafi
beinst. öðru en því að verða fyrir hvern
mun skáld og snillingar sjálfir.
Sérkennilegt er líka hvernig skáld-
skaparástriðan beinir þeim á burt frá
skólanámi og reglulegu starfi. Að
sönnu er það bæði ný saga og gömul að
skáld haldist illa við í skólum. Og
menntunar má vitanlega afla sér með
öðrum hætti en skólagöngu. En ekkert
bendir til þess að þeir hafi í æsku sinni
leitast við að ,,læra til rithöfundar”
með neinum skipulegum hætti í eða
utan skóla, eins og margur maður
hafði þó gert á undan þeim. Og það er
sérkennilegt þar sem aðrir ungir menn
með áhuga á listum, myndlist, tónlist,
leiklist, fara á sama tíma í vaxandi
mæli að leita sér starfsmenntunar í
sínum greinum. Skáldefnin virðast
hinsvegar trúa fast á snilligáfuna sem
allt veiti manni af sjálfum sér. Og finna
jafnframt sárt til þess að til að verða
skáld þurfi menn að kosta sér öllum,
sínum kröftum.
Af frásögninni í flökkulífi að sjá
gengur Hannes Sigfússon sem í leiðslu
eða draumi mestöll sín bernsku- og
unglingsár hefur að visu markmið
framundan: að vera rithöfuridur, en
enga hugmynd um hvernig eigi að ná
þvi. Og lætur að öðru leyti hverjum
degi nægja sína þjáningu. Líkast til
segir það meira um höfundinn á ungum’
aldri hvað hann ekki vill gera og verða
heldur en hitt sem hann í raun og veru
tekur sér fyrir hendur. í sögulokin er
honum loks orðið að ljóst að hann
hefur eytt mörgum undanförnum árum
„til ónýtis” eins og sagt er. Það má
ætla að i „nýju lifi” sem þá á að byrja
verði um síðir til skáldið sem fjórum
árum síðar kom fram i Dymbilvöku.
En af því er önnur saga.
Frásögn sinni i þessari bók
lýkur Hannes Sigfússon með smásögu,
Úr hugmyndaheimi Aðaljóns nefn-
ist hún, sem er samin sextán
árum siðar og er að sjálfs hans
sögn sannorð lýsing á hugarástandi
hans um þær mundir sem æskusögunni
lýkur. Sagan er að efninu til einskonar
skrýtla um taugabilaðan ungan mann i
utanlandsför. En hitt má vera að sjálft
óþolið, taugaspennan sem sagan lýsir
sé. fróðlegri um upphaf skáldskapar en
bein og hversdagsleg æviatriðin. Þá má
eins spyrja hvort frásagnarefnið í
Flökkulífi sé innst inni umfram allt
hráefni ósamins skáldskapar.
Óort skáldsaga? Svo mikið er víst að
Flökkulif er að forminu til hreinar og
beinar endurminningar. Sem slíkar eru
þær væntanlega háðar innri ritstjórn
sem svo má kalla, duttlungum minnis-
ins, sjálfskilningi höfundarins á full-
orðinsaldri og þar með því sem hann
með sjálfum sér kýs að muna, kýs að
gleyma af ævi sinni. En ekkert bendir
til að markmið frásögunnar sé neitt
annað en segja satt og rétt frá ævialvik-
unum eins og þau hefur borið að
Meira um Jónatan
Peyton, K.M.: Daufli á Jónsmessunótt.
íslensk þýfling: Silja Aflalsteinsdóttir.
Reykjavik, Mól og menning, 1981.
Bækur fyrir stálpaða krakka og
unglinga á islenskum bókamarkaði
hafa lengst af verið alltof fáar og
mjög einhæfar. Nú á seinni árum
hefur þó komið dálítið af vel gerðum
unglingabókum sem ástæða er til að
fagna. Þar á meðal eru bækur K.M.
Peyton, sem Mál og menning hefur
gefið út hér á landi. Fyrsta bókin eftir
Peyton sem út kom á íslensku er
Sautjánda sumar Patricks. Hún fjall-
ar um unglingsstrák í Englandi, sem
býr yfir óvenjumiklum tónlistarhæfi-
leikum og einnig umtalsverðum
skapsmunum. Bækurnar um Patrick
sem komið hafa út eru þrjár. Auk
þeirra sem fyrr er getið eru það bæk-
urnar Patrick og Rut og Erfingi Pat-
ricks.
Einnig eru komnar út á íslensku
tvær bækur eftir Peyton um aðra
söguhetju, Jónatan Meredith. Sú
fyrri heitir Sýndu að þú sért hetja og
sú síðari Dauði á Jónsmessunótt.
Hún kom út fyrir siðustu jól.
Kringumstæður aðalpersónanna í
þessum tveimur bókaflokkum (ef
hægt er að kalla tvær bækur bóka-
flokk) eru mjög ólíkar. Patrick Penn-
ington er af fátæku foreldri og elst
upp á talsvert ólíkan hátt og Jónatan
Meredith, sem á mjög vel stæða for-
eldra og sækir t.d. rándýran einka-
skóla, sem hann er samt sem áður alls
ekkert hrifinn af. Og það er skólinn
sem er aðallega sögusviðið í þessari
sögu.
Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn
nákvæmlega hér, en þó má nefna að í
sögubyrjun deyr einn kennara skól-
ans og allt bendir til þess að hann
hafi framið sjálfsmorð. En í ljós
kemur að málið er ekki svo einfalt.
Og Jónatan verður fyrir tilviljun mið-
punkturinn i atburðunum.
Bókmenntir
Sigurður Helgason
Eins og fyrr segir nýtur Jónatan
þess sem flestir myndu flokka undir
forréttindi að sækja dýran og fínan
heimavistarskóla. En hann. er ekki
alls kostar ánægður með skólann,
finnst sannast sagna flest sem hann
snertir vonlaust.
Höfundur bókarinnar leggur
greinilega töluvert upp úr að gera
aðalpersónurnar i sögum sínum vel
úr garði. Og hann hefur lag á að gefa
af þeim skýra mynd sem verður til
þess að lesandinn fær ósjálfrátt
áhuga á að kynnast þeim nánar. En
eigi ég að bera saman aðalpersónurn-
ar hans tvær, þ.e. Patrick og Jónatan
þá finnst mér Patrick miklu betur
gerð persóna, enda þótt Jónatan sé
betur gerð persóna heldur en maður á
að venjast í barna- og unglingabók-
um. Og það kemur lika í ljós við sam-
anburð á þeim tveimur, að þrátt fyrir
ólíkt uppeldisumhverfi þá eiga þeir
ýmislegt sameiginlegt. Báðir dálítið
sérlundaðir og stifir á meiningunni.
Sagan Dauði á Jónsmessunótt upp-
fyllir fyllilega þær kröfur sem gera
þarf til unglingabóka. Hún er spenn-
andi, en samt aldrei ósannfærandi.
Manni finnst það sem gerist allt geta
verið raunverulegt, en bókin er ekki
full af ótrúlegum atburðum sem gætu
aðeins orðið til sem hugarfóstur rit-
höfunda. Og undirtóninn í þessu öllu
virðist vera sá, að það sé ekki nóg að
vera ríkur ef fólk er ekki ánægt með
tilveruna. Peningar eru ekki endilega
alltaf nægur efniviður til að gera fólk
hamingjusamt.
Það er full ástæða til að mæla með
Dauða á Jónsmcssunótt. Ekki bara
fyrir ungling, heldur fyrir alla sem
gaman hafa af að lesa bækur. Þýðing
Silju Aðalsteinsdóttur er vel gerð.
Káputeikning er eftir höfundinn. Út-
gáfa bókarinnar er Máli og menningu
til sóma.
Sigurður Helgason.