Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 14
14 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Perlan Janis Joplin F. 19. jan. 1943 — D. 4. okt. 1970 FrægOht Drafandi drykkjumannsröddin, groddaleg sviðsframkoma og hinn hrínandi en jafnframt hrífandi söngur Janis Joplin aflaði henni frægðar og vinsælda á borð við hénnar eigin átrún- aðargoð, Bessie Smith og Billie Holi- day. Seint mun gleymast túikun hennar á laginu Ball and Chain og breiðskif- urnai hennar I jórar: Big Brotherand the Holding Companv, Cheap Thrills, K"zmic Blues ogPe.ul seljast grimmt enn þann dag í dag. Konan Janis Joplin var af stöndugu miðstéitarfólki komin. Æskuárunum eyddi hún í faðmi fjölskyldunnar í hinu íhaldssama Port Arthur í Texas. Ekki var hún verulega komin til ára sinna er kom til árekstra milli hennar og hennar nánustu. Hún var mjög listræn i eðli sínu og hafði ganian af því að mála og lesa góðar bókmenntir en hvorugt at- hæfið var hátt skrifað hjá þeim sem áttu að sjá hag hennar borgið. Janis tamdi sér snemma nokkuð sérkennilega lifnaðarhætti. Óvenjulegur klæðaburð- ur, að ekki sé meira sagt, ásamt því að hún var Verulega gildvaxin og mjög bólugrafin varð til þess að hún var upp- nefnd „Svínka” af skólafélögunum. 1 mentaskóla var hún tilnefnd sem „ljótasti nemi ársins”. Mótleikur hennar, eða réttast sagt nauðvörn, átti eftir að móta framkomu hennar það sem hún átti eftir ólifað. Hún gerði það lýðum Ijóst að hér væri á ferðinni hörkukerling sem ekki slægi hendinni á móti glasi af einhverju góðu eða jafn- vel því sem sterkara væri og væri yfir- leitt til í tuskið. Janis hafði mistekizt að laða fram í fari sínu og útliti minnsta vott um kvenlegan yndisþokka þrátt fyrir til- raunir í þá áttina og þvi sneri hún sér aö því af alefli að vera tekin í hópinn sem „einn af strákunum”. í þeim tilraun- um sínum slóst hún oft í för með ævin- týramönnum i skólanum þegar þeir héldu á vit ævintýranna i Louisiana um helgar. Það var í þeim ferðum sem Janis kynntist blues-tóniistinni. Hún fór að reyna fyrir sér sjálf. Likti eftir söngstíl Bessie Smith og kom víða fram í Port Arthur á kaffihúsum og smærri veitingastöðum. Ekki fékk hún nein laun fyrir sönginn en fyrir kom að henni var fært glas í þakklætisskyni frá hrifnum áheyranda eða jafnvel eiganda staðarins. Þetta líf átti nú aldeilis við Janis. Loksins hafði hún fundið eitthvað sem fólki þótti henni farast vel úr hendi. Ekki leið á löngu áður en Janis hélt að heiman í hamingjuleit. Hún slóst í för með hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company og áður en langt var um liðið var hún orðin aðalsöngvari hljómsveitarinnar. Fyrsta skipti sem Janis Joplin stóð frammi fyrir verulegum fjölda áheyr- enda var á fyrstu Monterey popphátíð- inni (gerð var heimildarkvikmynd uni hátíðina og þar kemur Janis fram). Þaó er skemmst frá því að segja að þar slo Janis þegar í gegn. Þegar síðan breið skífan Cheap Thrills fylgdi í kjölfarin voru frægð hennar og framitryggð. Hún var nú orðin þekkt um gervö I / GETRAUNIN næst drögum viá um SUZUKI JEPPA • Suzuki jeppi dreginn út 28. aprfl. Vorðmœti 85.000 kr. • Isuzu droginn út 27. jnnúar. Verðmæti 102.000 kr. • Opol Kadett droginn út 28. júlí. Verðmæti 132.000 kr. DREGIÐ VERÐUR 28. APRÍL. ÁSKRIFTAR SÍMINN ER 27022. Bandarikin og lífsstill hennar, sem áður hafði verið litið á með fyrirlitningu, varð fyrirmynd þúsunda ungra stúlkna. Janis neytti verulegs magns áfengis og eiturlyfja daglega og reyndi ekkert að fara dult með. Henni tókst meira að segja að fá framleiðendur Southern Comfort til þess að gefa henni rándýr- an pels fyr'ir alla þá auglýsingu sem hún hefði gefið drykknum. Ofsafengin lífs- stíll hennar heillaði aðdáendur hennar en hrelldi í sama hlutfalli alla þá sem hagsmuna áttu að gæta. Ekki var annað að sjá en Janis væri nú á grænni grein. Hún var dáð og elskuð af þúsundum, frægð hennar breiddist æ víðar og það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur alltaf sló hún í gegn. Á hátindi frægðarinnar trúði hún samt vinum sínum fyrir því að það sem hún þráði af öllu hjarta væri að eignast eigið heimili. „Mig sárlangar til að eiga minn eigin kall sem ég á sjálf og hefur ekki áhuga á neinni annarri en mér. Og jafnpott- þétt og að hann gufar upp á hverjum morgni klukkan níu þá veit ég að hann birtist aftur klukkan sex hjá mér og hjá mér vill hann vera, aðeins mér. Einn kall, tveir bílskúrar og tveir imbakassar ogég væri alsæl.” Þegar vinir hennar lögðu hart að henni að fara hægar í hörðu lyfin, svar- aði hún stutt og laggott: „Við skulum bara horfast í augu við staðreyndirnar. Ég næ aldrei þrítugs- aldri.” Kvöld eitt er hún hafði lokið við að vinna að upptöku siðustu breiðskífu sinnar hélt hún heim i herbergi sitt i Landmarkhótelinu í Hollywood. Þang- að komin blandaði hún stórum skamniti af heróíni í sprautu og stakk beint í æð. Morguninn eftir kom einn af samstarfsmönnum hennar að henni látinni. Dánarursök: Ofneyzla eiturlyfja. Aldur hinnar látnu: 27 ár. Kynfífið Þegar Janis var 18 ára fór hún í ör- lagaríka ferð til San Francisco í leit að því listamannalífi sem hana hafði dreymt um á gagnfræðaskólaárunum. Hún byrjaði að búa með manni sent fékk sig fljótlega fullsaddan á henni og þakkaði pent fyrir og gekk út. Janis elti hann, varpaði sér fyrir fætur hans og vafði handleggjunum utan um fót- leggi hans. Liggjandi á götunni grátbað hún mannjnn um að yfirgefa sig ekki. Maðurinn lét hana ekki hefta för sína og um hríð dróst Janis eftir honum á DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Sérstæð ástamál Frægöin varð henni adfjörtjóni götunni. Þá var eins og rynni upp fyrir henni ljós hvernig komið væri fyrir henni. Lægra varð varla lagzt. Hún sleppti fótum mannsins, reis á fætur og sagði: „Allt í lagi, gamli minn, farðu I rassgat.” Jafnframt hét hún sjálfri sér því að betta yrði í síðasta sinn sem hún grát- bændi einhvern um aðelska sig. llla haldin af eiturlyfjaskorti, yfir- gefin og auralaus.reyndi Janis að verða sér úti um fé með því að snúa sér að elztu atvinnugreininni. Hún bauð hverjum sem var blíðu sína fyrir fimm dali shortarann. Þá hrundi heimurinn að lokum að fullu. Þeir sem henni virt- ust vænlegir viðskiptavinir annaðhvort hlógu að henni eða virtu hana ekki við- lits. Loks sneri hún aftur til Port Arthur til þess að sleikja sárin. Sjálfri sagðist henni svo frá um þetta tímabil í lífi sínu: „Ég hefði hleypt hverju sem var upp á mig, ég hefði tekið inn hvað sem var, það get ég svarið. Ég hefði tekið það, sogið það, sleikt það, reykt það, sprautað því, gleypt það, elskað það. . . Árið 1966 fór Janis sína aðra ferð til San Francisco. Ferðafélagi hennar var einn af meðlimum Big Brothers sem samrekkti henni til þess að tryggja að hún hlypist ekki undan merkjum og svikist um að syngja með hljómsveit- inni. Ein af uppáhaldssögum Janis, sem hún siðar sagði í vinahópi, var um það hvernig henni hefði verið riðið inn í hljómsveitina. Tíðar og hryssingslegar frásagnir Janis af eigin ástarlífi og elsk- hugum urðu smám saman einkennandi fyrir hana. Þó svo að kynlífsáhugi Janis beindist aðallega að karlniönnum álti hún það til að gamna sér með kynsystrum sínum. Einnig átti hún það til að fara með einhverri ástkonu sinni á karlafar, þ.e. að þær fóru tvær saman og náðu sér í stegg í þriggjamannaleik til einnar nætur. Janis var svo blátt áfram eða réttara sagt óhefluð þegar hún vildi fá nienn (eða konur) til fylgilags við sig að vænt- anlegum elskhugum féllust hreinlega hendur og sitthvað fleira sem til ástar- leikjanna þurfti og flúðu af hólmi. „Hvað segirðu um að skreppa með mér fram í búningsherbergi og sjá hvort við getum ekki hrist fram úr hon- um í sameiningu?” Til slíkra skyndileikja var Janis vön að velja sér unga pilta á aldrinum 16 til 17 ára. Aðkastið sem Janis hafði orðið fyrir á upglingsárunum varð þess valdandi að henni var með öllu ókleift að við- halda þeirri kynæsandi ímynd, sem á sviðinu birtist, þegar af sviðinu var stigið. Það fór þó ekki á ntilli mála að að gerði það að verkum að hún gerði sér upp móðursýkislegt fullnægingar- leikrit í hvert skipti sem farið var á hana. Það að fá ekki fullnægingu úr samförum var hún sannfærð um að yrði talin hennar sök. Á öðrum stund- um hreinlega gekk hún af elskhugum sínum hálfdauðum með ofsa sínuni og sviðsframkoma hennar og söngur hafði sömu áhrif á karlntenn og Mick Jagger og Elvis Presley höfðu á konur. Janis hafði oftsinnis orð á því að hún væri of ófríð til þess að geta laðað menn að sér. Hún átti það einnig til að hafa á orði: „Ég á að heita kynæsandi súper- stjarna og kem varla nokkrum karl- manni uppámig.” Ekki var þetta nú alveg sannleikan- um samkvæmt en aftur á móti voru þeir fáir sem gerðu sér tíðförult í bólið hennar. Einu sinni eftir langa lestarferð kvartaði Janis undan því að um borð í lestinni væru 365 karlmenn og hún hefði aðeins haft samfarir við 65 þeirra. Janis átti við gífurleg öryggisleysi að striða og óttinn við að henni yrði hafn- það svo að þeir fengu varla að blása úr nös á milli sprettanna. Þrátt fyrir öll þessi skyndikynni gætti Janis þess vel að láta þau aldrei verða of náin af ótta við að menn niyndu reyna að féfletta hanaáeinhvernhátt. Janis gerði skýran greinarntun á reiö reiðarinnar^cgna, og hinum alvar- legri ástarsamböndum og einu sinni mun hún jafnvel hafa hugleitt að gift- ast einum af rekkjunautum sínum. Nánasta ástarsamband hennar við aðra stjörnu var þegar hún varð ást- fanginn af Kris Kristofferson. Því miður kom upp heldur óheppilegur ást- arþríhyrningur því að ein af ástmeyjum Janis varð einnig ástfangin af Kris. Janis átti fjögurra mánaða ástarævin- týri með söngvaranum Country Joe McDonald sem lýsti Janis þannig að hún hefði verið mjög lagleg og mjög kvenleg. Hennar eigin orð „Söngur minn er æsandi og ég vil að hann sé æsandi. Ég vil ekki að hann æsi áheyrendur mina til óeirða eða ill- virkja. Ég vil að hann komi þeini til þess að langa til að „riða”.” „Á meðan ég er á sviðinu elska mig tugir þúsunda manna og kvenna og síð- an held ég ein heim í ískalt bólið mitt.” Gerð hefur verið kvikmynd um sið- ustu œviár Janis Joplin ■ >g lók Bette MkHer aðalhlutverkið. Hún sóst hór ásamt Alan Bates sem einnig lék í myndinni. XEROX Leiðandi merki í Ijósritun 1 tilefni 100 ára afmælis Samvinnuhreyfingarinnar veitum við verulegan afslátt af BUICK SKYLARK- CHEVROLET CITATION - ISUSU GEMINI ’81 Verð kr. 215.000.— Verð kr. 213.000.— Notið einstakt tækifæri til að eignast frábæran framhjóladrifinn SKYLARK/CITATION eða vandaðan japanskan ISUSU GEMINI (Gengi J7>2 MÁTTUR hinna mörgu VtlADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 mAtturhinnamörgu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.