Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Qupperneq 1
Vmsæídaval
Stjömu-
messunnar
— sjá bls. 30
•
Flugráöákvaö
aösonur
fligráösmanns
skyldi ínámiö
— sjábls.5
Víghmdur
ÍDVviötali
— sjábls.ll
•
Verzlunarráö
segistgeta
lækkaö
veröbólguna
(15-20%
áeinuári
— sjábls.2
Stórsigrar
Liverpoolog
Tottenham
fyrir
úrslitaiékinn
— sjá íþróttir
bls. 18-19
Lufthansa
tekurvið
viöhaldiá
flugvéium
Gaddafis
sjá erl. f réttir
bls. 8*9
Rannsóknarlögreglan rannsakar innflutningá sýktum skjaldbökum:
SMYGLAÐAR SKJALDBÖKUR
SKRÁÐAR Á TOLLSKJÖLUM
—segir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir
„Okkur barst bréf í gær frá Rann-
sóknarlögreglunni þar sem við vorum
beðnir um nánari upplýsingar varðandi
skjaldbökurnar svo rannsókn er í
fullum gangi,” sagði Þórhallur Hall-
dórsson hjá Heilbrigðiseftirlitinu í sam-
tali við DV i morgun. Eins og kunnugt
er hafa tvær gæludýraverzlanir í
Reykjavík,. Amazon og Gullfiska-
búðin, verið .kærðar vegna ólöglegs
innflutnings á skjaldbökum en dýr
þessi hýsa taugaveikibróður.
Hér er um að ræða 200 til 400 skjald-
bökur sem fluttar hafa verið inn flug-
leiðis frá Bandaríkjunum. Innflutn-
ingurinn er ólöglegur svo innflytjendur
hafa þurft að fela dýrin innan um
annan varning við komuna til landsins
því allt hefur farið í gegnum toll.
,,Við höfum þó heimildir fyrir því að
einhver hluti þessara skjaldbaka hefur
verið skráður á tollskjölum og farið þar
í gegn athugasemdalaust,” sagði
Guðjón Magnússon aðstoðarland-
læknir í samtali við DV, ,,en hvernig
svona getur gerzt er mér ekki kunn-
ugt.”
Fullyrðing Guðjóns var borin undir
Kristin Ólafsson tollgæzlustjóra í
morgun:
„Þetta er meira en ég veit,” svaraði
hann, „okkur hér barst bréf frá yfir-
dýralækni um að gæta fyllstu varúðar
við afgreiðslu á þessum varningi. Það
er allt sem ég veit. Ég þori ekki að segja
til um hvort þessi fullyrðing er rétt eða
röng, hins vegar veit yfirdýralæknir allt
um málið svo þú skalt spyrja hann,”
sagði Kristinn Ólafsson.
— Og hvað segir Páll A. Pálsson
yfirdýralæknir um málið?
,,Ég þori ekkert að segja um þetta,
það er verið að skoða málið en toll-
gæzlustjóri hlýtur að vita allt um
þetta,” sagði Páll.
-KÞ.
eisi, svona á bak viö gríndur." Ertthvað á þessa leið kynni
hundurínn að segja efhann mætti mæla.
(DV-mynd: Einar ÓlasonJ
„Getur nokkursagt mór hvernig stendur 6 þessum undariega
snjó sem ýmist kemur eða fer. Ég er bara aiveg gáttaður 6
þessu. Og svo er bara engu iíkara en óg só lokaður inn í fang-
ÍSLAND VANN KEPPNIFATLADRA
— DV gefur verðlauvtagrip til innanlandskeppni fatlaðra
íslendingar sigruðu með miklum
yfirburðum í samnorrænni trimm-
keppni fatlaðra sem fram fór á síðasta
ári. Keppnin fór fram hér á landi í maí
en ekki fyrr en í desember í Finnlandi
og af þeim sökum lágu niðurstöður
ekki fyrir fyrr en nú nýverið. í ljós kom
að þátttaka hafði verið mest hér á landi
miðað við fólksfjölda og verður
íþróttasambandi fatlaðra afhentur
verðlaunabikar frá Íþróttasambandi
fatlaðra á Norðurlöndum á næstunni.
íþróttasamband fatlaðra hefur
ákveðið að efna til innanlandskeppni
með svipuðu sniði innan skamms. DV
hefur gefið verðlaunagrip til þeirrar
keppni og var hann afhentur íþrótta-
sambandinu til eignar í gær. Hér er um
að ræða forkunnarfagurt silfurslegið
horn með ígreyptum ópalsteinum og
er það smíðað af fötluðum manni,
Sigmari Maríussyni gullsmið.
-ÓEF.