Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 21
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Ragnar T. Ámason varðvattír ann dyggitaga nótumar aó fyrstu óparunní sam satt var á svið á Íslandi. DV-mynd E.Ó. , ,Þótti stórvlrkl þá rétt eins og nu” — segir Ragnar T. Árnason sem söng aöalhlutverkiö íóperunni „Jú, okkur þótti þetta auðvitað heil- mikill viðburður að setja upp heila óþeru, þar sem slíkt hafði ekki þekkzt hér áður,” segir Ragnar T. Árnason, fyrrverandi útvarpsþulur og heildsali, sem lék stórt hlutverk í fyrstu óperu- uppfærslunni. „Flestir okkar karlmannanna höfðu starfað í karlakórum eða verið virkir á einhvern hátt í söngstarfsemi. Ég hafði sungið með Kátum félögum, Arnór í Fóstbræðrum og einhverjir okkar höfðu nú sótt söngtíma. Helztu söng- kennarar þeirra daga voru dr. Franz Mixa, Sigurður Birkis og Pétur Jóns- son, sem var með okkur í sýningunni.” „Sigrún Magnúsdóttir hafði lika sungið nokkuð mikið opinberlega og einnig Ólavia Hjaltested, en til dæmis Nína og Lárus sungu lítið. Enda var söngmennt og sönglíf í þá daga ekki mikið, miöað við það sem nú er. Þetta voru því allt „amatörar” nema Pétur.” „Æfingar stóðu í nokkra mánuði og var ýmist æft í Hljómskálanum eða Menntaskólahúsinu. Lokaæfingar voru svo á sviðinu í Iðnó. Það kom svolítið babb í bátinn, þegar verkið var örðið fullæft. Þá herjaði mikil in- fiúensa á bæinn og voru allar skemmtanir og samkomur bannaðar. Við urðum því að fresta sýningum um nokkrar vikur vegna þess.” „Þetta þótti held ég nokkurt stór- Ragnar i sellóatriðinu, sem vaktí míkla kátínu é eínni sýningunni vegna óvænts óhapps. virki á þessum tíma, rétt eins og nú, að færa upp óperu og undirtektir voru alls ekki svo slæmar. Gagnrýnendur voru okkur þó ekki sérlega hliðhollir, töldu ýmsu ábótavant, bæði í leik og söng, enda varla við öðru að búast svona í frumtilraun. En það var þó ekkert til að draga úr áhuga á fleiri uppfærslum, því óperur og óperettur voru færðar upp reglulega í Iðnó i nokkur ár á eftir.” Ragnar var tvítugur að aldri þegar Systirin frá Prag var færð upp. Fór hann þar með aðalhlutverkið, söng bassann herra Brumer, sem siðar brá sér í gervi systurinnar. „Þetta var mjög kostulega saga, ekta ýkt komedía, ekki ósvipuð Frænku Charlies. Hefur þetta sjálfsagt komið áhorfendum misjafnlega fyrir augu og eyru. Kannski sumum hafi þótt sagan einum of hjákátleg, ég veit það ekki. ” Þetta var frumraun okkar flestra á sviði og vafalaust hefur margt skemmtilegt gerzt, þó farið sé að fyrnast yfir það núna. Ég man þó eftir einu óhappaatviki sem olli mikilli kátínu. Þannig var að i einu atriðinu sat ég og lék á selló, auk þess sem ég söng. Eða réttara sagt ég þóttist leika á sellóið, en raunverulegu tónana fram- leiddi Þórhallur Árnason á hljóðfæri sitt niðri í hljómsveitargryfjunni. Svo gerist það, þegar innlifun mín við selló- leikinn slendur hvað hæst, að einn strengunr.n slitnar og fellur á gólfið með tilheyrandi braki og brestum. Tón- arnir héldu auðvitað áfram að berast frá Þórhalli niðri í gryfjunni, því hann sá ekkert hvað gerðist uppi á sviðinu. Ég beygði mig niður tók upp strenginn og setti á sinn stað og hélt svo áfram eins og ekkert hefði í skorizt. En áhorf- endum þótti þetta mjög fyndið og var mikið hlegið að tilburðum mínum.” „Ég hélt áfram að syngja lengi eftir þetta, tók reyndar þátt í flestum óper- um og óperettum, sem færðar voru upp næstu ár á eftir. Þá starfaði ég einnig lengi með útvarpskórnum undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Sem göml- um óperuunnanda og söngvara þykir mér ákaflega gleðilegt að fylgjast með því, hversu vegur ópemtónlistar er að aukast hér á landi. Vona ég svo sannar- lega að grundvöllur reynist áfram fyrir þessari starfssemi og trúi reyndar varla öðru, miðað við hinn mikla tónlistar- áhuga íslendinga almennt,” segir Ragnar T. Árnason að lokum. 99 „Vantaöi alltaf kvenfólk til aö syngja — segir Þöra Borg sem tók þátt íæfingum á óperunni ,,Ég tók nú reyndar ekki þátt í sýningunum sjálfum, hljóp aðeins í skarðið fyrir Ólavíu Hjaltested á loka- æfingunum,” segir Þóra Borg leikkona sem minnist fyrstu óperusýninganna með mikilli ánægju. „Þannig var að Ólavia veiktist einmitt þegar búningaæfingar stóðu yfir og myndirnar voru teknar. Ég leysti hana þá af í eina viku og það kostaði heilmikið tilstand. Þurfti ég auðvitaö að læra alla söngvana og sótti söngtíma sérstaklega í hádeginu til að geta nú staðið mig í stykkinu.” Mér fannst það dálitil synd að þessari óperu skyldi ekki vera betur tekið en raun varð á,” segir Þóra. „Sýningin var ljóntandi skemmtileg og tónlistin falleg. Og þeir sem tóku þátt í henni stóðu sig margir hverjir frá- bærlega.” Þó að Þóra væri ekki með í þessu til- tekna verki, tök hún þátt i mörgum óperettum og söngleikjum sem á eftir fylgdu. „Já, það varð oft að bjargast við mig, þótt ég hefði hvorki mikla rödd né þjálfun í sönglistinni. Það var bara svo niikill hörgull á kvenfólki sem vildi og gat sungið, að það varð að grípa til þess sem næst stóð,” segir hún. Hún kvað bæjarbúa yfirleitt hafa tekið óperu- og óperettuflutningi vel. Mörg verkin hefðu fengið frábærar undirtektir, „en kannski hefur verið einhver vottur af snobbi gagnvart „Systurinni frá Prag ” sem var ekki mjög þekkt verk, þó það reyndist hið skemmtilegasta í alla staði þegar til kont,” segir Þóra að lokuni. -JB. SONG FYRSTU TONANA ÍÍSLENZKRl ÓPERUSÝNINGU — Arnór Halldórsson ffór með hlutverk þjónsins Kaspar „Ég á víst heiðurinn af fyrstu tónunum sem fluttir hafa verið á óperusýningu hér,” segir Arnór Halldórsson sem söng hlutverk þjónsins Kaspars í sýningu Tónlistar- félagsinsá „Systurinni frá Prag”. „Ég kom fyrstur inn á sviðiðog söng því fyrstu hljómana,” segir hann. „Þetta var mér, og ég held öllum þeim sem þátt tóku í sýningunni, ákaflega skemmtilegt verkefni. Ætli ástæðan fyrir minni þátttöku hafi ekki verið sú að ég var á þessum tíma að læra söng hjá dr. Franz Mixa sem stjórnaði óperunni. Hann fékk mér þarna mitt fyrsta einsöngshlutverk en hjá dr. Mbca lærði ég sennilega í ein fimm ár.” „Sýningar voru nú ekki mjög margar, en ágætlega sóttar þær sem haldnar voru. Ástæðan fyrir því hversu snemma var hætt var, held ég, einkum það að þeir sem að sýningunum stóðu sáu fram á lítinn ágóða og vildu ekki tefla f neina tvisýnu. Þetta kom reyndar skýrar fram seinna þegar Bláa kápan var sýnd. Þá náðist ekki alveg fullt hús á tólftu sýningu og voru forráðamenn þá á þvi að hún yrði sú síðasta. Við sern lékum og sungum vildum hins vegar ekki hætta og ákváðum að halda áfram hvað sem tautaði og raulaði. Endalokin urðu þau að Bláa kápan var sýnd áfram fyrir fullu húsi, bæði hér í Reykjavík og úti á landi, langt fram á sumar.” „Á þessum tíma fengu söngvarar og leikarar ekkert greitt meðan á æfingum stóð en aðeins ákveðna upphæð fyrir hverja sýningu. Það var því lítið sem kont í okkar hlut ef sýningar voru fáar, þrátt fyrir margra mánaða vinnu á undan. Gott dæmi er til dæmis þegar Messías var fluttur á vegum Tónlistar- félagsins nokkrum árum síðar. Þá tóku þeir gamla Steindórssalinn á leigu en hanntókumtvö þúsund manns í sæti. Með þessu fengu þeir jafnmikið inn en þurftu aðeins að greiða okkur fyrir eina sýningu í stað þriggja til fjögurra ef sungið hefði verið í Gamla bíói sem tók miklu færri áheyrendur.” Arnór tók þátt í flestum þeim óperu- og óperettusýningum sem haldnar voru á fjórða og fimmta áratugnum. Þá hefur hann alla tíð verið virkur í ýmsurn kórum og syngur til dæntis enn með eldri félögum Fóstbræðra. „Þegar Þjóðleikhúsið hóf óperu- sýningar var komin ný kynslóð söngvara svo við þessi eldri tókum þar ckki þátt, nema kannski einstaka sinnum í kórhlutverkum. Þetta hefur allt saman breytzt mjög mikið og í dag er allt annar svipur á þessu en var. Söngvarar eru nú orðnir margreyndir og langskólagengnir þegar þeir spreyta sig og vonandi tekst að halda þessu starfi þeirra, sent nú er hafið, gangand: áfram.” -JB I § I „Það varð stundum að notast við mig," segir Þóra Borg leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.