Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR ÍO.MARZ 1982.
5
Flugráð ákvað að
sonur flugráðsmanns-
ins skyidi í námið
— Rannsóknarlögreglan kannar, að beiðni
flugmálastjóra, fölsun einkunna
Flugráð hefur ákveðið að pillur sá,
sem grunur leikur á að hafi lagt fram
falsaðar stúdentsprófseinkunnir er
hann sótti um að komast á samkeppnis-
námskeið fyrir nám í flugumferðar-
stjórn, fari til Bretlands 25. marz næst-
komandi í þriggja mánaða nám í flug-
umferðarstjórn. Fer pilturinn út ásamt
ellefu öðrum sem sérstök valnefnd
hal'ði lagt til að færu i námið.
Valnefnd þessi hafði það hlutverk að
leggja fram tillögu um hvaða menn al
samkeppnisnámskeiðinu færu til Bret-
lands til að læra flugumferðarstjórn.
Nefndin tilnefndi ellefu menn, en tók
ekki afstöðu til piltsins umdeilda. Var
það vegna þess að í nefndinni eru flug-
umferðarstjórar en félag þeirra hafði
lagzt gegn því að afstaða yrði tekin til
prófgagna piltsins af siðferðilegum
ástæðum.
Flugráð skipaði þá nýja menn til að
fara yfir prÖf piltsins. Komst þessi nýja
nefnd að þeirri niðurstöðu að piltur
hefði staðizt þær kröfur sem gerðar
voru. í framhaldi af því ákvað flugráð
að pilturinn færi í námið. Mun flug-
málastjóri hafa verið erlendis þegar
þetta var ákveðið, en hann hafði áður
farið þess á leit við Rannsóknarlög-
reglu ríkisins að fölsunarmál þetta yrði
kannað, aðallega vegna þess að starfs-
maður í ráðuneyti hafði sagt að allt eins
gæti verið að starfsmaður Flugmála-
stjórnar hefði breytt einkunnablaði
piltsins.
Sá galli er á ákvörðun flugráðs, um
að senda tólf menn, að ekki er á
fjárhagstaætlun flugmálastjórnar gerl
ráð fyrir að senda nema tiu menn. Það
vandamál er ætlunin að leysa með til-
færingum innan stofnunarinnar, t.d.
með því að taka til þess fjármuni sem
ætlaðir voru til að endurmennta
flugumferðarstjóra.
Rannsóknarlögreglan kannar nú
fölsunarmálið. Pilturinn umræddi
heldur fram sakleysi sínu og segizt hafa
skilað einkunnablaði sinu til Flugmála-
stjórnar óbreyttu frá því sem hann fékk
það frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en
þar tók hann stúdentsprófið.
Einkunnablaðinu umdeilda hafði verið
breytt á þann hátt að krotað hafði verið
í tvær einkunnir þannig að bókstafur-
inn D varð að B. Var þetta gert við
ensku- og stærðfræðieinkunn.
Eins og fram hefur komið i blaðinu,
er pilturinn umræddi sonur flugráðs-
manns. Tók faðirinn þátt í afgreiðslu
málsins innan flugráðs.
Eitt af því sem valdið hefur urg og
lengist máli þessu, er sú staðreynd að
sjö nemendur voru á fullum launum
meðan þeir voru á samkeppnisnám-
skeiðinu. Hefur það verið réttlætt með
því að þessir menn hafi verið í starfi
sem aðstoðarmenn við flugumferðar-
stjórn. Sex af þessum sjö komu frá
Keflavíkurflugvelli og höfðu verið
aðstoðarmenn í tiltölulega skamman
tíma, en sá sjöundi hafði starfað á
Reykjavíkurflugvelli í þrjú ár.
Heimildarmaður blaðsins tilgreindi að
aðstoðarmennirnir úr .Keflavik hefðu
llestir komizt í störf sin vegna fjöl-
skyldutengsla og beinlínis verið gerðir
að aðstoðarmönnum til að þeir ættu
greiðari leið í starf flugumferðarstjóra.
Raunin varð sú að þeir fara allir til
Bretlands í námið eftirsótta, meðal
þeirrasonur flugráðsmannsins. -KMl).
IKVIKMYNDAMARKAÐURINN \
Skólavörðustíg 19, sími 15480.
VIDEO • TÆKI • FILMUfí
Traust
og vandað
Nýtt svefnsófasett,
traust og vandað.
Áklæði í úrvaii.
Staðgreiðsluafslá ttur eða
greiðsluskilmálar.
Hagstætt verð.
Húsgagnaverslunin
Síðumúla 4. Sfmi 31900
16688
N n
EICM4
UIHBODID
Laugavegi 87
13837
EIGÍ1416688
umBODiDl3837
Spóahólar. Falleg 2 herb. íbúð á 2. hæð.
Suðursvalir. Góðar innréttingar.
2 herbergja
Hamraborg. Stór 2 herb. íbúð á 1. hæð.
Falleg sameign. Góð aðstaða fyrir börn.
Dvergabakki. Góð 2 herb. íbúð á 1. hæð. 3 herbergja
ibúðinni fylgir gott herbergi í kjallara. Njarðargata 3 herb. íbúð á 2. hæð, með
Góð kaup. . herbergi í risi.
Hamraborg.
Falleg 3 herb. íbúðá 3. hæð. Góð íbúð. Bilskýli.
Hrísateigur.
3ja herb. íbúðá 2. hæð. íbúðin er laus. Bílskúrsréttur.
Kjarrhólmi
Stór falleg 3 herb. íbúð á 4. hæð, endaíbúð.
Ferjuvogur
Stór 3 herb. íbúð á jarðhæð. Bilskúr.
Dvergabakki
Góð 3 herb. íbúðá 2. hæð.
Njálsgata
Falleg 3 herb. ibúð á I. hæð. Jbúðin er öll nýuppgerð. Tækifæri fyrir fólk.sem
vill búa í miðbænum, að eignast fallega íbúð.
4—5 herbergja
Hvcrfisgata
4herb. íbúðá 3. hæð.
Vitastigur
5 herb. skemmtileg íbúð á 4. hæð í góðu steinhúsi. Velkomin að skoða.
Brávallagata
4 herb. íbúðá 4. hæð.
Flúðasel
Skemmtileg 5 herb. ibúð, bílskýli fylgir.
Laugavegi 87
Höfum fjöldann allan af kaupendum á skrá, sem eru tilbúnir með peninga
og íbúðir I skiptum. Hringið og fáið góða þjónustu.
trabakki
Góð 4 herb. íbúð á 1. hæð. Þvottaherb. í íbúðinni. Athugið þessa ibúð.
Engjasel
Skemmtileg 4ra herb. íbúð á 3. hæð.
Dalsel
Góð 4ra herb. ibúð á 1. hæð.
Krummahólar
5—6 herb. penthouse, 130 ferm. Bílskúrsréttur.
Raðhús — einbýlishús.
Hryggjarsel
Fokheld raðhús til afhendingar fljótlega.
Arnarnes
Fokhelt einbýlishús, hugsanlega til afhendingar tilbúið undir tréverk.
Mosfellssveit
Fokheld einbýlishús til afhendingar strax.
Mýrasel
Fokhelt raðhús.
Bráðvantar fyrir ákveðna kaupendur
2 herb. íbúðir
Seljahverfi, efra-neðra-Breiðholt, Vogar.
3 herb. ibúðir
Efra-Breiðholt, Seljahverfi.
4 hcrb. íbúðir
Ákveðinn kaupandi bíður með peninga. Vantar í Hraunbæ eða Breiðholti.
Sérhæðir
Bráðvantar sérhæð víðsvegar um bæinn. Ákveðnir kaupendur biða.
Einbýlishús — raðhús.
Raðhús i Kópavogi, Vogum, neðra- eða efra-Breiðholti.
Einbýlishús viðsvegar um bæinn.
Sölumonn:
Gunnar Einarsson,
Þorlákur Einarsson,
Haukur Þorvaldsson.
Haukur Bjarnason, lögfr.