Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 2
2 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. ,,í f luginu tjáir ekkert nema klárt raunsæi” * — segir Omar Ragnarsson Ertuhjá- trúar- fullur? Arason og syni hans, fjárdrátt, svik og margt fleira. Trú þessi hefur lengi verið föst með þjóðinni, og sést það bezt á öllum ævintýraskáldskap hennar að fornu og nýju, aðstrangt réttlæti hefur yfirtökin í allri heimsstjórninni, og birtist það oftast þegar í þessu lífi, en áreiðanlega í öðru lífi. Af Reynistaðar- bræörum Fræg er sögnin af Reynistaðar- bræðrum og hjátrúnni tengda þeim, sem enn þann dag í dag er við lýði. Allir þekkja söguna af Reynistaðar- bræðrum, þegar þeir Bjarni og Einar, synir Halldórs Bjarnasonar bónda á Reynistað í Skagafirði, urðu úti í miðju Kjalhrauni ásamt fylgdarmönnum og skepnum. Gerðist þetta árið 1780, en faðir þeirra bræðra hafði sent þá suður um land til fjárkaupa og skyldu þeir reka féð norður. En þeir komust aldrei á leiðarenda. Liðu svo 65 ár án þess að líkin fyndust. Á þeim tima spunnust ýmsar sagnir, svo sem að likunum hafi verið rænt, og svo framvegis. Máttu ekki klæöast grænu, ekki riða bleikum hesti, ekki skira Bjarni Út af sögninni af Reynistaðar- bræðrum spratt og ýmis hjátrú, afkomendur Reynistaðarfólksins mættu ekki ríða blcikum hesti, ekki skíra Bjarni og karlmennirnir mættu ekki klæðast grænu. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þetta mátti ekki, en sagan segir, að Bjarni hafi birzt móður sinni, Ragnheiði, í draumi og mælt svo fyrir. Jafnframt á hann að hafa látið þess getið, að ef brugðið væri út af, væri voðinn vis. Sagan segir og að þeir bræður hafi einmitt riðið bleikum hestum og. . . verið grænklæddir. Þó má vera, að þctta með bleika hestinn tengist því, að bleiki liturinn er talinn litur feigð- arinnar. Ennþanndagi dag halda afkomendurnir íhefðina Svo rammt hefur kveðið að sögn þessari, að enn þann dag í dag halda afkomendurnir þessari hjátrú í heiðri. Ég hef það fyrir satt að maður einn er kvæntist konu af Reynistaðarætt og átti með þrjá syni, keypti sér alltaf sbkka og slifsi með grænu mynstri svo hann hefði það í friði fyrir strákunum. Það brást aldrei. Kannski finnst mörgum hlægilegt að láta slíkar bábiljur á sér hrína, ekki sízt á timum framfara og vísinda. Samt sem áður veigra menn sér við að segja af eða á um slíka hluti, maður veit aldrei .... Eitt er þó víst, að hjátrú sem þessi skaðar engan og enginn er verri þótt hann klæðist aldrei grænu. -KÞ. 99Einusinni klædzt grænuog geri þad ekki aftur” — segir Ólaffur Þorsteinsson vidskiptafræð- ingur af Reyni staöarkyni Ólafur Þorsteinsson viðskipta- ir.eðingui er a' Reynistaðarætt. Hvað segir hann um hjálrúna tengda ættinni? ,,Ég hef aldrei klæðzt grænu nema einu sinni. Föðuramma mín var af þessu kyni og eitt það fyrsta, sem ég man eftif mér að einhvern tíma er að móðir min klæddi mig í köflóttar bux- ur með grænum teinum og í þeim fór ég i heimsókn til ömmu. Þegar hún sá mig bað hún guð að hjálpa sér og klæddi mig hið snarasta úr buxunum. Síðan hef ég aldrei í græn föt komið og ætla ekki aðgera það. Það var hamrað mjög á þessu í öllu mínii uppeldi, svo og að ekki mættum vi ’iríðableikum hesti eða skíra Bjarna. Þessau arfleifð er haldið mjög til streitu hjá mínum ættingjum og ég veit ekki til þess, að neinar undantekningar séu þar á, ekki einu sinni hjá yngsta fólkinu,” sagði Ólafur Þorsteinsson. ,,Nei, sem betur fer er ég ekkert hjá- trúarfullur, enda gæti ég hreinlega ekki verið það,” sagði Ómar Ragnarsson, flugmaður og fréttamaður með meiru, aðspurður hvort hann væri hjátrúar- fullur. ,,Ég held, að flugmenn almennt séu ekki hjátrúarfullir, allavega hef ég heyrt fáar ef nokkrar sögur af því og ég man til dæmis aldrei eftir því, að ein- hver flugmaðurinn hafi hætt við að fljúga af þeim orsökum. í fluginu tjáir ekkert annað en klárt raunsæi, menn verða að vega og meta hverju sinni, hvort flugfært er eða ekki. Hins vegar hef ég orðið var við þetta hjá farþegum. Þeir vilja kannski ekki fljúga nema á vissum dögum eða hætta við að fara upp í vélina vegna einhvers atviks, hugboðs eða slíks. Ég þekki til ,,Ég á ýmsa dynti til og verst þykir mér að fá lykkjufail á sokkana mína rétt áður en ég á að fara á sviðið. Þegar það hefur komið fyrir hefur allur söng- urinn gengið á afturfótunum,” sagði Guðrún Á. Símonar söngkona í samtali við DV. — En hefurðu einhvern tíma hætt við að syngja vegna einhvers atviks sem þú tengir hjátrú? „Nei, það hef ég aldrei gert, þótt það hafi komið fyrir að mig hafi langað til konu, sem eitt sinn ætlaði í flugferð. Farangurinn hennar var kominn um borð og er hún sjálf var á leiðinni upp í flugvélina, fékk hún hugboð, sem sagði henni að hún skyldi ekki fara um borð. Konan sneri við, en þar sem vélin var að búa sig til flugtaks, gat hún ekki fengið farangurinn sinn út. f stað kon- unnar fór stúlka um borð. Næsta sem gerðist var að flugvélin fórst með öllu, sem í henni var, nema... farangur kon- unnar fannst algerlega heill og óskemmdur í flakinu. Það dr oft sagt í tilvikum sem þessum eða i slysum almennt að þessi eða hinn sé feigur, en ég er viss um, að það er einungis tilviljunin sem þarna ræður. Annars er ég ekki í aðstöðu til að játa þessu né neita,” sagði Ómar Ragnars- son. þess og þá í sambandi við lykkjuföllin, en slíkt getur maður ekki leyft sér. Það verður að standa við gerðan samning.” — Er almenn hjátrú meðal skemmti- krafta? „Nei, það held ég ekki, allavegp hef ég ekki heyrt um það.” — Tengist þín hjátrú aðeins söngn- um? „Nei, ekki alfarið. Ég geng til dæm- is aldrei undir stiga eða þvíumlíkt, eins og er um flesta, held ég,” sagði Guðrún Á. Símonar. Ég á ýmsa dynti til” — segir Guörún Á. Símonar „Minn sonur ffer ekki í grænt” — segir Katrín Fjeldsted læknir sem á ættir aö rekja til Reynistaöarbræöra Katrín Fjeldsted læknir er af Reyni- staðarkyni, en samkvæmt hjátrúnni gömlu má fólk af þeirri ætt ekki skíra Bjarni og karlmennirnir mega ekki klæðast grænu eða ríða bleikum hesti. Katrín á 15 mánaða gamlan son. Held- ur hún þessu við? ,,Já, ég held þessari hjátrú alfarið við. Finnst mér enda full ástæða til að taka mark á og fara eftir fornum hefð- um forfeðra minna,” sagði Katrín. „Ég man eftir því að þegar ég átti strákinn, lenti ég í miklum vandræðum vegna þessa. í gamla daga voru ung- börnin á Fæðingardeildinni klædd í hvítar treyjur, en nú eru þær orðnar mynstraðar og... allar með einhverju grænu í. Ég þvertók alveg fyrir það að klæða strákinn í þetta og fyrir þrá- beiðni mína voru dregnar upp þessar gömlu, hvítu treyjur, sem hann svo notaði meðan við vorum á Fæðingar- deildinni.” — Ætlar þú að halda þessu til streitu í öllu uppeldi hans? „Já, minn sonur fer ekki I grænt og ekki heitir hann Bjarni,” sagði Katrín Fjeldsted. ,,Fór alltaf heim til mömmu ffyrir leik” — segir Bjarni Felixson ,,Það er víst orð að sönnu að íþrótta- menn hafa alla tíð verið ákaflega hjá- trúarfullir. Ég var sjálfur mjög slæm- ur,” sagði Bjarni Felixson, aðspurður um hjátrúna. ,,Ég man eftir því að ég notaði alltaf sama snagann í búningsklefunum og ef svo óheppilega vildi til að einhver ann- ar var búinn að ná honum, fór allt í baklás. Svo hafði ég það fyrir sið að mæta aldrei til leiks nema hitta mömmu fyrst. Hún átti að óska mér góðs gengis og skyrpa þrisvar á eftir mér. Þessu hélt ég meira að segja við eftir að ég var fluttur að heiman, kvæntur maður.” — Hvað um aðra leikmenn K.R. liðsins á þeim tíma sem þú varst I eld- línunni? „Þetta var mjög almennt og fáar undantekningar, ef nokkrar. Kom það einkum fram í þessu með snagana svo og að menn þurftu að klæða sig í búninginn eftir ákveðnu kerfi og ef eitt- hvað fór úrskeiðis var byrjað upp á nýtt. Þá var einnig mjög algengt að menn settu fyrir sig í hvaða röð þeir hlupu inn á völlinn. Það var alls ekki sama. Ég man til dæmis eftir því að Hörður bróðir minn hljóp alltaf síðast- ur.” — Ertu hjátrúarfullur enn í dag? „Nei, ég er blessunarlega laus við það,”sagði Bjarni Felixson. „Menn eru einkum mót- ffallnir konum mw borö” — segir Guömundur Kjærnested Þeir sem stunda sjóinn hafa ekki farið varhluta af hjátrúnni. „Sem betur fer er ég ekki einn þess- ara hjátrúarfullu,” sagði Guðmundur K.jærnested I samtali við DV,„en hins vegar er hjátrúin mjög almenn meðal sjómanna. Ég man eftir þvi til dæmis að faðir minn lét aldrei skrá sig á skip eða sigldi nema á vissum dögum.” — Hvað er það einkum sem sjómenn setja fyrir sig í þessu sambandi? „Margir þeirra hafa það fyrir sið að sigla aldrei á mánudögum, aðrir eru mjög mótfallnir því að hafa konur um borð, enda eru þær beztar í landi segja þeir og enn aðrir setja fyrir sig drauma. Þeir eru einkum í sambandi við veður- far, til dæmis fef mann dreymir konu boðar það rok og ólgus óog svo fram- vegis.” — Hefur hjátrú einhvern tíma háð lífinu um borð? „Nei, ekki minnist ég þess. Menn hafa þetta mikið í flimtingum, en öllu gamni fylgir nokkur alvara, eins og þar stendur,” sagði Guðmundur Kjærnested. Texti: Kristín Þorsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.