Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Side 31
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR-25. JANÚAR 1982.
35
Sími 27022 Þverholti 11
Smáauglýsingar
Til leigu 2ja herb.
íbúð í Kópavogi, austurbæ, í 2ja íbúða
húsi. Enginn hússjóður. Tilboð sendist
DV að Þverholti 11 merkt: „Ár í senn”.
augld. DV sem fyrst merkt: Lager 157.
3ja herb. íbúð í austurbæ til leigu. Tilboð sendist DV merkt „íbúð 171”.
2ja herb. einstaklingsíbúð til leigu í 3 mánuði með húsgögnum og öllu tilheyrandi. Snyrti- aðstaða (ekki bað), þvottahús og eldhús. Allt fyrirfram. Uppl. í síma 17294.
Til leigu 3ja herb. íbúð í Hólahverfi í Breiðholti. íbúðin leigist í 4—6 mánuði, fyrst um sinn. íbúðin er laus fljótlega. Fyrirfram- greiðsla nauðsynleg. Tilboð sendist DV fyrir miðvikudagskvöld merkt „Hóla- hverfi 254”.
Húsnæði óskast
Við erum par, 27 ára gömul, og vantar húsnæði strax. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum lofum við, meðmæli geta fylgt. Þeir sem geta hjálpað okkur hringi í síma 26496.
2ja—3ja herb. íbúð óskast á leigu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 73905.
2ja—3ja herb. íbúð óskast á leigu, helzt miðsvæðis i Reykjavík, þó ekki skilyrði. Reglusemi og góðri um- gengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 26457 eða 50339 alla helg- ina.
Ung kona óskar eftir íbúö sem fyrst. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Uppl.ísíma 41417.
Einstaklingsíbúð óskast, helzt í Austurbrún 2 eða álíka húsnæði. Skilyrði að hún sé alveg sér. Margrét, sími 15310 kl. 9—6.
Ung reglusöm stúlka utan af landi óskar eftir herb. helzt i Hafnarfirði eða Reykjavík. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 92-8463.
2ja—3ja herb. íbúð óskast. Tvær systur utan af landi, önnur í námi en hin í vinnu, óska eftir 2—3 herb. íbúð. Einhver fyrirframgreiðsla mögu- leg.Uppl.ísíma 22954 eftirkl. 17.
Bilskúr. Vantar bílskúr til leigu, fyrir minni háttar viðgerðir. Uppl. í síma 34841 eftir kl. 19.
Herbergi óskast.
Nemi óskar eftir herbergi á leigu með
aðgangi að snyrtingu og eldhúsi ef hægt
er. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl.
hjá auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12.
H—274
Öska cftir að
taka á leigu einstaklings- eða 2ja herb.
íbúð. Reglusemi, fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Uppl. hjá auglþj. DV í síma
27022 e.kl. 12.
H—257
30 ára kona með 1 barn
óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúð á leigu
strax. Skilvísi og reglusemi heitið. Jafn-
vel lítilsháttar húshjálp kæmi til greina.
Uppl. í síma 78369 og 39984.
Akurcyri — verzlunarhúsnæði.
Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á
jarðhæð, u.þ.b. 50 ferm, óskast til leigu á
góðum stað í miðbæ Akureyrar. Sam-
band óskast haft við auglþj. DV í sima
91-27022.
H—700
Reglusöm stúlka
(framhaldsskólanemi) óskar eftir að taka
á leigu herbergi eða litla íbúð um
óákveðinn tíma. Fyrirframgreiðsla.
Vinsamlegast hringið í síma 72502.
Ungt par mcð 1 barn
óskar eftir 2 herb. íbúð í 3—4 mán. í
Hafnarfirði. Öruggum greiðSlum heitið.
Uppl. í síma 52833 feftir kl. 6 (Sverrir). 1 f
Ung stúlka
utan af landi óskar eftir lítilli einstakl-
ingsíbúð eða herbergi með aðgangi að
eldhúsi en þó ekki skilyrði. Reglusemi og
góðri umgengni heitið. Fyrirfram-
greiðsla möguleg. Uppl. í sima 35973
millikl. 19og21.
Ungan mann
vantar litla íbúð strax. Er götunni. Er
ekki einhvers sem gæti leigt mér? Skilvísi
og reglusemi í fyrirrúmi. Vinsamlegast
hringið í hjúkrunardeild Borgarspítal-
ans, Heilsuverndarstöðinni, sími 22400.
(Ólafur).
Stúlka utan af landi
sem stundar háskólanám óskar eftirl
lítilli íbúðstrax. Uppl. í síma 33233 milli
kl. 19 og 22 í kvöld.
Einhleypur maður óskar eftir íbúð strax,
getur borgað 1—2 ár fyrirfram. Uppl.
hjáauglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12.
H-210
Atvinnuhúsnæði
Fyrirtæki vantar húsnæði
fyrir snyrtilegan lager strax (minnst 30
fm). Þarf helzt að vera miðsvæðis í borg-
inni og aðkeyrsla auðveld. Má vera bíl-
skúr. Vinsamlegast leggið tilboð inn á
augld. DV sem fyrst merkt: Lager 157.
Akuryeri — verzlunarhúsnæði.
Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á
jarðhæð, u.þ.b. 50 ferm, óskast til leigu á
góðum stað í miðbæ Akureyrar. Sam-
band óskast haft við auglþj. DV í síma
91-27022.
H—700
Lítið húsnæði
eða bilskúr óskast fyrir hreinlegan vöru-
lager, helzt í grennd við Grensásveg.
Uppl. í síma 34637.
Gott verzlunarhúsnæði
við Laugaveg óskast til leigu. Uppl. í
síma 76505.
100—150 fm húsnæði
óskast fyrir snyrtilegt bílaverkstæði.
Uppl. í síma 76084 og 44654.
Atvinna í boði
Kona, 78 ára,
óskar eftir húshjálp. Húsnæði á staðn-
um. Uppl. í síma 92-8124.
Okkur vantar starfsfólk strax
í alla almenna fiskvinnu. Fæði og hús-
næði á staðnum. Uppl. í síma 94-6909.
Frosti hf., Súðavík.
Bifvclavirkjun.
Óskum eftir að ráða reglusaman og
stundvísan nema i bifvélavirkjun. Við-
komandi þarf að hafa innsýn í fagið.
Gott kaup fyrir góðan mann. Uppl. um
aldur, menntun og fyrri störf sendist DV
fyrir 28. jan ’82 merkt „Nemi 098”.
Kokkur—kjötiðnaðarmaöur.
Vil ráða kokk eða kjötiðnaðarmann í
kjörbúð í austurbæ. Þarf að geta unnið
sjálfstætt. Góð laun fyrir réttan mann.
Uppl. hjá auglþj. DV í síma 27022 e. kl.
12.
H—006
Starfsfólk óskast
til eldhús- og framreiðslustarfa. Vakta-
vinna. Uppl, í síma 13303 milli kl. 14 og
17.
Afgreiðslufólk óskast
í fiskbúð í norðurbæ Hafnarfjarðar,
hálfs dags starf kemur til greina. Uppl. í
síma 53919eða 54709.
Roskin kona óskast hálfan daginn
til léttra pökkunarstarfa. Uppl. hjá
auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12.
H—981
Atvinna óskast
26 ára maður
með vinnuvéla- og meirapróf óskar eftir
vinnu við akstur, getur byrjað strax.
Herbergi óskast á sama stað. Uppl. í
síma 98-1677.1 ' ■'> 11 '• v' ' 1 I
24 ára stúlka óskar
eftir vinnu. Margt kemur til greina.
Uppl. í síma 73905.
Innheimtumaður og/eða sölustörf
óskast. Ungur maður vanur sölu og inn-
heimtustörfum getur bætt við sig verk-
efnum. Uppl. hjá auglþj. DV í síma
27022 e.kl. 12.
H—070
Hallól
Veistu það hana mömmu mína vantar
vinnu. Ef þú hefur einhverja þá er
síminn hjá okkur 37093.
Múrari óskar eftir
verkefnum strax. Uppl. í sima 42653.
Maður sem vinnur
næturvinnu óskar eftir vinnu aðra
hverja viku. Er ýmsu vanur og vill helzt
vinna sjálfstætt. Uppl. í síma 11595
næstu daga.
21 ársgamall maður
óskar eftir atvinnu nú þegar, er með
vinnuvélapróf, meirapróf og rútupróf.
Margt kemur til greina. Uppl. í síma
42644.
Tveir ungir menn
óska eftir vinnu á kvöldin og um helgar.
T.d. við mótarif, sölumennsku eða inn-
heimtu. Höfum báðir bíl, allt annað
kemur til greina. Uppl. í síma 30653 eftir
kl. 18.
18ára stúlkaóskar
eftir vinnu, helzt á skrifstofu. Er í skóla
frá kl. 16—19 á daginn. Hef bíl til
umráða. Uppl. í síma 45215 eftir kl.
19.30 á kvöldin.
Þrítugur maður
óskar eftir vel launuðu starfi. Allt
kemur til greina. Tek að mér viðgerðir á
bilum á kvöldin og um helgar. Smíða
kerrur eftir pöntunum o.fl. o.fl. Uppl, í
síma 34114.
22 ára maður með
verzlunar- og stúdentspróf óskar eftir at-
vinnu strax. Margt kemur til greina.
Uppl. í síma 72071.
Vanur gröfu- og ýtumaður
með réttindi óskar eftir vinnu. Uppl. í
síma 97-9851.
Garðyrkja
Núerrétti tíminn
til að klippa tré og runna. Pantið
timanlega. Yngvi Sindrason, sími 31504
og 21781 eftir kl. 7.
Innrömmun
GG innrömmun, Grensásvegi 50,
uppi, sími 35163. Tökum allt til
innrömmunar, strekkjum á blindramma,
fláskorin karton, matt gler og gott
úrval rammalista.
Tapað -fundið
Hálsmen með 5 perlum
tapaðist i sl. viku. Uppl. í síma 35987
eða 20110.
Hvítur páfagaukur
tapaðist frá Skipholti. Uppl. í síma
21437.
Bröndóttur kettlingur
týndist frá Auðbrekku, Kópavogi. Uppl
isíma 41977 eftirkl. 18.
Framtalsaðstoð
Skattskýrslur og bókhald.
Skattskýrslur , bókhald og uppgjör fyrir
einstaklinga, rekstraraðila, húsfélög og
fyrirtæki. Ingimundur T. Magnússon,
viðskiptafræðingur. Garðastræti 16,
simi 29411.
Framtalsaðstoð í miðbænum.
Önnumst gerð skattframtala og launa-
framtala fyrir einstaklinga félög og
fyrirtæki. Tölvubókhald ef óskað er. H.
Gestsson viðskiptaþjónusta Hafnar-
stræti 15, Reykjavík,símil8610.
Skattframtöl.
Annast skattframtöl fyrir einstaklinga.
Haukur Bjarnason hdl. Bankastræti 6,
Reykjavík, símar 26675 og 30973.
Önnumst skattframtöl,
gerð launamiða, húsbyggingaskýrslur og
aðra skýrslugerð til framtals fyrir ein-
staklinga og minni rekstraraðila.
Viðtalstími kl. 17—19 alla daga. Helgi
Hákon Jónsson viðskiptafræðingur og
Hannes Snorri Helgason, Bjargarstig 2,
sími 29454.
Skattframtöl-bókhald
Önnumst skattframtal einstaklinga, bók-
hald, uppgjör og framtöl fyrir rekstrar-
aðila, félög og lögaðila, Bókhald og
ráðgjöf, Skálholtstíg 2a, Halldór
Magnússon, sími 15678.
Skattskýrslur, bókhald.
Skattskýrslur, bókhald og uppgjör fyrir
einstaklinga, rekstrarmenn, húsfélög og
fyrirtæki, rekstrar- og greiðsluáætlanir.
Opið kl. 9—18, símar 82121 og 45103.
Bókhaldsþjónusta Kristjáns G. Þor-
valdz, Suðurlandsbraut 12.
Skattframtöl 1982.
Framtöl einstaklinga og launaframtöl
fyrirtækja standa nú yfir. Áriðandi er að
hafa samband sem fyrst. lngimundur
Magnússon, Birkihvammi 3 dmi 41021.
Skattframtöl.
Annast skattframtöl fyrir einstaklinga.
Timapantanir i síma 29600. Þórður S.
Gunnarsson hdl., Vesturgötu 17 |
Reykjavík.
Skattframtöl — bókhald.
Skattframtöl og skattkærur fyrir
einstaklinga. Bókhald og skattframtöl
fyrir einstaklinga með atvinnurekstur,
húsfélög o.fl. Opið virka daga á venju-
legum skrifslofutíma. Timar á kvöldin
og helgum eftir samkomulagi. Guð-
finnur Magnússon, bókhaldsstofa,
Óðinsgötu 4, Reykjavík, símar 22870 og
36653.
Skák
Skákunnendur.
Nú er tækifærið til að tefla við heims-
meistara. Höfum opnað skáktölvuleigu
með Fidelity skáktölvur þar sem bæði
byrjandinn og snillingurinn fá verðugan
mótherja. Fidelity skáktölvan er marg-
faldur meistari og heimsmeistari i heimi !
skáktölva. Uppl. i síma 76645 frá kl.
19-21.
Kennsla
Tungumálakennsla
(enska, franska, þýzka, spænska, italska,
sænska og fl.). Einkatimar og smáhópar.
Skyndinámskeið fyrir ferðamenn og
námsfólk. Hraðritun á erlendum tungu-
málum. Málakennslan, simi 26128.
Ýmislegt
Hjól — rennibekkur — kasscttutæki.
Til sölu vel með farið 10 gíra reiðhjól I
DBS ársgamalt. Einnig á sama stað nýtt I
og ónotað Kenwood KX 70 kassettu- [
tæki, snertitakkar og lagaleitari. Einnig
Emco rennibekkur ásamt mjög mörgum |
fyigihlutum. Mjög góð kjör við stað-
greiðslu. Uppl. í síma 52618 á kvöldin.
Einkamál
Ég er hér einstæó kona
undir fimmtugt. Langar að kynnast
traustum og hugsandi manni á svip-
uðum aldri eða eldri sem vildi leita
sannra lifsverðmæta með mér. Þyrfti
hann að eiga eða hafa ibúð og bil til
umráða á þægilegum stað á Reykja-
vikursvæði. Fyllstu þagmælsku heitið.
Verið ófeimnir að senda mér línu til DV
fyrir 4. febrúar merkt „Von 6362”.
Lestu biblíuna!
Taktu á móti frelsandi boðskap hennar
fyrir sál þína. Það er boðskapur Guðs til
þin. Lestu liana undir öllum kringum-
stæðum lífsins. Það borgar sig. Biblíu-
vinir.
Halló.
30 ára giftur maður óskar eftir kynnum
við konu (helzt gifta) á likum aldri. Þær
sem áhuga hafa sendi nafn og aðrar
uppl. inn á augld. DV merkt „Trúnaðar-
mál 66”.
,Er ég ákallaði Drottin
laut hann niður að mér og heyrði kvein
mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröf-
inni, upp úr hinni botnlausu leðju.
Hann gjörði mig styrkan í gangi og lagði
mér ný ljóð í munn.” Jesús elskar þig og
vill hjálpa þér. Fyrirbænir hjálpa mikið.
Simaþjónustan, sími 21111.
Maður utan af landi,
sem kemur oft í bæinn, vill kynnast
frjálslyndri stúlku. Uppl. um nafn og
símanúmer sendist DV merkt „Sex”.
Menntaður maður
(talar og skrifar ensku og dönskú) óskar
eftir bréfaskriftum við gáfaða og hug-
djarfa konu, 30 ára eða yngri. Hjóna-
band gæti komið til greina. Bréf sendist
til: Post-box 118, Palo Alto, California
94302, U.S.A..
Kvöldsímaþjónusta SÁÁ,
Samtaka áhugafólks um áfengisvanda-
málið, alla daga ársins frá kl. 17—23.
Sími 81515.
Skemmtanir
Diskótekið Dísa.
Elzta starfandi ferðadiskótekið er ávallt í
fararbroddi. Notum reynslu, þekkingu
og áhuga, auk viðeigandi tækjabúnaðar,
til að veita 1. fl. þjónustu fyrir hvers
konar félög og hópa er efna til dans-
skemmtunar sem vel á að takast.
Fjölbreyttur ljósabúnaður og sam-
kvæmisleikjastjórn þar sem við á, er
innifalið. Samræmt verð Félags ferða-
diskóteka. Diskótekið Dísa. Heimasími
66755.
Félag ferðadiskóteka.
Samræmd lágmarksgæði og örugg þjón-
usta. Sama verð hjá öllum.
Diskótekið Dollý, sími 46666.
Diskótekið Donna, sími 43295 og
40338.
Samkvæmisdiskótekið Taktur, simi
43542.
Dansstjórn Dísu, sími 66755 (og 50513).
Látið dansskemmtunina lukkast vel.
Félag ferðadiskóteka.
Tillaga frá Dollý.
Eitt, tvö róleg lög i byrjun, svona til að
hita sig upp. Siðan gömludansa-syrpa á
Ifullu. Loks e.t.v. létt disko og rokksyrpa
ásamt íslenzkum sing-along lögum með
góðan hringdans i fararbroddi og jafnvel
samkvæmisleikjum inni á milli. Smátt
og smátt upphefst stuðið og nær
hámarki í lok vel heppnaðs kvölds.
Fjögurra ára reynsla í dansleikjastjórn
Diskótekið Dollý. Sími 46666.
Ferðadiskótckið Rocky auglýsir:
Eitt vinsælasta diskótek landsins gerir
þér og þínum ávallt greiða með góðri og
skemmtilegri tónlist sem hvarvetna
nýtur mikilla vinsælda sem allir vilja
dansa eftir. Skal því gefa til kynna þegar
diskótekið Rocky er á staðnum að þá er
alltaf troðfullt dansgólf. Ágætu
viðskiptavinir! Síminn á daginn og á
kvöldiner 75448.
Diskótekið Taktur.
Sé meiningin sú að halda árshátíð,
þorrablót eða bara venjulegt skemmti-
kvöld með góðri dansmúsík þá verður
það meiriháttar stemming, ef þið veijið
simanúmerið 43542, sem er Taktur, með
samkvæmisdansa og gömludansa í sér-
flokki fyrir eldra fólkið og svo auðvitað
allt annað fyrir unga fólkið og einnig
fyrir börnin. Taktur fyrir alla, simi
43542. Samræmt verð Félags ferða-
diskóteka.
Diskótekið Donna.
Gleðilegt ár, þökkum fyrir samstarfið á
liðnu ári. Diskótekið Donna býður upp á
fjölbreytt lagaúrval, innifalinn full-
komnasti ljósabúnaður ef þess er óskað.
Munið þorrablótin, árshátiðirnar og
allar aðrar skemmtanir. Samkvæmis-
leikjastjórn, fullkomin hljómtæki.
Munið hressa plötusnúða, sem halda
uppi stuði frá byrjun til enda. Uppl. og
pantanir í sima 43295 og 40338 á
kvöldin. Á daginn i síma 74100. Ath.
Samræmt yerð Félags ferðadiskóteka.