Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Page 22
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. Forkólfar kapalsjónvarpsins f Borgamesi: „Þróunin veröur ekki stöðvuð héðan í frá” —segja þeir Björgvin Ó.Bjarnasonog Sæmundur Bjarnason ogerubjartsýnir áframtíðkapal- sjónvarpsins „Hugmyndin um kapalsjónvarp hér í Borgarnesi er a.m.k. 4 ára gömul,” sagði Björgvin Óskar Bjarnason er við ræddum við hann í Borgarnesi í síðustu viku. Björgvin er ásamt þeim Herði Jóhannssyni og Sæmundi Bjarnasyni, einnn helzti hvatamaðurinn að mynd- bandavæðingunni og kapasjónvarpi þeirra Borgnesinga, en á þess þó ekki kost að sjá það efni er þar er boðið upp á þar eð hann býr í eldri bæjarhluta Borgarness. „Þetta var rætt á fundum einstakra félaga hér í bænum, svo sem Lions, Kiwanis og JC. Ástæðan fyrir þessari umræðu var vafalítið óánægja með sjónvarpið. Útsendingar þess voru ákaflega slæmar og náðust illa hér. Menn fóru þá að gera því skóna hvort ekki væri hægt að bæta úr þessu á ein- hvern hátt og þannig held ég að hug- myndin um staðbundið sjónvarp hafi fæðst hjá okkur.” „Upphaflega voru þetta aðeins íbúar í einni blokk, sem tóku sig saman um eitt kerfi, en síðan hafa margir bætzt við,” sagði Sæmundur Bjarnason, sem hefur að mestu leyti umsjá meðútsend- ingum í kapalsjónvarpi Sandvíkur. „Upphaflega kom til tals að hreppur- inn yrði með í dæminu en það þótti vera of dýrt. Einstaklingarnir létu kostnaðinn ekki aftra sér frá því að halda út í þetta og það sýnir bezt hversu mikill áhugi er fyrir þessu. Annars er ekki hægt að segja annað en hreppur- inn hafi sýnt þessu skilning. Við þurf- um hins vegar að ná öllum bænum í eitt kerfi, fyrr er ekki grundvöllur fyrir staðbundinni sjónvarpsstöð, sem vissulega er áleitinn draumur.” Þeir félagar Björgvin og Sæmundur töldu engan vafa leika á því að innlent efni í dagskrá ÚSVB (Útvarps-, sjón- varps- og videofélag Borgarness) væri hlutfallslega meira en hjá sjónvarpinu auk þess sem barnaefni væri í mun rík ara mæli en hjá þeim mætu sjón- varpsmönnum, ef mið er aftur tekið af lengd dagskrár. „Kapalsjónvarp býður upp á gifur- lega fjölbreytilega möguleika,” sagði Björgvin Óskar. „Fyrir utan að geta sýnt afþreyingarefni eru hæg heima- tökin við útsendingar ýmiss konar fræðsluefnis. Tilvalið væri t.d. að vera með tungumálanámskeið svo eitthvað sé nefnt. Þá er það reginmisskilningur að myndbandavæðingin hafi það í för með sér að félagslíf leggist niður. Þetta er í raun nákvæmlega það sama og kom uppá þegar sjónvarpið hóf göngu sina. Það var aðeins fyrst á eftir að fólk hafði hægar um sig og hélt sig meira heima við, en síðan þegar nýjabrumið fór af því, tóku nienn til af fullum krafti við sin fyrri áhugamál. Þannig verður það lika með myndbandavæð- inguna og kapalsjónvarpið,” sögðu þeir félagar. „Það er engin spurning um það að þessi geysilega öra þróun í þessum mál- um hérlendis verður ekki stöðvuð úr því sem komið er. Myndbandaeign landsmanna er hreint með ólikindum og þegar á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá því myndsegulbönd hófu innreið sína, höfum við skotið þjóðum á borð við Þjóðverja og Breta langt aftur fyrir okkur. Þetta er ákaflega keimlíkt því, sem gerðist hér þegar Keflavíkursjónvarpið var í fullum gangi. Þeir er sáu það lík- aði vel. Hinir, sem ekki áttu þess kost, þrýstu eðlilega á um einhverjar úrbæt- ur og það flýtti vafalítið fyrir stofnun íslenzka sjónvarpsins. Það sama gerðist þegar litvæðingin átti sér stað. Um leið og sjónvarpið tók að senda út eina og eina mynd i lit tóku Iandsmenn sig til AÞeir Œ&son son fth.) og Sæmundur Bjarnason | ræða við b/aðamann. Sæmundur ar hór fyrir framan tækið sem allt efni kapalsjónvarpsins fer um. og keyptu litsjónvarpstæki í hrönnum. Auðvitað varð sjónvarpið að hraða lit- væðingunni vegna þess. Nú lætur nærri að á milli 70 og 75% allra sjón- varpstækja í notkun séu littæki. Það þarf því enginn að efast um að mynd- bandavæðingin á eftir að hafa það í för með sér að reglugerðum verður breytt og útvarpslögin rýmkuð, þannig að unnt verður að hafa einhvers konar sjónvarpsstarfsemi án þess að það brjóti í bága við landslög.” Rekstrarkostnaður við þessar út- sendingar er ekki verulegur, en stofn- kostnaður var þó nokkur. Hver íbúð greiðir mánaðarlega 50 krónur í sam- eiginlegan sjóð en að sögn þeirra Björgvins Óskars og Sæmundar er sú upphæð ekki nægilega há til að standa almennilega undir þessu. „Hún þyrfti að vera a.m.k. 80 krónur og helzt 100 á mánuði, ef vel ætti að vera,” sagði Sæmundur. „Hver svo sem niðurstaðan af öllu þessu brambolti kann að verða er næsta víst að myndbandavæðingin og kapalsjónvarp hefur það eitt í för með sér að íslenzka sjónvarpið býður upp á betri dagskrá. Samkeppnin getur aldrei orðið til annars en að bæta úrvalið.-SSv. „Stefnum að þvf að fullvinna efni hér” — segir Hörður Jóhannsson, sem hef ur haft veg og vanda af upptökum fyrir myndbandakerfi þeirra Borgnesinga „Þetta er eingöngu af áhuga, sem ég er í þessu,” sagði Hörður Jóhannsson, einn helzti forsprakkinn fyrir video- væðingunni, sem heltekið hefur Borg- arnes. „Ég fékk strax áhuga á þessari tækni þegar hún ruddi sér til rúms en áður fékkst ég mikið við amatör-kvik- myndun. Hún reyndist hins vegar óhóf- lega dýr svo það var aldrei nein spurn- ing,” sagði Hörður. Hörður sem dags daglega rekur smurstöðina i Borgarnesi, telur að hann hafi eignazt fyrstu litupptökuvél- ina, sem kom til landsins. „Þetta er vél af JVC-gerð. Ég hef átt ákaflega góð samskipti við Faco og fyrirtækið hefur verið mér mjög innan handar. Ég man að það komu tvær til landsins. Ég fékk aðra og rússneska sendiráðið hina. Hörður Jóhannsson er hór fyrir framan sjónvarpið heima hjó sór. Ef myndin prentast vei mó sjá hluta mannfjöldans, sem var i iþróttahúsi staðarins við vigsluathöfn þess. Sú mynd hefur verið sýnd í kapalsjón- varpinu. Þetta hefur líkast til verið um áramótin 1977—78 ef ég man rétt. Það er ekki lengra siðan videovæðingin steig sín fyrstu spor hérlendis.” Myndataka á vegum ÚSVB (Útvarps- sjónvarps- og videofélags Borgarness) hefur að mestu verið á herðum Harðar. Hann hefur fjárfest í fokdýrum tækj- um og á von á enn fullkomnari útbún- aði. Lætur nærri að nú séu útgjöldin hjá honum í sambandi við myndbanda- áhugann orðin 150.000, að sjálfsögðu auk kostnaðar við kaup á spólum, sem er talsverður. „Ég ætla ekki að láta staðar numið við svo búið,” sagði Hörður. „Ég á í pöntun fullkominn útbúnað og er að sækja um tollaniðurfellingu af honum. Ég veit um menn í Reykjavík, sem hafa fengið slíkt. Við stofnuðum fyrirtæki hér í pláss- inu með það fyrir augum að með tíð og tíma auðnist okkur að fullvinna efnið. Eðlilega vantar mikið upp á að það sé hægt. Maður sér það alltaf betur og betur eftir því, sem maður kynnist tækninni í þessu, hversu skammt á..veg - við erum komnir hérna. Viljinn er þó ómældur.” DV-menn fengu að lita sumt það efni, er þeir Borgnesingar og þá eink- um Hörður, hafa tekið upp af viðburð- um þar í bæ. Verður að segjast eins og er að gæði þess voru merkilega góð. Myndataka ágæt, en sums staðar vant- aði nokkuð upp á að gæði litarins væru nægjanleg. Væntanlega stendur þetta þó allt til bóta. Von er á fullkomnari tækjum og með þeim ætti að koma enn betri tíð. „Til þessa höfum við einskorðað okkur við atburði hér í Borgarnesi, en það er ekkert því til fyrirstöðu að fara út úr þorpinu og mynda í Borgarfirð- ingum. Möguleikarnir eru nánast ótæmandi. Annars vildi ég gjarnan skjóta því að að mér finnst hugur fólks til myndbandanna vera allt of neikvæð- ur. Menn--vilja- gleyma- -því. að_ með- kapalsjónvarpi eru möguleikarnir svo miklir. Að ég tali nú ekki um þegar hægt verður að koma á tölvusambandi á milli fyrirtækja og einstaklinga,” sagði Hörður. Afstaða sveitarfélagsins hefur verið jákvæð til þessa og greinilegt er að for- ráðamenn þess gera sér fulla grein fyrir nýtingarmöguleikum myndbandavæð- ingar þó svo enn hafi ekki orðið af því að hreppurinn, sem slíkur, styðji við bakið á hugmyndunum. „Við höfum imprað á þessu við Kaupfélagið og þeir tekið vel í þetta, enn sem komið er hafa framkvæmdir verið takmarkaðar. Það stendur þó vonandi til bóta. Það er ekki nokkur vafi á því að staðbundnar sjónvarpsstöðvar eiga sér mikla fram- tíð. Til þess að svo geti orðið þarf þó að leyfa auglýsingar í dagskránni. Án aug- lýsingatekna er harla erfitt að reka slíka stöðJ’,- ----....... - ,.....-SSv. Borgarafundur í Borgarnesi um kapalsjónvarp: Möguleikarnir eru næsta óþrjótandi — tækniframfarirá þessum sviðum geysilega örar Borgnesingar héldu borgarafund Simtexti (Teletext) er einn mögu- um myndbandamálin þann 13. leikanna í kapalsjónvarpi. Simtexti er desember sl. Einhverra hluta vegna texti sem birtist skrifaður á skjánum varð aðsókn að fundinum ekki sem — framkallaður með venjulegu sjón- skyldi og aðeins á milli 40 og 50 varpsmerki. Frændur vorir Danir manns sáu sér fært að mæta. Hins hafa verið með tilraunaútsendingar á vegar var fundurinn allur sýndur í textasjónvarpi þar sem þeir hafa sent kapalsjónvarpinu skömmu síðar út fréttir, veðurspár, íþróttaúrslit þannig að þeir sem ekki gátu mætt o.fl. Þar í landi spá menn gerbyltingu fengu hann inn í stofu. með tilkomu þessa tækis. Frummæiendur á fundinum voru Annar möguleiki er það sem nefnt þeir Sæmundur Bjarnason, Eiður er Viewdata (símtölvun). Það tæki Guðnason alþingismaður, Reynir hefur verið hannað af brezku póst- Hugason verkfræðingur og Þorbjörn og símamálastjórninni til að senda Broddason lektor. Umræður um sjónvarpsmerki eftir stmalinum. Aðal- málefnið urðu býsna tjörlegar en munurinn á þessu kerfi, símtölvun, er heildarniðurstaða i sjálfu sér engin sá aðhægt er að senda merki fram og enda vart viðþví að búast að jafnum- til baka með því en einungis t aðra fangsmikiö umfjöllunarefni hljóti af- áttina með Teletext. greiðslu á tveggja og hálfrar stundar Undirtektir fundarmanna voru löngum umræðufundi. mjög góðar og ljóst er að með sama Reynir Hugason verkfræðingur, áframhaldi á kapalsjónvarp bjarta sem er geysilega fróöur um mögu- framtíö fyrir sér i Borgarnesi, jafnt leika kapalsjónvarps, svo og mynd- sem annars staðar á landinu, svo bönd almennt, benti fundarmönnum fremi sem yfirvöld sjái I gegnum fing- á ótal möguleika til notkunar og rakti ur sér við viðkomandi. Slikt er að svo tæknihliðina ítarlega. stödduallsendisóvíst. *SSv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.