Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 16
 16 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. d ári aldraöra? vcrdur það sama tuggan og undanf arin ár? —eða raunhæf t átak öldruðum til góðs? Fremur er það orðið algengt en hitt að tileinka sérhvert ár einhverjum ákveðnum málaflokki. Kvennaárið, ár barnsins, húsfriðunarár, ár trésins, norræna málaárið og ár fatlaðra eru öll liðin og menn velta þeirri spurningu fyrir sér hver árangurinn hafi orðið af þessu öllu saman. Telja margir að nóg sé komið af slíkum árum sem að framan eru nefnd, því árangur þeirra láti á sér standa. Beri því að leita inn á nýjar brautir. Ófáir eru þeir sem nefna þessi ár friðþægingu samvizkunnar gagnvart þeim málum sem gleymzt hafa eða lítt hefur veriðsinnt í tímanna rás. Hvað sem því liður er árið sem nú lifir tileinkað málefnum aldraðra og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér aðstöðu og aðstöðuleysi gamla fólksins I íslenzku þjóðfélagi. Hver eru helztu vandamál sem aldraðir eiga við að stríða og hvað ber að gera svo úr þeim málum verði leyst? Og er yfirleitt fyrirhugað aö gera eitthvað? Nefndir Eðlilegt má teljast að hefja þessa umræðu á orðum Svavars Gestssonar heilbrigðis- og félagsmálaráðherra sem fer með æðsta valdið I þessum efnum. Var hann fyrst spurður að því hver undirbúningurinn hefði verið fyrir ár aldraðra? „Heilbrigðisráðuneytið skipaði i fyrra nefnd til þess 'að gera sérstakt átak á þessu ári í þeim málefnum aldraðs fólks sem verður að ráða bót á. í þessari nefnd eiga sæti 3 stjórnarmenn i stjórn Fram- kvæmdasjóðs aldraðra. Ein,i maður frá ASÍ, annar frá VSÍ op tveir menn sem sérstaklega voru skipaðir af ráðu- neytinu, þeir Pétur Sigurðsson alþingismaöur og Hrafn Sæmundsson prentari sem eins og kunnugt er hafa mjög látið má! aldraða til sín taka. í upphafi var þessari nefnd fyrirgert að undirbúa frumvarp til laga um heil- brigðis- og félagsþjónustu fyrir aldrað fólk. Það frumvarp hefur verið lagt fyrir i ríkisstjórninni og fær vonandi afgreiðslu fljótlega. Auk téðrar nefndar var skipuð nefnd undir stjórn Sigurðar H. Guð- mundssonar prests í Hafnarfirði. Hlutverk hennar er að skipuleggja og samræma starf í þágu aldraðra á þessu ári og komandi árum. Það skal tekið fram að þessar tvær nefndir vinna mjög náiðsaman.” Frumvarp um heilbrigðis- og félagsþjónustu Hvert finnst þér brýnasta hagsmunamál aldraðra vera um þessar mundir? „Ég legg höfuðáherzluna á það að frumvarpið um heilbrigðis— og félags- þjónustuna verði að lögum sem fyrst, vegna þess að það markar stefnu til langs tíma í málefnum aldraðra. Þar með yrði lögfestur sá vilji að aldraöir eigi sjóðs hefur þegar birzt hér á Reykja- víkursvæðinu. Má þar m.a. nefna B- álmu Borgarspítalans sem risið hefur með óvenjulegum hraða, en þar verður vistrými fyrir 170—180 hjúkrunarsjúkl- inga. Þá hefur Reykjavikurborg gert verulegt átak I málefnum aldraðra. Bráðlega verður tekið í notkun nýtt. dvalar- og hjúkrunarheimili við Snorrabraut. Þar er gert ráð fyrir 44 hjúkrunarsjúklingum, auk annarra vist- manna. í Kópavogi eru í byggingu hjúkrunar- heimili fyrir aldraða, auk Hrafnistu í Hafnarfirði. Loks má geta þess að úti á landsbyggðinni er mikið í gangi og fyrirsjáanlegar eru miklar framkvæmdir þar í þágu aldraðra. / sæmilegt horfá árinu 1984 Það er þvi ljóst, að ef fram heldur sem horfir í framkvæmdum fyrir aldr- aða, þá verða hjúkrunarmál á höfuð- borgarsvæðinu komin í sæmilegt horf Svavar Gestsson, heilbrígðis- og fólagsmálaráOharra. DV-mynd.-Einar Ólason. að geta búið við viðunandi lífskjör úti I þjóðfélaginu, hvort sem það er á heimilum sínum eða vistheimilum. Jafnframt er ástæða til þess að benda á nauðsyn þess að til staðar séu heimili fyrir það fólk sem þarf á sérstakri þjónustu að halda.” Fyrir einu ári eða svo, var mikið rætt um neyðarástand hjá öldruðum á þétt- býlissvæðinu vegna skorts á hjúkrunar- rými. Hefur ráðizt bót á þessu vanda- máli? „Já, I framhaldi af þessari umræðu voru samþykkt lög um Framkvæmda- sjóð aldraðra sem breyta miklu í þessum efnum. Samkvæmt þeim lögum voru innheimtar, á síðasta ári, 100 krónur af hverjum skattgreiðanda I landinu og á þessu ári verða innheimtar 200 krónur. Þessar fjárhæðir renna óskertar til Framkvæmdasjóðsins og á móti kemur framlag rikissjóðs á þessu ári til sjóðsins sem verður un. 11 milljónir króna. Þaðerþvígert ráð fyrir þvl að I ár verði til ráðstöfunar til framkvæmda í þágu aldraðra allt að 30 milljónir króna. Þessa tölu má bera saman við þær 8 milljónir sem voru til ráðstöfunar á síðasta ári. Árangurinn af starfi Framkvæmda- i síðasta lagi á árinu 1984. Þó verður að sjálfsögðu stöðugt að halda þessum framkvæmdum áfram á komandi ár- um. Ég vil að endingu fá að segja það, að; við eigum þeirri kynslóð sem nú telst til gamals fólks mikið að þakka.Hún leiddi þjóðina frá frumstæðu bænda- þjóðfélagi allt til nútímaþjóðfélags og það er því engin ástæða til annars en allir leggi sitt af mörkum til að gera átak á þessu ári, málefnum aldraðra til góðs.” í orðum Svavars Gestssonar kom fram að ríkið mun leggja sitt af mörk- um til árs aldraðra. Vert er að benda einnig á öll félagasamtökin í landinu, sem án efa munu gera sitt til þess að átak í málefnum aldraðra verði að raunveruleika. En hvað finnst almenningi að gera þurFi á ári aldraðra? Ber að leggja áherzlu á eitthvert eitt hagsmunamál gamals fólks öðrum fremur? Og hvað Finnst gamla fólkinu sjálfu um þetta umstang sem verður í kringum það á þessu ári? Við leituðum svara hjá fjórum einstaklingum úti í bæ og fara svör þeirra héráeftir -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.