Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Page 29
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
29
Leikhús
Leikhús
Alþýðuleikhúsið:
Elskiðu mig eftir Vitu Anderson —
Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugs-
dóltir rekja samskypti karls og konu.
Sýndíkvöldkl. 20.30. _
1IInr fengur eftir Joe Orton— brezkur
farsi.
Sýnt annaðkvöld kl.20.30.
Súrmjólk með sultu—sænskt leikrit
handa allri fjölskyldunni, sérstaklega
litlu krökkunum, þeir skemmta sér vel.
Sýnt á morgun kl.15.
Garðaleikhúsið:
Karlinn í kassanum — Farsi eftir
Arnold og Bach, sígilt í sinni röð.
Frumsýnt á morgun kl.20.30 í Tóna-
bæ. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Sjá
annars Helgarblað 2.
íslenzka óperan:
Sigaunabaróninn eftir Jóhann Strauss.
Aðsókn linnir ekki nema siður sé.
Uppselt er á sýningar helgarinnar, og
ekki seinna vænna að ná sér i miða á
sýninguna 19. feb. Óperan hefst kl. 20.
Síminn er 11475.
Aldrei er friður eftir Andrés
Indriðason. Bráðhress leikur fyrir alla.
Sýnt á morgun kl. 15.
Siminnþarer41985.
Leikfélag Reykjavíkur:
Jói í kvöld — uppselt.
Salka Valka á morgun — uppselt.
Ofvilinn verður sýndur næst á
miðvikudag og nú fer að fækka
sýningunum.
Miðasalan í Iðnó, sími 16620.
Revían Skornir skammtar sýnd i
Austurbæjarbíói í kvöld kl. 23.30.
Þjóðleikhúsið:
Hús skáldsins eftir Halldór Laxness
og Svein Einarsson.
Hjalti Rögnvaldsson og Bríet
Héðinsdóttir leika Ólaf Ljósviking og
Jarþrúði eins og flestir halda að þau
ættu að gera. Sýnt í dag og á morgun
kl. 15.
Kisuleikur á Lilla sviðinu Herdis
Þorvaldsdóttir „brillerar” kl. 20.30
annað kvöld.
Dans á rósum eftir Steinunni Jó-
hannsdóttur— sýnt annað kvöld kl .20.
Ath. að sýningum fækkar nú ört á
þessu athyglisverða leikriti.
Miðasala Þjóðleikhúss hefur slma
11200.
Ms
Tónlist
Stravinsky-tónleika Kammersveitar
Reykjavíkur ber hæst á þessum himni
þessa helgina. Sjá annars staðar i
blaðinu.
Út um landið er töluvert um að vera
i músíkinni. Á Akureyri eru
„gamaldags-tónleikar” kl. 17 á sal
Menntaskólans — leikið á sembal,
blokkflautu og óbó og gamba óg þessi
hljóðfæri kynnt. Það eru þau Helga
Ingólfsdóttir, Camilla Söderberg,
Kristján Stephensen og Ólöf Óskars-
dóttir sem leika.
Á Akranesi verður söngflokkurinn
Hrím með hljómleika í Bíóhöllinni kl.
20.30 í kvöld. Og í Djúpinu í Reykjavík
heldur áhugafólk um harmónikulónlist
skemmtifund á morgun kl. 15.
Verðlauna-
GRIPIR OG
FÉLAGSMERKI
Framleiðí alls konar
félagsmerki. Hefi á-
vallt f yrirligg jandi
ýmsar stærðir verð-
launabikara og verð-
launapeninga, einnig
styttur fyrir flestar
greinar íþrótta.
Leitið upplýsinga
MAGiMÚS E.
BALDVINSSON
Laugavegi 8
Reykjavík
Sími 22804
Menning
Menning
Menning
Leikfélag Húsavíkur:
Konumar á Niskavuori
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi
sl. sunnudagskvöld. að mér var boð-
ið, — á vegum DV, að vera viðstadd-
ur sýningu á leikritinu „Konurnar á
Niskavuori” eftir finnska leikritahöf-
undinn Hella Wuolijoki sem reyndar
er eistlensk að uppruna.
Leikfélag Húsavíkur er um þessar
mundir að sýna þetta verk undir leik-
stjórn Hallmars Sigurðssonar.
En það var uppfærsla sænska leik-
hússins í Helsingfors í Þjóðleikhús-
inu fyrir nokkru sem vakti áhuga
Leikfélagsins hér á að taka leikrit
þetta til sýningar. Það segir í leik-
skránni að „Konurnar á Niskavuori”
hafi höfundur skrifað árið 1936 og
hafi leikritið þá strax slegið í gegn og
orðið finnsku leikhúslífi mikil lyfti-
stöng og höfundurinn orðið einn af
máttarstólpum finnsku leikhúsanna
næsta áratuginn. Áhugamaður eins
og ég kann engin skil á þeim fræðum,
en eitt er víst að efni leikritsins hreif
mig og ekki spillti góð leikstjórn og, •
í bland, mjög glæsileg frammistaða
sumra leikaranna.
Það er „Gamia frúin” á setrinu á
Niskavuori, sem heldur öllum þráð-
um í höndum sér en það er dálítið
erfitt þar sem sonur hennar, sá sem
þegar á helming jarðarinnar, en faðir
nans er látinn (drakk sig í hel), er far-
inn að standa i framhjáhaldi með
kennslukonu sem nýkomin er í hér-
aðið og er svo óforskömmuð að
ganga jafnvel 1 síðbuxum.
Sonurinn er giftur konu sem kom
með auð með sér i búið sem var ekki
alltof vel statt fyrir. Þótt konan sé
hin föngulegasta takast ekki ástir
með þeim, en börn eignast þau eins
og vera ber.
Þetta er þungamiðja leikritsins. Sú
„Gamla” lifir fyrir það eitt að af-
komendurnir yfirgefi ekki Niska-
vuori, og án þess að lýsa efni leikrits-
ins frekar fara fram mikil átök meðal
fólksins á Niskavuori á senunni í
gamla góða Samkomuhúsinu á Húsa-
vík.
Það er best að segja það strax að
„Gamla frúin” fer með mikinn sigur
af hólmi í meðförum Hrefnu Jóns-
dóttur í hlutverki hennar. Sjaldan hef
ég séð hlutverk svo skapað fyrir leik-
arann, eins og þetta er fyrir Hrefnu.
Hún er svo mikilúðleg i hlutverkinu
að maður verður henni undirgefinn,
jafnvel frammi í salnum, enda er
fólkið á Niskavuori á valdi hennar
frá upphafi til enda verksins. Ég þyk-
Leiklist
Ásmundur Bjarnason
ist vita að leikstjórinn hafi lagt mikla
áherslu á að gera þetta hlutverk vel úr
garði, eins mikið óskahlutverk og
það hlýtur að vera hverri leikkonu
sem á annað borð hefur vöxt og per-
sónu í það.
María Axfjörð leikur hina um-
deildu kennslukonu sem raskar svo
eftirminnilega ró sveitarinnar. Hún
hefur ekki áður tekið að sér svo stórt
hlutverk á senu og sleppur vel frá því.
Hún er ófeimin, falleg og freistandi,
svo maður skilur vel hinn myndarlega
bónda sem fellur fyrir henni og getur
henni óvelkontið barn.
Þorkell Björnsson leikur Árna á
Niskavuori. Hann er meðal okkar
reyndari leikara hér og er góður þeg-
ar mest á riður en ekki nógu sann-
færandi þegar hann ætlað að vera
góður við sitt fólk.
Hina vanræktu eiginkonu Árna
Ieikur Guðný Þorgeirsdóttir og tekst
vel upp i umkomuleysi sínu vegna
grunsins og sannfæringarinnar um
framhjáhald bónda síns. Þær elska
ekki beint hvor aðra Ilona kennslu-
kona og Marta Árna-frú.
Tvær kostulegar „Ýsa var það
heillin” kerlingar sjá um slúðrið í sveit-
inni. Herdís Birgisdótti*- fer með hlut-
verk Serafiinu en A<nnaJeppesen leik-
ur Söndru á símanuia Þærerubáðar
ágætar. Simola óðalsbónda, sem ætl-
ar að leysa málin milli Mörtu og Árna
á sinn hátt, leikur Einar Þorbergsson
sem er menntaður leikari og leikstjóri
og fatast honum hvergi, þrátt fyrirað
hlutverkið gefur ekki mikil tækifæri.
Sigurður Hallmarsson gerir svo eftir-
minnilega persónu úr drykkfelldum
apótekaranum sem er i skólanefnd-
inni ásamt prófastinum sem Svavar
Jónsson leikur og tekst vel upp.
Hann á við konuríki að búa og tekst
ekki apótekaranum og Árna bónda,
þrátt fyrir ágætar tilraunir, að plata
sjúss í klerkinn, fyrir sakir ofrikis
kerlu hans.
Ekki vil ég gera væntanlcgum sýn-
ingargestum þann grikk að segja
meira frá gangi leikritsins „Konurnar
á Niskavuori”. Sjón er sögu rikari.
En mig langar til að geta annarra
leikara sem fara með smærri hlut-
verk, og unHantekningarlaust finnst
mér að , eir skili sínum hlutum vel.
Snædís Gunnlaugsdóttir leikur Salli
vinnukonu, Margrét Halldórsdóttir
prófastsfrúna, Konráð Þórisson ráð-
villtan kennara, Guðmundur Örn
Ragnarsson ráðsmann „Gömlu frú-
arinnar”, Jón Aðalsteinsson Nikku-
lása, sem leikur á harmóníku þegar
karlarnir vilja allir dansa við kennslu-
konuna, og tvær stelpur, Fífa
Konráðsdóttir og Kolbrún Þorkels-
dóttir, lcika börn Árna og Mörtu.
Hallmar leikstjóri kemur nú heim á
æskustöðvar sínar, — sér og sigrar.
Þekking hans á sænskum og norræn-
um leikbókmenntum vísar honum
veginn á gott og þróttmikið leikhús-
verk. Sjálfur sá hann um leikmynd,
sem er aldeilis prýðileg, enda stækkar
hann hið litla svið samkomuhússins
með ólíkindum. Hann nær því eftir-
sóknarverða, — að leiðbeina óvönum
leikurum „til þess að standa á leik-
sviðinu á hærri tröppu en í lífinu” —
eins og þar stendur.
Ennþá einu sinni hefur hið hús-
víska leikhús komið okkur á óvart.
Og það svo eftirminnilega að þessir
vinir manns í daglega lifinu, leikar-
arnir, eru næstum óþekkjanlegiii
þarna uppi á senunni.
Það lá við að ég væri hálfleiður að
þurfa að rölta heim frá „konunum á
Niskavuori” að sýningu lokinni, —
mér var nefnilega farið að þykja sér-
lega vænt um „Þá gömlu”.
Ásmundur Bjarnason.
Yndislegt tímaflakk
Tónleikar Musica Antiquo á Sal Menntaskól-
ans í Reykjavík 9. febrúar.
Flytjendur: Camilla Söderberg, blokkflauta;
Kristján Þ. Stephensen, óbó; Helga Ingólfs-
dóttir, sombal og ólöf Sesselja Óskarsdóttir,
vlola da gamba.
Efnisskrá: Pierre Danican Philidor: IVe Suite
en trio ( c-moll; Jacques Hotteterre: llle Suite
I D-dúr; Jean Babtiste Loeillet: Sonata á 3 I F-
dúr; Johann Joseph Fux: Sinfónla I F-dúr;
Antonio Vivaldi: Trio I g-moll.
Tímaflakk er nokkuð sem mann-
kynið hefur löngum látið sig dreyma
um. Ekki höfðar það síður til fólks
að fá að skyggnast inn í fortíðina en
framtiðina. Til eru rithöfundar, sem
hafa leikið sér að tímaflakki í bókum
sínum, en fæstir hafa gert það eins
snilldarlega og John Dickson Carr,
sem á einuni stað lætur söguhetju
sína vinna í einvígi alræmdan skylm-
ingagosa og morðingja með bragði,
sem ekki kom fram fyrr en nokkrum
árum eftir að einvigið átti sér stað.
Ei berta þau
nútímavólum
Oft verður mér hugsað til þessa
lykilatriðis i sögu Carrs þegar ég
hlýði á tónlistarmenn nútímans nýta
möguleika nútímahljóðfæra til hins
ýtrasta við leik gamalla verka, sem
samin voru fyrir töluvert einfaldari
hljóðfæri. Ég get ekki að því gert að
stundum finnst mér músikantarnir
vinna á tónsmíð, sem hugsuð var
fyrir allt aðra tækni, með brögðum
sem seinna komu til sögu.
En sliku er ekki til að dreifa hjá
liðsmönnum Musica Antiqua. Þau
reyna að fara eins nærri upprunanum
og mögulegt er. Listamenn sem
þannig vinna stunda rannsóknir á stíl
og hljóðfæragerðum og brúka mis-
munandi hljóðfæragerðir eftir aldri
verka. Þvi víst átti tiskan jafnmikið
undir sér fyrr sem nú.
Tónlist
Eyjótfur Melsted
A fyrri hluta efnisskrárinnar trón-
uðu meistarar hins franska barokk-
tíma;' Philidor, Hotteterre og Loeill-
et, sem kenndur var við Lundúnir.
Sumir telja reyndar Lundúna Loeillet
ekki hreinræktaðan kvist á meiði hins
franska skóla. Síðari hlutinn var
helgaður hinum ítalska skóla með
verkum Fux og Vivaldi. Fux þekkja
flestir sem fræðimann og þá helst
fyrir ritið Gradus ad Parnassum, en
þeim sem komast í kynni við ntess-
urnar hans, eða önnur verk, gleymast
þau ekki svo glatt.
Ekkiá
sjömíinaskóm
Þessir kallar á barokktimanum
treystu músíkantinum fyrir stórum
hluta af endanlegri gerð verksins.
Mönnunt leyfðist að yrkja, eða
spinna (improvisera), þvi að músík-
antinn lærði sína iðn hjá meistara og
útlærður fékk hann inngöngu í gildi
músíkanta. Nútintinn á sér sina
meistara af hinum gamla skóla og við
hér heima hrósum happi fyrir að eiga
nokkra sveina, sem uppeldi hlutu hjá
meisturum úti í heimi. Hingað heim
hafa þau svo flutt sina eðlu kúnst og
stofnað Musica Antiqua. Félags-
skapur sá gengur ekki sín fyrstu spor
á neinum sjömílnaskóm, en örugg
eru skrefin þó smá séu. Það er happ
þessa félagsskapar að eiga innan
sinna vébanda jafnvandvirka og
snjalla listamenn og Helgu Ingólfs-
dóttur, Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur
og Camillu Söderberg, eða lútuleik-
arann Snorra Örn Snorrason. Og
menn á borð við Krlstján Þ. Stephen-
sen, sem svo snyrtilega kunna að
beita nútímaóbói með hinum gömlu
hljóðfærunum, eru ekki gripnir upp
hvar sent er.
Það er gæfa íslensks tónlistarlífs
að fyrir vakningu upprunalegra
hljóðfæraleiks skuli standa kunn-
áttumenn, sem væntanlega fria
okkur við fúskara sem telja sig mega
prumpa hvernig sem er, aðeins vegna
þess að þeir hafi eftirllkingu ganials
hljóðfæris í höndum. -KM.