Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Page 12
12 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. „Söngurinn er mitt eiturlyf” Jóhann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari í Keflavik, tekinn tali „Ég átti auðvelt með að verða ekta sveitamaður og það á vel við ntig að vera bóndi. Bóndinn vinnur ekki eftir klukkunni; vinna hans miðast við þarfir og hann fær ekki daglaun sín að kvöldi. Samtsem áður er þetta gefandi starf,” sagði Jóhann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari í Keflavík á Hegra- nesi, þegar blaðamaður DV heimsótti hann i svcitina ádögunum. Jóhann Már er fæddur og uppalinn á Akureyri, sonur Fanneyjar Oddgeirs- dóttur og Jóhanns Konráðssonar. sem lengi hefur verið einn af vinsælustu „alþýðusöngvurum” okkar íslendinga. En hvað kom bæjarbarnimi til að setj- ast að í sveil og hefja búskapV Uppmælingaaðallinn „Ég veit það satt að segja ekki, en eftir á að hyggja, þá held ég að það hafi verið ntikið lán fyrir ntig,” svaraði Jó- hann, og við skulunt leyfa honum að skýra það nánar. „Ég var að festast í þessu kerfis- bundna vinnuþjóðfélagi. Ég lærði skipasmíði, en fór siðan að vinna við húsbyggingar hjá Hibýli hf. Ég var sent sé kominn í uppntælingaaðalinn. Vinnuharkan var mikil og vissulega höfðum við oft góðar tekjur, en það er nú ekki allt fengið með þvt. Ég vann virka daga, en á föstudögum var farið „í rikið” og helgarnar fóru mest í að skemmta sér. Ég er ekki að segja að ég hafi verið orðinn „alki”, en með sama áframhaldi hefði sjálfsagt endað með þvi. Haustið 1971 var ég beðinn að koma vestur á Blönduós til að temja gæðinga þeirra Húnvetninga. Ég fékk frí fram að áramótum frá Híbýli og sló til. Það var eins og að koma inn í annan heim fyrir mig að fara vestur. Ég hef verið klofvega á einhverjum hestum síðan ég man eftir mér, þannig að þetta starf átti vel við mig, ég losnaði úr viðjum vanans. Ég var laus við allt stress og kaupphlaup við klukkuna. Þess vegna varð fríið lengra en ég ætlaði í fyrstu. Það endaði með því að Híbýlismenn sendu bíl eftir mér og vann ég við smíð- arnar í uppmælingu um suntarið fram á haust. Þá hætti ég og fór aftur vestur. Síðan hef ég ekki komið til Akureyrar nema sem gestur. Satt best að segja hef ég engar taugar til bæjarins lengur. Víst þykir mér vænt um hann sem fæðing- arbæ minn, og þar á ég ættingja og góða vini, en hann togar ekki í mig. Ég er alltaf feginn þegar ég kemst út fyrir Lónsbrú á heimleið. Stóra-Dalssysturnar miklir kvenskörungar Það var fleira sem hélt í Jóhann í Húnaþingi en hestar og frjálsræði. Þar kynntist hann Þóreyju Jónsdóttur frá Stóra-Dal. ,,Ég kynntist Þóreyju á félagsvist í Húnaveri, sem er nú svolítið sérstakt fyrir þær sakir, að ég veit fátt leiðin- legra en spila félagsvist,” segir Jóhann uni þeirra fyrstu kynni. „Ég lét mig þó hafa félagsvistina í þetta skiptið, mest til að komast á ballið á eftir og ég sé ekki eftir því. Raunar hafði ég séð til Þóreyjar nokkrunt dögum áður. Þá kont ég og félagi minn að tveim bjarg- arlausum stúlkum, þar sent var sprung- ið undir bíl þeirra. Þú veist nú hvað konur geta orðið ráðalausar í slíkum tilvikum, þannig að við komum á stað- inn eins og bjargvættir,” sagði Jóhann og hló hressilega, en bætti síðan við: „Þegar við vorum búnir að skipta um dekkið, þá fórum við félagarnir að ræða um það okkar á milli, hvort ekki gæti verið að önnur stúlkan væri sú elsta af þeim Stóra-Dalssystrum. Þær systur bjuggu þá í Stóra-Dal með ntóður sinni, sent var orðin ekkja. Þóttu þær góðir kvenkostir. Tilgáta okkar reyndist rétt, og það leið ekki á löngu þar til við vorum komin í hnapp- helduna.” Það voru fleiri Akureyringar sem litu hýru auga til þeirra Stóra-Dalssystra. Svavar bróðir Jóhanns kom vestur til að hjálpa bróður sínum við búskapinn. Hann giftist Sigurbjörgu og býr í Litla- Dal. Þriðja systirin, Margrét, er gift Kristjáni Jónssyni frá Akureyri. Þrjúár að Hrafnabjörgum Jóhann og Þórey byggðu Hrafna- björg, sem er heiðarbýli innst í Svína- dal. Þórey og Jóhann tóku jörðina á leigu og þar leið þeim vel. „Mér og minum leið sérdeilis vel að Hrafnabjörgum, þó við værum þar stundum einangruð lengi í senn. Mér var sania þótt það væri lemjandi stór- hríð og alit ófært. Við höfðum þaðsem við burftum og vélsleði var við hendina sem grípa mátti til ef nauðsyn krefði. Á góðviðrisdögum var kyrrðin ævintýra- leg, ég get ekki lýst því. Ég minnist þess eitt sinn þegar ég hafði gengið til rjúpna. Það var snjór yfir öllu, allt var slétt, tært og ósnortið. Ég settist niður, gleymdi rjúpunum, og hlustaði á kyrrð- ina.” Þegar Jóhann og Þórey höfðu búið í 3 ár að Hrafnabjörgum, sagði eigandi jarðarinnar þeim upp ábúðinni. Sagðist ætla að nytja jörðina sjálfur. Jóhann og Þórey töldu það yfirskin og þau höfðu ábúendalögin með sér. En þau höfðu ekki geð í sér til að standa í ill- deilum við jarðeigandann. Þau slógu því til og fluttu í aðra sveit, þegar þeim bauðst að byggja í Keflavík. Ekki burðugur bústofn ,,Það var ekki burðugur bústofninn drengur minn þegar við fluttum hing- að,” segir Jóhann. „Við komunt með fimm hænur, hund, kött og fimm hesta. Öðru urðum við að farga, þvi yf- ir varnargirðingu vegna sauðfjársjúk- dóma var að fara. Ég hafði ekki um annað að velja en kaupa sláturfé. Visirinn til þess fjár- bússeni ég býmeðnúna,sarþví fé, sem aðiir bændur vildu ekki setja á. Þessar skjátur stóðu þó fyrir sínu og nú er ég kominn með 340 ær á fóður. Það tíðkast frjálsar ástir í fjárhúsun- um hjá mér. Hrútarnir fá að vera i krónum með ánum yfir fengitímann, en það er skráð og skjalfest hvaða á hver hrútur hefur. Svo fylgist ég með árangrinum og að sjálfsögðu reyni ég að rækta upp sem sterkasta einstakl- inga. Ég er ekki óánægður nteð árang- urinn eftir ekki lengri tíma, ntiðað við að byrja með sláturfé. Ég gef heldur engan fóðurbæti. Þrátt fyrir það var meðalfallþungi minna dilka rúmlega kílógrammi yfir meðaltali í haust. Raunar finnst mér keppnin um meðal- vigtina meðal bænda vera komin út í hreinar öfgar. Það yæri nær að miða við arðsemi af hverri á, hvað fóðrunin kostar í samanburði við það sem hún gefur af sér.” Ólíkar aðstæður — En hvor jörðin er betri, Keflavík eða Hrafnabjörg? „Ég get ekki borið þær saman, þær eru svo ólíkar,” svaraði Jóhann og hann heldur áfram. „Þær hafa báðar sína kosti og líka sína galla. Hér í Keflavík erum við í alfaraleið, kunningjar líta við er þeir eiga leið hjá til að spjalla um daginn og veginn. Ég kann því líka vel, þó ég hafi notið kyrrðarinnar á Hrafnabjörgum.Hér eru líka fjölbreyttari landkostir. Ég hef land að sjó og sæki þangað björg í bú; egg, fugl og fisk, svo eitthvaðsé nefnt. Hér er snjólétt og það tók mig nokkurn tíma, að venjast umferðinni, sem er talsverð, þvi Sauðárkrókur er skammt undan.” — En hvað segir Húnvetningurinn? „Það er nú einu sinni þannig með okkur, sem alin eru upp langt inni í landi, að okkur líður ekki virkilega vel fyrr en við komumst að minnsta kosti 200 m yfir sjávarntál,” svaraði Þórey og hló við. „Hins vegar höfum við það gott hér og frá félagslegu sjónarmiði líður mér vel. En mér finnst allt öðru visi aðbúa hér. Það er önnur lykt út við sjóinn og það er aldrei blankalogn, kyrrð og blíða, eins og fram i dölum.” Útgerðarfélagið Milljón Nýlega hafa Jóhann og Þórey byggt sér myndarlegt íbúðarhús úr steyptum einingum. I bílskúrnum dundar Jóhann sér við að sntíða trillu, sem er vel á veg komin. „Ég hef alltaf verið trillukarl í mér, enda átti pabbi trillur og sveinsstykkið mitt í skipasntíðinni var trilla. Ég hef verið að gutla hér við fjöruborðið á litlum plastbát, en þar kom að ég var farinn að ætla mér um of á ekki stærri bát. Þá fórum við hjónin hér út á fjörð- inn í varpfugl og komum að landi eftir tæpa 2 tíma með á annað hundrað fugla. Þá sagði ein vinkona okkar: „Ég ætla bara að áminna þig um eitt Jóhann, það er að geta þetta aldrei aftur.” Það var þörf áminning. Ég byrjaði að smíða þessa trillu í vor. Verðúr hún tæplega 3 tonn að stærð og vinur minn og nábúi, Einar Kristins- son, er með ntér í útgerðarfélaginu, sem við köllum „Milljón”,” segir Jóhann og glottir. Jóhann notaði gantlan þvottapott til að framleiða gufu, þannig að hægt væri að beygja byrðinginn og böndin. En Jöhanni þótti atvinnugreinunum mismunað. Hann var til að mynda ný- búinn að fá vél i trilluna. Hún hefði verið helmingi dýrari ef hann hefði ætlað að nota hana við búskapinn. Trillusmíðin er sem sé undanþegin toll- um, vörugjaldi og öðru slíku, eins og annað sem til sjávarútvegs þarf. Land- búnaðurinn nýtur hins vegar ekki slíkra hlunninda. Mitt eitur/yf En nú er mál að við snúum okkur að söngnum: Jóhann var byrjaður að syngja nteð Karlakórnum Geysi á Akureyri áður en hann flutti í Húna- þing. Þar byrjaði hann strax að syngja með Karlakór Bólstaðarhlíðar. Ekki leið á löngu þar til Jóhann vár byrjaður að syngja einsöng, ýmist með kórnum eða einn sér með undirleikara. „Mér er nú næst að halda, að upp- haflega hafi ég verið látinn syngja ein- söng vegna þess að ég er sonur Jóa Konn,” segir Jóhann, þegar hann minnist upphafs söngferilsins. En söng- ur Jóhanns líkaði vel og ár frá ári hef- ur söngurinn skipað stærri sess í lífi hans. „Ég syng meira af Guðs náð og brjóstviti en lærdómi,” segir Jóhann. „Það er harður húsbóndi að vera fæddur með þessum ósköpum, því söngurinn er mitt eiturlyf. Ég verð að Pótur og Jóhann Mér taka stundum i hann hækkar sig og lækkar i tónstíf, taka þátt í söngnum. Raunar hefur i viljugur. Þá œtíaði Jóhann aö taka skammt frá iandi, stökk fyrir borö og Þau kynntust á fóiagsvistí Húnaveri, Þórey, Jóhann Már og Jóhann Oddgeir, ásamt hundinum Pósa og búfónaði. Viðtal og myndir: Gísli Sigurgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.