Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Síða 24
28 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptarcttar Garðakaupstaðar verða ca 20 plötur 2—3” einangrunarplasts, 3X1 m, og ca 19 stk. tvöfalt verksmiðjugler af ýmsum stærðum, talið eign þb. Sigurmóta hf., selt á nauðungaruppboði sem fer fram mánudaginn 1. febrúar 1982, kl. 13.30, að Melabraut 26, Hafnar- firði. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Hraunstíg I Hafnarfirði, þingl. eign Guðna Einarssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Sveinssonar hdl. og Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. janúar 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Ásgarður 4, Garöakaupstað, þingl. eign Páls Stefánssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. janúar 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Langafit 36, Garðakaupstaö, þingl. eign Björns Friðþjófssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. janúar 1982 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Heiðarhraun 15 í Grindavík, þinglýst eign Guðmundar Haraldssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs, Jóns G. Briem hdl. og Brunabótafólags íslands fimmtu- daginn 28. janúar 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Grindavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hátún 6, efri hæð, í Keflavík, þinglýst eign Kristins S. Pálmasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtumanns rfkis- sjóðs, Veödeildar Landsbanka íslands og Jóns G. Briem hdl. flmmtu- daginn 28. janúar 1982, kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á rishæð fasteignarinnar Meiðastaðir, austurbýli, Gerðahreppi, þinglýst eign Ásmundar Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 27. janúar 1982, kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 41. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Breiðvangur 12, 3. h. t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Jóhanns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Útvegsbanka tslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. janúar 1982, kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Verður Hótel Húsavík að hei/suræktarhóteli í framtíðinni? Verður Húsavík heilsulind íslendinga? Ákveðið að rannsaka lækningamátt vatnsins —Góð skilyrði fýrír heilsuræktarhótel, segir Katrín Eymundsdóttir, sem flutti tillögu um þetta ef ni í bæjar- stjórn Húsavíkur „Tilgangur okkar með þessari tillögu er að kanna til þrautar hvort lækningarmáttur felst í heitu vatni úr borholum á Húsavík og í beinu fram- haldi af því hvort hægt sé að samnýta hótelið, félagsheimilið og margvisleg íþróttamannvirki í nágrenni þeirra til heilsuræktarstarfsemi,” sagði Katrín Eymundsdóttir, bæjarfulltrú á Húsa- vík, í samtali við DV. Katrín og Egill Olgeirsson hafa flutt tillögu í bæjarstjórn Húsavíkur. Felur hún í sér skipun 3ja manna nefndar sem í eigi sæti bæjarfulltrúi, maður sem hafi þekkingu á hótel- og ferðamálum og íþróttakennari á Húsavík. Starfssvið nefndarinnar á í fyrsta lagi að vera að láta kanna notagildi vatns úr borholum á Húsa- vík með tilliti til hugsanlegrar heilsu- ræktarstarfsemi og hvort í felist lækningamáttur. í öðru lagi á nefnd- in að skoða sérstaklega hvort hægt sé að samnýta hótelið, félagsheimilið og íþróttamannvirki á Húsavík með ein- hverjum hætti. Mjög gama/t vatn Það hefur verið vitað í nokkur ár, að vatnið úr borholunum á Húsavík er mjög gamalt og inniheldur auk þess ýmis efni, sem hugsanlega geta verið til heilsubótar. 1 framhaldi af þeim umræðum sem verið hafa að undanförnu um lækningamátt vatns í lóninu á Svartsengi þá þótti okkur sjálfsagt að kanna þennan möguleika hér. Vitað er að víða erlendis er mikil ásókn fólks til þeirra staða sem hafa upp á lækningavatn að bjóða. Við Húsvíkingar þurfum einmitt á aukn- um ferðamannastraumi að halda til að nýta betur þau mannvirki sem við höfum þegar byggt og fyrirhugað er að byggja,” sagði Katrín. í samtal- inu við Katrínu kom fram að miklum fjármunum hefur verið varið í bygg- ingu íþróttamannvirkja og stór átök eru framundan á næstu árum í þeim efnum. Má þar á meðal nefna sund- laug, íþróttavelli, skíðamannvirki og nú er verið að byrja á byggingu glæsi- legs íþróttahúss, sem vonandi verður tilbúið innan fárra ára. Sagði Katrín Ijóst að erfiðleikarnir við að byggja slík mannvirki væri litlir miðað við rekstur þeirra í framtíðinni. „Húsvíkingar byggðu félags- heimili af eljusemi á sínum tíma og síðan hótel í tengslum við það. Rekstur hótelsins hefur verið erfiður, sem á rætur að rekja til stutts nýting- artima og mikils fjármágnskostnað- ar. Ég tel því löngu tímabært að velta upp öllum mögulegum hugmyndum til að gera rekstur þessara mann- virkja hagkvæmari en hann er í dag,” sagði Katrín. Katrín Eymundsdóttír bæjarfulltrúi Heilsuræktarhótel Katrín var spurð, hverskonar rekstur hún hefði í huga. ,,Ég vil nú ekki binda það við neitt ákveðið, fyrr en niðurstöður úr fyrir- hugaðri könnun liggja fyrir. Ég get hins vegar nefnt sem dæmi að góður grundvöllur ætti að vera fyrir heilsu- ræktarhótel á Húsavik. Hótelið í tengslum við stóra salinn í félags- heimilinu býður upp á marga mögu- leika allt árið. Og ef við erum fram- sýn má hugsa sér viðbyggingu við hótelið sem yrði hönnuð með tilliti til þarfa fatlaðra. Slíkt hótel er ekki til hérlendis enn sem komið er. Utan aukins gistirýmis gætum við hugsað okkur ýmiss konar þjónustu í við- byggingunni, t.d. nuddstofu, gufu- böð, gullsmið, blóma- og gjafavöru- verzlun, auk ferðaskrifstofu. Að sjálfsögðu yrði þessi þjónusta jafnt fyrir bæjarbúa sem gesti. í kjallaran- um mætti hafa litla sundlaug og heita potta utan dyra. í framhaldi af þessu má geta þess að í innan við 200 metra fjarlægð frá hótelinu á að byggja stórt og full- komið íþróttahús. Skíðabrekkur eru í rúmlega 300 m fjarlægð og skólavell- ir i 100—200 m fjarlægð frá hótelinu gætu nýtzt fyrir tennis, hnit, blak og minigolf yfir sumarið. Aðstaðan er því eins og bezt verður á kosið,” sagði Katrín Eymundsdóttir, bæjar- fulltrúiáHúsavík. GS/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.