Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. hjálst, áhúð daghlað Útgófufólag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjómarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingóifur P. Steinsson. Ritstjórn: Síöumúla 12—14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverð á mánuöi 110 kr. Verð f lausasölu 8 kr. Heigarblað 10 kr. Ht^^^^^mmmm^mmmmmmmmmmmm^^^mmmm^mmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Oflangtgengið Norræn samvinna gengur of langt, þegar félags- málaráðherra undirritar samkomulag um sameiginleg- an vinnumarkað á Norðurlöndum og þegar lagt er fyrir alþingi frumvarp um þátttökurétt norrænna ríkisborg- ara í byggðakosningum á íslandi. Milli Dana, Finna, Norðmanna og Svía er jafnræði að því leyti, að hjá öllum er íbúafjöldinn talinn í nokkrum milljónum. Við slikar aðstæður geta þjóðir leyft sér að slá dálítið af fullveldi sínu í þágu norrænn- ar samvinnu. Fámennt ríki eins og ísland getur síður leyft sér að hrófla við fullveldi sínu. Enda var það á sínum tíma eitt helzta ágreiningsefnið í fullveldisviðræðunum við Dani, að íslendingar neituðu algerlega að samþykkja gagnkvæman rétt. Niðurstaðan þá varð sú, að íslendingar höfðu sitt fram og veittu Dönum engan rétt umfram aðra útlend- inga. Aðfluttir Danir urðu eins og aðrir að bíða eftir ís- lenzkum ríkisborgararétti til að fá réttindi á borð við heimamenn. Sama hugsun réði, þegar upp komu hugmyndir um aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Menn sáu strax að 200.000 manna þjóð gat ekki veitt milljóna- þjóðum Vestur-Evrópu gagnkvæm, efnahagsleg rétt- indi, til dæmis í fiskveiðum. Eins er það nú, að við getum ekki tekið við hundruð- um þúsunda atvinnulausra frænda af Norðurlöndum. Til þess höfum við ekki bolmagn, hvorki fjárhagslegt né þjóðernislegt. Við getum ekki tekið þátt í sameigin- legum vinnumarkaði. Játa verður, að íslendingar hafa átt greiðan aðgang að norrænum vinnumarkaði. En betra er að fórna slíkum gæðum en að þurfa að sæta gagnkvæmni. Svíar gátu leyft sér að taka l °7o íslendinga í vinnu, en við ráð- um ekki við 1% Svía. Þegar vel áraði í Svíþjóð, en miður hér, fóru yfír 2.000 íslendingar utan til starfa. Nú þegar illa árar í Svíþjóð, en atvinna er næg hér, getum við ekki tekið við 80.000 Svíum, sem þó er aðeins brot af þeirra at- vinnuleysi. Til hemlunar á þessu er sagt í samningnum um vinnumarkaðinn, að norrænir menn þurfi atvinnuleyfí hér á landi. Verður þá í valdi ráðherra, en ekki laga og stjórnarskrár að gæta fullveldis íslendinga á þessu sviði. Þetta kann að vera ódýr leið til að öðlast landsrétt- indi í öðrum löndum án þess að þurfa að fórna þeim hér. En það er ólykt af henni, eins og svo mörgu, sem stjórnmálamenn okkar gera, þegar þeir reyna að vera sniðugir. Betra er að ganga hreint til verks og segja við frænd- ur okkar á Norðurlöndum, að við ráðum fámennis vegna hreinlega ekki við ýmsa þá þætti norrænnar samvinnu, sem lengst ganga, því að fullveldi okkar sé viðkvæmara en þeirra. Hið sama má segja um frumvarpið, að norrænir ríkisborgarar hér á landi geti kosið í byggðakosningum án þess að hafa öðlast íslenzkan ríkisborgararétt. Þetta er fráleitt, jafnvel þótt íslendingar hafi notið slíks rétt- ar ytra. Nokkur hópur norrænna manna með tímabundna búsetu við fiskvinnslu hér á landi getur ráðið úrslitum í bæjarstjórnarkosningum, ekki sízt þegar búið er að hvetja til aðflutninga með samningi um sameiginlegan vinnumarkað. Við skulum heldur fórna kosningarétti okkar á Norðurlöndum. Við skulum halda fast í hugsun þeirra, sem sömdu á okkar vegum um fullveldi íslendinga. Þess vegna ber ríkisstjórn að fella vinnumarkaðinn og alþingi að fella atkvæðisréttinn. Jónas Kristjánsson V0GASKÓUNN ÓMISSANDI Kjallarinn Skrítinn staðall Hugsaðu þér 90 þúsund manna þéttbýlissvæði þar sem fræðsluyfir- völd reyna af öllum mætti að halda nemendafjölda í bekkjardeild ofan við ákveðið mark. Ef til vill er það hentugt fyrir embættismennina að búa til staðal (23 nemendur að meðaltali í bekkjardeild) og láta fræðslustefnuna snúast um hann. En í raun eru þá búin til fleiri vandamál en leyst eru. Skólahverfi eru misstór, nemendafjöldi breytilegur, náms- kröfur aukast og skólahald breytist. Slíkt samræmist ekki viðmiðun við gamlan og óþarfan staðal. I eltingaleiknum við staðalinn eru helstu rök fræðsluyfirvalda þau að það sé of dýrt að reka skóla með bekkjardeildum „undir staðlinum”. Það þarf mikið sjálfstraust til að verðleggja menntun. Ekki mega skólar heldur vera misdýrir í rekstri. Fræðsluyfirvöld hafa hins vegar nóg sjálfstraust til þess að leyfa 30— 35 nemendur í hverri bekkjardeild. Skólar mega vera „fyrir ofan staðal- inn” og auðvitað misódýrir í rekstri með tilheyrandi aukaálagi á nem- endur, kennara og skólahúsnæði. Svona er inntakið í grunnskóla- stefnu Reykjavíkurborgar — þvert ofan í markmiðgrunnskólalaganna. í framkvæmd hefur svo staðalelt- ingaleikurinn leitt til misræmis milli aðsóknar að skólunum og framboðs- ins á skólahúsnæði. Skólar eru yfir- leitt byggðir eða stækkaðir of seint og svo minnkaðir eða lagðir niður of snemma. Væri ekki skynsamlegra að gera ráð fyrir nokkrum 3—500 manna hverfaskólum fyrir hverja 3'—4000 íbúa í borginni? Rekstrarkostnaður þeirra væri mismunandi og ekki tækist alltaf að ná staðlinum. AríTrausti Guðmundsson hverfinu (9. mars). Þar ræðst fram- haldið. Annaðhvort taka menn upp tillögu fræðsluráðs og útleggingu fræðslustjóra og skólastjórans á henni eða íbúarnir berjast áfram fyrir tillögu fulltrúaráðsins: Óskertur rekstur, 17 bekkjardeildir, 18 nem- enda meðaltal, engin fækkun kenn- ara né kennslustofa. Sjálfur fylgi ég þeirri kröfu. Hvers vegna? Hér eru rökin: 1. Afstaða fulltrúaráðsins gerir ráð fyrir vexti skólans, hin ekki. Við- gangur hverfisins fylgir skólanum og tillaga fræðsluráðs setur skól- anum alltof fastar skorður. 2. Fjölgi nemendum, verða nýnemar að fara I aðra skóla. Þetta laiðii til óþolandi tvískiptingar í hverfinu eftir fáein ár og auðveldar lokun Vogaskóla siðar. 3. Skv. tillögu yfirvalda verða sumar bekkjardeildir óþarflega stórar. Hinn óstaðlaði Vogaskóli „Árangur baráttu ihúanna er þegar ágætur og segir margt um samstöðu og fjöldastarf. F.n margir hafa líka komist að því að borgarstjórnarflokkarnir fjórir starfa aulalega að fræðslumálum.” Um 320 nemendur eru i Voga- skóla. Um hríð hefur meðalnemenda- fjöldi i bekkjardeild verið að nálgast 19 (líklega úr 30 fyrr á árum) — skap- lega tölu sem fær skólann til að líkj- ast um margt því er grunnskólalögin kveða á um. Á síðasta ári var rekstr- arkostnaður skólans (án launa) um 1,5 milljón kr. Þróun Vogaskóla hefur vaxið yfir- völdum Reykjavíkur í augum. Ein- hverjir hafa fundið út að skólinn sé orðinn ,,of lítiH”,„of dýr” o.s.frv. Þeir telja Vogabúa veita sér hreinasta lúxus og taka fé af öðrum sem berjast við ofsetna skóla. Slíkir snillingar halda að við hin vitum ekki betur en að menntunarkostnaður sé (að ei- lífu?) fast hlutfall af útgjöldum Reykjavíkurborgar. Það á sem sagt ekki að vera hægt að fækka nem- endum pr. bekk í risaskólanum A nema að spara i smáskóla B. Þetta heitir hringavitleysa á íslensku hvað svo sem það kallast á stofnanamáli. Upphafleg hugmynd borgarstjórn- enda var líklega sú að fjarlægja Vogaskóla með öllu og gera Lang- holtsskóla að pínulítið ofsetnum staðalskóla. En yfirvöld höfðu pata af óánægju íbúa Vogahverfis. Fræðsluráð bar fram málamiðlun: 1.—4. bekkur fari í Vogaskóla, aðrir í Langholtsskóla. Ný málamiðlun En samstaða og öflug mótmæli íbúa Vogahverfis fengu fræðsluráð til að falla frá hugmynd sinni. Það er fagnaðarefni. íbúar hverfisins eru ánægðir með þá yfirlýsingu að rekinn verði óskertur grunnskóli í hverfinu eins og segir í samþykkt ráðsins (2. mars). En ekki er þó allt sem sýnist. Samkvæmt samþykkt fræðsluráðs á að skera niður fjárveitingu til skólans og tryggja að hann fái aðeins það sem staðallinn segir til um — og nem- endur skulu vera 23 í bekkjardeild að meðaltali. Fræðslustjóri og skólastjóri Voga- skóla hafa lagt fram tillögu um hvernig að þessu skuli staðið. Bekkj- ardeildum verður fækkað úr 17 í 14, kennarastöðum fækkað um 3 og 4— 5 stofur nýttar í annað en skólarekst- urinn. Aður hafði Kristján Bene- dikt sson, form. fræðsluráðs, túlkað samþykkt fræðsluráðs á líkan hátt í DV, 3. mars. Þar lét hann sig hafa það að segja fulltrúa foreldra hafa sætt sig við þetta. Þar fer hann með rangt mál því foreldrar sátu hluta fræðslufundar og lýstu aðeins ánægju sinni með almenna yfirlýs- ingu fræðsluráðsins, en engar útlegg- ingar á henni. Já eða nei Nú vaknar spurningin: Ætlar For- eldra- og kennarafélag Vogaskóla og íbúar hverfisins að sætta sig við þessi málalok? Fulltrúaráðsfundur félags- ins gerir það ekki (4. mars) og ætlar að skjóta málinu til almenns fundar í 4. Nýta má vannýttar kennslustofur til sérkennslu, til kennslu fyrir hreyfihamlaða í borginni o.fl. — um stund. 5. Fyrirsjáanleg er fjölgun nemenda í hverfinu. Árið 1980 voru 167 börn á aldrinum 0—5 ára í hverf- inu og hefur fjölgað síðan. í 10 ár- ganga skóla er þetta efni i yfir 300 nemenda skólahald, líklega um 400. 6. Sparnaðurinn (höfuðrök yfir- valda) skv. tillögu fræðsluráðs er afar lítill. Rekstrarkostnaður minnkar ekki, leigutekjur verða hverfandi ef önnur borgarstofnun leigir lausar stofur og aðeins er um fáein árslaun kennara að ræða (200—300 þús. kr.). Lærdómar Árangur baráttu íbúanna er þegar ágætur og segir margt um samstöðu og fjöldastarf. En margir hafa líka komist að því að borgarstjórnar- flokkarnir fjórir starfa aulalega að fræðslumálum. Ákvarðanir um Vogaskóla hafa verið teknar án talnaraka. Engar langtimaáætlanir um fræðsluskipan í borginni eru til, engar samanburðartölur um rekstrar- kostnað ýmissa skóla, engar tölur um íbúaþróun í hverfum, engir sparnað- arreikningar eru gerðir varðandi Vogaskólamálið o.fl. Að minnsta kosti hefur fræðsluráð ekkert af þessu handbært eða notar á fundum sínum. Vinna menn eftir hugdettum á fundum og taka ákvörðun eftir raka- lausa umræðu? Ég varð hissa og minnist faguryrðanna fyrir hverjar kosningar. Ef vísbendingar um vinnubrögð fræðslunefndar eru rétt- ar er ráðið óstarfhæft. Nú verða fræðsluráðsmenn að bíða eftir ákvörðun íbúa Vogahverf- is. Þangað til geta þeir velt fyrir sér rökum okkar og spurningunni um hvor aðilinn á að víkja. Vanti fé, legg ég til að hafnargjöld í Reykjavík verði hækkuð um 0,1%. Ari Trausti Guðmundsson. • „1 eltingarleiknum viö staöalinn eru helstu rök fræðsluyfírvalda þau að það sé of dýrt að reka skóla með bekkjardeildum „undir staðlinum”. Það þarf mikið sjálfstraust til að verðleggja menntun,” segir Ari Trausti Guðmundsson í grein sinni þar sem hann fjall- ar um Vogaskóla og þá ákvörðun yfírvalda að leggja hann niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.