Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 19
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Greinarhöfundur með Mr. Gladstone úr fylgdarliði forsetans (skyidur 19. aldar Gladstone i annan og sjöttal) og þingmanni Verkamannaflokksins úr Cartylekjördæmi Þinghúsið Á meðan forsetinn okkar snæddi lambakjöt í höllinni hjá Bretadrottn- ingu, fengum við lægri stéttir okkur fjárhirða-pæ á næsta pöbb og að lok- inni pæju og „pint of bitter” lá leiðin í þinghúsið. Þrír gamlir og „fram- sóknarmannslegir” þingmenn (sagði einn ljósmyndaranna íslenzku) buðu okkur faðm sinn við þingmannadyrnar og ég gat séð hvernig þeir væru mest heima hjá sér innan um væntanlega kjósendur á norður-enskum fiski- mannakrám. Mikið hafarí varð vegna þess að ekki mátti mynda á eignarlóð hennar hátignar og þingmennirnir þrír gerðu sér lítið fyrir og breyttu móttöku- athöfninni fyrir myndþyrsta blaða- menn frá íslandi — forsetinn var teymdur hálfa leið kringum þinghúsið og inn um hinn opinbera inngang. Þar voru litlar, höttum prýddar kerlingar frá Norður-Englandi að reyna að gera þingheimi lífið leitt vegna lélegs elli- lífeyris. Og inni fyrir beið okkar hið eina sanna og upphaflega „lobby”, gangur mikill og breiður og átthyrndur salur með risamálverkum af gengnum þing- mönnum og öðru ráðafólki. f þessum sal var fólk að ,,lobby-era”, þ.e. það sat um þingmanninn sinn svo að hann átti varla undankomu auöið nema hann hafi staöið sig í jobbinu. Var þarna margt um manninn og fjörugt, blanda þegna og þjóðmálaforgöngu- manna. í þinghúsinu fengu allir te og þríhyrndar gúrku-samlokur áður en Vigdís og forsetafylgjan fengu að skoða sjálfan þingheim. Blaöamenn og aðrir snápar fóru sömu leið út og þeir komu inn um enda ekki treystandi til þess að ráfa um ganga með myndavélar í taumi aö mati brezkra — traustið á pressunni ytra gengur nú ekki lengra en svo. Cfty-veizJan Að kvöldi þessa dags var veizla í emb- ættisbústaö borgarstjórans í City— fjármálamiðstöð brezka heimsveldisins Slíkt barn á þá mjög erfitt með að byrja venjulegt nám í venjulegum skóla og stendur illa að vígi gagnvart jafnöldr-r um sínum. U.þ.b. 2/5 timans i skólanum fara í tónlistarnám hjá þessum sér-nem- endum, þeir sleppa túlkandi og skap- andi listum, trúarbragðasögu og leik- fimi — að öðru leyti eru þau i sama námi og öll hin börnin hér.” Og kennararnir, sem eru um 20 fyrir þessi 110 börn í deild Turners, eru flestir starfandi í hinum ýmsu hljóm- sveitum Lundúna og gestakennarar hér. Deildin hefur nokkrar hljómsveitir og kór (öll börnin eru í söngnámi) og leikur utan skólans, strengjasveitin hafði nýlega leikið í The Purcell-Room og kórinn sungið í Westminster Abbey. Að loknu kaffi og kökum hlýðum við öll á konsert. Benjamin 16 ára leikur Etíðu eftir Chopin, Adam 11 ára lék Gavotte eftir Bach og var sá fiytj- andi yngstur. Þarna voru leikin verk eftir Ravel (Habanera ce), Brahms, Shostakovich og Mozart. Ég þori okk- ert að segja um frammistöðuna nema að mér fannst ofsalega gaman Á leið- inni út skoðum við myndlistarsýningu neménda efsta bekkjar. Þar voru vatns- lita-, olíu- og grafík-myndir, auk ann- arrar tækni og viöktu myndirnar óskipta athygli okkar. Skapandi mynd- list er liður í grunnskólanáminu allt frá 11 ára aldri — 2 tímar i viku. Aðrir 2 timar fara i túlkandi listir, þar er m.a. kennd leiklist og tjáning. Í þessum skóla sem og öðrum grunnskólum fer fram það sem Bretar kalla „ability- streaming” eða getu-skipting þegar krakkarnir eru 12 ára. Um þrjá getu- flokka er að ræða og er blandað í bekki innan hvers flokks. Aldrei eru fleiri en 20 nemendur i hverjum bekk — nema um sé að ræða fag-bekk, þ.e. þar sem krakkar sem farið hafa fram úr náms- efni. sins bekkjar fá auka-kennslu. Svo kvöddum við skólann í Pimlico. Ég hugsaði um samræmda prófið í ís- lenzku, sem ég var nýbúin að taka í Reykjavík og þær kröfur sem við heima gerum til krakkanna okkar. Segir ekki nánar frá þeim vangaveltum. Rodney Usher skólastjóri, Vanessa, Vigdís og frú Ólöf Pálsdóttir sendiherrafrú við komuna í skólann í Pindico. og ríki í ríkinu enn þann dag í dag. Þar ræður öldungaráð lögum og-lofum, og ofan á því situr borgarstjóri, kosinn af ráðinu og oftast úr því líka. Og oftast rikur og valdamikiíl fjármálaspekúl- ant. öldungaráðið og aðalöldungurinn mættu til Ieiks í bláum, minkabrydduð- um skikkjum með stokkabelti um háls- inn en þjónar og heiðursverðir i rauðum sokkabuxum og tin-brynjum. Svartklæddur karl með hárkollu stjórnaði hverju sem fram fór. Þarna sat forseti vor fræga veizlu í guli- brýndu skauti og „mörg hundruð riddarar með sínar frúr, þær voru í gullofnum silkikjólum og brakaði í um allan salinn.” Og er það ekki á færi minni manns en Benedikts Gröndals að lýsa þeirri „City-slóðar-átveislu” þar sem herbergi voru svo glæsilega búin þvi þar stóðu súlnaraðir úr jökli ofan úr Mundíafjöllum og borð þakin svanahömum og alsett hinum dýrustu krásum, en vinið glóði I gullbikurum og hvítagullshornum eins og eldur á orma- dúni.” AUt þetta og fleira til fengum við fjölmiðlamenn að sjá ofan af hinin- háum svölum þaðan sem skrautklædd vofa frá miðöldum blés í lúður á milli rétta. Eftir þá náðarsýn vorum við leiddir til kjallara þar sem okkar biðu innbakaðar grísapulsur og rautt vín frá Frans. Lauk þar með deginum langa. Föstudagur Á föstudag skoðuðum við gjör- gæzlu ungbarna í Oxford, þar voru 28 vikna gömul fóstur í kössum og sögð lífvænleg enda nærð á móðurmjólk úr mjólkurbanka hússins. Og því næst sáum við rannsóknarstofu háskólans í beinafræðum, þar sem fótaferðir sjúkl- inga eru tölvaðar inn á sjónvarpsskjá tii að betur megi skilja þær og lagfæra. Allt var þetta einkar fróðlegt en ofur- lítið fyrir ofan okkur, held ég. Lækna- skólinn Green College bauð fjölmiðla- fólki upp á frönsk vin en fyrirfólkið fékk þar hádegisverð. Við þóttumst þó hafa þaö betra á kránni „Undna eikin” handan götunnar og kýldum vömbina vel af mat og drvkk áður en rúgbrauðið barbeini lill.undúna blaðasnápahund- lúna svo niðzt sé á gamalli vísu íslenzkri sem ekki mun óhætt að hafa rétt eftir á prenti”. Gott er að eiga hagmælta for- seta, þó fyrrverandi séu” — sagöi einn í hópnum! Er þá lokið sendibréfi úr forsetaför enda úti opinber hluti ferðarinnar. Ms Blaðasnápar fengu aö sjá veizlusalinn ofan afhiminháum svölunum. Við þinghúsið voru ollilifeyrisþegar að mótmæia slœmum kjörum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.