Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
19
Sköpunameistinn slokknar við sællifí
— segir Paul Zukofsky sem stjórnar Stravinsky-tónleikum með Kammersveit Reykjavíkur á morgun
Fiðluleikarinn Paul Zukofsky er ís-
lenzkum tónlistarunnendum að góðu
kunnur. Undanfarin fimm sumur
hefur hann komið hingað á vegum
Tónlistarskólans í Reykjavík til
að halda námskeið með ungum hljóð
feraleikurum, aðallega í því skyni að
vekja hjá þeim áhuga fyrir nútíma-
tónlist. Siðasta sumar voru þátttak-
endur um 100, þar af 30 frá Norður-
löndum og Englandi.
Uppeldisstarf hans hefur borið
heilmikinn árangur. Fyrir fimmtán
árum komu örfáir áheyrendur á tón-
leika Musica Nova og voru þeir þó
ekki nema tvennir eða þrennir á ári.
Enda fór svo að félagið lognaðist
alveg út af. En nú hefur það verið
endurreist og aðsókn mjög góð.
Síðustu vikur hal'a reyndar fjölmarg-
ir aðrir tónleikar verið haldnir með
nýrri músík, til dæmis á vegum
Myrkra músíkdaga. Og fólkið
streymir að. Það er auðvitað ekki
Paul Zukofsky einum að þakka, en
mikið hefur samt munað um hans
framlag.
Hór finnst mér ég
fá einhverju áorkað
Og nú er hann kominn hingað eina
ferðina enn. Fyrir viku hélt hann
fiðlutónleika hjá tónlistarfélaginu
ásamt píanóleikaranum Margaret
Singer. Og á morgun stjórnar hann
minningartónleikum um Slravinsky
100 ára með Kammersveit Reykja-
víkur í Gamla bíói kl. 16.
Þrjú af verkum Stravinskys
heyrast þar í fyrsta sinn á íslandi.
1 tilefni þess tókum við Zukofsky
tali stutta slund á Hótel Sögu, þar
sem hann býr, nývaknaðan um há-
degið, þvi hann var enn ekki búinn að
aðlaga sig íslenzkum tima eftir
ferðina frá Bandaríkjunum.
Hvað er það sem fer hann til að
nenna að koma hingað og hlúa að
unga tónlistarfólkinu okkar? Er það
hreina loftið sem freistar hans, New
York-búans?
Hann hlær að þessari uppástungu,
honum er víst alveg sama hvort loftið
er hreint eða skítugt, bara tónlistin sé
góð.
„Mér finnst gaman að koma hing-
að því hér finnst mér ég fá einhverju
áorkað. Þaðer fjarska mikiðaf ungu
fólki hérna nieð tónlistargáfur sem
hægt er að leysa úr læðingi. Ekki á
einu augabragði heldur smátt og
smátt.”
„Sérðu þá einhvern árangur?”
„Já, svo sannarlega,” segir hann
með áherzlu. Hann er skapmaður
mikill og getur gosið upp, ef honum
mislíkar, en í dag er allt með kyrrum
kjörum.
„Síðustu tvö árin hafa þátttak-
endur i námskeiðum okkar til dærnis
getað haldið tónleika með Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Það munar um
það þegar þrjátíu manns frá okkur
bætast við þá sextiu og eitlhvað sem
eru í hljómsveitinni. Þá er hægt að
flytja stærri verk.”
Máli sínu til stuðnings bendir hann
á velheppnaðan flutning nútímaverks
eins og ,,5 pieces for orcheslra” eftir
Arnold Schönberg.
Raddir
framtíðarinnar
„Vinnurðu líka að tónlistar-
uppeldi heima í Bandarikjunum?”
„Nei, nei,” segir Zukofsky. „Þar
fæst ég við allt aðra hluti. Spila,
stjórna, rek lítið fyrirtæki sem gefur
út nútímatónlist.”
„Og ertu ekki líka ráðgjafi John
Cage?” John Cage, sem nú er sjö-
tugur, er frægasta tilviljana- og
gjörningatónskáld núlifandi. Hefur
auk margs annars skrifað verk fyrir
16 útvarpstæki og annað fyrir píanó,
þar sem „flytjandinn” situr hreyfing-
arlaus við hljóðfærið án þess að slá
nokkra nótu. Og ýmsir minnast á-
reiðanlega fiskréttaveizlu hans á
Sögu sem var haldin þeear hann kom
sem gestur l.istahátiðar hingað til
lands.
„Jú, Cage hefur lcngi verið góður
vinur minn og skrifað verk fyrir
mig,” segir Zukofsky.
Svo spyrjum við hvað sé að frétta
af ungum tónskáldum í Bandaríkjun-
um.
„Ja, þau eru mörg og hafa það
gott, á launum hjá sjóðum og stofn-
unum. En það er eins og þau séu ekki
æðislega áhugaverð eða er maður
sjálfur orðinn gamall og fordóma-
fullur?”
Zukofsky hristir höfuðið, svart-
sýnn á svip:
AfStravinsky
Tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur í Gamla bíói á morgun
eru helgaðir rússneska tónskáldinu
Igor Stravinsky, en á þessu ári er ein
öld liðin frá fæðingu hans. Strav-
insky er talinn með merkustu og
marghæfustu tónskáldum 20. aldar-
innar og ekki úr vegi að rifja upp
nokkur atriði um æviferil hans.
Fullu nafni hét hann lgor Feder-
ovitsch Stravinsky, fæddur þ. 18.
júní árið 1882 í Oranienbaum nálægt
St. Pétursborg i Rússlandi — nú
Leningrad i Sovétríkjunum. Faðir
hans var bassasöngvari i Keisaralegu
óperunni og mun gjarnan liafa tekið
son sinn með sér þangað eða á annars
konar tónleika. Igor byrjaði að læra
á píanó níu ára gamall en hélst illa við
námið, hafði meira gaman af að velta
vöngum yfir nótum pabba eða spinna
nýja hljóma af fingrum fram.
Hann fór í lögfræðinám í háskóla
Pétursborgar, en hóf jafnframt þvi
námi að læra tónlist, sótti einkatíma
hjá Rimsky-Korsakov, einkum í
fræðilegri tónlist.
Rimsky Korsakov reyndist honum
góður haukur i horni, þegar kom að
þvi að fá verk flutt opinberlega. Áður
en varði hafði hróður Stravinskys
borizt til eyrna Diaghilev, ballett-
frömuðinum, sem þá starfaði í París.
Stravinsky fékk það verkefni að
semja tónlist fyrir rússneska ballett-
inn þar og árangurinn var Eldfugl-
inn, Petrúska og Vorblótið, allt nöfn
sem hljóma kunnuglega i eyrum,
enda sígild viðfangsefni orðin. Vor-
blótið var frumflutt árið 1913 og
vakti svo mikla hneykslan, að brak-
aði i öllum tónlistarheiminum, bæði
fyrir óvenjulega tónlist Stravinskys
og dansa Nijinskys. En tvímælalaust
komst Stravinsky þá i hóp þeirra tón-
skálda, sem mest spennandi þóttu
fyrir frumleik og framandleik tónlist-
ar sinnar.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt
út, var Stravinsky í Sviss og striðið og
byltingin 1917 komu í veg fyrir að
hann kæmist aftur til heimalandsins.
Heimför átti ekki fyrir honum að
liggja fyrr en árið 1962, en öll tónlist
hans var bönnuð í Sovétrikjunum
fram til 1953 eða þar til Stalin dó.
Stravinsky bjó lengi í Frakklandi
en árið 1939 fluttist hann til Banda-
rikjanna og gerðist þarlendur borgari
árið 1945. Hann lézt i april árið 1971 í
New York.
Tónlist Stravinskys þykir með ein-
dæmum hans eigin, og erfiðlega
hefur reynzt að flokka hann undir
ákveðnar stefnur. Á þriðja áratugn-
um var hann t.d. sagður allt í senn —
rómantískur, anti-rómantískur,
impressionisti, atónal, margtónall,
villtur eða fágaður, tónlistin var
„djúpfryst regla” eða „óhóflega
stjórnleysisleg”.
Raunin virðist vera sú, að Strav-
insky fór eigin leiðir í ríkari mæli en
flestir — einn gagnrýnenda
hefur komizt svo að orði að hann
hafi haft „óvenjulega hæfileika til að
endurnýja sig, deyja og lifna við
aftur, botnlausan frumleikabrunn,
sem forðaði honum frá þráhyggju og
endurtekningum”. Honum tókst að
leita fanga hjá gengnum tónskáldum
án þess nokkru sirini að herma eftir
og þrátt fyrir allar ásakanir um skort
á virðingu fyrir hefð í músik, er hún
þó fyrir hendi í verkum hans, enda
skrifaði Slravinsky sjálfur eitthvað á
þá leið að ,,hin eina sanna hefð er
ekki vitni um forgenginn tíma heldur
lifandi kraftur sem ljær nútíðinni
mátt og megin. Hefð er uppspretta
alls þess sem nýtt er og tryggir ævar-
andi framhald sköpunarinnar”. Og
ásökunum um byltingar í músík svar-
aði hann á þá leið, að svo væri ekki
— „bylting er kaos. Listsköpun er
andstaða kaosar”. „í listum, eins og
annars staðar í lífinu verður að
byggja á bjargi — á hefðinni.”
„Það er engu hægt að spá um
raddir framtíðarinnar. En sköpunar-
neistinn slokknar við sællífi. Ford
gerði sínar uppfinningar einn við
frumstæð skilyrði. í kringum þær
varð til risafyrirtæki þar sem allt er
staðnað.
Ætli bandarísku tónskáldin hafi
það ekki of gott — söddu fólki liggur
ekki mikið á hjarta.
Ný lisl kemur fram þegar
einhverjum er svo mikið niðri fyrir að
hann verður að tjá sig, hvort sem
aðrir taka þvi vel eða illa,” segir
Paul Zukofsky.
Okkur dettur i hug eitthvað lilið-
stætt, sem Einar Bragi skrifaði
nýlega: Menningin er borin uppi af
ntönnum sem eru of fátækir til að
geta lifað án hennar.
En þegar við ætlum að spyrja
Zukofsky hvort hann sé sammála er
hann horfinn á æFingu hjá Kammer-
sveit Reykjavíkur, þið vitið, Strav-
insky.
-ihh.
PaulZukofsky stjórnar Kammersveitinni á tónleikunum á morgun.
Igor Stravinsky tónskáld.
Tónleikarnir á morgun
Kammersveitin mun á morgun
flytja verk frá ýmsum tímabilum
Stravinskys. Tónleikarnir hefjasi
með „Eftirmæium eftir .1. F. Kenn-
edy”, samin við ljóð Audcns um for-
isetann.
Það er Sigrún Gestsdóttir sópran-
söngkona sem syngur Ijóðið. - Þá
syngur Rut Magnússon ljóð eftir
Hugo Wolf við lag Stravinskys,
samið 1968. Þar næst verður flultur
Septett frá árinu 1953. Stephen King
lágfiðluleikari flytur Elegíu og fluttur
verður „Dumbarton Oakes” kamm-
erkonsertinn frá árinu 1937. Stjórn-
andi Kammersveitarinnar verður
Paul Zukofsky (sjá annars staðar á
þessari siðu). Sum þeirra verka sem
heyrast á morgun, hafa ekki áður
verið leikin hér á landi. Tónleikarnir
hefjast kl. 16 I Gamla biói eins og
fyrrgetur. _MS.