Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 1
M/MSBIAÐWÆIBIM HELGARBLAÐ 2 48. TBL. — 72. og 8. ÁRG. - LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. fiýálst, úháð dagblað Ertu hjátrúarfuííur? Ertu hjátrúarfullur? Færðu fyrir hjartað, ef svartur köttur hleypur fyrir bílinn hjá þér. Hafa tölurnar 7 og 13 einhverja sérstaka merkingu í huga þínum? Byrjarðu aldrei á neinu á mánudögum? Er það hamingjumerki að finna fjögra laufa smára? Og óhamingju- merki að brjóta spegil? Krossarðu fingurna ef þú vilt að eitthvað gangi vel? Ferðu á krossgötur á Jónsmessunótt og óskar þér einhvers? Svona mætti lengi telja. Flestir svara þessu sjálfsagt neitandi, en er samt ekki stutt í hjátrúna hjá okkur flestum? Það er auðvelt að brosa og sýna umburðarlyndi gagnvart þess- um bábiljum, en ýmislegt virð- ist þó benda til, að þau fornu hindurvitni gangi enn þann dag í dag ljósum logum. Hefðinni erhaidið við Fyrir stuttu var ég við brúðkaup og þegar búið var að pússa saman brúð- hjónin með pomp og prakt og þau gengu út úr kirkjunni, var þar saman kominn hópur vina og kunningja, sem létu hrisgrjónum rigna yfir hjónin ungu. Hvort unga fólkið gerði sér grein fyrir merkingu þess, er ekki gott að segja, en forn hindurvitni segja þetta frjósemistákn. Aðalatriðið er þó, að hefðinni er haldið við. Hjétrúin er jefngömul menninwn Hjátrúin á sér langa sögu og á rætur allt aftur til heiðni, í sumum tilvikum Um hjátrú og hindurvitni að minnsta kosti. Þegar forfeður okkar lifðu í heimi, sem þeir þekktu lítið sem ekkert til, vonin og óttinn skiptust á i lífi þeirra, eins og skin og skúrir. Þannig getur sú hjátrú, sem okkur virðist fáránleg og jafnvel hlægileg í dag, hafa verið stunduð af for- feðrunum í fúlustu alvöru, þeir trúðu statt og stöðugt, að það að trúa á hin fornu hindurvitni og bábiljur væri leiðin til betri lífskjara. Meistarar í fræðunum telja, að á 11„ 12. og 13. öld hafi hjátrú þjóðarinnar ekki verið meiri en nú. Menn voru trúaðir á drauma og ýmsa dularfulla atburði álíka mikið og enn í dag. Á 14., 15. og 16. öld eykst hjátrúin, og einkum þó þegar kemur fram á 17. öldina. Lærðir menn trúðu því á þeim tímum, að til væru tröll og alls konar vættir, og þá varð galdratrúin að land- plágu hér á landi sem annars staðar. Þegar menntamenn íslendinga á 18. öld reyndu að spyrna fæti gegn hjá- trúnni komust þeir að raun um, að þar var við ramman reip að draga og varð býsna lítið ágengt. Mergvísieg hjátrú í sambendi við eidfjöii Gegnum tíðina hefur margvísleg hjátrú í sambandi við eldfjöll tíðkazt. Lofteldar eða eldglampar i lofti, óvanaleg glampaskin og slíkt trúðu menn að bóðaði eldgos og er svo að sjá sem það hafi þótt rætast, til dæmis fyrir Kötlugosið 1755. Alkunna er trúin sú um Heklu, að þar undir væri helvíti, og þóttust menn enda hafa séð árana og hina útskúfuðu þar vistaða; hrafnar með glóandi járnklær og járnnef áttu að eiga þar heima, og fóru margar sögur af því. Vist er, að enginn þorði fyrir sitt litla líf að koma nálægt Heklu gömlu, fyrr en Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson lögðu í það 1750 og þóttu menn þá úr helju heimt hafa, er þeir komu til baka úr þeirri för. í Skaftáreldum 1783 komust á kreik sagnir um ýmsa ískyggilega fyrirboða þess eldgoss. Mörg vatnaskrímsl áttu að hafa sézt í Feðgakvísl í Meðallandi og eldhnettir liggjandi á jörðu hjá Steinsmýri. Sumir þóttust heyra undar- leg hljóð í jörðu og aðrir klukknahljóm í lofti. Enn aðrir þóttust hafa orðið varir við svonefndar pestarflugur, gular og svartar og rautt regn átti að hafa fallið þar eystra vorið 1783. Þá áttu lömb og kálfar að hafa fæðzt með vanskapnaði. Átti til dæmis lamb eitt að hafa fæðzt með hræfuglsklær á fótum í stað lagklaufa. Biskuper þurftu eð vígje björg Samskonar trú hefur allt fram á vora daga verið á fulgabjörgum ýmsum hér á landi, að þar væri ekki mennsk- um mönnum óhætt að stíga, nema þar sem biskupar og aðrir helgir menn og þeir, sem menn höfðu trú á, höfðu vigt bjargið. Var svo til dæmis lengi vel og eimir kannski eitthvað eftir enn um Látrabjarg, Grímseyjarbjarg, Hæla- víkurbjarg og Drangey. Dreumvitranir og stórtíðindi Meðan hjátrúin var mögnuðust á 17. öld, fengu menn margar draum- vitranir, sem áttu að boða stórtíðindi. Sáu menn ýmsar sýnir, vopnaða riddara ríða um loftin blá eða sverð á himnum eða vígabranda og -hnetti. Allt boðaði þetta styrjaldir og óáran og skaut mörgum skelk í bringu. Lagarfljótsormurinn og eðrir vetnaskrattar Þá trúðu menn, að sum staðar héldu til ýmsar forynjur og óvættir, og gengu rvklar og margar sögur af þeim, svo sem óvættinni í Siglufjarðarskarði. Steypti hún sér eins og myrkur flóki eða ský yfir þá, sem yfir skarðið fóru. Svipaðar sögur fóru af Vogastapa, en þar þóttust menn sjá einhverja veru á flökti og varð mörgum manninum illt við þá sýn. Lengi hefur verið mikil trú á vatna- skrímslum í hinum ýmsu ám og vötnum hérlendis. Magnaðastur þeirra allra er ormurinn í Lagarfljóti og ganga enn þann dag í dag sögur af honum. Þar á og að vera fullt af margskonar óvættum, og voru þeir hættugripir við að eiga. Einnig eiga að vera á ferli einhver kvikindi i Þingvallavatni, Skorradalsvatni, Svínavatni, Hvítá og Þjórsá, svo einhverjir staðir séu nefndir. „Þór hefnist fyrir þetta " Þjóðtrúin hefur haldið því frant, að glæpsamlegt athæfi eða illa þokkuð framkoma fengi ætíð refsingu á ein- hvern hátt í þessu lífi, ,,að mönnum hefndist fyrir”, þegar þeir gerðu eitthvað verulega Ijótt og syndsamlegt. Þannig hefndist Gissuri biskupi Einarssyni fyrir að taka ofan krossinn í Kaldaðarnesi, Þorvarði Eiríkssyni, formanni Krossreiðar, hefndist hræði- lega fyrir meðferð hans á Magnúsi á Krossi, Daði í Snóksdal fékk þung gjöld fyrir breytni sína við Jón biskup Sjá næstu síðu Nýtt, betra og sykurlaust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.