Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 18
18 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Seinna bréf úr forsetaf erd: 9 ,Bar há beint tií Lundú snapa Fimmtudagur Annar dagur í heimsókn. Leiðin liggur til Pimlico, Lundúnahverfis suður og vestur af kóngshöllinni. Þar ku vera merkur skóli, einkum fyrir um- önnun sína á tónlistarsénium. Meira vitum við ekki. Fjöimiðlafólksrúg- brauðið mætir fyrst og er fagnað af skrækjandi stelpum i frímínútum, rétt eins og gerist og gengur í skólum alls staðar. Þetta er undarlegt hús, varla annað en gluggar og færi vel í Hvera- gerði en ekki þótti okkur það verðlaun- anna virði, sem það fékk víst fyrir einum áratug. Hvað um það — ekki dugir annað en sýna forvitni og líta í kringum sig og spyrja. Pimlicoskólinn reynist vera ofur venjulegur ríkisrekinn grunnskóli sem þjónar suður- og vesturpörtum Lundúna. Krakkarnir eru II —18 ára og alls um 1500 i skólanum. Kennar- arnir eru I 10. Vanessa, 11 ára gömul í skólabún- ingi, færir forseta íslands blóm og fær í staðinn koss á dreyrrauða kinn. Á meðan skólastjórinn sýnir forseta og fylgdarliði skólabygginguna, grip ég Vanessu litlu með mér inn á bókasafnið til að rekja úr henni garnirnar: „Ég kem með neðanjarðarlest, er svona hálftíma á leiðinni og þarf að skipta einu sinni. Skólinn byrjar kl. 9 og ég er hérna til 2.30. Það eru tvennar frímínútur og hádegishlé. Sumarfríið er sex vikna langt, jólafríið 2 og 1/2 og páskafríið líka. Auk þess eru tvö viku- löng vetrarfrí. Mamma mín og pabbi vinna bæði úti og þegar ég er í fríi en ekki þau, þá get ég samt komið í skól- ann og hitt krakkana. Þegar skólinn er búinn kl. 3, getum við líka verið hér áfram til 5, það eru hér nokkrir kenn- arar sem hjálpa til við heimavinnuna og bara eru til að tala við okkur. Við getum spilað og þess háttar í frístof- unni. Hver árgangur hefur sína frístofu, það er stofa sem er bara til að sitja saman í, ekki kennslustofa. í hádegishléum getum við annað hvort keypt okkur mat eða borðað nestið okkar að heiman.” Vanessa er 11 ára gömul og sagði sér þætti gaman í skólanum. Hún er raunareinnaf ton- listarsnillingunum, en meira um það rétt strax. Samtalið fór fram á bókasafninu. Það var á stærð við fjórar kennslu- stofur a.m.k. Þar eru fjölritunartæki, Ijósritari, videoskjár o.fl. hjálpargögn. Krakkarnir höfðu sjálfir búið til plaköt til að sýna hvernig bezt væri að nota græjurnar. Einn lærður bókasafns- vörður og tveir bókasafnslærlingar sjá um safnið. Mér var tjáð að þarna væru um 20000 bindi og að uppsláttarrita- safnið væri stærra en það á næsta al- menningsbókasafni. Af bókasafni er innangengt í lesstofu. Þar má ekki tala en hins vegar var bókasafnið greinilega vinsæll samkomustaður, en árgangarn- ir skiptast á um að hafa þar „frelsi” — í dag var það 6. bekkur. Bókasafns- vörðurinn gef mér bunka af bóka- merkjum, búnum til af krökkunum. Merkin höfðu öll einhverjar athuga- semdir og ábendingar um nám og bók- lestur. Svo sem eins og: „Ertu viss um þetta sé rétta bókin?” eða „Svona er bezt að skipuleggja ritgerðina...” Allir krakkar hafa lært að nota bókasafn þegar þeir ná 15 ára aldri — það er hluti af náminu. Tónlistarsóníin Forsetinn og föuneytið sneri aftur úr skoðunarferðinni og allir fengu kaffi og kökur. Þarna var m.a. yfirmaður tónlistarnámsins, John nokkur Turner. Hann reyndist vera píanókennari og fyrrverandi majór úr hernum og sagði mér frá þessari frægu músíkdeild, sem er ein örfárra sinnar tegundar í ríkis- reknum enskum skólum. „Við tökum við 15 nemendum árlega og erum nú með um 110 nemendur á ýmsum aldri, þeir yngstu 11 ára. Valið fer fram með mjög ströngu inngönguprófi — þar verða þeir að leika á hljóðfæri eftir eigin vali. Þeir eru prófaðir í tónheyrn og svo framkvæma þeir hinn svokallaða „Bentley — test”. Þetta er allt óundir- búið, þ.e. það er engin námsskrá sem þau þurfa að hafa lært. öll börn á svæði fræðsluráða Stór-Lundúna- svæðisins geta þreytt prófið. Tónheyrn skiptir e.t.v. mestu máli í þessu prófi. Stundum koma börn i prófið sem geta spilað þung verk á tæknilega góðan hátt — oft börn sem koma frá metnaöargjörnum foreldrum — en við erum ekki að leita eftir slíkri utanaðkunnáttu. Við fengum t.d. lítinn dreng inn í haust sem kann alls ekki að spila á hljóðfæri. En í hinum greinum prófsins kom í ljós að hann hefur frábæra hæfileika, fullkomið tóneyra t.d. Þetta er einmitt það sem við leitum að og viljum þroska, hæfileika, sem annars myndu glatast. Tilgangurinn með því að ná þessum börnum inn í þennan skóla, sem er reyndar venjulegur grunnskóli, er fyrst og fremst sá — fyrir utan aðhlynningu að hæfileikunum — að gefa þessum börnum kost á að ljúka eðlilegu námi, þ.e. að þau verði ekki utangátta vegna tónlistarinnar eins og oft vill brenna við í einka-tónlistarskólum, þar sem börnin eru oft gerð að nokkurs konar „fríkum”. Það getur komið fyrir að hæfileikar eyðist og barn standi uppi án þeirra eftir nokkur ár í sérskóla. John Turner, tónlistarstjóri Pimlico-skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.